Tíminn - 07.02.1981, Qupperneq 2

Tíminn - 07.02.1981, Qupperneq 2
2 Laugardagur 7. febrúar 1981 Graskögglaverksmiðja í Borgarfirði — Rætt við Davíð Aðalsteinsson, alþingismann, fyrsta flutningsmann tillögu um byggingu JSG — Davið Aðalsteinsson,’ hefur ásamt fimm öðrum þing- mönnum úr Vesturlandskjör- dæmi flutt tillögu til þingsáiykt- unar um að Alþingi feli rikis- stjórninni að undirbúa þátttöku rikisins I stofnun og rekstri graskögglaverksmiðju i Borg- arfirði, i samvinnu við heima- aðiia. Að þessu tilefni átti Tim- inn stutt samtal við Davið. — Er aukinn markaður fyrir grasköggla i landinu? „Það tel ég, enda hefur geng- iðgreiðlega aö selja framleiðslu graskögglaverksmiðjanna á undanförnum árum. Bændum hefur likað vel við framleiðsl- una frá þeim fimm verksmiðj- um sem hafa starfað á undan- förnum árum. Fyrsta verk- smiðjan för i gang árið 1961, en framleiðslan hefur siðan vaxið jafnt og þétt, og varð nær 13 þúsund tonn árið 1980. Það má geta þess að niður- stöður rannsókna sem fram hafa farið á gæðum grasköggl- anna sýna, að þeir eru full- komlega samkeppnisfærir við innflutt kjarnfóður, sem fóður- bætir fyrir jórturdýr, að vissu marki. Notagildi þeirra til fóðr- unar er meira en fóðurgildis- mælingar á þeim benda til, og er talið stafa af jákvæðum samverkandi áhrifum gras- köggla og heyfóðurs.” — Byggðist sala grasköggla frá nýrri verksmiðju á þvi að fóðurbætisskatturinn yrði áfram við liði? „Ég tel allar likur á þvi að fóðurbætisskatturinn lifi á- fram.” — Á bygging verksmiðju i slíkrar verksmiöji Borgarfirði sér einhvern að- draganda? „Já, það var fyrst fyrir um það bil áratug sem fram fóru kannanir á staðsetningu slikrar verksmiðju i Borgarfirði, en þá varð ekkert úr framkvæmdum. Arið 1973 var gerð frumhönnun á hitaveitu fyrir Akranes og Borgarnes, og þá var stofnun og starfræksla graskögglaverk- smiðju tekin inn i, þar sem lik- legt þótti að slik verksmiðja gæti orðið arðbært fyrirtæki, sem nýtti umframorku frá hita- veitunni. Siðan gerðist litið i málinu þar til I fyrra, þegar allir oddvitar i Mýrar- og Borgarfjaröarsýslu og stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar héldu sameigin- Davið Aöalsteinsson legan fund um byggingu gras- kögglaverksmiðju . Þessi fund- ur kaus þriggja manna nefnd til að vinna að málinu, og hefur hún starfað af krafti siðan. Það hefur komið greinilega fram i starfi nefndarinnar að eindreg- inn stuðningur er við stofnsetn- ingu verksmiðjunnar heima i héraði.” — Hverjir myndu eiga þessa verksmiðju? „Það er nú ekki frágengið hvernig eignaskipting yrði. Vafalaust yrði þó eignarhluti rikisins stærstur.. Siöan hefur fyrrnefnd undirbúningsnefnd lagt til að sveitarfélögin i hér- aöinu, Andakilsárvirkjun, Hita- veita Akraness og Borgarfjarð- ar, og Kaupfélag Borgarfjarð- ar, hafi með sér samstarf um stofnun og rekstur verksmiðj- unnar. — Hvað kostar svo gras- köggla verksmið ja ? „Hún kostar liklega rúman milljarö, gamalla króna.” Kvikmyndahá- tíð hefst í Regn- boganum í dag AB — t dag, laugardaginn 7. febrúar hefst Kvikmyndahátið 1981 á vegum Listahátiöar. Verða sýningar i Regnboganum og stendur hátiðin til 15. febrúar. Sýndar veröa 20 kvikmyndir frá 15 löndum, og auk þess veröur sérstök kynning á myndum bandariska gamanleikarans Buster Keaton. Einnig verða i lok hátiðarinnar sýndar islenskar kvikmyndir geröar árið 1980. Sýningar hefjast um kl. 15 alla daga. Sýnt verður i 4 sýningarsöl- um, og standa sýningar fram yfir miðnætti. Aðvenjugerir Kvikmyndahátið aðeins dagskrá tii tveggja eða þriggja daga isenn, þar sem allar myndirnar eru enn ekki komnar til landsins. Sýndar verða 6 myndir i dag og eru þær: „Stjórnandinn” eítir pólska leikstjórann Wadja, sem er islenskum kvikmyndaunnend- um að góðu kunnur. Nægir i þvi sambandi að benda á frábæra _ mynd hans sem sýnd var a* siðustu Kvikmyndahátið „Marmaramaðurinn”. Myndin verður sýnd i dag kl. 5.10, 7,00, 9.00, og 11.00, og á mánudaginn kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 Og 11.05. Rokkmyndin með Ninu Hagen og Lene Lovich „Cha-Cha”, verður sýnd i dag kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05, og á morgun á sama tima. Danska myndin „Johnny Larsen”, eftir Morten Arnfred verðursýndidagkl. 