Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 23
Tónheimar heitir einkarekinn tónlistarskóli þar sem farnar eru sérstakar leiðir við kennsluna. „Upphaflega hugmyndin hjá mér var að kenna börnum og fullorðn- um að spila eftir eyranu þannig að hver sem er geti nálgast hljóð- færið á sinn hátt, hvort sem hann hefur áhuga á poppi eða rokki eða einhverju öðru,“ segir Ástvaldur Traustason, stofnandi skólans. Tónheimar hafa verið starfandi í sex ár og stækkað á þeim tíma. „Ég byrjaði bara í bílskúrnum hjá mér en núna er þetta orðinn stór skóli í mjög björtu og rúmgóðu húsnæði í Fákafeni þar sem við erum með þrjár stofur, meðal annars eina sérútbúna fyrir börn. Nemendur skólans eru um 200 og á öllum aldri því yngsti nemand- inn er 4 ára og og sá elsti 85.“ Þjálfun tónheyrnar er mjög mikilvægur þáttur í tónlistar- námi að mati Ástvalds. „Ég vil ýta undir tónheyrn og skapandi hugs- un nemenda minna þannig að þeir séu óhræddir við að spila á hljóð- færi. Það vill því miður stundum brenna við að tónlistarnám verð- ur eitthvert stagl og við reynum að forðast það. Kennslan hefur þróast út frá mínum hugmyndum en þegar ég var lítill gekk mér dálítið illa að nota nótur og læra á hljóðfæri á hefðbundinn hátt þar sem ég var lesblindur. Mig lang- aði líka miklu meira að læra eitt- hvað með Bítlunum en það sem var kennt, en það var aldrei neinn til þess að kenna það svo ég fór að sperra eyrun og nota þau miklu meira og nálgaðist píanóið á minn hátt sem reyndist vel.“ Í Tónheimum eru farnar svolít- ið óhefðbundnar leiðir við kennsl- una. „Við notum netið mikið og nemendurnir fá netstuðning þar sem kennarinn spilar lag og þegar nemendurnir koma heim geta þeir hlustað á kennarann spila lagið aftur og aftur á netinu ef þeir eru búnir að gleyma því. Við höfum líka kennt krökkunum að taka upp sín lög og setja þau á heimasíðu þannig að þeir geti farið inn á síðuna og hlustað á lagið og leyft afa og ömmu að gera það líka. Svo er ég búinn að smíða nýja námskrá fyrir ryþmískt nám eins og þetta er kallað og það voru um tuttugu manns sem tóku próf hjá okkur í vor í fyrsta hlutanum. Þetta er því allt voða gaman og svolítið öðruvísi en margir eiga að venj- ast,“ segir Ástvaldur. Hlusta til að læra að spila Litlir hópar, færir kennarar, persónuleg kennsla. Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda– framhalds – og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA ÍSLENSKA stafsetning og ritun ÍSLENSKA fyrir útlendinga 9 vikna námskeið 50 kennslustundir Kennt er í byrjenda og framhaldsflokkum. Ísl. I, Ísl. II, Ísl. III, Ísl. IV. Verklegar greinar FRÍSTUNDAMÁLUN GLERBRENNSLA LOPAPEYSUPRJÓN SKRAUTRITUN TRÉSMÍÐI ÚTSKURÐUR Saumanámskeið BÚTASAUMUR CRAZY QUILT FATASAUMUR / BARNAFATASAUMUR FATABREYTINGAR ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR SKRAUTSAUMUR – Baldering Skattering Matreiðslunámskeið GÓMSÆTIR BAUNA– PASTA –OG GRÆNMETISRÉTTIR. GÓMSÆTIR HOLLIR SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUNUM HRÁFÆÐI MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ MATARGERÐ FYRIR KARLMENN I Grunnnámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN II Framhaldsnámskeið SPENNANDI BÖKUR NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2007 Tölvunámskeið FINGRASETNING VEFSÍÐUGERÐ FrontPage TÖLVUGRUNNUR TÖLVUGRUNNUR Framhald WORD Ritvinnsla Garðyrkjunámskeið GARÐURINN ALLT ÁRIÐ HAUST – OG VORLAUKAR Innritun í síma 564 1507 3.- 14. sept. kl. 10 - 18 á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Fyrstu námskeiðin hefjast hefjast 18. september Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.