Tíminn - 03.12.1980, Side 3

Tíminn - 03.12.1980, Side 3
Miðvikudagur 3. desember 1980 3 Kjördæmisþing framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra: Frá aðalfundi Öryrkjabandalagsins: Framfarir í mál- efnum öryrkja EKJ — Aðalfundur öryrkja- bandalags Islands var haldinn 30. október siðastiiðinn. öryrkja- bandalagið sem er samtök 10 öryrkjafélaga hefur starfað f 19 ár. Bandalagið á nú 4 háhýsi, 3 f Reykjavik og eitt iKópavogi, og eru það samtals 249 ibúðir, sem það hefuryfir að ráða, ennfremur er leigt piáss til öldrunardeilda Landspitalans og 2 hæðir til Kleppsspitala. Vinnustofa er einnig rekin I húsum bandalags- ins á þess vegum. A aðalfundinum voru sam- þykktar margar ályktanir m.a. um aö skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta hið fyrsta aðstöðu fatlaðra til skurðaðgeröa og enn- fremur að tryggja lungnasjúkum hæfilegan sjúkrarUmafjölda, um að skora á stjórnvöld að lögleiða notkun bllbelta og hnakkapúða, um að Fasteignamati rikisins verði falið að kanna aö setja i táknmál sitt tákntölu, sem veiti upplýsingar um aðgang fatlaðra aðhúsnæðinu. Þá var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur öryrkjabandalags Islands skorar á konur landsins að sinna tilmælum heilbrigðis- yfirvalda um bólusetningu vegna rauðra hunda. Fyrirbygging þessa sjúkdóms er verulegur liður i fækkun fatlaðra vegna meöfæddra örkumla og þvi ómetanleg aðgerð i þjóðarheild- inni”. Þá hvatti fundurinn rikisstjórn og sveitarstjórnir að flýta sem verða má byggingu sundlaugar við Grensásdeild I Reykjavfk og minnti jafnframt á fyrirhugaöar sundlaugar við endurhæfingar- stöð Sjálfsbjargar á Akureyri og við Landsspitalann i Reykjavik, jafnframt fagnaöi fundurinn þeim vaknandi skilningi stjórn- valda og almennings á þörfinni fyrir sundlaugar við endurhæf- ingarstöðvar. Þá fagnaði fundur- inn þingsályktun um málefni hreyfihamlaðra, sem samþykkt vará Alþingi i maís.l., en það var áskorun á rikisstjórnina um að láta gera úttekt á nauðsynlegum endurbótum á opinberu húsnæði Framhald á bls 19 Aðalfundur Félags háskólakennara: Gerir Háskólinn jafn vel við Halldórsstaði eins og Herdísarvík? Krá l'undinum i Lögbergi. Ljósm.: G.T.K. Aðalfundur Félags háskólakennara var haldinn i siðustu viku. Fundurinn var haldinn i Lögbergi og fundar- stjóri var Jón R. Stefánsson. Formaður félagsins Gunnar G. Schram flutti skýrslu stjórnar og kom fram að stari'ið var hið þróttmesta. Háskóla- kennarar byggöu sumarbústað i .Brekkuskógi i Biskupstungum á árinu, héldu fundi um bygg- ingarmál skólans og rann- sóknarmálin, fóru i heimsókn i háskólastofnanir og héldu veg- lega ársháti'ð og jólaíagnað. 1 máli Gunnars kom fram að félagið hafi leitað hófana á þvi við rektor háskólans, Guðmund Magnússon, að nýta land Háskólans að Halldórsstöðum i Laxárdal til sumardvalar. Hef- ur verið imprað á þessu máli við framkvæmdastjóra Laxár- virkjunar, Knút Ottestedt, en Laxárvirkjun á hús aö Halldórsstöðum. Tók Knútur málaleitaninni vel. Þá fjallaði Gunnar um launamál háskóiamanna ogþótti það litiö að þeir fengju 0,7% kauphækkun á sama tima þegar aðrar stétir fengju þetta Gunnar G. Schram flytur skýrslu stjórnar. 