Tíminn - 12.12.1980, Qupperneq 16
Sími: 33700
A NÖTTU OG DEGI ER VAKAÁ VEGI
: MSlGrNODE
Sjálfvirkar bindivélar
Sjávarafurðadeild
Sambandsins
Simi 28200
Föstudagur 12. des 1980
HMuiMmmHBnBBMmnnm
„Vilja ekki segja hvað í
lögum okkar er brotiegt”
— segir Oliver Steinn, formaður Félags Isl. bókútgefanda, um álit Samkeppnisnefndar
BSt — „Málið stendur nákvæm-
lega eins og það stóð i gær og
fyrradag og daginn fyrir fyrra-
dag, og þessi niðurstaða sam-
keppnisnefndarinnar er enginn
úrskurður i málinu. Ileldur hef-
ur ncfndin ákveðið að ræða við
okkur um okkar lög og starfs-
reglur, en hún hefur engan úr-
skurð fellt”, sagði Oliver Steinn
formaður Félags isl. bókaútgef-
enda, er blaöamaður Timans
bað hann að segja álit sitt á
blaöaskrifum um niðurstöðu
samkeppnisnefndarinnar.
„Þetta er bara fyrsta skrcf i
málinu, og þar ákveða þeir að
ræða við okkur, og kryfja málið
til mergjar, en samkvæmt orð-
um Unnstcins Beck, sem er i
nefndinni, þá ber á engan hátt
að skoða þetta sem áfellisúr-
skurð.”
— Þeir ætla að ræða við okkur
i Félagi bókaútgefenda um okk-
ar lög og reglur og fara i gegn-
um það, sem þeir kunna að telja
að brjóti eitthvað i bága við
þessar samkeppnisreglur, en ég
fæ það hvorki upp hjá verðlags-
stjóra né nefndarformanni hvað
það er i okkar lógum, sem er
brotlegt.
Verðlagsstjóri vitnaði til 9.
greinar i lögum i Félagi isl.
bókaútgefenda, sem fjallar um
hvernig við veljum okkur um-
boðsmenn hljóðar svo:
„Félagiö ræður útsölumenn
viðs vegar um landið, eftir þvi
sem þurfa þykir og hafa þeir á
hendi sölu á bókum félags-
manna. Byggjast viðskipti
félagsmanna og útsölumanna á
samhljóða viðskiptasamningi,
sem félagið gerir við hvern ein-
stakan þeirra. Útsölumenn
skulu ráðnir á félagsfundi og
skal þess getið i fundarboðum.
Leyfi til bóksölu skal miðaö við
ákveðinn staö og skal útsölu-
maður með sérstakt leyfi fá sér-
stakt leyfi fyrir hvern útsölu-
stað, ef fleiri eru en einn.”
— Það er ekkert i þessu, sagði
Oliver Steinn, sem brýtur i bága
við samkeppnisreglur. Að minu
mati stangast reglur félags okk-
ar ekki á við verðlagslögin, og
ég fæ enga skýringu hjá þeim
hvað það er i þessari grein, sem
stangast á við lögin.
Þetta mál heldur svo áfram.
Nú er það verðlagsyfirvalda
næst, eða samkeppnisnefndar,
aö boða til viðræðufundar, eins
og þau eru i rauninni búin að
samþykkja. Við höfum marg-
boðið verðlagsyfirvöldum að
ræða við þau, ef það væri eitt-
hvað sem þau vildu leita til okk-
ar með i sambandi við þetta
mál, þá væri allt opið hjá okkur
með að veita þeim allar upplýs-
ingar.
Verðlagsstjóri ákveður svo
hvenær viðræður fara fram, svo
næsti leikur er ekki i okkar
höndum, sagði Oliver Steinn að
lokum.
Grípur ríkis-
stjórnin inn í
bankadeiluna?
AB — „Það var fjallað um verk-
fallsmál bankamanna i dag i
rikisstjórninni og ég gaf skýrslu
um stöðuna”, sagði Tómas Ama-
son viðskiptaráðherra i gær-
kvöldi.
Tómas sagðist biða fregna af
samningafundi bankamanna og
kvaöst hann ekkert geta sagt um
hugsanlegar aðgerðir fyrr en
niðurstöður fundarins lægju fyrir.
Þó sagðist Tómas hafa stöðugt
vaxandi áhyggjur af máli þessu,
þvi áhrif verkfallsins yrðu meiri
með degi hverjum. Taldi hann
rétt að sjá hvað myndi gerast á
sáttafundi bankamanna sem stóö
enn þegar Timinn ræddi við
Tómas, hins vegar sagði hann að
ef ekki næðust samningar fyrir
daginn i dag, þe. i nótt þá teldi
hann að skoða þyrfti þetta mál
allt saman gaumgæíilega,
Sagðist Tómas mundu taka mál
þetta aftur upp á fundi rikis-
stjórnarinnar i dag, ef samkomu-
lag hefði ekki náðst.
