Tíminn - 12.12.1980, Side 1
Luxemborgarar vilja huga að framhaldi Flugleiðamálsins:
Vilja helst sam-
starf við Cargolux
Deila bankamanna:
„Viðræður á mjög
alvarlegu stígi”
— sagði Guðlaugur Þorvaldsson
FRI— Steingrimur Hermanns-
son samgönguráöherra ræddi
fyrir skömmu óformlega viö
samgönguráðherra Luxem-
borgar, Josy Bartel, um áfram-
hald Atlantshafsflugsins.
t samtali við Timann sagði
Steingrimur að á þessum fundi
hefði hann gefið Luxemborgur-
um upplýsingar um það sem
gerst hefði i málum hélendis að
undanförnu og um leið athugað
hvað liði þeirra framkvæmdum
i þessum málum. Hann sagði aö
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsana:
16 milljarða
samningur
FRI— Þann 5. des. s.l.
var undirritaður i
Moskvu samningur um
sölu á 18. þús. lestum af
frystum fiski til af-
greiðslu á árinu 1981.
Heildarverðmæti samn-
ingsins er um 15.9 mill-
jarðar kr. miðað við
gengi i dag.
Kaupandi er matvælafyrir-
tækið Prodintorg en samings-
gerðina önnuðust af hálfu SH
þeir Arni Finnbjörnsson
framkv.stj. SH og Sigurður
Markússon framkv.stj. sjávaraf-
urðadeildar SIS.
Arið 1981 er hið fyrsta undir
nýjum 5 ára rammasamningi
sem Island og Sovétrikin gerðu
með sér á s.l. ári.
A siðasta 5 ára tfmabili námu
heildarafgreiðslur á frystum fiski
til Sovétrikjana 67.400 lestum.
Þegar fulltrúar StB I samninganefnd mættu til húsakynna rlkissáttasemjara kl. 14.00 i gær, tók fjöldi
bankastarfsmanna á móti þeim meö dynjandi lófataki. Einhver taldi aö þarna heföu veriö samankomn-
ir hátt á þriöja hundraö manns.
Sögöu bankastarfsmennirnir aö vera þeirra þarna væri einkum til þess aö stappa stálinu í fulltrúa
Róbert.
beir væru að ganga frá hluta
þeirrar 3 millj. dollara aðstoðar
sem lofuð hefði veriö auk þess
sem þeir hefðu fellt niður lend-
ingargjöldin hjá sér.
—Luxemborgarar eru mjög
áhugasamir um að fljótlega
verði farið að huga aö framtið-
inni i þessum málum en þeir
vilja gjarnan vinna áfram með
okkur, sagði Steingrimur.
—Þeir hafa helst trú á ein-
hvers konar samstarfi með
Cargolux og einnig kemur ein-
hverkonar blandað frakt- og
farþegaflug til greina.
Steingrimur sagði ennfremur
að væntanlega yrði fariö að
vinna að þessum málum strax
eftir áramótin og mundu þá sér-
fræðingar beggja flugfélag-
anna, Flugleiða og Luxair, ræða
málin en samgönguráðherrarn-
ir mundu fylgjast með þeim við-
ræðum. Hinsvegar væi ástandið
i þessum málum erfitt nú og
batahorfur ekki miklar.
AB — „Viðræöur bankamanna
eru á mjög alvarlegu stigi nú”
sagði Guðlaugur Þorvaldsson
rikissáttasemjari i viðtali viö
Timann i gærkvöldi.
Fundur með fulltrúum
bankanna og fulitrúum banka-
starfsmanna hófst kl. 14.00 i gær.
Þegar samninganefndarmenn
komu til fundarins tóku hátt
þriðja hundrað bankastarfs-
manna á móti þeim með dynjandi
lófataki. Aö sögn fulltrúa i verk-
fallsnefnd var þessi aðgerð
bankastarfsmanna eins konar
stuðningsyfirlýsing við þeirra
fulltrúa i samninganefnd.
Fundurinn stóð siðan sleitu-
laust i allan gærdag og sagðist
Guðlaugur telja það öruggt mál
aðfundað yrði áfram fram á nótt.
Hvað lá að baki orða Guölaugs i
gær „viðræðurnar eru á mjög al-
varlegu stigi”, liggur ekki alveg
ljóst fyrir, þvi fulltrúar i verk-
fallsnefnd fullyrtu i gærkvöldi að
SIB menn i samninganefndinni
myndu hvergi slaka á i kröfum
sinum, úr þvi sem nú væri komið.
Sé umræðugrundvöllurinn
jákvæður nú þá verður það að
skoðastsvoað fulltrúar bankanna
séu eitthvað að gefa eftir.
