Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 10
Í umfjöllun um skipu-
lag og uppbyggingu Laugavegar,
sem hófst fyrir rúmum áratug, var
aldrei lagt til að húsin við Lauga-
veg 4 og 6 yrðu friðuð eða varð-
veitt með öðrum hætti.
Fulltrúar meirihlutaflokkanna í
borgarstjórn Reykjavíkur röktu
sögu málsins í umræðum um það á
borgarstjórnarfundi í gær. Gátu
þeir þess að ákvörðun um niðurrif
húsanna tveggja væri löngu tekin
og biði aðeins staðfestingar.
Svandís Svavarsdóttir VG tók
málið upp og sagði umræðuna ekki
bara snúast um þessi tilteknu tvö,
málið væri stærra og viðameira.
Sagði hún að meðferð húsafriðunar
hefði verið snúið á hvolf; sýna
þyrfti fram á hvers vegna friða
bæri hús en ekki hvers vegna rífa
ætti hús. Við ofurefli væri að etja
þar sem rifið væri í krafti fjár-
magns en verndunarbarátta væri
háð í krafti hugsjóna. Hún sagði
jafnframt að ekki skipti máli hver
hefði ákveðið hvað hvenær, enn
væri hægt að stöðva málið.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Sjálfstæðisflokki sagði að í allri
meðferð málsins innan borgarkerf-
isins hefði aldrei komið fram til-
laga um að húsin tvö yrðu friðuð.
„Enginn lagði það til,“ sagði hún og
bætti við að þvert á móti hefðu allir
viljað að þau yrðu rifin.
Gísli Marteinn Baldursson Sjálf-
stæðisflokki sagði nauðsynlegt að
skilja að umræðuna um hvort rífa
ætti hús og hvað koma ætti í stað-
inn. Verkefni núverandi borgaryf-
irvalda væri að ákveða hvað ætti
að reisa á lóðunum eftir að húsin
hafa verið rifin að ákvörðun R-list-
ans.
Dagur B. Eggertsson sagði stöðu
miðborgarinnar aðra nú en var
þegar skipulagsvinnan hófst fyrir
rúmum áratug og til þess þyrfti að
taka tillit. Laugavegurinn og næsta
nágrenni hafi verið í niðurníðslu
og allar áætlanir hafi miðast við að
færa svæðið aftur til vegs og virð-
ingar. Gat hann þess jafnframt að
borgarfulltrúar Samfylkingarinn-
ar sætu hjá við afgreiðslu málsins
en Oddný Sturludóttir borgarfull-
trúi flokksins hygðist greiða sér-
atkvæði. Borgarfulltrúar VG og F-
listans lýstu sig andvíga niðurrifi
en meirihlutafulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks voru
fylgjandi.
Enginn vildi vernda
húsin við Laugaveg
Það var í tíð R-listans sem ákveðið var að rífa húsin við Laugaveg 4 og 6. Núver-
andi meirihluti kveðst aðeins vera að framfylgja ákvörðun fyrri meirihluta sem
enginn gerði athugasemd við. Niðurrifið var til umræðu í borgarstjórn í gær.
Jón Pétursson, sem
dæmdur var í fimm ára fangelsi
fyrir nauðgun 19. júní síðastliðinn,
krefst þess að það verði rannsak-
að betur hvort hann sé hugsanlega
ósakhæfur vegna höfuðhöggs sem
hann fékk á ferðalagi í Egypta-
landi árið 1999.
Málflutningur vegna málsins
fór fram í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær. Jón var dæmdur í fimm
ára fangelsi 11. október í fyrra
fyrir hrottalegt ofbeldi og nauðg-
un.
„Ég tel mig vera búinn að rök-
styðja það vel, að það sé ekki hafið
yfir vafa með óyggjandi hætti, að
Jón Pétursson sé hugsanlega ósak-
hæfur,“ sagði Sveinn Andri Sveins-
son, lögmaður Jóns, er hann lauk
máli sínu í gær. Hann krafðist
þess að það færi fram rannsókn á
því hvort Jón væri með framheila-
skaða sem getur haft í för með sér
persónuleikabreytingar. Vitnaði
Sveinn Andri til álits John Donne
de Nite, hollensks læknis, sem
starfar á Litla-Hrauni og meðferð-
arheimilinu Sogni. Hann telur að
kanna þurfi með „taugasálfræði-
legu mati“ hvort fyrrnefndur
skaði sé fyrir hendi eða ekki.
Ríkissaksóknari heldur því fram
að ekki séu komin fram nein gögn
sem sýni fram á það að ónægar
rannsóknir hafi farið fram á því
hvort Jón væri sakhæfur eða ekki.
Bent var á það að Tómas Zoëga
geðlæknir hefði rannsakað Jón á
fyrri stigum og það hefði verið
mat dómara að Jón væri sakhæf-
ur.
Jói
Fel
Starfssvið Hæfniskröfur
Bakaríið Jói Fel óskar eftir verslunarstjóra á Kleppsveg.
Þarf að geta hafið störf strax.
joifel@joifel.is
863 7579
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Montreal