Tíminn - 07.02.1981, Síða 9

Tíminn - 07.02.1981, Síða 9
Laugardagur 7. febrúar 1981 9 L þaö er ekki annaö aö sjá en aö þessi rannstíkn staöfesti þaö einungis aö svo hafi veriö. Hér eru því ekki á feröinni neinar byltingarkenndar hugmyndir, eöa meö öörum oröum, þessar niöurátööur breyta ekki hug- myndum manna um þróun bók- menntanna á timabilinu. Aö ööru er lika aö gá i þessu sambandi. Eitt af þvi sem allir alvarlega hugsandi fræöimenn veröa aö temja sér stranglega allt frá byrjun er sú meginregla aö blanda aldrei saman per- stínulegum skoöunum sinum og rannstíknarviöhorfum verksins sem þeir eru aö vinna aö. Gerö- ur Steinþórsdóttir er efnilegur stjtírnmálamaöur og greinilega mikil baráttumanneskja fyrir auknum réttindum kvenna. Ég hygg aö allt skynsamlega hugs- andi ftílk geti heilshugar tekiö undir skoöanir hennar I þeim málum, en hitt er annaö mál hvort þau eiga erindi inn i þaö sem á aö vera fræöileg rann- sóknaritgerö i bókmenntum viö háskóla. Ég sá þó ekki betur en það bæri talsvert á þvi þarna aö blandað væri saman persónu- legum skoöunum höfundar á réttindamálum kvenna og efn- inu sem veriö var aö rannsaka, og þaö er aö minu mati til tals- veröra íyta. Þaö fer ekki á milli mála aö höfundur hefur mjög á- kveðnar skoðanir á þeirri meö- ferö sem konurnar I skáldsög- unum sex veröa aö þola, og sömuleiöis hitt aö hún vill breyta stööu kvenna i islensku þjóöfélagi. Á þessum tveimur sviöum sýnist mér aö það hafi verið tvi- mælalaus skylda kennarans, sem aftur mun hafa verið Sveinn Skorri Höskuldsson, aö taka i taumana og aga nemanda sinn I átt til kröfuharöari vinnu- bragöa. t fyrsta lagi heföi rit- geröin aö minu mati orðið mun triiveröugri ef hún hefði veriö unnin af eindregnara hlutleysi gagnvart þvi' viöfangsefni sem hún fjallar um. t öðru lagi sýnist mér þaö liggja i augum uppi að mátt heföi eiga von á bitastæð- ari og fróðlegri niöurstöðum ef úrtakiö i rannsókninni hefði veriö látiö spanna yfir lengra timabil ai i ritgerðinni er gert. Þar á ég fyrst og fremst viö það aö á árunum áöur en rit- geröin var samin höföu komiö út allnokkrar skáldsögur hér þar sem viðhorfin til stööu kvenna virðast i fljótu bragöi a.m.k. vera oröin talsvert önnur en var fyrr. Mér sýnist i þvi sam- bandi aö til dæmis heföi veriö fróölegt aö athuga sérstaklega framlag höfunda einsog Vé- steins Lúövikssonar. Ég sé ekki betur ai skáldsaga hans Gunnar og Kjartan sé mjög heföbunðln aö þessu leyti en aftur á móti séu viðhorfin mjög breytt i skáldsögunni Eftirþankar Jó- hönnu.Þar er liklega á ferðinni ein fyrsta alvarlega tilraun karlrithöfundar á nálægari ár- um til aö draga upp heilsteypta mynd af konu sem aöalpersónu i skáldsögu, og aö minu áliti tekst Vésteini mjög vel til um þessa nýjung sina. Þá þykir mér trú- legt aö Feilnóta i fimmtu sin- fóniunni eftir Jökul Jakobsson og Punktur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnarsson heföu einnig getað gefið ýmsar fróölega niöurstööur um breytt- ar áherslur varöandi stööu kvenna i skáldsögum. Eldhús- mellurGuðlaugs Arasonar þýö- ir vist ekki aö nefna i þessu sambandi, þvi aö sú bók var ekki meira en svo komin út þeg- ar ritgeröin var samin, en eigi að siöur eru hér greinilega laus- ir endar og órannsökuð efni sem miklu fremur viröast kalla á skoöun en ýmislegt af þvi sem tekiö er fyrir i ritgeröinni. Þaö sem hér hefur gerst er þvi þaö aö höfundur hefur sent frá sér góöa umræöubók — debatt- bók — aö skandinavlskri fyrir- mynd. Bókin er aöfinnsluverö sem rannsóknaritgerö i bók- menntum, þvi aö hlutverk henn- ar viröist jafnvel öllu fremur eiga aö vera aö veröa framlag til umræöu um réttindastööu kvenna hér á landi og áfangi i Frlða A. Siguröardóttir. þeim málum. En þaö fer ekki á milli mála aö varöandi fræöi- lega stefnumótun og afmörkun rannsóknarefnis þá