Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 2
Bjarni, lagðir þú þig í Líma?
„Miðað við eindregnar
yfirlýsingar Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar borgarstjóra og
Björns Inga Hrafnssonar, for-
manns borgarráðs, þá hef ég ekki
áhyggjur af því að Orkuveita
Reykjavíkur verði einkavædd,“
segir Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra. Hann átti óopinber-
an fund með Guðmundi Þórodds-
syni, forstjóra Orkuveitunnar, og
Hjörleifi B. Kvaran seinni partinn
í gær. „Við áttum engan opinberan
fund með iðnaðarráðherra en ég
get hitt Össur þegar ég vil,“ sagði
Hjörleifur. Einar Karl Haralds-
son, aðstoðarmaður Össurar, stað-
festi í gærkvöld að fundurinn hafi
farið fram og hafist klukkan fjög-
ur. Þar voru málefni fyrirtækisins
til umræðu og þá helst fyrirsjáan-
leg breyting á rekstrarformi
Orkuveitunnar.
Össur segist ekki vera á móti
því að rekstrarformi fyrirtækis-
ins verði breytt úr sameignarfyr-
irtæki í hlutafélag. Það sé að
mörgu leyti heppilegt rekstrar-
form og geri fyrirtækinu frekar
mögulegt að taka þátt í útrás
íslenska orkuiðnaðarins.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri sagðist á borgar-
stjórnarfundi í gær líta svo á að
Orkuveitan ætti að vera áfram í
samfélagslegri eigu, þrátt fyrir
hlutafélagavæðinguna.
Stjórn fyrirtækisins hefur nú
þegar samþykkt tillögu til eigenda
fyrirtækisins að það verði hlutafé-
lag frá 1. janúar 2008. Reykjavík-
urborg er langstærsti eigandinn,
með um 93,5 prósenta hlut, Akra-
nesbær á 5,5 prósent, Borgar-
byggð um 0,76 prósent og Borgar-
fjarðarsveit um 0,17 prósent.
Málið var til umfjöllunar á borg-
arstjórnarfundi í gær en borgar-
ráð fjallar um tillöguna á fundi á
fimmtudaginn.
Svandís Svavarsdóttir, borgar-
fulltrúi Vinstri grænna, lýsti yfir
vonbrigðum sínum með það á
borgarstjórnarfundinum að tillag-
an virtist hafa meirihlutafylgi á
þingi. „Iðnaðarráðherra tekur full-
an þátt í þessum leiðangri,“ sagði
Svandís.
Össur segir öllu máli skipta að
tryggt sé að almannaveiturnar,
heita og kalda vatnið, séu áfram í
félagslegri eigu.
Átti leynifund með
stjórnendum OR
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist hlynntur hlutafélagavæðingu
Orkuveitu Reykjavíkur. Hann fundaði með stjórnendum OR seinni partinn í gær.
Iðnaðarráðherra tekur fullan þátt í leiðangrinum, segir Svandís Svavarsdóttir.
Fellibylurinn Felix náði landi í gær í
afskekktu strandhéraði Níkaragva. Á sama tíma gekk
hitabeltisstormurinn Henríetta yfir suðurenda Baja
California-skagans.
Felix var fellibylur af hæsta styrkleika, 5. stigs
samkvæmt mati bandarísku fellibyljamiðstöðvarinn-
ar, er hann náði strönd Níkaragva við botn Karíba-
hafs. Meðalvindstyrkur í bylnum var þá 260 km/klst
og sviptust þök af húsum, þar á meðal lögreglustöð,
rafmagnslínur féllu og það rigndi eins og hellt væri úr
fötu.
Því var spáð að Felix ynni mun meira tjón er hann
færðist inn yfir þéttbýlli svæði í Hondúras og
Gvatemala. Búist var við að bylurinn skildi allt að 64
úrkomusentimetra eftir í höfuðborgunum Tegucigalpa
og Gvatemalaborg.
Árið 1998 staðnæmdist fellibylurinn Mitch í fjóra
daga yfir sama svæði. Nærri 11.000 manns fórust og
yfir 8.000 týndust. Felix er 31. Atlantshafsfellibylur-
inn af hæsta stigi frá því mælingar hófust árið 1886
og sá áttundi á síðustu fimm árum.
