Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 20
Hann er eina barnið í sinni sveit yfir veturinn en í skól- anum hittir hann vini sína og heima bíða húsdýrin eftir honum. „Ég heiti Þór. Þór Engholm Elísa- betarson.“ Þannig kynnir sig ljós- hærður og bláeygur Vestfjarða- víkingur sem er alveg að verða níu ára. Móðir hans er bóndi og handverkskona og þau mæðgin eru einu íbúar sveitarinnar Ingj- aldssands við Önundarfjörð. Bær- inn heitir Sæból II og spurningu um hvort gott sé að búa þar svarar Þór að bragði: „Já, því ég get látið bergmála í fjöllunum. Ég kalla bara eins hátt og ég get og þá kemur hljóðið til baka. Það heyr- ist langar, langar leiðir.“ Það eru ekki bara fjöllin sem Þór unir við því fjaran er skammt undan líka. Þangað kveðst hann stundum fara á hjólinu og tíkin hans hún Drífa fylgi honum. „Drífa er border collie og hálfíslensk. Einu sinni sáum við mink í fjörunni og létum hann hlaupa,“ segir hann fjör- lega. Þór er í fjórða bekk grunnskól- ans á Flateyri. Þangað er 54 kíló- metra leið sem mamma hans ekur með hann á hverjum morgni þegar veður og færð leyfa. Þau leggja af stað klukkan sjö til að vera komin í tæka tíð í skólann klukkan átta. Uppáhaldsfagið? „Smíðin er skemmtilegust,“ svarar Þór strax. „Ég á líka nóg af verkfærum heima. Til dæmis mjög öflugan hamar. Hann getur brotið steypu og steina.“ Og bætir við íbygginn: „Ég er dálítið sterkur. Þótt vöðvarnir mínir séu ekki stórir þá er ég sterkur.“ Þór segir mömmu sína bíða eftir honum flesta daga á Flateyri nema ef sundæfingar eru síðdegis, þá gisti hann hjá systur sinni. „Mamma er náttúrulega með prjónana og alls konar handavinnu með sér,“ útskýrir hann og er beð- inn að lýsa vetrardegi eftir skóla. „Þegar við komum heim fáum við okkur svolítið að borða og gefum svo kindunum og líka hænunum. Þær eru landnámshænur. Það er verst að þær hafa svo stórt pláss að stundum fela þær eggin úti um allt. Ég á líka fjóra hana og þeim kemur vel saman. Svo þegar ég er búinn að heilsa upp á kanínuna og kettina þá fer ég að læra.“ Í lokin er Þór spurður hvort sjónvarp sé á Sæbóli. „Já, en ég horfi bara á það á sumrin. Þá koma líka krakk- ar á bæina og í bústaðina í kring. Þeir eru vinir mínir og krakkarnir í skólanum eru flestir vinir mínir líka.“ Kallast á við fjöllin og leikur sér í fjörunni NOSE & BLOWS Fæst í verslunum og apótekum um land allt. Ofnæmisprófuð lína sem er sérstaklega hönnuð fyrir kvefaða litla nebba. Mild formúla sem svíður ekki undan. Nebbaþurrkur og nebbakrem Blautklútar sem hjálpa til við að hreinsa nefgöngin. Inniheldur rakagefandi B5 vítamín og náttúrulegt mentol til þess að auðvelda öndun. Inniheldur hvorki litarefni né alkohól. Kremið inniheldur ilmkjarnablöndu af piparmyntu og eucalyptus auk nornaheslis sem er mjög græðandi. Fæst í apótekum um land allt Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Auglýsingasími – Mest lesið ífi nu Tak tu þá tt í lí fin u me ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.