er hér aftur hugsað i hring. Atómskáldin Bók nafna mins Þorvaldsson- ar fjallar um forvitnilegt efni þar sem eru atómskáldin, sem komu fram hér á árunum eftir striö, og bókmenntaleg viðhorf og staöa þeirra. Ég get ekki beinliiiis sagt aö ég hafi orðið fyrir vonbrigöum meö þessa bók, en hitt er þó ljóst að ýmis- legter þar aöfinnsluvert likt og i hinum. Eysteinn skiptir verki sinu i tvo meginhluta. í þeim fyrri gerir hann grein fyrir þvi bók- menntalega hugtaki sem hann notar og nefnir módernisma, og rekur siöan viöhorf hans tilým- issa af nágrannalöndunum. 1 framhaldi af þvi rekur hann siö- an i sögulegu yfirliti hvernig þessi sami módernismi hafi fyrst komið fram I íslenskri ljóöagerö og þróast allt fram til eftirstriösáranna. I seinni hlut- anum tekur hann siðan fyrir ljóöabækur atómskáldanna og gerir grein fyrir ýmsum atrið- um i bókmenntalegum viöhorf- um og aðferöum þeirra. Ég ætla mér ekki aö fara aö skrifa hér hefðbundinn ritdóm Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor Geröur Steinþórsdóttir. um þessa bók, en ég vil þó geta þess að mér fannst ýmislegt vanta I fyrri hlutann. Þar á meðal er fyrsta órimaöa ljóöiö sem mér er kunnugt um i is- lenskum seinni tima bókmennt- um, og er það þýöing Jóns Ólafssonar á kvæöinu England eftir Strindberg. Eysteinn getur heldur ekki um tilraunir Gests Pálssonar á sviöi þýöinga á ó- rimuöum ljóöum, og sömuleiöis hygg ég það fuílvist aö ýmis fleiri af góöskáldum okkar á fyrstu áratugum þessarar aldar heldur en hann tilgreinir, hafi boriö þaö viö aö yrkja prósaljóö. En burtséö frá þessu sá ég ekki betur en hann heföi þarna sam- viskusamlega safnaö saman öll- um helsta sögulegum fróðleik, sem er aö hafa I sambandi viö formbyltinguna I ljóöagerð okk- ar á þessari öld, og sett hann skipulega fram. 1 seinni hlutanum fann ég fátt aðfinnsluvert, nema helst það að á ýmsum stööum væri ekki nógu djúpt seilst eða nógu ræki- lega fjallaö um einstök atriði. Eysteinn gerir þar ýmsar góöar ' athuganir á einstökum þáttum, en tæmir ekki efnið — um ýmis atriöi, sem hann drepur þarna á, veröa menn eftir sem áöur aö leita til sjálfra ljóðabókanna ef þeir vilja fá fullnaöarsvör. Miö- að við þaö hvaö ljóöabækur atómskáldanna eru yfirleitt litl- ar aö vöxtum og viðfangsefniö þannig þröngt fannst mér satt að segja aö á ýmsum stööum hefði aö skaölausu mátt ganga heldur nær efninu meö fleiri dæmum og nánari umfjöllun. Þaö sem mér fannst hins veg- ar fyrstog fremst um þetta verk var þaö aö eftir þvi sem á leiö lestur þess varö ég stöðugt undir sterkari áhrifum frá þeirri hugmynd aö hér væri ekki á feröinni skarplegg.. unnin rannsóknaritgerö, Beldur öllu fremur greinargerö fyrir þeim staöreyndum, sem höfundur hefði safnaö saman. Þarna er fyrst og fremst veriö aö segja sögu og skýra frá einstökum at- riöum, en ekki veriö aö rann- sa'ka. Þarna er ekki veriö aö rekja sig áfram eftir þráöum, spyrj'a spurninga og draga aiyktanir af uppsöfnuöum staö- reyndum. Raunar eru gallar verksins aö Eysteinn Þorvaldsson. minu mati fyrst og fremst fólgn- ir i byggingu þess, og verður þaö trillega aö skrifast á reikn- ing kennarans, sem gera verður ráð fyrir aö einnig hér hafi verið SveinnSkorri Höskuldsson. Mér sýnist það liggja i augum uppi aö skarpari árangurs heföi ver- ið aö vænta ef báöum megin- þáttum ritgeröarinnar heföi veriö slegið saman I einn. I framhaldi af þvi heföi þurft aö tengja mun betur saman þaö sem kalla má sagnfræöi og bók- menntalega krufningu I verk- inu, og leggja svo samtimis miklu meiri áherslu á það að rekja þróunina i ljóöagerðinni i átttiltíbundnara forms og efnis, og rekja það áfram stig af stigi þar til komiö væri aö lokapunkt- inum, sem væru atómskáldin. Þetta hefur hins vegar ekki ver- iö gert, og þvi má aftur segja áö hér hafi verið hugsað i hring. Höfundur