Tíminn - 06.02.1981, Síða 6

Tíminn - 06.02.1981, Síða 6
6 ^fJJSÉtSíJ Föstudagur 6. febrúar 1981 að blekkja Hreinasta felmtur hefur slegið málsvara stjórn- arandstöðunnar vegna þess að ljóst er að almenn- ingur hefur tekið efnahagsaðgerðum rikisstjórnar- innar svo vel sem raun ber vitni. Nú hafa skoðana- kannanir Dagblaðsins leitt að þvi mjög sterkar lik- ur að þessar ráðstafanir stjórnarinnar njóti yfir- burðafylgis með þjóðinni, en enda þótt margt megi finna að framkvæmd þessara kannana blaðsins er það samdóma álit flestra, — ef ekki allra —, að við- brögð almennings séu óvenjulega jákvæð, ef ekki beinlinis ótrúlega fagnandi þegar á allt er litið. Sjálfsagt er það út af fyrir sig rétt sem stjórnar- andstæðingar segja, að fólkið fagnar þvi að eitthvað skuli yfirleitt gert i efnahagsmálunum. En það er þó mikil grunnhyggni að halda að menn hafi ekki gert sér grein fyrir helstu ákvæðum bráðabirgða- laganna frá gamlaársdegi. Hið rétta i málinu er að sjálfsögðu, að launamenn og forráðafólk fjölskyldna, heimila og atvinnufyrir- tækja hafa gaumgæft rækilega einstakar boðaðar aðgerðir, — og við þessa athugun hafa menn komist að þvi að þessar aðgerðir eru i senn nauðsynlegar og réttmætar. Nú heldur leiðarahöfundur Alþýðublaðsins þvi blákalt fram sl. miðvikudag að almenningur láti fjölmiðla teyma sig og teygja i sliku máli sem veru- legri skerðingu launabóta hinn 1. mars næstkom- andi. Leiðarahöfundurinn heldur þvi fram, að al- menningur botni ekkert i þessu öllu saman — fyrr en menn fá launaumslögin sin i byrjun marsmán- aðar. Hann heldur þvi fram að forráðafólk heimila, fjölskyldna og atvinnufyrirtækja sé svo fákunnandi að það láti Jónas Dagblaðsritstjóra telja fyrir sig krónurnar sem það á að hafa sér og sinum til fram- færis. Þetta er auðvitað gersamlega út i hött. Almenn- ingur hefur alls ekki svo ofboðslegar tekjur að menn fylgist ekki náið með þvi hver og hvað til skiptanna kemur og hvað hann sjálfur ber úr být- um. Enda þótt sjálf skerðingin komi að sönnu ekki til framkvæmda fyrr en i marsbyrjun, þá má nú fyrr vera vantraustið á almenningi, sem ritstjóri Alþýðublaðsins virðist uppfullur af, að halda þvi fram að fólk reyni ekki að ráða i það sem fram und- an er i svo mikilvægu máli sem framfærslueyrir þess er. Og það ber þá eitthvað nýrra við ef almenningur einmitt er nú orðinn svo andvaralaus að hann taki ekki eftir augljósum og skýrum ákvæðum viðtækra efnahagsráðstafana sem ræddar hafa verið um allt þjóðfélagið vikum og jafnvel mánuðum saman!! Vitanlega gerir ritstjóri Alþýðublaðsins sér fulla grein fyrir þessu öllu. Hann er aðeins mjög von- svikinn yfir hinum góðu viðtökum sem aðgerðir rik- isstjórnarinnar hafa hlotið, m.a. hjá kjósendum Al- þýðuflokksins. Vitanlega veit hann að almenningur er fyllilega dómbær á þessi mál öll. Hann veit lika að almenningur minnist enn óskapanna sem gengu á i áróðri Alþýðuflokks og Alþýðubandalags árið 1978, og að fólkið kærir sig ekki um slik mistök aft- ur. JS Þórarinn Þórarinsson: Erleiit yfirlit Khalid hafnar banda- lögum við risaveldin Frá fundi Múhameöstrúarríkja í Taif LEIÐTOGAR 37 rikja Múhameðstrúarmanna komu saman til fundar i hinni helgu borg Múhameðstrúarmanna, Mecca, 25. janúar siðastl. Fundarefnið var að ræða um styrjöld íraks og írans, ástandið i Afganistan og deilu Araba og Israelsmanna. Eftir setningu fundarins i Mecca var honum haldið áfram i Taif. Fundurinn stóð i þrjá daga. Þetta var þriðji leiðtogafund- ur Múhameðstrúarrikjanna. Fyrsti fundurinn var haldinn 1969. Ákveðið var þá, að slikir fundir skyldu haldnir framvegis eftir þvi sem ástæður þætti til. Alls eru 41 riki aðilar að þess- um samtökum Múhameðstrúar- manna, auk Frelsishreyfingar Palestinumanna. Leiðtogar fjögurra rikja mættu ekki að þessu sinni. Þeir voru Sadat for- seti Egyptalands, Kadhafi for- seti Libýu, Bani-Sadr forsetí Irans og Karmal foráeti Afganistan. Sadat og Karmal hafði ekki verið boðið til fundarins. Egyptalandi var vikið úr sam- tökunum, þegar Sadat hóf við- ræður við ísraelsstjórn. Stjórn Karmals nýtur ekki viðurkenn- ingar samtakanna. Bani-Sadr neitaði að mæta eftir