Tíminn - 06.02.1981, Side 7
Föstudagur 6. febrúar 1981
7
„Samband ungra fram-
sóknarmanna hyggst ráöast i
það þrekvirki að gefa út stjórn-
málarit sem kæmi út tvisvar á
ári”, sagði Guðni Ágústsson,
formaður SUF i viðtali við Tim-
ann um starfsemi SUF fyrir
nokkru. „Slik rit eru gefin út á
vegum allra hinna flokkanna,
og okkur fannst að þarna vant-
aði rödd Framsóknarflokksins
og viljum nú bæta úr þvi.”
„Við væntum þess”, sagði
Guðni, „að fólk taki þessu .riti
vel og það verði til að auðvelda
ungu fólki að gera upp á milli
flokkanna og velja undir hvers
merki það skipar sér.
Hvað útgáfustarf að öðru leyti
varðar, þá kom út fréttabréf
SUF i haust og nú mun vera að
hefjast undirbúningur að útgáfu
annars fréttabréfs. Þau eru
send stjórnum og öðrum
trúnaðarmönnum sambandsins.
Starfsemi SUF hefur verið
talsverð það sem af er vetri”,
sagði Guðni. „Stjórnarmenn
koma saman tvisvar i mánuði
og afgreiða margvisleg mál
sem fyrir liggja hverju sinni.
Einnig má geta þess að nokkuð
margar nefndir eru starfandi á
vegum SUF og vinna sumar
þeirra mjög mikið starf, svo
sem i utanrikismálanefnd,
enda hafa nokkuð margir félag-
ar sótt fundi og ráðstefnur til
nálægra landa.
Happdrættið
vinsælt
Þá liggur talsverð vinna i þvi
á hverju hausti að gefa út jóla-
almanakshappdrættið. Þetta
happdrætti hefur orðið vinsælt.
Eintakafjöldinn er aðeins 5.000
spjöld, og verðmæti vinninga
var nú tvær milljónir gamalla
króna. Happdrættið er með
þeim hætti að daglega er dreg-
inn út vinningur og númerið birt
i Timanum og Dagblaðinu. Ekki
Guðni Ágústsson formaður SUF:
Hægt að
hafa mikil
áhrif með
stj órnmálas tarfi
Guðni Ágústsson
sist krakkar hafa gaman af að
fylgjast með spjaldinu sinu, þar
sem númerareitir eru opnaðir
fyrir hvern dag jólamánaðar-
ins. Fjórum sinnum var siðan
dregið um verulega góða vinn-
inga, i þetta sinn tiu gira reið-
hjól af bestu gerð.
Við höfum haft þetta happ-
drætti í nokkur ár”, sagði Guðni
Agústsson, ,,og það hefur orðið
eins og ég sagði vinsælt hjá for-
eldrum og börnum.
Vikulegir
hádegisfundir
Það er fastur liður i starfinu
að halda i viku hverri hádegis-
fund hér i Reykjavik. Við höfum
haldið fundiria á miðvikudögum
I vetur.
Það er komin góð reynsla á
þessa fundi og eru þeir yfirleitt
vel sóttir. Við fáum frummæl-
anda sem reifar ákveðið mál og
siðan spyrja fundarmenn hann
spjörunum úr. Margir halda
vist að þarna sé um að ræða ein-
hverja „fina” fundi með dýrum
mat og menn séu flibbaklæddir.
Þetta er auðvitað alrangt. Þess-
ir fundir eru fyrst og fremst
hugsaðir sem fræðslu- og um-
ræðufundir, og menn koma I
vinnugallanum og borða létt
„snarl”.
Þessir fundir eru öllum opn-
ir”, sagði Guðni, „hvar sem
þeir eru f pólitik, enda eru ekki
aðeins framsóknarmenn fengn-
ir til að vera málshef jendur. Ég
hygg að þarna hafi setið fyrir
svörum fólk úr öllum stjórn-
málaflokkum.”
Hægt að hafa
mikil áhrif
Um aðra þætti starfsins yfir
veturinn sagði Guðni Agústs-
son:
„Miðstjórnarfundur SUF var
haldinn um mánaðamótin
nóvember-desember. Aðalum-
ræðuefnis fundarins var á hvern
hátt væri hægt að efla og styrkja
starfsemi aðildarfélaga sam-
bandsins, en það má segja að
mörg félög ungra framsóknar-
manna hafi verið i lægð um
nokkurt skeið. Ég tel að þessi
vandamál félaganna hafi ekki
hlotið nægilega athygli forystu
SUF undan farin ár.
Það er öllum ljóst að stjórn-
málafélög hafa átt erfitt með að
fá fólk til starfa, ekki sist félög
yngra fólksins, enda er ungu
fólki óspart talin trú um að
stjórnmál séu sprottin af þvi illa
og ekki sist glapræði að ganga i
ákveðinn stjórnmálaflokk, og
svona svipað og að selja sál sina
skrattanum.