hefur sem sagt unniö verk sitt vel og samviskusam- lega að þvi er snertir söfnun efnis, og Utkoman er út af fyrir sig ágæt greinargerö fyrir all- mörgum fróölegum staöreynd- um sem hann hefur þarna dreg- ið i einn staö. Aftur á móti eru ályktanir og niöurstööur of fáar og léttvægar til aö hér sé hægt aö tala um skarplega rann- sóknaritgerð. Þaö sýnist þvi ljóst aö hér heföi kennari þurft að gripa i taumana og veita haröari leiö- sögn. Slikt hefur þó ekki veriö gert, og er þaö raunar þvi leiðinlegri mistök vegna þess aö ég fæ ekki betur séö en aö nafni minn Þorvaldsson hafi I þessu verki í raun og veru haft fullboölegt efni I góöa doktors- ritgerö á milli handanna. Þaö liggur þvi við aö segja megi að Háskóli tslands skuldi Eysteini Þorvaldssyni doktorsnafnbót — að vi'su ekki fyrir þessa bók, heldur fyrir hina um sama efni sem hann heföi þurft aö geta fengið leiöbeiningar og hvatn- ingu innan veggja þeirrar viröulegu stofnunar til aö skrifa. Áhyggjuefni Þvi hefur oft heyrst haldiö fram aö þaö sé einkum á tveim- ur sviöum visinda sem viö Is- lendingar getum vænst þess aö geta látið verulega til okkar taka á alþjóöavettvangi, þaö er á sviöi jarövisinda og á sviöi norrænna og islenskra fræða. Þaö má vera aö nú orðiö sé þessi gamla kenning oröin aö ein- hverju leyti Ur takt viö timann, en hitt er vist aö áhugi fyrir is- lenskum btíkmenntum, fornum og nýjum, er verulegur meðal allstórs og liklega vaxandi hóps visindamanna á háskólastigi vfðs vegar um heiminn. Þessar þrjár bækur taka allar miö af áhuga þessara erlendu manna, þviað öllum fylgir þeim efnisúrdráttur á ensku til þess ætlaöur aö greiöa götu Utlend- inga aö efni þeirra. Þetta er þarft og réttilega gert, enda vel til fallið aö gefa áhugasömum erlendum mönnum færi á þvi aö fylgjast meö þeim rannsóknum, sem hér eru geröar á yngri is- lenskum bókmenntum, þótt þeir skilji ekki Islensku. Hitt er svo annar handleggur að það er eiginlega allt annað en gott mál ef vísindalegar bók- menntarannsóknir hér á landi eiga aö fara aö fá þaö orö á sig að þær byggist upp á greinar- gerðum i staö rannsóknarit- geröa, og aö Háskólinn hér leggi meiri áherslu á þaö aö mennta rithöfunda og greinargeröa- smiöi en visindamenn. Þaö er einföld staöreynd aö bók- menntarannsóknir á háskóla- stigi eru hvarvetna I heiminum nú á dögum stundaðar sem vis- inda'grein, og þaö eru ekki siöur geröar kröfur um skarpskyggni og ályktunarhæfni til t þeirra manna sem fást viö þær heldur en þeirra sem stunda aörar greinar. löllum þessum þremur ritgerðum sýnist þaö liggja á boröinu aö handleiösla kennara hafi veriö meö þeim eindæmum aö þær liggi fyrir vikiö næstum þvi meinlega vel viö árásum þeirra manna sem kynnu aö vilja gefa sig aö þvi aö rifa þær i sig. Þaö veröur svo sannarlega aö vona aö þau verk, sem vænt- anlega eiga eftir aö fylgja i kjöl- farið Ur sömu átt, beri vott um meiri þjálfun höfunda sinna i þvi að gera allt I senn, afmarka rannsóknarefni sin, safna sam- an um þau fróöleik og staö- reyndum, og siöan aö draga af þeim ályktanir sem liklegar eru til þess aö auka viö þekkinguna á viökomandi sviöi og þoka fræöigreininni fram á viö. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87. 91. og 97. tölublaði Lögbirtingarbl. 1980 á húseigninni Kveld- úlfsgötu 24, ibúð merkt 3C Borgarnesi þinglesinni eign Ásgeirs Jenssonar og Guðrúnar Þórisdóttur fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Krist- jáns Stefánssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. febr. 1981 kl.16. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu HURÐA- HLÍFAR EIR - MESSING - STÁL Hringið og við sendum pöntunarseðil með teikningum fyrir móltöku. BIIKKVER Skeljabrekka 4 - 200 kópavogur - Sími: 44040. BUKKVER SELFOSSI Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.