Tíminn - 07.02.1981, Síða 3

Tíminn - 07.02.1981, Síða 3
3 Laugardagur 7. febrúar 1981 Þjóðleikhúsið: Fyrsti leikrita- höfundurinn ráðinn KL — Guðmundur Steinsson hefur verið ráðinn fyrsti leikrita- höfundurinn, á launum hjá Þjóð- leikhúsinu, en i fjárlögum fyrir árið 1981 er i fyrsta skipti gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa. Guðmundur er þegar löngu landskunnur, og þótt viðar væri leitað, fyrir leikrit sin. Þjóðleik- húsið fluttifyrsta verk hans, For- setaefnið, 1964. Leikfélagið Grima sýndi 2 verka hans, Fósturmold og Sælurikið. Siðan hefur Þjóðleikhúsið sýnt Lúkas, Sólarferð og Stundarfrið eftir Guðmund. Var farið með Lúkas i leikför tilFæreyja og Stundarfrið til fjögurra landa við góðan orðs- tir. Lúkas var færður upp i Lon- don fyrir 3 árum. Hafa leikhúsinu borist ýmis til- boð að sýna Stundarfrið viðar i vor. Þá hefur þjóðleikhús Svia, Dramaten, keypt leikritið og látið i ljós áhuga á að sýna það á næst- unni. Guðmundur Steinsson er nú með nýtt leikrit i smiðum fyrir Þjóðleikhúsið. Aðalfundur Torfusamtakanna Á morgun i Norræna húsinu kl. 15 Aðalfundur Torfusamtaka verður haldinn i Norræna húsinu sunnudaginn 8. febrúar ki. 15.00. A fundinum mun stjórn samtakanna gera grein fyrir starfi þeirra frá siðasta aðal- fundi. Reikningar samtakanna verða lagðir fram og tillögur stjórnar að breyttum lögum samtakanna bornar undir at- kvæði. Breytingar þessar leggur stjórnin fram i kjölfar fenginnar reynslu siðastiiðins árs. Telur stjórnin þær nauðsynlegar vegna aukins og breytts rekstrar þeirra sem séð er fram á að verður æ meiri. Þar verða einnig ræddar hugmyndir stjórnar að framtiðarskipan mála varðandi endurbyggingu Bernhöftstorfu og önnur verkefni er hugmyndir hafa komið fram um að Torfu- samtökin taki sér fyrir hendur. Bátum fækkar á loðnunni AM — Þrátt fyrir erfiða tið fækk- ar þeim bátum óðum, sem eitt- hvað eiga eftir af kvótanum á loðnumiðum eystra, en nú eru að- eins 16 bátar úti og 25 þúsund tonn af kvótanum. Alltaf fæst eitthvað á hverjum sólarhring og hafa bátar siglt með aflann á Eskifjörð eða Seyðisfjörð, en haft aflann með sér heim, þeir sem búnir eru með sinn skammt. tvampavmsnasKan spiunarasi a siou sKipsins, sem þaðan i frá ber nafniö Ottó N. Þorláksson. Tímamynd -G.E. Nýr togari BÚR skfrður í gær, sjósettur í dag Stálvik hf. smiðaði skipið og var þvi gefið nafnið Ottó N. Þorláksson, efdr fyrsta forseta ASÍ. Dóttír Ottós, Margrét Ottósdóttir, gaf skipinu nafn AB — í gær kl. 16.30 var skirður nýr skuttogari hjá Stálvík hf. Skip þetta smiöaöi Stálvik fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur, og er þetta i fyrsta skipti sem BÚR iætur smiða togara sinn hér- lendis. Frú Margrét Ottósdóttir gaf skipinu nafn föður sins Ottó N. Þorláksson. Ottó var fyrsti for- seti ASl. Þessi togari heíur að öllu leyti veriö hannaður af islenskum tæknifræðingum hjá Stálvik hf. undir stjórn Sigurðar Ingvason- ar, skipatæknifræðings. Sér- staklega var vandað til hönnun- ar á skipskrokknum sjálfum og þá haft i huga að framleiöa vandað skip, sem myndi henta fiskveiðum við islenskar að- stæður. Þá var reynt aö finna það skipulag er leiða myndi til oliusparnaðar, ef tii vill allt að 30% sparnaði, en skipiö brennir svartoliu. Reynt var að hanna öruggara skip og má i þvi sam- bandi nefna þá nýjung að tog- virar eru ekki á aðalþilfari. Skipið er 499 lestir og telst þannig til minni skuttogara. Engu að siður er það með meira lestarrýni en spænsku togararnir i eigu BÚR hafa, en þeir eru um 1000 lestir. Framhald á bls. 8 „Bagalegt að verða að svara fyrir þessar tölur” segir Arni Benediktsson um fiskisögn Morgunblaðsins AM -„Mér finnst ekki óliklegt að einhver hafi brugðist