að upplýst var að Hussein forseti Iraks myndi sækja fund- inn. Kadhafi hafnaði þátttöku til að mótmæla þvi, að Saudi-Arabia hefði fengið lán- aðar njósnaflugvélar frá Bandarikjunum. Á fundinum i Mecca mættu fjórir konungar, fimm furstar, 21 forseti og sjö þjóðarleiðtogar aðrir. Einnig mætti Yasir Ara- fat, leiðtogi Frelsishreyfingar Palestinumanna. FUNDURINN var settur með mikilli viðhöfn i bakgarði mosk- unnar miklu i Mecca, sem er mesti helgistaður Múhameðs- trúarmanna. Khalid konungur sat i forsæti, en bróðir hans, Fadh prins, las ápvarp konungs, sem tók röskar 40 minútur. Það vakti mesta athygli i ávarpi konungs, að hann lagði mjög þunga áherzlu á, að riki Múhameðstrúarmanna forðuð- ust að taka upp hernaðarlega samvinnu við risaveldin eða að gerast bandamenn þeirra. Fréttaskýrendur telja, að Khalid konungur hafi með þessu verið að árétta, að engin hernaðarleg samvinna væri hafin milli Bandarikjanna og Saudi-Arabiu, þótt Saudi-Arabia hafi fengið bandariskar njósna- flugvélar að láni til að geta fylgzt með hernaðarlegum að- Hussein forseti traks og Khalid konungur gerðum við Persaflóa meðan styrjöld helzt milli íraka og Irana. Þá sagði konungur, að það þyrfti að vera meginstarf sam- taka Múhameðstrúarrikja að leysa inn by röisdeilu r. Styrjöldin milli iraka og irans væri hörmuleg og yrði aö leita allra ráða til þess að koma á friði milli þessara grannþjóða. Siðar á fundinum lét Hussein forseti irak i veðri vaka, að hann væri fús til að setjast að samningaborði og draga her sinn til baka, ef fallizt yrði á yfirráð iraks yfir Shatt al Arab-siglingaleiðinni. Assad forseti Sýrlands var mættur á fundinum og hélt fram málstað irans. Hann taldi, að iranir gætu ekki hafið samninga fyrr en allur erlendur her væri farinn Ur landi þeirra. Assad og Hussein töluðust aldrei viö á fundinum. Þeir kappkostuðu báðir að haga ferð- um sinum þannig, að þeir mætt- ust ekki. FUNDURINN varð sammála um ýmsar ályktanir, en engin þeirra kom verulega á óvart. Ályktunin um Palestinumálið var þó öllu harðorðari en frétta- skýrendur áttu von á. M.a. var Waldheim framkvæmdastjóri S.Þ. ávarpar fundinn i Taif. samþykkt, að Múhameðstrúar- rikin myndu leggja viðskipta- bann á allar þjóðir, sem hefðu sendiráð i Jerúsalem, en tsraelsstjórn hefur flutt skrif- stofur sinar þangað og leggur allt kapp á að gera hana að höfuðborg. Enginn ágreiningur er um það milli stjórnmála- flokkanna i Israel. Fundurinn lýsti hryggð sinni yfir deilu íraks og irans. Þeirri áskorun var beint til fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að áhrifum þeirra yrði beitt til hins ýtrasta til að leysa deiluna. Eins og kunnugt er, hefur Waldheim falið Olof Palme að annast sáttaumleitan- ir, en starf hans hefur borið lit- inn árangur til þessa. Þá samþykkti fundurinn itar- lega tillögu um Afganistanmál- ið. Þess er krafizt, að rússneski herinn verði fluttur frá Afganistan án tafar. Jafnframt var samþykkt að nefnd frá samtökum Múhameðstrúarrikja, skipuð fulltrúum fimm þeirra, skyldi með aðstoð Sameinuðu þjóð- anna ræða bæði við Karmal-stjórnina og fulltrúa uppreisnarmanna um fram- tiðarskipan mála f Afganistan. Þessi tillaga hefur vakið nokkra athygli sökum þess, að aldrei áður hefur verið af hálfu þessara rikja vikið að þvi, að veita stjórn Karmals beina eða óbeina viðurkenningu. Það er talið, að Zia forseti Pakistan sé upphafsmaður þess að reyna að ná samkomulagi við Karmal-stjórnina, ef þvi fylgi, að Rússar flytji her sinn brott. Zia er sagður hafa vaxandi áhyggjur af þvi ástandi, sem nú rikir, og telji það hagkvæmara fyrir Pakistan að ná samkomu- lagi, ef unnt er, heldur en að halda áfram stuðningi við skæruliða i Afganistan, enda kunni skæruhernaðurinn að breiðast til Pakistan. Zia er talinn hafa tekið illa til- lögu Giscard forseta um alþjóð- lega ráðstefnu, sem fjalli um Afganistan-málið. Zia telur, að þetta eigi að vera verkefni Múhameðstrúarrikjanna og Sameinuðu þjóðanna. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Ilallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö I lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.