Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 S K O Ð U N Fyrstu launaviðræðurnar á nýjum vinnustað eru líklega mikil- vægustu samningaviðræður sem þú munt nokkurn tíma taka þátt í. Segjum að tveir 22 ára ein- staklingar hefji störf á sama stað – annar samþykkir tilboð upp á 2,5 milljónir í árslaun og hinn semur um 3 milljónir í árslaun. Ef báðir fá 3% hækkun á ári þá verður munurinn á árslaunum þeirra meira en ein og hálf millj- ón um sextugt. Ef sá launahærri leggur mismuninn fyrir á hann tugi milljóna í sjóðum. Fyrir utan launamuninn er mun líklegra að sá sem er launahærri fái stöðu- hækkun og aukna ábyrgð. ÞÚ ÞARFT AÐ SEMJA Fyrsta skrefið í átt að betri ár- angri í samningaviðræðum er að fara í samningaviðræður. Þeir sem ekki samþykkja fyrsta til- boð og semja um launin sín fá að öllu jöfnu hærri laun. VITTU HVAÐ ÞÚ VILT Launaviðræður fjalla ekki aðeins um laun, þær fjalla um fram- tíð þína. Ef þú sækist eftir auk- inni ábyrgð, þá setur þú þér það markmið að fá mikilvæg og áber- andi verkefni fremur en hærri laun. Ef þú vilt hafa meiri tíma til að auka persónulega færni eða til að sinna fjölskyldu eða áhugamálum þá er það samn- ingsmarkið að hafa svigrúm til þess. FJÖLGAÐU SAMNINGSATRIÐUNUM Í framhaldi af ítarlegri skoð- un á því hverju þú sækist eftir hjá fyrirtækinu og í lífinu næstu árin getur þú búið til lista yfir hugsanleg samningsatriði. Laun, frítími, ábyrgðarsvið, sparnaður, kaupaukar, líkamsrækt, styrkir fyrir námskeið … Reyndu að hafa mörg samningsatriði, því e.t.v. dettur þú niður á hluti sem þú verðmetur hærra en atvinnu- rekandinn – þannig að hann fái tækifæri til að mæta þörfum þínum með minni tilkostnaði. KYNNTU ÞÉR MARKAÐINN Kynntu þér launakannanir og skoðaðu launaþróun, launaskrið, verðbólgu, vísitölur og aðrar upplýsingar sem hjálpa þér til að meta hvaða kröfur eru raun- hæfar og hvaða hlutlægu viðmið þú getur notað til að rökstyðja tilboð þitt. Ef þú hefur hlutlæg viðmið til rökstuðnings fyrir til- boði þínu styrkir þú stöðu þína við samningaborðið. BJARTSÝNI OG ÁHUGI BORGAR SIG Langfæstir eru drifnir af launum – verkefnin sem þú hefur þurfa að vera áhugaverð. Þú þarft að vilja og gleðjast yfir að starfa á vinnustaðnum. Samstarfsfélag- ar eru félagar! Ekki gera lítið úr starfinu, vinnustaðnum eða samstarfsfólki. Ef þú ert í röngu starfi þá leiðréttir þú það ekki í launaviðtalinu. Auk þess sýna at- huganir að þeir sem sýna starf- inu brennandi áhuga og eru já- kvæðir fá betri niðurstöðu í samningaviðræðum um kjör. EKKI PRÚTTA! Það er munur á að semja og að prútta. Á prúttmarkaði má senda tilboð fram og til baka og þrátta um verðið. Launaviðræður eru mun viðkvæmari, þar sem þær fjalla um persónulegt samband og langtímasamskipti. Þú getur því ekki sent endalaus móttil- boð og þráttað um þúsundkalla í launaviðræðum. VERTU FRAMÚRSKARANDI Þú styrkir stöðu þína í kjaravið- ræðum með því að skila framúr- skarandi framlagi. Þess vegna skaltu skara fram úr! Síðan er lykilatriði að gleðjast yfir ár- angrinum og sýna ánægjuna í verki. Aðalsteinn Leifsson, lektor og forstöðu- maður MBA-náms í Háskólanum í Reykjavík, þar sem hann kennir meðal annars samningatækni. Mikilvægustu samninga- viðræðurnar S A M N I N G A T Æ K N I Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann. Því erfiðari, því meiri ögrun, og auðvitað veit maður að það kom- ast ekki allir á leiðarenda án þess að fella hlið eða detta ef því er að skipta. Í gegnum tíðina hefur maður séð marga detta og suma illa. Sjálfur stóð ég helvíti tæpt 2002, en snarræði reddaði mér frá stóru tjóni. Síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. Þessar vikurnar hefur maður stokkið inn og út hratt og örugg- lega. Sett sér skýr markmið og ekki látið berast með straumnum. Á svona tímabilum verður maður að hafa skýr tapsölumörk, ann- ars getur maður farið illa. Þetta er hins vegar svakalegt stuð ef maður hefur maga í þetta. Um allan heim eru líka flottar hengjur þessa dagana og frábært að vera með cash þegar toppfyrirtæki dúndrast niður. Heimurinn er auð- vitað alltaf fullur af tækifærum og jójómarkaður eins og nú er og reyndar dálítið með krónuna yfir- leitt er fín uppspretta gróða fyrir menn eins og mig. Hér heima er náttúrlega helst að menn horfi í átt að TM. Ég spái að vinir og vandamenn FL verði í hópnum sem kaupir af Glitni. Svo spái ég yfirtöku innan árs. Hef grun um að það þurfi aðeins að vinna í reiting-málum áður en félagið er tekið af markaði. For- stjórinn er sennilega búinn að finna skjalið með síðasta starfs- lokasamningi til að kópera. Ég hugsa að það sé fínt fyrir FL að eiga óskráð tryggingafélag í miðju starfseminnar. Sama módel og Ex- ista og Milestone. Annars ætti maður kannski að fara að fá sér banka og trygg- ingafélag sjálfur. Það er nefni- lega eins og að eiga hótel í Austur- stræti og Bankastræti í Matador. Þá er engin hætta á að maður fari beina leið í steininn og fái engar 2.000 krónur þótt maður fari yfir byrjunarreitinn. Spákaupmaðurinn á horninu S P A K A U P M A Ð U R I N N Í svigi www.knoll.com Epal ehf. · Skeifan 6 · Simi 568 7733 · epal@epal.is · www.epal.is Knoll er amerískt fyrirtæki og fram- leiðir hágæða húsgögn í samvinnu við fremstu hönnuði heims. Chadwick stóllinn er hannaður af Don Chadwick fyrir Knoll. Hann sameinar á einstakan hátt falleg form og hámarks- þægindi. Chadwick er með níðsterku neti sem lagar sig að líkamanum og má með sanni segja að stóllinn setji ný viðmið í hönnun skrifstofuhúsgagna. Chadwick kostar aðeins 64.600 kr. án arma og 74.800 kr. með örmum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.