Gylfi Gislason myndlistarmaður f Grjótaþorpi með GRJÓTAÞORPIÐ
Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra:
Útvegar Gervasoni
landvist í Danmörku?
BS- — Eins og áöur hefur
komiö fram i fréttum var
á 34. þingi ASÍ i nóv. sl.
samþykkt ályktun um aö
íslensk yfirvöld veittu
franska flóttamanninum
Patrick Gervasoni land-
vist á islandi.
I samráði við dómsmálaráð-
herra varö aö samkomulagi, að
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaö-
ur Gervasonis fær+til Oanmerk-
ur, til þess að afla upplýsinga
um það, hvaöa meðferö skjól-
stæðingur hans fengi, færi hann
til Danmerkur. ASI tók að sér að
greiöa ferðakostnað lögmanns-
ins.
Ragnar segir, að eftir viöræö-
ur sinar við danska embættis-
menn telji hann ekki ástæðu til
aö ætla, að Danir veiti Gerva-
soni stöðu svokallaðs B-flótta-
manns og skilriki samkvæmt
þvi, ef hann kæmi til Danmerk-
ur og bæöist hælis sem pólitisk-
ur flóttamaður.
Þó mætti búast við að slik
lausn fengist á málinu i Dan-
mörku, en sú ákvörðun yröi
pólitisk, þvi að þar kæmu til
greina i máiinu góö samskipti
þjóðanna og þó einkum einka-
viöræður dómsmálaráðherra
landanna á dögunum. Ragnar
áleitað eftir venjulegum leiðum
heföi Gervasoni ekki átt mögu-
leika á landvist i Danmörku.
Ragnar hefur nú skilað Al-
þýöusambandinu og dómsmála-
ráöuneytinu greinargerð um
viðræður sinar viö danska út-
iendingaeftirlitið og dómsmála-
ráðuneytiö danska. Skýrsla
Ragnars hefur verið rædd á ein-
um fundi fulltrúa ASl og dóms-
málaráöuneytisins og er málið
enn i athugun.
BSt — A vegum HELGAFELLS
er komin út bókin GRJÓTA-
ÞORPIÐ: LITABÓK eftir Gylfa
Gislason myndlistarmann.
Með útgáfu þessarar bókar er
markmiö höfundar að vekja fólk
á öllum aldri til umhugsunar um
islenskt umhverfi og byggingalist
á nýstárlegan hátt.
t bókinni eru yfir fimmtiu
myndir með auðskiljanlegum og
liflegum texta, sem lista-
maðurinn hefur samið.
1 tengslum viðútgáfuna verður
efnt til sýningar á öllum teikn-
ingum bókarinnar á Mokka-kaffi
þar sem borgarbúum gefst tæki-
færi til þess að skoða myndir
listamannsins. Þá verður bókin
tilsölua Útimarkaðnum, Lækjar-
torgi næstu tværhelgar. Einnig er
ætlunin aö efna til verðlaunasam-
keppni meðal barna og unglinga.
Verður skýrt nánar frá tilhögun
hennar siðar.
Laugarásbió:
Fyrsta kvik-
myndahús hér
með Dolby
FRI — A morgun, laugardag,
tekur Laugarásbió til sýninga
söngvamyndina XANADU, en um
leið og sýningar hefjast á henni
tekur kvikmyndahúsið i notkun
nýtt hljómkerfi, Dolby, sem er
eitt hið fullkomnasta sem hægt er
að fá i kvikmyndahús.
Laugarásbió hefur áður verið i
fararbroddi islenskra kvik-
myndahúsa og er skemmst að
minnast notkun svonefndra
Sensurround-tækja fyrir nokkr-
um árum auk þess sem kvik-
myndahúsið tók fyrst i notkun hér
TODD-AO sýningartæki er það
hóf starfsemi sýna fyrir 20 árum.
Meðal þess, sem komið hefur
verið upp i sýningarsal Laugar-
ásbiós, eru 12 hátalarar, sem
skiptast þannig, að fjórir eru
hvorum megin i salnum og enn
fjórir aðbaki áhorfendum, en bak
við sýningartjaldið eru þrir nýir
hátalarar. Þá er sérstakur for-
magnari, sem má kalla hjarta
eða sigurverk Dolbytækninnar,
og loks þrir lOOw. tvöfaldir magn-
arar til að kóróna tóngæöin.
dagar til jóla
Jólahappdrætti SUF
Vinningur dagsins nr. 3248
fimmtudaginn 11. des. nr. 2422
miðvikudaginn 10. des. nr. 2251
þriðjudaginn 9. des. nr. 1145
Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
mest selda úrið