Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN Sögurnar... tölurnar... fólkið... 12. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Þótt Íslendingar mælist af og til sem ein hamingjusamasta þjóð í heimi þá fer því fjarri að við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Líklega eru algeng- ustu umkvörtunarefnin veðrið og verðið. Við höfum líka ríka ástæðu til. Ísland liggur á mörkum hins byggilega heims og veðrið er eftir því. Það er lítið við því að gera. Það ætti hins vegar að vera hægt að gera eitthvað í verðinu. Skoðum það nánar. Íslendingar búa við eitt hæsta verðlag í heimi. Við teljumst jafnvel af og til eiga heimsmet á því sviði. Mælikvarðar á verðlag eru ekki einhlítir og niðurstöð- urnar sveiflast með breytingum á gengi. Hvernig sem málið er skoðað lendir íslenskt verðlag þó á eða við toppinn í alþjóðleg- um samanburði. Fyrir um ári taldist verðlag hérlendis t.d. það hæsta innan OECD. Það var þá um 60% hærra en í Bandaríkjun- um og talsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum, sem þó teljast alla jafna einhver dýrustu lönd í heimi. Séu einstakir flokkar vöru eða þjónustu skoðaðir sést hvergi til sólar. Það er nánast allt dýrara hér en í nágrannalöndunum. Föt, skór, húsgögn, heimilisbúnaður, raftæki og svo mætti lengi telja. Lítill hluti skýringarinnar liggur í álögum hins opinbera. Þó skiptir máli að hærra þrepið í virðis- aukaskattinum er óvenju hátt hérlendis. Álögur ríkisins skýra líka að verð á áfengi er meira en tvö- falt hærra hérlendis en að jafn- aði í Evrópu. Þá skýra innflutn- ingshöft á landbúnaðarvörum að talsverðu leyti hátt verð þeirra hérlendis. Eftir standa hins vegar nær allir aðrir flokkar vöru og þjón- ustu. Algengt er að þeir séu um helmingi dýrari hérlendis en annars staðar í Evrópu að jafn- aði. Þann mun er ekki nema að litlu leyti hægt að rekja til opin- berra gjalda hérlendis. Munur- inn er einnig meiri en svo að hægt sé að skrifa hann að ein- hverju verulegu leyti á flutnings- kostnað til Íslands. Munurinn á verði innfluttra vara hérlendis og í nágranna- löndunum virðist að verulegu leyti liggja í óhagkvæmri versl- un hérlendis, bæði á smásölu- og heildsölustigi. Smáar einingar með litla veltu í lítilli samkeppni hérlendis skila neytendum háu verði og raunar einnig oftast minna vöruúrvali en í fjölmenn- ari löndum. Það er þannig vissulega um- hugsunarvert að í nokkrum greinum verslunar með innfluttar vörur er algengt að innlend álagn- ing á einstakar vörutegundir sé hátt í 100% og fari stundum vel yfir það. Meðan neytendur eru reiðubúnir að kaupa á þessu verði og engir keppinautar sjá sér hag í að bjóða betur gengur þessi verslun ágætlega. Hagnaðurinn þarf þó ekki að verða neitt umtalsverður, enda veltan oft lítil á okkar litla mark- aði og nýting verslana léleg. Meðalálagning í verslun er einnig vitaskuld talsvert lægri en að framan greinir. Íslenskir neytendur þekkja vel muninn á verðlagi hér og erlendis. Það skýrir hve duglegir þeir eru við innkaup á ferðum sínum erlendis. Það skýrir líka hve ótæpilega Íslendingar drekka áfengi erlendis. Hátt verð hér- lendis flytur verslunina þannig að hluta úr landi. Önnur flótta- leið framhjá óhagkvæmum ís- lenskum verslunum er að kaupa frá útlöndum um netið. Íslend- ingar notfæra sér það í sívaxandi mæli til að kaupa allt frá bókum til bíla, sérstaklega frá Banda- ríkjunum. Það getur oft verið hagkvæmt þótt flutningskostn- aður verði í hærra lagi og greiða þurfi íslenskan virðisaukaskatt og stundum einnig önnur opin- ber gjöld. Það eru engar líkur á því að hægt sé að ná sama árangri í verslun hérlendis og þar sem best hefur tekist til, í Banda- ríkjunum, þar sem samkeppn- in er gríðarhörð og hagkvæmni stærðarinnar getur notið sín miklu betur en í okkar fámenna landi. Það ætti hins vegar að vera raunhæft markmið að ná verðlagi hérlendis niður á svipað stig eða litlu hærra en í nágrannalöndum okkar í Norðvestur-Evrópu. Líklega þarf enn hærri hlut- deild í verslun Íslendinga að færast úr