Tíminn - 12.12.1980, Síða 5

Tíminn - 12.12.1980, Síða 5
Föstudagur 12. desember 1980. 5 „Vandi eins leystur á kostnað annarra” ef aölögunargjaldið veröur framlengt — segir Már Elísson FRI — Aðlögunarg ja Id iðnaðarins mun falla niður nú um áramót og hefur Fé- lag íslenskra iðnrekenda sagt að ef það verði ekki framlengt eða einhverjar aðrar ráðstafanir gerðar af hálfu stjórnvalda sem koma í stað gjaldsins þá muni iðnaðurinn búa við mikla erfiðleika á næsta ári. — Ef þetta gjald verður fram- lengt þá er þar verið að leysa vanda eins á kostnað annarra og þá á ég við sjávarútveginn, sagði Már Elisson fiskimálastjóri i samtali við Timann. — Vegna samninganna við EFTA og Efnahagsbandalagið hefur sjávarútvegurinn notið mikilla tollaivilnana og sem dæmi má nefna að tollur á isfiski héðan hefur lækkað úr 12-15% og i 2-3,6% og á frystum fiski hefur lækkunin orðið 15-20% og 10% frá þvi samningarnir voru gerðir 1976. — Einnig má geta þess að á þessu ári höfum við flutt út fisk að verðmæti um 70 milljarða kr. til landanna sem eru aðilar að samningunum, en það er nærri jafn mikið og við flytjum á Bandarikjamarkað. Viðskipta- ráðuneytinu reiknast svo til að beinn hagnaður okkar, vegna tollaivilnana, af þessum viðskipt- um hafi numið um 10 milljörðum kr. á þessu ári. — Ef aðlögunargjaldið verður framlengt þá eru þessi viðskipti i hættu vegna fyrirsjáanlegra mót- aðgerða af hálfu þeirra landa sem aðild eiga að þessum samningum þvi fram hefur komið að þær telja framlenginu gjaldsins brot á samningnum. — Ennfremur má nefna að sölusamtök sjávarútvegsins eru nú að byggja upp aðstöðu fyrir starfsemi sína i þessum löndum og það gæti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir þá starfsemi ef gjaldið yrði framlengt. Már tók það fram i lok samtals- ins að hann væri ekki á móti þvi að vandi iðnaðarins væri leystur sem slikur þvert á móti það væri nauðsynlegt að leysa þann vanda en hinsvegar yrði að finna ein- hverjar aðrar leiðir til þess en framlengingu gjaldsins. Vörugjald í stað aðlögunargjaldsins JSG —1 gær var lagt fram á Al- þingi frumvarp um 10% vöru- gjald á sælgæti, og 30% vörugjald á gosdrykki og öl. Vörugjaldinu er ætlað að bæta rikissjóði upp það tap sem hann verður fyrir vegna þess að aðlögunargjald á iðnaðarvörur rennur út um ára- mót og verður ekki framlengt. Reyndar er hér aðeins um breytingu á eldra gjaldi að ræða, þvi vörugjald á sælgæti, gos- drykki og öl hefur verið i gildi sið- an 1971 i formi svokallaðs magn- gjalds, en þvi er nú brejrt og verður nú reknað sem hlatfall af verðmæti vörunnar. Það hefur komið fram hjá fjármálaráð- herra, að hið fyrra form hefur leitt til rýrnunar tekna af gjald- inu. Ef gjaldið á sælgæti hefði haldið verðgildi sinu frá 1971, hefðu tekjurnar af þvi átt að tuttugufaldast, en þær hafa hins vegar staðið i stað. Tekjur rikisins vegna breytinga á vörugjaidinu eru á næsta ári áætlaðar 3,4 milijarðar króna, en i fjárlögum var gert ráð fyrir 2,7 milljarða tekjum af aðlögunar- gjaldinu. Verði vörugjaldið samþykkt, þá mun þaö hafa i för með sér 7-9% hækkun á sælgæti, en 23-26% hækkun á gosdrykkjum. HÉRERBÓKINIbh Jóhanncs Helgi: SIGFÚS HALLDÓRSSOIM OPNAR HUG SINN SKUGGSJÁ BÓKABÚD OL/VERS STEINS SE Sigfús Halldórsson er afburða skemmtilegur sögumaður og Jóhannes Helgi fer snillings höndum um sögur hans. Þeir félagar kitla ekki aðeins hiáturtaugarnar, heldur ylja þeir mönnum um hjartarætur. Hér ganga um garða í nýju og óvæntu Ijósi fjöldi nafnkunnra manna, sem ýmist hafa orðið ofaná eða utanveltu í lífinu, og er saga þeirra hrífandi lesning, hvor með sínum hætti. Og lesandinn er leiddur að tjaldabaki leikhússins, sem er kostuleg veröld og lítt tíunduð til þessa. — Það er dauður maður, sem ekki skemmtir sér við lestur þessarar bókar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.