Fréttablaðið - 05.09.2007, Page 21

Fréttablaðið - 05.09.2007, Page 21
Haustið er tími breytinga og þá er að ýmsu að huga. Nauð- synlegt er að láta fara yfir bílinn svo hann sé vel búinn undir komandi vetur. „Fyrir veturinn er fyrst og fremst gott að vera búinn að fara yfir og mæla allar olíur. Einnig er mjög gott að láta smyrja bílinn fyrir vet- urinn út af ryki og öðrum óhrein- indum sem hafa sest í hann um sumarið,“ segir Guðjón Davíðsson, bifvélavirki hjá Brimborg. Guðjón minnir á að setja þarf vetrardekkin undir fyrir 1. nóvem- ber en ef menn eru á heilsárs- dekkjum þarf að athuga loftið í dekkjunum. „Það getur jafnvel verið gott að skipta og setja afturdekkin undir að framan því framdekkin slitna mun hraðar. Á öllum bensínstöðv- um á að vera frostþolsmælir en æskilegt er að skipta um frostlög á 2-3 ára fresti þar sem hann hefur líka smureiginleika og smyr vatns- dæluna og fleira,“ segir Guðjón. Spurður um hvernig dekk sé best að nota segir Guðjón að heilsársdekkin séu oft á tíðum mjög góð og að stundum gefi nagla- dekkin falskt öryggi þar sem fólk keyrir oft hraðar þegar það er á nöglum. „Heilsársdekkin eru orðin það góð að þau grípa nánast jafn vel og vetrardekkin og mér finnst Nokia- dekkin til dæmis mjög góð. Ef ekið er mest innanbæjar þá myndi ég ekki mæla með nagladekkjum en ef farið er mikið út fyrir bæinn, jafnvel norður fyrir þar sem getur verið flughált, þá eru naglarnir skárri.“ Þar sem það er dimmt á veturna er æskilegt að láta athuga öll ljós og vera vel „upplýstur“ í umferð- inni. Einnig er gott að láta skoða bremsurnar og vera með góða klossa og diska. Síðan er hægt að álagsmæla rafgeyminn til að ganga úr skugga um að hann sé í lagi. Hægt er að láta athuga þessa hluti á flestum bílaverkstæðum en handhægt er að nefna Max 1 þar sem þeir eru með alhliða bílaþjón- ustu og hraðþjónustu. Þar þarf ekki að panta tíma heldur er nóg að mæta. Eins er Toyota í Kópa- vogi með hraðþjónustu. Oft eru ýmis tilboð í gangi á haustin til dæmis í dekkjaskipting- um og því um að gera að hafa augun opin. Ekið inn í haustið Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.