Óttast tjón í Hondúras og víðar
„Mér sýnist á öllu að ég fái útborgað 95 þúsund
krónur á mánuði það sem eftir er af minni ævi og á
þeirri upphæð ætla stjórnvöld mér og dóttur minni að
komast af,“ segir Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir,
krabbameinssjúk móðir.
Í gær barst fjöldi áskorana til Tryggingastofnunar,
heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis þar sem skorað
var á stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja
og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.
Veikindi Þórdísar Tinnu og Gíslínu Erlendsdóttur,
sem einnig er með ólæknandi krabbamein, urðu
kveikjan að mótmælunum.
Þórdís segir þetta baráttu við kerfið og það
ranglæti sem sjúklingum er gert að sæta. Hún nefnir
sem dæmi að þar sem foreldrar hennar hafi mikið
þurft að liggja inni á sjúkrahúsi hafi þeir misst
ellilífeyri sinn; sjálf geti hún búist við skerðingu á
þeim bótum sem henni eru fengnar nú ætli lífeyris-
sjóður hennar að koma til móts við hana. „Bæturnar
eru ekki mönnum bjóðandi og fáranlegt að veikt fólk
sé sífellt lamið niður af kerfinu,“ segir Þórdís.
Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, bendir á að
félagsmálaráðuneyti taki við málefninu um áramót.
„Við vitum af þessu, erum vakandi fyrir stöðunni og
munum gera okkar til að bæta úr þegar að því
kemur,“ segir Hrannar.
Flugvél ævintýra-
mannsins Steves Fossett hefur
verið týnd síðan á mánudaginn.
Fossett flaug frá flugvelli í
Nevada-ríki í
Bandaríkjunum,
á einshreyfils
Bellanca
flugvél, á
mánudaginn en
kom ekki til
baka á þeim
tíma sem hann
ætlaði. Í gær
tilkynnti vinur
Fossets
yfirvöldum
flugmála í Reno-ríki að hann væri
týndur. Ian Gregor, talsmaður
flugmálayfirvalda í Virgíníu, sagði
í gær að leitað hefði verið að
Fossett án árangurs. Hann sagði að
leitarmenn hefðu ekki hugmynd
um hvar Fossett væri að finna og
að vandamálið væri meðal annars
það að hann hefði ekki sagt neinum
hvert hann ætlaði.
Flugvél hans
týnd í tvo daga
Fjórtán ára drengur
slasaðist á fæti þegar hann lenti í
árekstri við annan fjórtán ára
dreng í Vestmannaeyjum, en báðir
óku mótorkrosshjólum. Hvorugur
hefur réttindi til að aka slíku hjóli.
Slysið varð inni í Vestmanna-
eyjabæ og var annað hjólið
óskráð. Drengurinn meiddist ekki
mikið. Umferðarstofa sendi frá
sér tilkynningu vegna málsins í
gær, þar sem fram kom að
töluvert hafi verið um slys upp á
síðkastið þar sem unglingar og
börn aki mótorkross- eða
fjórhjólum réttindalaus. Það sé
óheimilt nema á tilteknum
svæðum.
Próflaust barn
ók á annað
Tvær konur á
fimmtugsaldri voru fluttar til
Reykjavíkur á sjúkrahús eftir
harðan árekstur á Reykjanesbraut
við Grænás rétt fyrir klukkan sjö
í gærkvöldi. Læknir á slysadeild
sagði að konurnar yrðu báðar lagð-
ar inn en vildi ekki kalla meiðsl
þeirra alvarleg. Eitthvað gæti þó
átt eftir að koma í ljós.
Tveggja ára gamalt barn var í
öðrum bílnum og að sögn lögregl-
unnar á Suðurnesjum slapp það án
mikilla meiðsla. Þar mun bílstóll
hafa bjargað miklu.
Lögregla segir annan bílinn hafa
ekið framan á hinn. Talið er að
önnur konan hafi sofnað með
þessum afleiðingum.
Tvær slösuðust í
hörðum árekstri