3.10, 5.10, og 7.10og á morgun kl. 9.00 og 11.00. Mynd þessi hefur hlotið fjölda verðlauna i sinu heimalandi. „Solo Sunny” er austurþýsk mynd eftir Konrad Wolf. Þetta er ný mynd sem fjallar um lif dægurlagastjörnu, og Renate Krössner sem leikur aðalhlut- verkið, hlaut verðlaun fyrir leik sinn. Myndin verður sýnd i dag kl. 3.05, 5.05 og 7.05. Kl. 9.00 og 11.10 i kvöld og á mánudagskvöld verður myndin „Hvers vegna Alexandria?” sýnd, en hún er frá Egyptalandi og er leikstjórinn Youssef Chah- ine. Myndinhlaut Silfurbjörninn i Berlin 1979. Franska úrvaismyndin „Dekurbörn” eftir Bertrand Tavernier verður sýnd i kvöld kl. 9.05 og 11.00. „Skyldur gestrisninnar” eftir Buster Keaton verður fyrsta myndin af átta löngum myndum hans verður sýnd á morgun. Auk þess veröa sýndar á hátiðinni 11 stuttar myndir eftir þennan snill- ing þöglu myndanna. Myndin verður sýnd á morgun kl. 14.30, 5.00 og 7.00 og á mánudag kl. 7.05, 9.05 og 11.05. Með báðum þessum sýningum verður myndin „Draugahúsið” einnig eftir Bust- er Keaton aukamynd. Franska myndin „Perceval frá Wales”eftir Eric Rohmer verður sýnd á morgun kl. 3.10 og 6.00. „Xala” frá Senegal eftir Samkomulag í sjónmáli í báta- kjaradeilunni? AB — „Þaö er rétt aö við höfum veriðaö þreifa á þessum málum á bak við tjöldin, meö útvegsmönn- um og fulltrúum rikisstjórnar- innar,” sagði einn fuiltrúi sjó- manna i samninganefnd i viötaii við Timann i gær. Hann sagöi aö eftir þessar þreifingar þá væru nú talsverðar horfur á samkomu- lagi. Hann sagðist þó ekki telja að samninganefndirnar yrðu kallaö- ar til sáttafundar fyrr en eftir helgi. Þaö var að heyra á máli heim- ildarmanns Timans að afstaða rikisstjórnarinnar i sambandi við félagsmálapakkann svo nefnda hefði hjálpaðtil við aö ná árangri i þessari deilu. Þar er þá helst átt við lifeyrissjóðsmálin umræddu. Hugsanleg 15% fiskverðshækk- un var borin undir viðmælanda Timans og sagði hann: „Mér list að sjálfsögðu engan veginn á þá hækkun, hún nægir engan veginn. Þessi hækkun þýðir kjaraskerð- ingu til sjómanna. Hins vegar hef ég gert mér grein fyrir þvi i lang- antima aö viðnæðum aldrei fram 20% fiskverðshækkun.” Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins fundaði i eftirmiðdag- inn i gær um fiskverðshækkun, en ekki náðist ákvöröun og var alveg eins reiknað með þvi að nefndin yröi kölluð saman til fundar nú um helgina. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Vísa því á bug að um kynferð- isf ordóma hafi verið að ræða Ousmana verður sýnd á morgun kl. 3.00 og 5.10. „Haustmaraþon” sovésk gamanmynd eftir Georgy Danelia verður sýnd á morgun kl. 7.20, 9.05 og 11.05. Ein af fjörug- ustu myndum Buster Keaton „Sherlock Junior” verður sýnd á morgun kl. 9.10 og 11.10 og á mánudag kl. 3.00 og 5.00. Aukamyndir á þessum sýningum verða myndir Keatons „Nágrannar” og „Löggur”. A mánudag verður sýnd mynd- in „Börnin i skápnum” eftir Ben- Framhald á bls. 8 AB — „Ég hef talsvert alvarlega athugasemd að gera við fréttatil- kynningu Kvenréttindafélags tslands, sem birtist i fjölmiðlum i dag,” sagði Ingvar Gislason í viötali við Timann i gær, en eins og kunnugt er, þá fjallaöi þessi fréttatiikynning um stöðúveit- ingar menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra, i lyfsala- og prófessorsembætti. „Ég tala náttúrlega einungis fyrir mig. Þessi fréttatilkynning er að minu mati talsvert villandi. Ég vil að það komi fram