Verkfallsvarsla fór fram með
ágætum i gær, en þó voru banka-
starfsmenn mjög óánægðir með
það að tollstjóri hefur ekki tekið
jafn strangt á túlkun á þvi hvaö er
neyðartilfelli eins og hann gerði i
upphafi verkfalls. Bankastarfs-
menn fóru til fundar við fjár-
málaráðherra Ragnar Arnalds i
gærkveJ di, en þaö mun hafa ver-
iðaö hans undirlagi sem tollstjór-
innbreytti mati sinu. Gisli Jafets-
son hjá verkfallsnefnd banka-
mannasagði blaöamanni Timans
i gærkvöldi aö árangur af fundin-
um með fjármálaráðherra hefði
enginnorðið. Komiðhefði i ljós að
ráðherra og hans embættismenn
heföu greinilega haft áhrif á
gjörðir tollstjóra með bréfi því er
tollstjóra var sent og hann beðinn
um að afgreiða neyðarbeiðnir á
sama hátt og gert hefur verið á
undanfömum árum. „Við höfum
fundið það i daga að þrýstingur
frá innflytjendum með undan-
þágubeiðnir hefur ekki verið jafn
mikill og undanfarna daga. Þvi
teljum við að frjálslega hafi verið
fariö með túlkunina á þvi hvað
neyðarinnflutningur sé. Það má
lita svo á að rikisvaldiö sé að
Framhald á bls. 19
Önnur umræða um
fjárlög í dag
JSG — i dag fer fram önnur um-
ræða um fjárlög ársins 1981.
Fjárveitinganefnd hefur lokið
umfjöllun um fjárlögin, og hafa
verið lagðar fram breytingatil-
lögur við þau frá nefndinni f heild,
frá mcirihluta fjárveitinganefnd-
ar, og frá Þorvaldi Garöari
Kristjánssyni. Meirihluta fjár-
veitinganefndar skipa þeir Geir
Gunnarsson, Eggert Haukdal,
Þórarinn Sigurjónsson, Alexand-
er Stefánsson, og Guömundur
Bjarnason.
A meðal breytingatillagna
meirihlutans er hækkun á fram-
lagi til bygginga sjúkrahúsa,
heilsugæslustöðva og læknabú-
staða um 700 milljónir, og i sam-
tals 5 milljarða króna.
Vonir standa til að hægt verði
að 1 júka annarri umræðu um fjár-
lögin i dag, en siðan er ætlunin að
atkvæðagreiðsla um þau fari
fram á morgun. Siðan hefur verið
stefnt að þriðju umræðu um fjár-
lögin og lokaafgreiðslu i lok næstu
viku, og þingið fari jafnframt i
jólafri laugardaginn 20. des.
Þetta kann þó að breytast, þvi i
umræðum á Alþingi I gær, svo og i
útvarpi i gærkvöld, gáfu tals-
menn stjórnarandstöðunnar til
kynna að þeir hygðust tefja af-
greiðslu þeirra mála sem rikis-
stjórnin vill fá afgreidd fyrir jól.
Svartolía, smjörlíki og
útseld vinna hækka
Kás — Ríkisstjórnin staðfesti á
fundi sinum i gær þrjár hækkanir
sem Verðlagsráð haföi heimilað.
t fyrsta lagi er þaö hækkun á
svartoliu úr 128.100 kr. i 166.100
kr.
i ööru lagi 7% hækkun til
smjörlikisgerða á framleiöslu-
vörum sinum, og i þriöja lagi
9.52% hækkun á útseldri vinnu, i
samræmi við hækkun verðbóta-
visitölu 1. des. s.l.
Framsóknarmenn samþykkja að standa að
framlagningu Fjárfesdngar- og lánsfjáráædun:
Gera fyrirvara
um endurskoðun
Lánsfjárlög, öðru nafni fjár-
fcstingar- og lánsfjáráætlun
rikisstjórnarinnar fyrir næsta
ár, veröa ekki afgreidd á Al-
þingi fyrr en eftir áramótin.
Hins vegar verður frumvarp til
lánsfjárlaga lagt fram á Alþingi
nú strax eftir helgina.
Það hefur komið fram i máli
þingmanna úr Framsóknar-
,fokknum að þeir geri fyrirvara
um heildarupphæð lánsfjárlag-
anna á þeirri forsendu aö til-
lögur fjármálaráöherra muni
leiða af sér of mikla spennu i
efnahagslifi og geti þannig
verkað gegn niðurtalningu
veröbólgunnar á næsta ári.
Lánsfjárlögin vcröa þunnig
afgreidd sem hluti þeirra efna
hagsráöstafana sem nú eru i
undirbúningi og forsætisráö-
hcrra hefur áöur lýst yfir aö
gerðar verði i tengslum viö
gjaldmiöilsbreytinguna.
Astæða þess aö lánsfjárlögin
verða ekki afgreidd nú fyrir
hátiöir samhliða fjárlögum
fyrir næsta ár er þannig einkum
sú að ekki hefur náðst full sam-
staða i stjórnarliðinu um niður-
stöðutölur, en hins vegar hefur
stjórnarandstaðan lýst yfir þvi
að hún muni ekki koma til móts
við stjórnina i afgreiðslu mála
siöustu dagana fyrir jól.
Einstök atriði hafa einnig
verið til umræöu, og þannig
mun frumvrp fjármálaráöherra
ekki gera ráö fyrir þvi framlagi
til nýrrar flugstöövar á Kefla-
vikurflugvelli sem utanrikis-
ráðherra hefur óskað eftir.
Þessa dagana standa yfir
fundir á vegum forsætisráðu-
neytisins um hugsanlegar efna-
hagsaðgeröir upp úr áramótun-
um, en i gær var ekki oröiö Ijóst
hvort endanlegar ákvarðanir
yrðu teknar fyrir hátiðirnar.
Mikil áhersla er á það lögð, ein-
kum af hálfu framsóknar-
manna, aö aðgerðir komi til
framkvæmda i tengslum viö
áramótin og nýju krónuna.