Fréttablaðið - 05.09.2007, Side 6
Lögreglumönnum sem standa vaktina á
höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað í svipuðu hlutfalli
við fjölda íbúa á síðasta einum og hálfum áratug.
Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra
eru 565 íbúar fyrir hvern lögreglumann á höfuðborg-
arsvæðinu nú, en voru 476 árið 1990.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis-
ins, varar við því að of mikið sé lesið í þessar tölur, og
bendir á að bæði starfsmenn fjarskiptadeildar og
sérsveitarmenn hafi færst frá lögreglunni í Reykjavík
til Ríkislögreglustjóra. Þeir sinni einkum verkefnum
á höfuðborgarsvæðinu og réttara væri að telja þá
með.
Árið 1990 voru 476 íbúar fyrir hvern lögreglumann
á höfuðborgarsvæðinu, hjá embættum lögreglu í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Fimm árum
síðar hafði íbúum fjölgað en lögreglumönnum ekki í
hlutfalli við það, og voru þá 509 íbúar fyrir hvern
lögreglumann.
Árið 2001 voru 526 íbúar á hvern lögreglumann, en
rétt er að geta þess að árið 2000 fluttust 14 stöðugildi í
fjarskiptamiðstöð lögreglunnar í Reykjavík til
Ríkislögreglustjóra.
Árið 2003 færðust 16 sérsveitarmenn til Ríkislög-
reglustjóra en lögreglan í Reykjavík fékk tíu stöðu-
gildi til að bæta upp fyrir brotthvarfið. Árið 2006 voru
544 íbúar fyrir hvern lögreglumann, og í byrjun árs
2007 voru þeir orðnir 565.
Stefán Eiríksson bendir á að í dag séu um 340
lögreglumenn starfandi hjá lögreglu höfuðborgar-
svæðisins. Til þess að samanburður við fyrri ár sé
sanngjarn þurfi að bæta við þann fjölda fjörutíu
sérsveitarmönnum og tuttugu starfsmönnum
fjarskiptamiðstöðvar. Sé það gert er hlutfallið svipað
og árið 1990, 477 íbúar á lögreglumann.
Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra
eru að jafnaði um tíu stöðugildi sérsveitarmanna á
vöktum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ekki sé þörf á
mannskap í þjálfun og önnur verkefni, svo sem
öryggisgæslu vegna komu erlendra þjóðhöfðingja,
séu fleiri sérsveitarmenn í almennum verkefnum á
höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumenn hlut-
fallslega færri en 1990
Almennum lögreglumönnum á vakt virðist ekki hafa fjölgað í takt við fjölgun
íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegur fjöldi hefur staðið í stað sé tekið tillit
til breytinga á sérsveit og starfsmanna fjarskiptamiðstöðvar segir lögreglustjóri.
SKEMMTILEG NÁMSKEIÐ
ónsalir
Bæjarlind 2 sími 534-3700 www.tonsalir.is
Erum að taka á móti umsóknum á
eftirfarandi námskeið:
* Gítarnámskeið
* Trommunámskeið
* Rafbassanámskeið
Námskeiðin eru ætluð byrjendum á aldrinum 7-14 ára.
* Partýgítarnámskeið
Ætluð fullorðnum
byrjendum í gítarleik.
Upplýsingar og innritun á www.tonsalir.is
Námskeið hefjast um miðjan september
Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast
er við að viðhalda gleðinni í hljóðfæranáminu
Gefa ætti þeim sem
skulda skatta færi á að greiða sjálf-
ir, og innheimta aðeins beint af
launum með fulltingi vinnuveit-
enda ef menn standa ekki í skilum,
segir Pétur Blöndal, formaður efna-
hags- og skattanefndar Alþingis.
Í Fréttablaðinu í gær var fjallað
um mál manns sem þurfti að greiða
fjármagnstekjuskatt en fékk ekki
að greiða skuld sína sjálfur, heldur
var hún sjálfkrafa dregin af laun-
um hans í gegnum vinnuveitanda.
Pétur segir gagnrýni mannsins
réttmæta; fólk ætti að hafa mögu-
leika á því að greiða sínar skuldir
sjálft. „Ég get alveg fallist á það að
þeir sem vilja standa í skilum við
skattkerfið megi það, en það sé ekki
verið að innheimta hjá þeim eins og
af vanskilamönnum,“ segir Pétur.
Hann segir eðlilegra að farið sé í
laun manna standi þeir ekki skil, og
bendir á að launagreiðandinn sjái
ekki út frá þeim gögnum sem hann
fái hvers eðlis skuld launamanns-
ins sé, hvort hann skuldi fjármagns-
tekjuskatt eða aðra skatta.
Pétur segist oft hafa gagnrýnt að
Alþingi hafi gefið skattyfirvöldum
óþarflega mikinn forgang á kröfur
sínar á borgarana umfram aðrar
kröfur. Hann útilokar ekki að hann
muni beita sér fyrir breytingu á
þessu kerfi.
„Ég hef áhuga á að heyra af öllum
vandkvæðum sem eru á samskipt-
um borgaranna og skattyfirvalda,
ég vil gjarnan gera þau sem ein-
földust og vingjarnlegust,“ segir
Pétur.
Skilvísir geti borgað beint
Oddur Friðriks-
son, yfirtrúnaðarmaður starfs-
manna á Kárahnjúkasvæðinu, vill
að Vinnumálastofnun stöðvi
starfsemi verktakafyrirtækjanna
GT-verktaka og Hunnebeck.
Fyrirtækin eru undirverktakar
Arnarfells við Hraunaveitu
Kárahnjúkavirkjunar. Ekki liggur
ljóst fyrir hvort fyrirtækin hafa
greitt starfsmönnum sínum laun
samkvæmt kjarasamningum.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálstofnunar, segir að ekki
sé ljóst hvort stofnunin muni
grípa til aðgerða gegn fyrirtækj-
unum. Gissur segir að Vinnumála-
stofnun rannsaki hvort fyrirtækin
hafi brotið kjarasamninga og að
hugsanlega verði starfsemi þeirra
stöðvuð ef svo er.
Stöðvi vinnu
fyrirtækjanna
Hefur þú fordóma gagnvart
útlendingum?
Finnst þér auglýsing Símans
með Jesú Kristi í aðalhlutverki
ósmekkleg?
Rúmlega 40 prósent
landsmanna styðja framboð
Íslands til Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna, samkvæmt nýrri
könnun sem Capacent gerði fyrir
utanríkisráðuneytið. Um þriðj-
ungur er andvígur því.
Stuðningurinn hefur vaxið frá
því árið 2005, en þá voru 28
prósent landsmanna hlynntir
framboðinu og rúmur helmingur
andvígur því.
Í vikunni hefst fundaherferð
sem ráðuneytið stendur fyrir í
samvinnu við alla háskóla
landsins þar sem alþjóðamál og
framboðið til Öryggisráðsins
verður kynnt.
Fleiri styðja
framboðið nú