Fréttablaðið - 05.09.2007, Síða 16
fréttir og fróðleikur
Barnaverndarstofa gaf
nýverið út skýrslu um stöðu
barnaverndarmála á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs. Þar
kemur fram að tilkynning-
um til barnaverndarnefnda
hefur fjölgað um tæp 29
prósent á milli ára. Innan
við helmingur þeirra mála
sem koma til nefndanna eru
könnuð frekar.
Alls bárust barnaverndarnefnd-
um 2.227 tilkynningar um 1.802
börn í janúar, febrúar og mars á
þessu ári, sem er um 29 prósent
fleiri tilkynningar en á sama tíma
á síðasta ári. Að sögn Braga Guð-
brandssonar, forstjóra Barna-
verndarstofu, er þessi fjölgun í
samræmi við þróun síðustu ára.
„Það er alltaf árleg aukning og á
síðustu fimm árum hefur málun-
um fjölgað að meðaltali um tíu
prósent á ári.“
Af málum þeirra 1.802 barna sem
tilkynnt voru á tímabilinu var
hafin rannsókn á 762 málum, eða í
42 prósentum tilvika. „Hlutfall
þeirra mála sem fara til frekari
rannsókna fer lækkandi og það er
áhyggjuefni. Þá er sú hætta til
staðar að við séum ekki að rann-
saka öll þau mál sem skyldi,“ segir
Bragi. Hann segir að engin aukn-
ing hafi orðið á starfsmannafjölda
hjá barnaverndarnefndum sveitar-
félaganna og því sé sívaxandi álag
á starfsliðið. Starfsmannastöðn-
unin haldist svo að verulegu leyti í
hendur við fækkun rannsókna.
Hlutfall þeirra mála sem könn-
uð eru frekar er breytilegt milli
landshluta. Aðeins fjórðungur til-
kynninga eru kannaðar frekar af
barnaverndaryfirvöldum í Reykja-
vík. Í nágrenni Reykjavíkur er
hlutfallið 46 prósent og á lands-
byggðinni eru 59 prósent allra til-
kynninga skoðaðar nánar. Bragi
segir ástandið vissulega misjafnt
eftir sveitarfélögum enda séu
barnaverndarnefndir 32 á öllu
landinu. „Heildarmyndin er hins
vegar alveg skýr.“
Flestar tilkynningarnar bárust
vegna áhættuhegðunar barna, eða
rúm 52 prósent. Til áhættuhegð-
unar teljast afbrot, neysla á vímu-
efnum, ofbeldishegðun og erfið-
leikar í skóla. 28,5 prósent
tilkynninga voru vegna vanrækslu
foreldra. Þar er algengust van-
ræksla varðandi umsjón og eftirlit
með barni, en aðrir þættir eru lík-
amleg, tilfinningaleg og námsleg
vanræksla. 18,5 prósent tilkynn-
inga til barnaverndarnefnda voru
vegna sálræns, líkamlegs eða kyn-
ferðislegs ofbeldis. Fæstar til-
kynningar bárust vegna þess að líf
eða heilsa ófædds barns væri talin
í hættu, eða 0,4 prósent.
Eftir því sem tilkynningarnar
verða fleiri þá verða þær stundum
efnisminni, að sögn Braga. Þrösk-
uldurinn fyrir tilkynningar hafi
lækkað og fagfólk í skólakerfinu,
heilbrigðiskerfinu og hjá lögreglu
sé meðvitaðra um að tilkynna um
grunsemdir sínar. Það er lögregl-
an sem tilkynnir barnaverndar-
mál í meira en helmingi tilvika.
Skólayfirvöld tilkynna um tíu pró-
sent þeirra og heilsugæslur eða
sjúkrahús rúmlega sjö prósent.
Meðal annarra sem tilkynna eru
ættingjar, nágrannar og foreldrar
barna. Aðeins níu tilkynningar á
tímabilinu bárust frá börnunum
sjálfum.
„Þetta lækkandi hlutfall rann-
sókna segir okkur að barnavernd-
arkerfið getur ekki brugðist við
þessu ákalli um að rannsaka mál
sem skyldi,“ segir Bragi. „Það
þýðir ekki að vera annars vegar
með kerfi sem hvetur fólk til að
tilkynna til barnaverndarnefnda
þegar það hefur áhyggjur og vera
svo með kerfi sem getur ekki sinnt
því. Ég held að við séum öll sam-
mála um að við eigum að leggja
það sem hægt er í að tryggja
öryggi barnanna, og það verður
ekki gert nema með því að hlúa að
þessari starfsemi.“
Allir sammála um öryggi barna
Hert löggæsla
Enn er beðið eftir nýju húsi
Smiðjuvegi 5
200 Kópavogur
www.skola. is
Sími 585 0500
Opið virka daga 9-18
og laugardaga 10-14
O
D
D
I H
Ö
N
N
U
N
P
O
7.
O
07
.7
47
Stórútsala
á prjónagarni
og hannyrðavörum
til 22. september
allt að
0%6