Tíminn - 07.02.1981, Side 6
6
Laugardagur 7. febrúar 1981
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa-
menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns-
dóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tim-
inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir),
Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmái),
Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd-
ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor-
bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif-
stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300.
Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Verö i lausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á tnánuöi: kr. 70.00. — Prentun:
Biaöaprent hf.
Óvenjuleg
viðurkenning
Eins og móðguð hefðarfrú frá hinni öldinni fór
Morgunblaðið sl. miðvikudag að dæsa yfir veröld-
inni i heilum leiðara. Frúin var hneyksuð yfir þvi að
annað fólk skyldi dirfast að hafa skoðun á menning-
armálum, og einkanlega þá að menn skyldu voga
sér að gera athugasemdir við góðgerðarstarfsemi
frúarinnar á þvi sviði.
Góðgerðastarfsemi Morgunblaðsins á sviði
menningarmála snýst eins og alþjóð veit einkum
um það að kaupa sér frið við kommúnista. Þetta
gerir frúin reyndar ekki i illgjörnu skyni, heldur
með tilliti til guðsþakka, og þess vegna var það
náttúrlega litið vinarbragð af hálfu Timans að fara
að fetta fingur út i þetta.
Þetta mál er óþægilegt fyrir Morgunblaðið vegna
þess að öðrum þræði vill það hafa á sér það orð að
það sé brjóstvörn gegn kommúnismanum og illþýði
hans. Og jafnvel þótt einn og einn moli hrjóti af alls-
nægtaborðinu, þá þykir hefðarfrú þessari óþarft og
ótilhlýðilegt að sagt sé frá.
I leiðara Morgunblaðsins sl. miðvikudag fer
leiðarahöfundur i önuglyndi sinu að setja fram
flóknar og viðurhlutamiklar fræðikenningar um af-
stöðu leiðarahöfunda Timans til marxismans, og
degi siðar missti svo ritstjóri Þjóðviljans lika niður
um sig i svipuðum hugleiðingum og speki.
Morgunblaðið heldur þvi fram, að það sé sjálft i
heilögu striði við kommúnista, en Timinn hallur
undir boðskap þeirra á einhvern mjög dularfullan
hátt. í dialeiktiskum hugleiðingum Morgunblaðsins
um afstöðu leiðarahöfunda Timans koma fram svo
finngálknaðar kenningar, að það er sjálfsagt ekki á
færi annarra en þrautlærðra marxista að botna þar
i nokkrum hlut.
Merkilegast er það þó, að Morgunblaðið skuli
ekki geta hugsað um þessi mál án þess að hafa sér
til fulltingis foringja Alþýðubandalagsins. 1 þessum
leiðara Morgunblaðsins er nefnilega vitnað til orða
Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalags-
ins, og er hann heimildarmaður Morgunblaðsins að
þvi er snertir afstöðu Timans til alheimsfrelsunar
marxista.
Hafi einhverjum einhvern tima þótt ástæða til að
vekja athygli á samstöðu á sviði menningarmála,
þá þarf ekki lengur að fara i neinar grafgötur um
það, að Morgunblaðið telur æðstu forsvarsmenn
Alþýðubandalagsins uppsprettu pólitiskra hug-
renninga og er blaðið þvi farið að tiðka sams konar
tilvitnanir i heilaga menn eins og marxistar sjálfir
hafa löngum tiðkað. í stað Marx er kominn Svavar
Gestsson, og i stað Lenins væntanlega þá Njörður
P. Njarðvik, — eða Guð veit hver.
Þessi leiðari Morgunblaðsins sl. miðvikudag ber
yfirskriftina „Óvenjuleg viðurkenning.” Það er
sannmæli.
JS
Þórarínn Þórarínsson:
Erleiit yfirlit
Missir Walesa tökin
á verkaiýðsfélögunum?
Skæruverkföllin valda miklu tjóni
Jagielski varaforsætisráöherra, Pinkowski forsætisráöherra og
Walesa á samningafundi i Varsjá siöastl. laugardag.
FRÉTTASKÝRENDUR, sem
bezt hafa fylgzt með atburðum i
Póllandi, hafa látið i ljós þann
ugg siðustu daga, að Lech Wal-
esa, leiðtogi óháðu verkalýðs-
samtakanna, kunni að missa
tökin á samtökunum, en það
geti haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar.
Walesa hefur sem leiðtogi
samtakanna þótt sýna i senn þá
festu og gætni, sem óháðum
verkalýðsleiðtoga sé nauðsyn-
leg undir þeim kringumstæðum,
sem rikjandi eru i Póllandi.
Þetta kunnu verkamenn vel að
meta, þegar óháðu verkalýðsfé-
lögin voru að risa á legg.
Siðan félögin efldust hefur
þetta hins vegar breytzt.
Nýir leiðtogar hafa komið til
sögu i ýmsum landshlutum.
Sumir þessa leiðtoga eru her-
skárri en Walesa og ætla óháðu
verkalýðshreyfingunni stærri
hlut, m.a. pólitisk afskipti, en
Walesa hefur mjög varað við
þvi á þessu stigi.
Oft og tiðum hafa slikir for-
ustumenn i einstökum borgum
eða landshlutum efnt til skæru-
verkfalla án samráðs við Wal-
esa og stundum gegn ráðum
hans. Óháðu verkalýðssamtökin
hafa i vaxandi mæli borið þann
svip, að þau væru stjórnlaus eða
stjórnlitil.
Þetta hefur orðið vatn á myllu
andstæðinga þeirra og hert
þann áróður i rússneskum,
austur-þýzkum og tékkneskum
fjölmiðlum, að andstæðingar
sósialismans væru að reyna að
koma á upplausnarástandi i
Póllandi.