Þannig hafa orðhákar og
niðurrifsmenn verið að veikja
lýðræðið I landinu allan siðasta
áratug, þvi hið sanna er að sá
sem starfar i stjórnmálafélagi
tekur þátt i uppbyggilegu starfi
fyrir þjóðina og getur haft mikil
áhrif á mál, en er jafnfrjáls á
kjördegi og sá óflokksbundni.
í kaupstöðum og fjölmennari
sýslufélögunum eru nokkuð vel
star'fandi félög ungra fram-
sóknarmanna,” sagði Guðni
Agústsson. „Vandamálið er i
dreifbýlinu, en ég hygg að nú
sjáist hilla undir lausn sem er
viðunandi. En hún er i þvi föigin
að framsóknarfélögin á svæðinu
sameinist i eitt, en þó þannig að
innan stjórnar nýja félagsins
verði lágmarksfjöldi ungs fólks.
Þetta er núna að gerast i nokkr-
um félögum. A næsta þingi
verður að marka skýrari linur
um þetta en fyrir hendi eru i
svipinn.”
Ráðstefnur
og námskeið
Um framtiðarhorfur sagði
Guðni Agústsson formaður
SUF:
„Ég vil fyrst geta þess að
tvær ráðstefnur eru á döfinni,
önnur I marsmánuði um kosn-
ingarétt og kjördæmaskipan, en
hin I maimánuði um Fram-
sóknarflokkinn, stefnu hans og
markmið.
Stjórn SUF er nú að undirbúa
viðtækt námskeiðahald með
FUF-félögunum á hverjum
stað. Þetta verða námskeið i
upplestri og framsögn eða tján-
ingu, og verða haldin undir
handleiðslu leiklistarlærðra
manna. Ég tel að slik námskeið
ættu að verða eftirsótt, ekki sist
af fólki sem er að byrja að
starfa að félagsmálum. Þau
eiga að verða létt og skemmti-
leg, og ég held að leikarar séu
góðir kennarar. Þeir kenna fólki
að bera sig vel og frjálslega og
bera virðingu fyrir málinu og að
nota röddina á réttan hátt. Ég
tel einmitt að þessi námskeið
eigi að skila byggðarlögunum
fjölhæfara fólki til félagsmála-
starfa en hefðbundin félags-
málanámskeið.
„Að lokum,” sagði Guðni, „vil
ég hvetja ungt framsóknarfólk
til að hafa samband við fram-
kvæmdastjóra SUF, Halldór
Halldórsson, en hann mun að-
stoða félögin eftir mætti við að
efla starfsemina”.
Um leið og ég þakka fyrir
birtingu greinar minnar „Beiti-
landseyðing Blönduvirkjunar”,
sem birtist iTimanum 22. og 23.
þ.m., langar mig að biðja um
rúm fyrir stutta leiðréttingu.
Inn i greinina hefur slæðst
prentvilla (i miðjum aftasta
dálki) þar sem stendur „t.d.
Stórisandur”. Það var reyndar
annar sandur sem ég vitnaði til,
Sprengisandur, en ef Stóri-
sandur er gróðurvana auðn, þá
er prentvillan meinlaus.
Þá hefur, (einnigi siðari hluta
greinarinnar næst efst i mið-
dálki) fallið niður lina og önnur
komið inn i staðinn. Málsgreinin
átti að vera á þá leið, að opin-
bert leyndarmál sé að stóriðju á
Norðurlandi, sem nyti raforku
frá Blöndu, er ætlaður staður
við Eyjafjörð. Raunar virðist,
samkvæmt þvf sem fram hefur
komið siðustu daga, þetta
ekkert leyndarmál vera lengur.
Inn I greinina hafa verið
felldar myndir og er ekki nema
gott eitt um það að segja, en ég
hnýt um myndatextann: „Eru
orkuöflun og landbúnaður
ósættanlegar andstæður?”
Rósmundur G. Ingvarsson, Hóli:
Athugasemdir
vegna greinar
pessi spurning er ekki frá mér
komin og ég er hræddur um að
lesendur finni litil svör við henni
i grein minni. Ég vil svara þessu
með nei. Þetta þarf ekki að vera
ósættanlegt. Það er bara ekki
sama hvernig að virkjunarmál-
um er staðið. Það hefur ekki
komið fram svo mér sé kunnugt,
að virkjunarvalkostir sem nú er
sagt að um sé að velja (fyrir
næstu stórvirkjun) reki sig á
hagsmuni hefðbundins landbún-
aðar, nema Blönduvirkjun. Og
það er einnig hægt að virkja
Blöndu án þess að hún eyðileggi
mikið beitiland. Það hefur verið
bent á leiðir til þess, svo sem
þrepavirkjanir i Blöndugili og
minnkun lónsins eða færslu
þess. Það eru trúlega til staðir á
hinu viðáttumikla gróðurvana
hálendi landsins, sem henta
fyrir miðlunarlón, jafnvel ekki
langt frá Blöndu.