10—12% kauphækkun. Einnig kom fram i máli hans að skammt hefði miðað i svoköll- uðu fæðismáli og þurfa flestir háskólakennarar ennþá að fara heim til sin i mat, þótt flestir aðrir hafi mötuneytisaðstöðu á vinnustað. Úr stjórn áttu aö ganga, for- maðurinn Gunnar G. Schram, ritarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson og gjaldkerinn Maria Jóhannsdóttir. Voru tveir fyrr- nefndu endurkjörnir, en þar sem Maria gaf ekki kost á sér til endurkjörs var Stefán Svavarsson kjörinn i hennar stað. Aðrir i stjórn eru Jónas Hallgrimsson og Jón Bragi Bjarnason. — G.T.K. Menntaskólanum við Hamrahlíð berst dýrmæt bókagjöf: 600 bindí þýskra bóka — úr safni Ingvars G. Brynjólfssonar yfirkennara BST Menntaskólanum viö Ilamrahlið hefur borist mikil og góð bókagjöf. Það eru erfingjar lngvars G. Brynjólfssonar yfir- kennara, sein gáfu skólanum nær 600 bindi bóka úr bókasafni Ingvars að honum látnum. Flestar bækurnar eru á þýsku, og þær eru uni margvisleg cfni. Stærstur er flokkur orðabóka og ýmissa rita til þýskukennslu, cinnig rit þýskra öndvegishöf- unda og bækur um þýskar bók- mennttr. Ingvar Brynjólfsson var þýskukennari við skólann frá stofnun hans 1968, en hafði áður verið kennari áratugum saman við Menntaskólann i Reykjavik. Hann lést 28. jan 1979, tæplega 65 ára að aldri. A kennslutið hans við M.H. hafði hann gefiö skólanum dýrmætar bókagjafir, m.a. þýskar þýðingar allra tslendingasagna. Bókagjöfin til skólans frá erfingjum Ingvars heitins var afhent skólanum á siðastliðinni vorönn. Bækurnar hafa nú verið flokkaðar og skráðar og hefur þluta þeirra verið komið upp I sýningarskápum við bókasafn Menntaskólans við Hamrahlið. Verður sýningin höfð uppi fram yfir áramót og er hinum fjöl- mörgu nemendum lngvars sér- staklega boðiö að koma og sjá sýninguna meðan skólahusið er opið. Væntir að stjómar- samstarfið haldist allt kjörtímabilið HEI — Kjördæmisþing fram- sóknarmanna i Norðurlandskjör- dæmi eystra, er haldið var 8.-9. nóv. s.l., harmar að ekki hefur enn náðst meiri árangur í niður- talningu verðbólgunnar og hvetur tii þess að nú sé einskis látið ófreistað i þvi efni á kjörtlmabil- inu, að þvi er segir I ályktun þingsins. Jafnframt minnir þingið á nauðsyn góðrar sam- vinnu milli rikisvalds og aðila vinnumarkaðarins, ef takast eigi að sigrast á efnahagsvandanum og mikilvægt sé að stéttasam- tökin geri sitt til þess að treysta jafnan jákvæða samvinnu aðila um aðgerðir I efnahags og at- vinnumálum. Þingið telur það eitt aðalverk- efni stjórnvalda að berjast gegn verðbólgunni með ákveönum að- haldsaðgerðum er varöa verðlag, peninga og vaxtamál, gengi, fjár- festingu og rikisfjármál. Niður- talning verðbólgunnar verði að vera markviss og ákveðin og ekki aðeins bundin verölagi á vörum og þjónustu, heldur einnig taka til verðbóta á laun, ákvaröana um búvöruverð, fiskverð og gengis- breytinga. Auk þess sé sérstaks aðhalds gætt i