Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 36
Múlinn hefur vetrarstarf Starfsfólk Þjóðleikhússins kom saman á mánudag til að hefja vinnu á nýju leik- ári. Þegar Tinna Gunn- laugsdóttir hóaði sínu fólki saman til hefðbundinnar myndatöku var það ekki á tröppum hússins heldur í Kassanum. Sannast sagna er Þjóðleikhúsið heldur ókræsilegt að sjá umvafið vinnupöllum. Þar stendur yfir langþráð viðgerð á ytra byrði hússins. Í kynningum leikársins er lögð áhersla á hið nýja, ný íslensk og erlend verk, nýja höfunda, nýja krafta og ný andlit. Nýja ásýnd sviðanna í allri kynningu. Fjögur ný íslensk leikverk verða frumflutt á þessum vetri: Verk fyrir börn eftir Áslaugu Jónsdóttur, Góða nótt, byggt á samnefndri bók hennar; nýr söngleikur eftir Hallgrím Helga- son sem hefur verið nokkurn tíma í þróun, nýtt verk um Skoppu og Skrýtlu og tvö hefð- bundin leikverk eftir Bjarna Jónsson og Hugleik Dagsson. Þá snúa aftur á svið eldri verk: Skilaboðaskjóða Þorvalds Þor- steinssonar og Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Hlutur inn- lendra verka er því stór í dag- skránni því áfram heldur sýn- ingum á Legi eftir Hugleik og Leitinni að jólunum eftir Þorvald. Þá er lögð rík áhersla á ný erlend verk, ekki færri en fimm, frá Evrópu, og stendur Þjóðleikhús- ið prýðilega við lagaskyldu sína um að sinna kynningu á erlendri leikritun, áhorfendum til gleði og þroska. Verkin eru Engi- sprettur eftir Biljönu Serbjan- oviz, Konan áður eftir Roland Schimmelpfennig, Vígaguðinn eftir Yasminu Reza og Sá ljóti eftir Marius von Mayenburg. Þá verður farandsýning sett í gang, norway.today eftir Igor Bau- ersima. Frá fyrra ári eru nýleg erlend verk í boði: Hálsfesti Hel- enu og Hjónabandsglæpir. Það eru því sjö evrópsk samtíma- verk á sviðum Þjóðleikhússins á komandi vetri. Í kynningum haustsins er lögð rík áhersla á ný andlit. Í hópi leikstjóra eru þau Gísli Örn Garðarsson, Benedikt Erlings- son, Kristín Eysteinsdóttir, Haf- liði Arngrímsson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Vigdís Jakobs- dóttir og Gunnar Helgason sem öll verður að telja í hópi yngri leikstjóra og eru sum þeirra að vinna sem leikstjórar í fyrsta sinn við húsið, þótt þau hafi áður komið þar að starfi. Þjóðleikhúsið fór ekki varhluta af þeirri þróun sem upphófst skömmu fyrir aldamót að nýir staðir væru teknir til brúks í stóru húsunum: leikhúsloftið og matsalur, smíðaverkstæði og litla svið, nýja svið og kúlan. Rekstur stóru leikhúsanna mið- ast í æ ríkari mæli að smærri sýningum á fleiri sviðum. Nú eru á vegum Þjóðleikhússins nokkur: Kassinn og Kúlan í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, Stóra sviðið og Smíðaverkstæðið í gömlu byggingunni og að auki leikhúsloftið fyrir jólasýning- una. Svo á leikhúsið hlut í sýn- ingu í Iðnó eftir áramót. Það er líka nýnæmi í rekstrinum að Þjóðleikhúsið leggur nú í sam- starf við sjálfstæða leikhópa, bæði á stóra sviðinu og smærri sviðum. Eins og jafnan eru það stóru sýn- ingarnar á stóra sviðinu sem vekja mesta athygli og aðsókn. Þar er Leg fyrir en fyrsta frum- sýning vetrarins er í þriðju viku september í samstarfi við Vest- urport: Hamskiptin eftir Kafka. Þá kemur Skilaboðaskjóðan en jólasýningin er Ivanov eftir Tsjekov. Sólarferð og Engi- sprettur koma eftir áramót en Ástin er diskó - lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason verður frum- sýnt í apríl. Alls eru átján verkefni fyrirhug- uð á fjölum leikhússins. Er það álíka fjöldi og í meðalári, en Þjóðleikhúsið hefur mest fjár- ráð allra íslenskra leikhússtofn- ana. Sala áskriftarkorta er hafin en allar upplýsingar um aðstand- endur og efni verka er að finna á heimasíðu leikhússins: www. leikhusid.is. kl. 16.13.00 Hlaupanótan á Rás 1 er alltaf með fína músik og kemur stöðugt á óvart. Þegar henni lýkur kl. 17. tekur Víðsjá við sem er helsti gluggi landsmanna í menningu heima og heima.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.