Fréttablaðið - 05.09.2007, Page 8
Hvaða íslenski banki ákvað
í vikunni að skrá hlutafé sitt í
evrum í stað íslenskra króna?
Hvað heitir konan sem tekur
við sem framkvæmdastjóri
þingflokks Vinstri grænna í
september?
Hvaða tungumál var byrjað
að kenna aftur í Háskóla
Íslands í vikunni eftir þriggja
ára hlé?
Íbúasamtök Laugardals
mótmæla því að Skipulagsráð Reykjavíkur-
borgar ætli að breyta deiliskipulagi í dalnum
og heimila byggingu sambýlis með sex
íbúðum fyrir geðfatlaða á lóð við Holtaveg
29b.
Ráðgert er að byggja á húsið á lóð á milli
Skólagarðanna í Laugardal og heimilis fyrir
fjölfötluð börn við Holtaveg. Húsið á að vera
fjögur hundruð fermetrar að grunnfleti og á
tveimur hæðum.
Kristín Þorleifsdóttir, talsmaður samtak-
anna, segir að meðlimir þeirra mótmæli því
að byggt verði á grænu svæði í Laugardaln-
um. „Það er svo lítið eftir af slíkum svæðum
í dalnum. Okkur telst til að einungis tíu til
fimmtán prósent af dalnum séu eftir sem
svæði sem ætluð eru til almenningsnota. Við
viljum ekki fleiri byggingar í Laugardalinn
því ef hann á að vera okkar Central Park þá
þarf að hlífa þessum svæðum,“ segir Kristín.
Á annað hundrað athugasemdir bárust
Skipulagsráði Reykjavíkurborgar vegna
breytingarinnar á deiliskipulaginu. Frestur
til að skila athugasemdum rann út 30. ágúst.
Breytingin á deiliskipulaginu verður tekin
til afgreiðslu á fundi Skipulagsráðs Reykja-
víkurborgar í dag.
Leyniþjón-
usta dönsku lögreglunnar handtók
snemma í gærmorgun átta menn
sem grunaðir eru um að hafa ætlað
sér að fremja hryðjuverk.
„Við höfum
komið í veg
fyrir hryðju-
verk,“ segir
Jakob Scharf,
yfirmaður PET,
leyniþjónustu
dönsku lögregl-
unnar. Hann
segir mennina
hafa legið undir
grun í nokkurn
tíma.
Þeir eru „her-
skáir íslamistar með tengsl við
forystumenn í al-Kaída. Að okkar
mati eru þarna bein tengsl við al-
Kaída,“ sagði Scharf.
Mennirnir eru á aldrinum 19 til
29 ára. Sex þeirra eru danskir rík-
isborgarar en hinir tveir eru
útlendingar.
Lögreglan gerði húsleit á ellefu
stöðum í Kaupmannahöfn fyrir
dögun í gærmorgun. Nágrannar,
sem fréttamenn hafa talað við,
lýsa hinum handteknu sem vin-
gjarnlegum nágrönnum, ósköp
venjulegum.
Þetta er í þriðja sinn frá árinu
2005 sem danska lögreglan hefur
ráðist til atlögu gegn grunuðum
hryðjuverkamönnum. Í dag hefj-
ast í Kaupmannahöfn réttarhöld
yfir fjórum þeirra, sem hand-
teknir voru í fyrri aðgerðum af
því tagi.
Einn maður, Abdul Basit Abu
Lifa, hlaut sjö ára fangelsisdóm í
febrúar síðastliðnum.
Komið í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku
Háskólinn á Akureyri
mun í dag skrifa undir sam-
starfssamning við BioPol ehf.,
nýtt sjávarlíftæknisetur á
Skagaströnd. Samningurinn felur
í sér samstarf á sviði sjávarlíf-
tækni.
Að því er fram kemur í
fréttatilkynningu mun kjarna-
starfsemi BioPol byggjast á
rannsóknum á lífríki Húnaflóa,
líftæknirannsóknum, nýsköpun
og markaðssetningu á afurðum
líftækni úr sjávarlífverum.
Þá mun sjávarlíftæknisetrið
annast háskólakennslu og
varðveislu lífsýna. Sveitarfélagið
Skagafjörður er eigandi seturs-
ins en ætlunin er að fjölga
hluthöfunum.
Skrifa undir
samstarf á sviði
sjávarlíftækni