Fréttablaðið - 05.09.2007, Síða 34
Því hefur oft verið
haldið fram að konur
séu konum verstar,
og þeim finnist fátt
skemmtilegra eða
meira gefandi en að
tala illa um kynsystur
sinnar. Óvísindalegar
rannsóknir hafa sýnt
fram á að umræddar konur stunda
þessa sérstöku iðju oftar en ekki
yfir rjúkandi kaffibolla eða svitn-
andi hvítvínsglasi (hvort það svitn-
ar vegna kulda vínsins sem í því
er, eða hreinlega af því að því
blöskrar svo orðræðan sem það
verður vitni að skal látið liggja á
milli hluta).
Ég hef hins vegar staðfestar
heimildir fyrir því að áðurnefnt
leirtau verður líka vitni að allt
öðrum og skemmtilegri samræð-
um, auk þess að hafa sjálf orðið
vitni að og tekið þátt í slíku athæfi.
Konur geta nefnilega líka verið
konum bestar, og karlmönnum líka.
Ófáar samkomur, hvort sem þær
fara fram yfir kaffi eða hvítvíni,
konfekti eða gulrótarstrimlum,
hafa snúist upp í einhvers konar
lofsöng til kvenna sem hópurinn
þekkir, kannast við eða hefur bara
heyrt af. Við prísum hvor aðra og
lofum í bak og fyrir, allveg öfund-
arlaust. Ég lofa. Þetta er satt.
Ég hef einhvurn (eins og amma
mín segir) tíma áður skrifað um
þann fádæma góða sið að hrósa
fólki, og í sömu andrá sakað Íslend-
inga um að vera ekki nógu iðna við
kolann í þeim efnum. Ég hef hins
vegar áttað mig á því að þetta var
helber misskilningur hjá mér. Við
hrósum alveg glás, en bara helst
ekki þegar hólhafinn (sá sem hrós-
að er) er nálægur.
Fréttablaðið var lengi vel með
dálk að nafni Hrósið á öftustu síð-
unni í blaðinu. Í gær fékk ég ósk
um að hann yrði endurvakinn,
þegar viðmælandi minn vildi til-
nefna framkvæmdastjóra Jazzhá-
tíðar Reykjavíkur sem hólhafa
dagsins. Því get ég ekki komið við
öðru vísi en hér. Ég hef hins vegar
sjálf orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá tvö hrós á síðustu dögum
og vil því nota þetta tækifæri til að
hrósa þeim sem hrósa, þið eigið
allan heiður skilinn.
Bónus-vinningur
20
milljónir
Alltaf á mi›vikudögum!
20
100
120
1. vinningur
MILLJÓNIR
Fá›u flér
mi›a fyrir
kl. 16
í dag e›a
taktu sén
s á
a› missa
af flessu
!
MILLJÓNIR
Á LAUSU!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
9
5
12
Potturinn er tvöfaldur og stefnir í 100 milljónir.
Ofurpotturinn stefnir í 20 milljónir og
bónusvinningurinn í 20 milljónir.
Tvöfaldur
pottur2