Tíminn - 12.12.1980, Síða 11

Tíminn - 12.12.1980, Síða 11
Föstudagur 12. desember 1980. ÍÞRÓTTIR „Fer heim um helgina” ^ segir James Breeler sem lék sinn síöasta leik með Armanni i gær „Það er ákveðið að ég fari frá íslandi nú um helgina" sagði James Breeler, risinn í Ármanns- liðinu eftir leik Ármanns og ÍS í gærkvöldi. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa Armenningar ekki getað borgað honum þau laun sem hann átti að fá og það er aö- alástæðan fyrir brottför kappans. „Mig vantar einfaldlega aðra vinnu. Ég er búinn að eyða nokkr- um tima hér og hef ekkert haft út úr honum. Mig vantar peninga. Armann hefur ekki borgað mér og ástæðan fyrir þvi að ég lék með Armanni i kvöld var einfaldlega vinargreiði við formann deildar- innar, Guðmund Sigurðsson,” sagði James Breeler og virtist að vonum daufur með þessi málalok. ,,Ég fer héöan til Bandarikj- anna og hef i hyggju að leita að vinnu i Evröpu og þá með körfu- knattleik efstan á blaði. En i lokin langar mig til aö koma á fram- færi þakklæti til Guðmundar Sigurðssonar. Hann hefur reynst mér sérstaklega vel og hjálpað mér mikið,” sagði Breeler að lok- um. — SK. „Vantar stjórn og peninga” • segir Bob Starr umboðsmaður og fyrrverandi þjálfari Armenninga sem fer heim um helgina með Breeler „Ármenninga vantar al- mennilega stjórn, fleiri æfingar vantar fyrir liðið og umfram allt vantar peninga til að reka deild- ina", sagði umboðsmaður- inn og fyrrverandi þjálfari Ármenninga Bob Starr í samtali við Tímann í gær- kvöldi. .. r ,,n;g reyndi eítir fremsta megm að gefa Armenningum góð rát) i leiknum i kvöld og þá i gegnum Guðmund Sigurðsson eins og þú kannski sást. En þaö dugar ekki til. bað vantar svo ótalmörg at- riði inn i þetta dæmi til að það gangi upp”, sagði Bob Starr en hann er á förum frá Islandi og fer hann með James Breeler. „Ármenningar byrjuðu alltof seint að æfa. Lið sem kemur upp úr 1. deild verður að byrja að æfa miklu fyrr á haustin ef árangur á að nást i úrvalsdeildinni. Það er minn boðskapur til þeirra liða sem nú berjast við það að komast upp i Crvalsdeildina. Þetta á kannski helst við um það lið sem vinnur 1. deildina, hvort sem það verður Fram eða ÍBK”, sagði Bob Starr. Hann bætti þvi við að hann væri ekki á nokkurn hátt sár út i Ar- menninga sjálfa. Honum hefði likaö mjög vel við þá alla og sam- starfið hefði verið gott. „Mig langar til að koma aftur til íslands. Hér á landi á ég marga vini og mig langar mikið til að heimsækja þá þótt siðar verði, þó ekki væri nema til að segja halló”, voru lokaorð Bobs Starr. —SK Armenningar nú fallnir? • töpuðu fyrír fS „Ég er að sjálfsögðu ánægður með sigur okkar i kvöld”, sagði Bandarikjamaðurinn Mark Cole- man i samtaii við Timann eftir að IS hafði sigrað Armann i leik iið- anna i Úrvalsdeildinni i gær- kvöldi með 91 stigi gegn 80. Leikið var i Hagaskóla. Staðan i leikhléi var 49:43 tS i vil. Með þessu tapi má segja að vonir Armenninga um að halda sér i Úrvalsdeildinni séu að engu orðnar. Liðið virkar ekki sterkt og óliklegt til aö bera sigurorð af öðrum liðum en IS i deildinni. IS hefur nú hlotið sex stig en Ar- menningar aðeins tvö þannig að sigur gegn öðru liði en IS verður að koma til greina þvi liðin eiga aðeins eftir aö leika einu sinni innbyrðis i deildinni. En snúum okkur að leiknum i gærkvöldi. Stúdentar höfðu yfirhöndina allan leikinn og náðu fljótlega af- gerandi forskoti 27:14 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Staðan i leikhléi var eins og áöur sagði 49:43 IS i vil og i siðari hálfleik náðu Armenningar aldrei að ógna sigri Stúdenta sem var sanngjarn og nauðsynlegur liðinu i fallbar- áttunni. Of snemmt er kannski að i gærkvöldi 80:91 segja að liðið hafi með þessum sigri i gærkvöldi forðað sér af hættusvæöinu en greinilegt er að „gömlu mennirnir” i liðinu eru ekki á þvi að gefa neitt eftir. „Næst eigum við að leika gegn KR og það verður „töff” leikur”, sagði Mark Coleman þjálfari og leikmaður 1S eftir leikinn i gær- kvöldi. „Þetta er allt að koma hjá okkur og við erum greinilega að ná saman og læra inná hvorn ann- an”, sagði Mark sem var að venju stigahæstur Stúdenta og i gær- kvöldi skoraði hann 28 stig. Þeir Gisli Gislason og Jón Oddsson skoruðu báðir 15 stig. Hjá Armanni var Valdimar Guðlaugsson einna skástur og er greinilega að koma til aftur eftir meðferðina sem hann hefur hlotið hjá stjórnendum Armannsliðsins að undanförnu á varamanna- bekknum. Hann skoraði 14 glæsi- leg stig en Breeler var stiga- hæstur með 26 stig. Þá átti Kristján Rafnsson góðan leik og skoraði 15 stig. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Valur Halldórsson og Kristbjörn Albertsson og gerðu það vel. —SK ÍÞROTTIR James Breeler iék sinn siöasta leik með Armanni i gærkvöldi. Honum hafa ekki verið greidd laun fyrir vinnu sina hér og heldur hann af landi brott um helgina ásamt Bob Starr. Titilvon Þróttar orðin að engu • þegar þeir töpuðu fyrír Fram 21:24 „Við erum búnir að æfa mjög vel nú undanfarið, og ég held að árangurinn af því sé að koma í Ijós núna" sagði Björgvin Björgvins- son landsliðsmaður i Fram. I gærkvöldi sigruðu Framarar Þrótt i 1. deildinni i handknattleik 24-21 i miklum baráttuleik. „Ég held að með þessum sigri okkar séum viö búnir að yfirvinna minnimáttarkenndina sem ein- kennt hefur Framliðið undan- farið. Við gerum allt sem við getum til jiess að forðast fall í 2. deild, þviFram á ekkerterindi þangað” sagði Björgvin. Strax I upphafi leiksins sást það að leikurinn yrði jafn, Framarar voru mun ákveðnari i þessum leik enda gat þessi leikur skipt mikl- um um það hvort Fram félli I 2. deild. Það má eiginlega segja að það sem réði úrslitum þessa leiks hafi verið klaufaskapur Þróttarar undir lok leiksins, er tveimur Þrótturum var vikið af leikvelli i tvær min. Staðan var 21-20 fyrir Fram og 5 min. til leiksloka er þeim Magnúsi Margeirssyni og Jóni Viðari var vikið af velli aðeins með nokkurra sekúnda millibili. Axel skoraöi 22 mark Fram úr vitakasti, Þróttarar i sókn og Axeli er vikið af leikvelli i tvær min. Framarar ná boltanum og Atli Hilmarsson skoraöi 23. mark Fram og staðan orðin 23-20 og að- eins tvær minútur til leiksloka. Þá er Hannesi Leifssyni vikið af velli og Sigurður Sveinsson minnkaði muninn i tvö mörk, Páli Ölafssyni var siðan vikið af velli og Hermann Björnsson innsiglaði siðan sigur Fram 24-21. „Ég held ég geti sagt það” sagði Ólafur H. Jónsson þjálfari Þróttarerviðspuröumhann eftir leikinn hvort vonin um íslands- meistaratitilinn væri fyrir bLeftir þetta tap. „Enda var það ekki markmiöið hjá okkur að verða tslandsmeist- arar, það er ekki hægt aö ætlast til þess, ég er ánægður meö þann árangur sem viö höfum náð. Við lékum þennan leik i kvöld á lágu plani við náðum vörninni ekki i gang og menn höfðu ekki nógu mikla ánægju af þvi sem þeir voru að gera, ég held að það hafi orðið okkur að falli i leiknum. Þá misstum við markmanninn út af i seinni hálfleik vegna meiösla og það hafði mikið að segja, þá fannst mér dómgæslan i leiknum vera fyrir neðan allar hellur og það má vel koma fram að mér finnst öll dómarastéttin vera léleg. Það er ekki nógu gott að láta menn sem litið sem ekkert hafa komið nálægt handknattleik dæma svona þýðingarmikla leiki” sagði Ólafur. Það voru hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn sem voru reknir af velli siðustu sex minúturnar, þrir Þróttarar og tveir Framarar, og segir það sjálfsagt sina sögu hvernig dóm- gæsla þeirra Hjálms Sigurðsson- ar og Gunnars Steingrimssonar var, þegar þeir voru búnir að missa leikinn úr höndum sér þá tóku þeir til þess bragös aö reka út af og i mörgum tilvikum voru það hæpnir dómar hjá þeim svörtu. I stuttu máli þá var gangur leiksips sá að þegar 11. min voru liðnar af leiknum var staðan 4-3 fyrir Þrótt þeir komustu siðan i 7- 4 um miðjan hálfleikinn en Framarar sigu á og i hálfleik var jafnt 11-11. Framarar leiddu oftast i seinni hálfleik með einu marki og komust siðan tveimur mörkum yfir 17-15 um miðjan hálfleik, Þróttarar jafna og lokakaflin var eins og áöur var lýst. Leikur liðanna var ekki á háu plani, bæði liðin gerðu sig sek um mörg mistök og þá sérstaklega leikmennirnir sem reyndari eru i liðunum, en leikurinn var allan timann mjög spennandi,. Björg- vin Björgvinsson var besti maðurinn i Framliðinu leikmaöur sem gefst ekki upp þótt á móti blási. Björgvin var einnig markhaésti maöurinn i Framliðinu skoraöi 8 mörk, þá var Sigurður Þórarins- son ágætur i markinu i seinni hálfleik og varði þaö mjög vel en bæði hann og Egill Steinþórsson vöröu litiö i fyrri hálfleik. Þróttarar urðu fyrir miklu áfalli i seinni hálfleik er Sigurður Ragnarsson markvörður snéri sig á ökkla, hann kom þó i markið i seinni hluta siðri hálfleiks þar sem Kristinn Atlason varði varla bolta. Sigurður haltraði um i mark- inu, en varöi þó all vel á annarri löppinni, litið bar á Sigurði Sveinssyni hann skoraði ekki nema fimm mörk sem þykir litiö á hans mælikvarða. Framarar héldu honum vel niðri allan leik- inn, þá áttti Páll ágætan leik og hann var markahæstur Þróttara með sex mörk. röp-.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.