Tíminn - 12.12.1980, Qupperneq 13
Föstudagur 12. desember 1980.
17
Kirkjan
Aðventukvöld
Kristskirkju,
Landakoti.
Næstkomandi sunnudags-
kvöld, 14. desember, verður
haldið aðventukvöld á vegum
Félags kaþólskra leikmanna i
Dómkirkju Krists konungs i
Landakoti og hefst það kl. 20:30.
í upphafi verður efnisskráin
kynnt. Þá flytur séra Ágúst K.
Eyjólfsson ræðu. Að henni lok-
inni leikur Ragnar Björnsson
einleik á kirkjuorgelið, Kóral i
a-moll eftirCesar Franck. Siðan
les Gunnar Eyjölfsson leikari
helgisögu eftir Selmu Lagerlöf,
Nóttina helgu. Eftir það syngur
Skólakór Garöabæjar, stjórn-
andiGuöfinna Dóra ólafsdóttir.
Þvi næst les Guðrún Asmunds-
dóttir leikkona jólaljóð eftir
Stefán frá Hvitadal, Jóhannes
úr Kötlum og Tryggva Emils-
son. Þá leikur Manuela Wiesler
einleik á flautu, Allemande i a-
moll eftir Jóhann Sebastian
Bach. Síðan les Björgvin
Magnússon jólaguðspjallið og
hlýða kirkjugestir á það stand-
andimeð kertaljósihendi. Kerti
verða afhent í kirkjunni. Loks
syngja allir viðstaddir sam-
eiginlega jólasálminn,, Bliða
nótt” sem er þýðing Helga Hálf-
danarsonar á hinum heims-
fræga sálmi Jóseps Mohr,
„Stille Nacht”.
Allir eru velkomnir á þetta
aðventukvöld.
Daginn áður, laugardaginn
13. desember, verður bæna- og
hugleiðingardagur fyrir
kaþólska ihúsi St. Jósefssystra i
Garðabæ. Hefst hann með
messu kl. 10 og lýkur um 6-leytið
siödegis.
Dómkirkjan: Á laugardag kl.
10:30 barnasamkoma i Vestur-
bæjarskóla við Oldugötu. Séra
Hjalti Guðmundsson.
Ferða/ög
Sunnud. 14.12. kl. 13.
Með Leiruvogi, létt ganga á
stuttum degi. Farið frá B.S.Í.
vestanverðu.
Aramótaferð i Herdisarvik, 5
dagar, góð gistiaðstaða. Farar-
stj. Styrkár Sveinbjarnarson.
Uppl. og farseðlar á skrifst.
Lækjarg. 6A.
(Jtivist s. 14606
Félagslíf
Prentarakonur: Kvenfélagið)
Edda heldur jólafund mánudag-i
inn 8. des. kl. 8. að Hverfisgötu
21. Jólamatur og böggla-j
happdrætti. Fjölmennið.
Ýmis/egt
Allra siðustu
sýningarnar á Smala-
stúlkunni.
Nú um helgina, nánar tiltekið
föstudaginn 12. og sunnudaginn
14. desember, verða allra sein-
ustu sýningarnar á Smalastúlk-
unni og útlögunum eftir Sigurð
Guömundsson og Þorgeir Þor-
geirsson. Verkið er i leikstjórn
Þórhildar Þorleifsdóttur og
leikmyndin er eftir Sigurjón
Jóhannsson. Með helstu hlut-
verkinfara Arni Blandon, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Arnar Jóns-
son, Guðrún Þ. Stephensen,
Gunnar Eyjólfsson, Þráinn
Karlsson, Helga E. Jónsdóttir,
Helgi Skiilason, Rúrik Haralds-
son, Þóra Friðriksdóttir og Þór-
hallur Sigurðsson.
Leikritiö var frumsýnt á þrjá-
tiu ára afmæli Þjóðleikhússins
s.l. vor og hefur þegar verið
sýnt 40 sinnum, en sýningum
lýkur nú fyrir jól.