Fyrirhugað lónsstæði er fjarri
þvi að vera góður staður, vegna
þess að lónið verður viðáttu-
mikið og grunnt, svo að mikið
vatn verður bundið i Ishellu
þegar á þvi þarf að halda. Það
nýtist aðeins á dýpsta hluta
lónsins en ekki þar sem fjarar
undan isnum. Þetta sjá allir.
Dýpra lón og minna að flatar-
máli hlýtur að henta betur.
En það virðist vera rikjandi
stefna hjá þeim mönnum sem
reikna Ut hvernig þessi virkjun
á að verða, að eyðileggja sem
mest graslendi og þess vegna
rekst hún á hagsmuni bænda.
Spurningin er hvort meistarar
reiknistokkanna fást til að
breyta fyrirhugaðri virkjun
þannig að þessar andstæður
verði sættanlegar. Það er það
sem við andstæðingar land-
eyðingarstefnunnar, erum að
vinna að, en ekki að koma i veg
fyrir að vatnsmagn Blöndu
verði notað til raforkufram-
leiðslu. Hinsvegar er mönnum
ekki sama til hvers rafmagnið
fer. T.d. ekki um það gefið að
það verði notað til álbræðslu.
Gegnir furðu að Akureyringar
skuli ekki vera að sækjast eftir
þannig iðnaði.
í sambandi við áðurnefnda
spurningu vil ég bera fram
aðra.
Eru ekki fyrirhuguö Blöndu-
virkjun með eyðileggingu um 60
km2 Urvals graslendis, og land-
græðslustefna Alþingis og al-
mennings (þ.e. þjóðargjöfin og
framhald hennar), ósættan-
legar andstæður? Hvernig getur
þetta farið saman?
RósmundurG. Ingvarsson.
Könnun á eldvarnarbúnaði i ibúðarhúsum:
Aðeins 37 reykskynjarar í 319 skoðuðum húsum
— og slökkvitæki i flestum tilfellum á röngum stað
HEI — Aðeins 37 reykskynjarar
fundust I þeim 319 ibúðarhúsum
sem könnuð voru með tilliti til
eldvarnarbúnaðar samhliða
könnun á orkunýtingu i húsum i
Bolungarvik, Raufarhöfn, Norð-
firði, og á Hvolsvelli á s.l. ári á
vegum Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins. Þar við
bættist að fjórir þessara skynjara
voru dvirkir.
Eins og lesendur Timans hafa
liklega orðið varir við hefur
komiðtil nokkurs ágreinings út af
skýrslu Rannsóknastofnunar-
innar varðandi lélegt ástand i
slökkviliðsmálum og tækjabúnaði
slökkviliða á könnunarstöðunum.
Fámenn og fjárvana sveitarfélög
hafa þar nokkra afsökun, þar sem
góður slökkvibúnaður er vart
talinn kosta undir 100 milljónum
gkr. En ýmislegt er hægt aö gera
til bóta án þess að leggja auknar
byrðar á sveitarfélögin. Ein besta
brunavörnin hlýtur að vera sú, að
eldur kvikni ekki. En niðurstöður
skýrslunnar varðandi þann eld-
varnarbúnað sem einstaklingar
eiga að sjá um, virðast benda til
nokkurs kæruleysis.
I fyrrnefndri könnun var
athugað með fjölda slökkvitækja
og ástand þeirra, reykskynjara
og ástand þeirra, eldvarnarteppi,
efni stiga I húsum og undankomu-
leiðir af efri hæðum húsa.
I ljós kom að aöeins 43% af
þeim á þessum stööum, sem ber
aö eiga handslökkvitæki — eiga
að vera við alla kyndiklefa og I
öllum bilskúrum — eiga slikan
búnað. Og þaö sem kannski verra
er, að einungis eitt af hverjum 10
þessara tækja reynist vera á rétt-
um stað i húsunum. Þvi eins og
bent er á i skýrslunni, hlýtur að
vera takmarkað gagn af slökkvi-
tæki sem gripa þarf til i
bilskúrnum er það er þá kannski
geymt i skáp uppi á háalofti.
Þá kemur fram að rýmingar-
leiðir af efri hæðum húsa eru
ófullnægjandi eða vantar alveg i
um 40% húsa. Auk þess eru stigar
úr brennanlegu efni i helmingi
þessara húsa. Eldvarnarteppi —
til aö hafa nærri eldavélum —
voru þó fáséðust af öllum búnaði,
þvi þau fundust aðeins i 9 af þeim
319 hUsum sem skoðuð voru.
Til upplýsingar má geta þess,
að reykskynjarar munu u.þ.m.
kosta um 100-150 krónur og eld-
varnarteppin svipað. Hand-
slökkvitæki munu hinsvegar
kosta frá 400-800 krónur. Tveir
fyrrnefndu hlutirnir a.m.k. ættu
þvi tæpast að ofgera fjárhag alls
almennings, I þvi sambandi má
geta þess, að tryggingarfélög
geta heimilað 5% afslátt af ið-
gjöldum brunatrygginga, sé ibúö
búin viðurkenndum slökkvitækj-
um.