trúnaði, þar sem þessi vinnupiögg lentu i höndum þessara utanaökomandi aðila,” sagði Arni Benediktsson, framkvæmdastjóri, um frétt Morgunblaðsins frá þvi á þriðju- dag, þar sem fullyrt er að sam- kvæmt útreikningum Þjóöhags- stofnunar séu fiskvinnslugrein- arnar þrjár, frysting, söltun og hersla, reknar með 7% hagnaði. ,,Sú afkoma sem fram kemur á þessum blöðum á sér engan stað og mun ekki eiga sér staö, svo þetta er engin frétt um afkomu sjávarútvegsins”, sagði Árni. „Þarna er um að ræða vinnublöð, þar sem upp er sett ákveðið fisk- verð sem dæmi, fiskverð sem aldrei verður gildandi á þessu ári. Þetta er ákaflega bagalegt, þvi við erum ekki að glima við rekstrarhagnað, eins og tölurnar i Morgunblaðinu benda til, heldur erum við að glima við rekstrar- halla.” Við spurðum Arna um hverjar afleiðingar þetta mál gæti haft. „Svo vill til að við erum ekki einir i heiminum. Þessar tölur munu fara viða og þegar menn héðan munu fara til samninga i Nigeriu, munu viðsemjendurnir hafa þessar tölur þar, og aðrir einnig. Þaö verður ákaflega bagalegt að verða þar aö svara fyrir tölur, sem ekki hafa betri grundvöll en þessar.” I gær barst blaöinu svo endurrit úr gerðabók Félags Sambands- fiskframleiðenda frá 5. febrúar sl. Er þar enn lögð áhersla á að þær tölur sem áðurgreind lrétt er byggð á séu úr vinnuplaggi, sem þeir er nána þekkingu hafa á verðlagsmálum sjávarútvegsins, gátu unnið ákveðnar niðurstöður út úr, en áttu ekki erindi til ann- arra og fréttin þvi alls marka- laus. Harmar stjórn FSF aö svona skyldifara, þar sem afleiöingarn- ar yrðu ekki aðrar en þær að draga úr trausti á Þjóðhagsstofn- un, sem þó hefur varla til saka unnið og gefa almenningi og erlendum viðskiptavinum rangar hugmyndir. „Er þess að vænta að þessi mistök veröi viti til varnað- ár” segir i niðurlagi endurrits ins. Óvenjuleg’ gengisskráning JSG — Myndin hér til hliðar sýnir hvernig þróun fjögurra gjaldmiðla, danskrar krónu, þýsks marks, Bandarikjadoll- ara, og sterlingspunds, var gagnvart islensku krónunni i nýliðnum janúar. Reiknað er út frá sölugengi. Úr myndinni má i stuttu máli lesa að gagnvart dollara hefur krónan verið óbreytt, gagnvart pundi hefur hún lækkaö litið eitt, en gagnvart danskri krónu og þýsku marki, hefur krónan hækkaö verulega. Hækkunin gagnvart dönsku krónunni og þýska markinu er, frá 1. janúar til 31. janúar 7.4%. Þvi má bæta við að þróunin gagnvart sænsku krónunni hefur verið mjög svipuð og gagnvart þeirri dönsku, nema hvað sveiflan hefurverið minni. Þannig hækkaði gengi islensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku um 4.3% frá upphafi til loka mánaðarins. Þróun gengisins gagnvart japönsku yeni hefur hins vegar verið mjög svipuð og hefur verið gagnvart breska pundinu. Staða dollarans hefur að sjálfsögðu haft mest áhrif á gengisbreytingar krónunnar i janúar, þar sem ákveðið var um áramót að binda krónuna fasta við dollarann ef svo má að orði komast. Þannig lækkaði gengi dollarans gagnvart öðrum höfuðmyntum fyrstu viku janúar, en styrktist siðan veru- lega þegar á leið. Sú staðreynd að pundið og yenið eru hærri miðað við krónuna allan mánuðinn h'eldur en dollari, ber þess vitni að þau hafa styrkst tiltölulega meira. Hér verður siðan til upplýs- ingar birt tafla yfir meöalgengi nokkurra gjaldmiðla gagnvart krónu i janúar, eins og Seðla- bankinn hefur reiknað það ut. Meðalgengi erlendra gjaldmiðla skv. gengisskrán- ingu Seðlabanka islands 1981. Janúar Sala. 1 Bandarikjadollar 6.248 1 Sterlingspund 15.029 1 Kanadadollar . 5.249 1 Danskrar krónur 1.0127 1 Norskar krónur 1.1939 1 Sænskar krónur 1.4072 1 Vestur-þýsk mörk 3.1161 1 Yen 0.03092

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.