landi til að það gangi eftir. Því eru þó takmörk sett hve langt er hægt að ganga í þá átt. Fleira þarf til. Djarfa verslunar- rekendur sem ryðjast inn á staðnaða markaði og bjóða betri kjör en áður. Fyrst og fremst þarf þó vel upplýsta viðskipta- vini sem láta ekki bjóða sér hvað sem er og verðlauna þá sem best bjóða með því að beina viðskipt- um sínum til þeirra. Af veðri og verði Bankar í krísu Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalán- um evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vik- unni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármála- markaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fast- eignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármála- fyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skulda- tryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamark- aði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármála- markaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörum Fortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vik- unni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýr- um vörum sem ekki er á allra færi að koma hönd- um yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn ára- tug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkja- dala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og versl- anir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir“ einstaklingar hafa í aukn- um mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferða- taska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna. O R Ð Í B E L G Gylfi Magnússon dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Sala kjölfestuhlutar í Tryggingamiðstöðinni markar á vissan hátt endalok hræringa sem einkennt hafa viðskiptalífið frá einkavæðingu bankanna. Viðleitninnar gætti fyrr, en einkavæðingin setti kraft í upp- stokkun eignarhalds í íslensku viðskiptalífi. Eins og gengur þegar slíkir atburðir verða, þá þyrlast upp mikið moldviðri. Nýir peningar takast á við þá gömlu sem eiga rætur í grónu pólitísku valdi. Þegar horft er yfir sviðið má segja að þessi umskipti hafi farið ótrúlega vel fram. Með nýjum aðilum kom kraftur inn í viðskiptalífið sem leyst hefur úr læðingi mikil verðmæti, bæði í betri nýtingu fjárfestinga innanlands og í nýtingu útrásartækifæra. Niðurstaðan að þessum árum liðnum er að öflugustu fyrirtækin og einstakl- ingarnir um aldamót kæmust vart á blað í dag ef þeir hefðu ekki fylgt með í uppganginum. Aldrei hafa verið jafn margir ríkir á Íslandi og með getu til að taka virkan þátt í viðskiptalífinu ef tækifæri gefast. Við slíka uppstokkun reynir á hæfni fólks til að ná hlutum á hreyfingu og loka viðskiptum, sameina fyrirtæki og leysa upp eignir. Þessi tími er að stærstum hluta að baki hérlendis. Gera má ráð fyrir að slík tækifæri verði eitthvað nýtt á komandi árum á Norðurlöndum og víðar. Hér heima munu áherslurnar færast frá stórum eignatilfærslum að sjálfum rekstri fyrirtækjanna og sam- keppnishæfni þeirra. Fram undan eru ögrandi og spenn- andi tímar í viðskiptum heimsins. Þar liggja mýmörg tækifæri fyrir land eins og okkur. Slíkt veltur á, eins og raunar nýr forstjóri Glitnis bendir á, menntun og því að við berum gæfu til að horfast í augu við að íslenskar sérreglur loka á tækifæri okkar til að sækja fram, fremur en verja okkur fyrir ásókn annars staðar frá. Ótti manna við EES-samninginn var innrásarótti. Niður- staðan var útrás. Sama mun gilda um frekari þátttöku í al- þjóðlegu samstarfi og veru í myntbandalagi. Það mun líkast til skapa okkur margfalt fleiri tækifæri en ógnanir. Fram undan er tími rekstrar. Stórar eignabreytingar að baki Hafliði Helgason Niðurstaðan að þessum árum liðnum er að öfl- ugustu fyrirtækin og einstakling- arnir um aldamót kæmust vart á blað í dag ef þeir hefðu ekki fylgt með í uppgang- inum. Aldrei hafa verið jafn margir ríkir á Íslandi og með getu til að taka virkan þátt í viðskiptalífinu ef tækifæri gefast. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.