rikisfjármálum og rekstri rikisfyrirtækja, svo þess sjáist merki að rikisvaldið gangi á undan i þeim sparnaði og hag- sýni i rekstri þjóðarbúsins sem menn eru sammála um aö sé íór- senda þess að unnt sé aö komast út úr vi'tahring verðbólgunnar. Væntir þingið þess aö stjórnar- samstaríið haldist allt kjörtima- bilið, svo rikisstjórnin fái tilætl- aðan ti'ma til að vinna að verö- bólguhjöðnuninni og öörum um- bótamálum. Kjördæmisþingið telur upp- byggingu útflutningsiðnaðar brýnt viðfangsefni, sem timabært sé að sinna af fullri alvöru. Minnir þingið á, að skipulag meiriháttar útflutningsiðnaöar krefjist mikils undirbúnings, þar sem taka verði tillit til margra sjónarmiða. Þá itrekaði þingiö aö byggöa- stefnan er leiðarljós Fram- söknarflokksins i landsmálum, svo að ekki verði út af brugðið. Þótt miklu hafi veriö áorkaö i byggðamálum siðustu 10 ár, sé sist ástæða til að slaka á i þeim efnum. Landsbyggðin geti þvi aö- eins haldið hiut sinum og þróast eðlilega að byggðastefnan sé i heiðri höfð á öllum sviöum. 1 stjórn kjördæmisráðsins voru kjörin: Haukur Halldórsson, for- maður, Þóra Hjaltadóttir vara- formaður, Egill Olgeirsson ritari, Hákon Hákonarson gjaldkeri og meðstjórnendur þeir: Björn Guð- mundsson, Aðalbjörn Gunnlaugs- son og Tryggvi Gislason. Vara- menn voru kjörnir: Ari Teitsson, Ólafur Friðriksson og Aðaigeir Olgeirsson. i miðstjórn voru kosin: Hilmar Danielsson, Jó- hann Helgason, Hákon Hákonar- son, Sigurður oli Brynjólfsson og Ingi Tryggvason úr hópi eidri mannaog Niels A. Lund, Egill 01- geirsson og Þóra Hjaltadóttir af yngri mönnum. Til vara voru kjörnir: Tryggvi Gislason, Aöal- geir Sigurðsson, ólafur Friðriks- son, Sigurður Gizurarson, Sig- urður Jóhannesson, Valgerður Sveinsdóttir, Hétur Björnsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Knýja þarf fram aögerðir „Miðstjórnarfundur SUF, hald- inn I Reykjavik 29. nóvember 1980, telur að ráðherrar og þing- menn flokksins verði nú þegar að knýja fram þær aðgerðir gegn efnahagsvandanum sem boðaðar hafa verið. Ef ekki tekst nú, með gjald- miðilsbreytingunni, að ná fram samræmdum aðgerðum innan rikisstjórnarinnar, telur fundur- inn að kalla beri saman miðstjórn flokksins til að endurskoða aðild- ina að rlkisstjórninni.” Þannig hljóðar ályktun sem gerð var á miðstjórnaríundi Sam- bands ungra Framsóknarmanna, en fundurinn var haldinn i Reykjavik um sl. helgi. A fundinum var f jallað um þrjá megin málaflokka: Starfsáætlun. Stefna skal að stórauknu starfi Félagsmála- skóla flokksins og voru ályktanir þess efnis. Kosningaréttur og Kjördæma- málið.Framsögumenn voru Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknar og Jón Sigurðsson ritstjóri Timans. Ræður þeirra eru gott veganesti þar til haldin verður ráðstefna um þessi mál fljótlega eftir áramótin. Stjórnmálaviðhorfið. Stein- grimur Hermannsson flutti i byrjun ræðu um hvernig ástand þjóðarbúsins er og hvað helst er til úrbóta. Umræður urðu fjörug- ar og tóku margir til máls.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.