Foreldra og vinafélag Kópa-
vogshælis
heldur sina árlegu jólaskemmt-
un i Glæsibæ sunnudaginn 14.
des. kl.15. Allir velkomnir.
Tilkynningar
Hamborgarjólatréð til
Reykjavikurhafnar i
fimmtánda sinn.
Laugardaginn 13. desember
n.k. kl. 16:00 verður I fimm-
tánda sinn kveikt á jólatrénu,
sem Reykjavikurhöfn hefur i ár,
svo sem undanfarið, fengið sent
frá Hamborg.
Tréð er gjöf frá klúbbnum
Wikingerrunde, sem er félags-
skapur fyrrverandi sjómanna,
blaða- og verslunarmanna i
Hamborg og nágrenni.
Nokkrir af félögum i
Wikingerrunde koma hingað til
lands af þessu tilefni, til þess að
vera við afhendingu jólatrésins.
Þeirra á meðal er hafnarstjóri
Hamborgarhafnar dr. Mönke-
meier, O.Dreyer-Eimbcke
ræðismaður Islands i Hamborg
svo og þeir tveir menn, sem
taldir eru frumkvöðlar hug-
myndarinnar um Hamborgar-
jólatréð, þeir Weriier Hoenig,
fulltrúi Flugleiða I Hamborg og
Hans Hermann Schlunz hjá
norður-þýska útvarpinu.
Tréð verður að venju reist við
Hafnarbúðir og verða ljós þess
tendruð kl. 16:00 laugardaginn
13. desember. Dr. Mönkemeier,
hafnarstjóri i Hamborg, mun
afhenda tréðen Gunnar B. Guð-
mundsson, hafnarstjóri, veita
þvi viðtöku að viðstöddum
borgarstjóranum i Reykjavik,
sendiherra Þýska Sambands-
lýðveldisis á Islandi Raimund
Hergt og öðrum gestum.
Lúörablásarar munu leika við
Hafnarbúðir frá kl. 15:45.
Og
og
Jonathan Bager
Philip Jenkins
Tónleikar i Reykjavik
Njarðvik.
Johathan Bager flautuleikari
og Philip Jenkins pianóleikari
flytja fjölbreytta efnisskrá á
tónleikum i Reykjavik og
Njarðvik á næstunni.
Tónleikarnir i Njarðvik verða
i kirkjunni þar sunnudaginn 14.
desember kl. 15.
Tónleikarnir i Reykjavik fara
fram i Norræna húsinu þriðju-
daginn 16. desember kl. 20:30.
Á efnisskránni eru sónötur
eftir Leclair, Poulenc og
Prokofiev, einnig Ballaða eftir
Frank Martin.
Jonathan Bager lauk einleik-
araprófi á flautu frá Royal
College of Music i London á
siðastliðnu ári, hann starfar nú
sem kennari i flautuleik við
Tónlistarskólann á Akureyri.
Þessir tónleikar verða fyrstu
sjálfstæðu tónleikar Jonathans i
Reykjavik, en þeir Philip fluttu
ofangreinda efnisskrá á Akur-
eyri siðastliðið vor. Philip
Jenkins hefur leikið á fjölmörg-
um tónleikum bæði hér á landi
og erlendis, leikið með S. 1. og
inn á hljómplötur. Hann er nú
prófessor i pianóleik við Royal
Academy of Music i London.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J
Zjr/jr/jT/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Jr/Æ/Æ/*/Æ/*/ÆA
Furu & grenipanell.
^ Gólfparkett — Gólfborö —
j Furulistar — Loftaplötur —
^ Furuhúsgögn — Loftabitar —
^ Haróviöarklæðningar —
*nn'
r húshurðir —
f "íl Plast og
' 'WÍj J sPónla9ðar
1 /• # spónaplötur.
*
í
<
s
HARDVIOARVAL HF $
Lóc i -rT’in iljv i-:q. 40 KOPAvCJL.l x
Grvinticis Li REVk.jA VIK 0 AT7 C.5 7
/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4
Spennum beltin
ALLTAF
ekki stundum