Af hálfu forustumanna
kaþólsku kirkjunnar, sem er
áhrifamikil i Póllandi, hefur
verið eindregið hvatt til þess að
verkalýðssamtökin færu gæti-
lega i sakirnar. Vafalaust hafa
þessar viðvaranir haft áhrif, en
þó ekki nógu almennt. Pólverj-
um er lika margt betur gefið en
forsjá og gætni.
MEÐAN Walesa dvaldi á
italiu, en þangað fór hann ekki
sizt til að ganga á fund páfans,
var talsvert róstusamt i verk-
fallsmálum i Póllandi. Þá voru
viða verkföll i skemmri eða
lengri tima til að knýja fram
fimm daga vinnuviku, þ.e. að
ekki yrði unnið á laugardögum.
Af hálfu ýmissa leiðtoga
óháðu verkalýðssamtakanna
var þvi haldið fram, að rikis-
stjórnin hefði samið um það við
verkalýðssamtökin á siðastl.
sumri, að fimm daga vinnuviku
yrði komið á frá 1. jan. 1981.
Þessu mótmælti stjórnin. Það
hefði aðeins verið samið um það
við námumenn, að þeir fengu
fimm daga vinnuviku frá 1.
janúar 1981. t samningum við
önnur verkalýðssamtök hefði
eingöngu verið samið um að
koma á fimm vikna vinnuviku,
án þess að tiltaka timamörk. í
samræmi við það lagði stjórnin
fram tillögur um, að fimm daga
vinnuviku yrði komið á i áföng-
um.
Við þetta vildu óháðu verka-
lýðssamtökin ekki sætta sig eða
a.m.k. ekki ýmsir leiðtogar
hennar. Skæruverkföll hófust
þvi viða um landið.
Þegar Walesa kom heim frá
Róm, hvatti hann til þess að
skæruverkföllunum yrði hætt og
leitað samninga við rikisstjórn-
ina.
Við verðum að geta sýnt rikis-
stjórninni, sagði Walesa að
samtök okkar séu ekki stjórn-
laus. Það logar eldur i landinu.
Þessi viðvörun Walesa bar
engan veginn tilætluð áhrif.
Heldur dró úr verkföllunum, en
þau héldu þó viða áfram.
Um fyrri helgi settust fulltrú-
ar frá rikisstjórninni og óháðu
verkalýðsfélögunum að samn-
ingaborði. Verkefnið var að
semja um þrjú atriði, eða fimm
daga vinnuviku, aukinn aðgang
óháðu verkalýðssamtakanna að
fjölmiðlum og viðurkenningu á
óháðu bændasamtökunum.
Samkomulag náðist um tvö
fyrstu atriðin. Frá 1. jan. 1982
verður vinnuvikan 40 klst á
fimm dögum. 1 ár verður i gildi
42 stunda vinnuvika og verður
þá unnið fjórða hvern laugar-
dag. Aðgangur óháðu verka-
lýðssamtakanna að fjölmiðlum
verður aukinn.
Ekkert samkomulag náðist
um viðurkenningu á óháðu
bændasamtökunum.
Foringjar óháðu verkalýðs-
samtakanna töldu þetta svo
mikinn ávinning, að þeir aflýstu
allsherjarverkfalli, sem þeir
voru búnir að boða næsta
þriðjudag.
ÞESS VAR almennt vænzt, að
verkföllum i Póllandi væri nú
lokið að sinni, og sæmilegur
vinnufriður kæmist á i landinu.
Þessar vonir rættust ekki. í
einu helzta iðnaðarhéraði lands-
ins, Bielsk-Biala, héldu verk-
föllin áfram. Þar gerðu verk-
fallsmenn auknar kröfur, m.a.
um brottrekstur ýmissa em-
bættismanna og flokksleiðtoga.
Walesa reyndi i fyrstu að fá
verkfallsmenn i Bieisk-Biala til
að hefja vinnu, en þeir höfnuðu
tilmælum hans. Hann ákvað þá
að taka afstöðu með þeim.
Sennilega hefur hann gert þetta
i von um, að hann gæti þannig
auðveldað samninga.
Nokkrir þeirra embættis-
manna, sem verkfallsmenn
krefjast að láti af störfum, hafa
þegar boðizt til að gera það. Þvi
hefurhins vegar verið hafnað af
rikisstjórninni. Hún telur sig
ekki geta fallizt á það fordæmi,
að hægt sé með vefkföllum að
knýja fram brottvikningu em-
bættismanna. Slikt gæti leitt til
upplausnar á stjórnkerfinu á
skömmum tima.
Samkomulag hefur nú náðst
um, að verkfallsmenn hefji
vinnu en rannsókn fari fram á
þvi, hvort ákærur þeirra séu á
rökum reistar.
Kania, leiðtogi pólska Komm-
únistaflokksins, hefur i samn-
ingum við óháðu verkalýðssam-
tökin gengið miklu lengra til
móts við þau en flokksbræður
hans i nágrannalöndunum hafa
talið nokkru hófi gegna. Hann
hefur nú lýst yfir þvi, að þolin-
mæði hans sé á þrotum og ekki
sé endalaust hægt að láta und-
an.
Margt bendir til þess, að haldi
skæruverkföllin áfram, geti
komið til átaka milli stjórn-
valda og verkfallsmanna, sem
gætu haft hörmulegar afleiðing-
ar. Walesa hefur rétt fyrir sér,
þegar hann segir, að eldur logi i
landinu.
Pólskir verkamenn i setuverkfalli.