að i minu tilfelli þá var um tvo umsækjend- ur að ræða, sem dómnefnd mat báða jafn hæfa. Rétt er það að Helga ögmundsdóttir fékk einu atkvæði meira en Helgi, við atkvæðagreiðsluna i læknadeild Háskólans, hún fékk 22 en Helgi 21.” Ingvar var að þvi spuröur hvort það væri ekki rétt að Helga hefði hærri prófgráðu en Helgi, þar sem Helga er með doktorsnafn- bót, en Helgi ekki. „Það má segja það að Helga hafi hærri prófgráðu, en hins vegar, þá er ýmislegt annað sem vegur upp á móti þessari próf- gráðu, i tilfelli Helga. Þau gögn og þeir pappirar sem umsækjendurnir lögðu fram, sýna að Helgi hefur sýnt svo mikið i starfi sinu, og að hann nýtur þess álits að honum má jafna við mann sem lokið hefur doktorsprófi. Helgi hefur miklu meiri starfsreynslu en Helga, bæði kennslureynslu og eins sem forstöðumaður i rannsóknastofn- un. Þvi tel ég að ég hafi verið að velja á milli tveggja hæfra um- sækjenda, og að ég hafi haft full- an rétt til þess að velja þann sem ég valdi. Vegna þessa visa ég þvi algjör- lega á bug að um kynferðisfor- dóma hafi verið að ræða. Slika fordóma hefi ég ekki, ég valdi að- eins á milli tveggja hæfra um- sækjenda og valdi þann sem ég taldi hæfari.” Jafnréttísráð óskar eftír greinargerð ráðherra KL — Tvær nýlegar embætta- veitingar hafa valdið miklum deilum að undanförnu. Er hér annars vegar um aö ræða veit- ingu prófessorsembættis við læknadeild Háskóla islands og hins vegar veitingu lyfsöluleyfis á Dalvik. í báðum tilfellunum höföu umsagnaraðilar mælt meö konuni til starfanna, en þcim hafnað og karlmönnum veittar stöðurnar. Hefur Kven- réttindafélag islands sent frá sér ályktun um málið og Jó- hanna Sigurðardóttir þingmaö- ur tekið til máls um þaö á A1 þingi. Nú hefur Freyja F. Krist- ensen, sem mælt haföi veriö með til lyfsöluleyfis á Dalvik en heilbrigðisráðherra Svavar Gestsson hafnaði, kært málið til Jafnréttisráðs. En hvert er verksvið Jafnréttisráðs i svona málum? — Samkvæmt jafnréttislög unum, á Jafnréttisráð i svona tilfelli, ef umsækjandi óskar eft- ir þvi, að fara fram á þaö við hlutaðeigandi atvinnurekanda, að hann veiti skriflegar upplýs- ingar um hvaöa menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika sá hefur til að bera, sem ráðinn varistarfið. Siöan ef Jafnréttisráð telur, að jafnrétt- islög séu brotin, þá á það að óska eða beina tilmælum til við- komandi aðila um úrbætur, seg- ir Guðriður Þorsteinssóttir, for- maður Jafnréttisráös. — I þessu tilfelli er það náttúrlega ekki hægt, þar sem leyfiö er þegar veitt, og þvi veröur ekki breytt. En ef viðkomandi aðili fellst ekki á tilmæli ráðsins, er þvi heimilt i samráði viö hlutaðeig- andi starfsmann að höfða mál i umboði hans til viðurkenningar á rétti hans. — Nú hefur Kvenréttindafé- lag Islands ályktað um málið og beint þeim tilmælum til Jafn- réttisráðs, að það taki bæði þessi mál til meöferðar, en Helga Ogmundsdóttir, sem ekki hlaut prófessorsembættið, hefur ekki kært til ykkar? — Það eru ákvæði i lögunum um að eitt af verkum Jafnréttis- ráðs sé að taka við ábendingum um brot á ákvæðum laganna og rannsaka málið. En mál yröi náttúrlega aldrei höfðað nema að ósk viðkomandi starfsmanns og i samráði við hann. En hins vegar getum við kannaö mál, þó að viðkomandi aðilar hafi ekki óskað eftir þvi. I lögunum segir, að atvinnu- rekendum sé óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferöi. Þaö er sá grundvöllur, sem málið þyrfti að byggja á, ef yrði ákveðið að fara út i það. Við erum búin að óska eftir greinargerð frá ráðherra og eigum von á að fá hana i næstu viku. Og við höfum sömuleiðis óskað eftir upplýsingum frá lyfjanefndinni og landlækni, sem voru umsagnaraöilar i málinu. Við erum sem sagt að biða eftir að fá gögn málsins, segir Guðriður Þorsteinsdóttir. \

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.