Tíminn - 06.02.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1981, Blaðsíða 4
4 >*í spegli tímans' Chiyuki Takaishi hefur æft yfir 400 manns, sem vinnur viö afgreiðslu I stórversluninni Kintetsu i Osaka i Japan. Forráöamenn fyrirtækisins eru mjög ánægöir meö árangurinn. Takaishi segist vilja gera fleiri sifkar vélar fyrir stórfyrirtæki eöa opinberar stofnanir, en hann hefur ekki fengiö tiiboö enn, — vélin þykir dýr, 10.500 dollara á hún aö kosta. Vél sem kennir bugt og beygingar I Japan hefur um langan aldur veriö lögö áhersla á það, aö kenna ungu fólki fágaða framkomu, og einkum aö hald- in sé i heiðri sú aldagamla venja að bugta sig og beygja i kurteisisskyni fyrir sér eldra fólki, yfirboðurum á vinnustað og öðrum, sem tilhlýðilegt er að sýna sérstaka virðinu. 1 skólum hafa börn og unglingar lært að hneigja sig, en nú er komin á mark- aðinn sérstök vél, sem kennir hina réttu hneiginu. Hún er ætluð til þess að þjálfa afgreiðslufólk i stórum fyrir- tækjum, tilvonandi flugfreyjur á nám- skeiöum, framreiðslufólk á veitinga- stööum o.s.frv. Chiyuki Takaishi heitir sá, sem fann upp þessa vél, og hefur hann mikiö að gera við aö stjórna hneigingar-námskeiðum. Vélin hefur sjö svokölluð rafmagnsaugu, sem mæla stöðu likamans i hneigingunni, og kemur árangurinn fram á skermi. Unnið er svo að þvi að fullkomna athöfnina, þar til að passar við gefna forskrift. Takaishi kenndi þessum afgreiðslu- stúlkum sém við sjáum hér þrjár teg- undir af hneigingum. I fyrsta lagi eru þaö 15 gráöu hneiging er þær heilsa starfsfélögum sinum, 30 gráðu bugt er heilsa skal viöskiptavini, og 45 gráðu hneiging til að sýna fyrirmönnum i fyrirtækinu sérstaka viröingu og eins viöskiptavinum, sem hafa gert mikla verslun i vöruhúsinu. Afgreiöslustúlka I Kintetsu hneigir sig fyrir viöskiptavini, sem er aökoma inn í versl- unina. Kannski fær ..kúnninn’’ 45 gráöu hneigingu þegar hann fer út, — ef hann hefur verslaö nóg. Fornleifafundur I Tadzjikistan. Yfir 2000 ára gamlir skrautmunir I suðurhluta Tadzjikistan hafa fornleifafræðingar unnið að upp- greftri og komu niður á höll, sem er frá árunum 300-200 f.kr. Þar fundust um 5000 verðmætir hlutir, þar á meðal úr gulli, silfri, bronsi og fílabeini. Þar fundust meðal annars hnífsslíður, sem voru unnin úr heilu beini og prýdd hinum fegursta útskurði, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Föstudagur 6. febrúar 1981 krossgáta tgs- 3502. Lárétt 1) Atvinnuvegur. 5) Svif. 7) Farða. 9) Ungviði. 11) Bor. 12) Eins. 13) Sjó. 15) Himinlit. 16) Kassi. 18) Ávöxt. Lóðrétt 1) Sakamaður. 2) Aðgæzla. 3) Borða. 4) Dreif. 6) Bráðlynda. 8) Vond. 10) Slæm. 14) Spýja. 15) Andamál. 17) Utan. Ráðning á gátu No. 3501. Lárétt 1) Umbuna. 5) Óma. 7) Dæl. 9) Mót. 11) RS. 12) La. 13) Uin. 15) Hik. 16) AAA. 18) Smáöra. Lóðrétt 1) Undrun. 2) Ból. 3) Um. 4) Nam. 6) Stakka. 8) Æsi. 10) Óli. 14) Nám. 15) Háð. 17) AA. bridge Hver kannast ekki við þá leiðindatil- finningu sem gripur bridgeáhugamenn sem hafa verið að glíma við bridgeþraut- ir, gefist upp, kikt á lausnina og þá er hún svo einföld að mönnum datt hún einfald- lega, ekki i hug? Hér fer á eftir eitt slikt vandamál og höfundurinn er að sjálfsögðu Terence Reese. Norður. S. K32 H. A53 T. AD L. KD643 Suöur. S. A87654 H. KG42 T. G L. A2 Suöurspilar 6 spaða og vestur spilar út spaðadrotiningu. Suður drepur i borði og spilar spaða á ásinn og austur hendir há- um tigli. Suður tekur næst laufás og spilar laufi og vestur hendir tigli. Hvernig er besta áframhaldið? Suöur þarf aö svina i öðrum hvorum rauöu litanna og vandamálið er að gefa sér bestu möguleikana. T.d. gefur þaö augljóslega betri likur að taka fyrst ás og kóng i hjarta og svina svo tigli en svina bara öðrum litnum beint þvi hjartadrottn- ingin getur komiö önnur niður. En nú hef- ur komið i ljós að vestur á aðeins hjarta og tigul auk spaðagosa. Er eitthvað hægt aö notfæra sér það til að bæta enn lfkurn- ar? Það þýöir litið að spila vestri strax inná spaða, hann mundi aðeins spila tigli i gegn og suður væri engu betur settur. En ef suöur tæki fyrst laufdrottningu og henti tigulgosa heima þá kemur annað hljóö i strokkinn. Nú er hættulaust að svina tig- uldrottningu ef vestur spilar tigli þvi ef austur á kdnginn getur suður trompað og svfnaö hjartagosa á eftir. Og hjarta frá vestri gefur 12. slaginn. Vestur. Austur. S. DG10 S. 9 H. D108 H. 976 T. K97532 T. 10864 L. 10 L. G9875

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.