Tíminn - 07.02.1981, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.02.1981, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. febrúar 1981 13 t um auðþekkjanlega þörunga i fjörunni. Lengra úti vaxa viða 4- 6 m háir þaraskógar á botnin- um, t.d. tegundirnar beltisþari, hrossaþari og mariukjarni, allt stórvaxnir þönglaþarar. Þang og þarar eru hagnýttir til sauð- fjárbeitar eins og alkunnugt er, og á Reykhólum er þörunga- vinnsluverksmiðja. Litum á myndimar og lesum skýringar í textanum. Myndin úr örfirisey sýnir þöngulþara- hrannir reknar á land eftir hvassviðri. öldurótið hefur rifið þarann upp af steinum á botnin- um. Ef þari er fastur á fremur litlum steinum, „siglir” þarinn stundum á stað i ölduróti langt úti i sjó. Á öðuskeljum o.fl skeljum sitja oft hrúðurkallar (sjá mynd) og einnig þarar. Á skeljabroti á myndinni sést á krabbann inni i kalkhúsi sinu. Þöngulhaus hrossaþara sést á annarri skel. Aðan er vel æt og var einnig höfð til beitu, likt og kræklingur og kúskel. Myndirnar flestar hefur Ró- bert tekið, en undirritaður færði honum eintökin. Söl voru mikilsverð matjurt fyrr á timum og hafa mörgum bjargað i hallærum. Þótti góð sölvaf jara mikil hlunnindi, bæði fyrir menn og skepnur. Kræklingur var og er hagnýtt- ur til matar og beitu, kúskel og öðuskel sömuleiðis, þ.e. „fiskurinn” i þeim. Kúskelin var plægð upp af botninum til beitu. Vöðvi hörpudisks þykir herra- mannsmatur og er útflutnings- vara. Nokkur þúsund ára gaml- irhörpudiskaro.fl skeljarkomu i ljós þegar grafið var fyrir grunni Loftleiðahótelsins. Litu þeir út sem nýkomnir á fjöru. Lengi hefur þótt búbót að kræklingafjöru. Kræklings er getið i ólikindavisum allgöml- um á þessa leið: „Æpti hún Geirlaug þegar út i tún kom. Sýndist henni kaupskip koma að landi, Þetta var þá krákuskel sem kurraði á sandi.” Og þófarakaupið i gamalli vísu: „Ég skal gefa þér lóna innaniskóna — hörpudisk og gimburskel og meira ef þú þæfir vel.”. Hrossaþari með margklofna blöðku. Beltisþari til hægri. baö boraar sig aönota PLASTPOKA O Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 Ritari Utanrikisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utanrikisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu i ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun og starf i utanrikisráðuneyt- inu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum íslands er- lendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyir 20. febrúar 1981. Utanrikisráðuneytið. Aðalfundur Fiskeldis h/f. verður haldinn laugardaginn 21. febr. 1981 að Borgartúni 22 3. hæð kl.13.30. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins fyrir árið 1980. 3. Lagabreytingar a) TiUaga stjórnar til breytingar á sam- þykktum félagsins um fækkun stjórnar- manna. b) Tillaga frá einum hluthafa sem felur i sér að stjórnarmönnum verði fækkað, for- maður kjörinn sérstaklega og atkvæða- fjöldi við stjórnarkjör ráði verkefnaskipt- ingu stjórnar. — Nánari grein er gerð fyrir þessum til- lögum i fréttabréfi. Tillögurnar, skýrsla endurskoðenda og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 14.-21. feb. 1981. — 4. Kosning stjórnar og endurskoðenda. 5. Ákvörðun um greiðslur til stjórnar- manna og endurskoðenda fyrir störf þeirra á liðnu ári. 6. önnur mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.