Tíminn - 07.02.1981, Page 10
10
Laugardagur 7. febrúar 1981,
Ættbók og saga
íslenska hestsins
á 20 öld
Skráð af Gunnari Bjarnasyni fyrrverandi
hrossaræktarráðunaut
Rétt fyrir siöustu jól, kom téö
bók i bókaverslanir. Þá voru 10
ár liöin frá útgáfu 1. bindis
þessa verks. Það hefur tekið
Gunnar Bjarnason óeðlilega
langan tima að koma frá sér
þessari bók.
Efni Ættbókarinnar, sem ein-
göngu er helgað þeim hryssum
er ættbókanir hafa hlotið á þvi
timabili sem bókin nær yfir, er
allt fyrir hendi hjá Búnaðar-
félagi Islands. Þvi er ekki um
samningu ættbókar að ræða,
aðeins niðurröðun á efni.
Ég fagnaði þvi mjög er um-
rædd bók loks leit dagsins ljós
og reikna með þvi að margir séu
sama sinnis. Eftir að hafa lesið
bókina verð ég að segja það að
hún olli mér vonbrigðum að
verulegu leyti.Hins vegar er hún
ómissandi sem uppsláttarbók
og i raun bók sem allir hesta-
menn þurfa aö eiga.
Ættbókin sem er þungamiðja
verksins og gefur henni mest
gildi er ekki nógu vel unnin.
Umsögnum dómaranna varð-
andi hryssurnar er sleppt i flest-
um tilfellum og þvi ekki hægt að
sjá nema að hluta á hverju dóm-
arar byggja úrskurð sinn. Þessi
vinnubrögð eru i raun og veru
ótæk og vekur furðu að ráðu-
nauturinn skyldi kasta svo
höndum til Ættbókarinnar og
raun ber vitni. Allt of litið er af
myndum i bókinni, ef til vill er
það sök hryssueiganda að ein-
hverju leyti, þannig að senda
ekki G.B. myndir af hryssum
sinum ef tiltækar voru. En ég
minnist þess ekki að hafa séð
nokkra ósk frá G.B. varðandi
myndir i Ættbók. Það er
kannski ekki nema mannlegt þó
einhverjar villur slæðist i Ætt-
bókina og ég ætla ekki að gera
veður út af sliku.
G.B. segir i iörmála að hann
vonist til þess að missagnir séu
ekki margar i bókum hans og
undir þá ósk vil ég taka. En úr
þvi að ég er farinn að skrifa um
bókiná vil ég benda G.B. á tvö
atriði varðandi vansögn og mis-
sögn sem ég hef rekist á eftir
lauslegan lestur. Á hrossasýn-
ingu að Bæ i Hrútafirði á árun-
um 1944—45 sýndi Böðvar
Eyjólfsson þá bóndi i Bæ gráa
hryssu 5 eða 6 vetra er hét
Perla. Móðir þessarar hryssu
hét Grána og var i eigu Böðvars.
Faðir var Kjörseyrar-Brúnn nr.
114. Á sýningunni hlaut þessi
hryssa 1. verðlaun ásamt fleir-
um. Nú bregöur svo undarlega
við að hennar er ekki getið og
virðist sem hún hafi með ein-
hverjum hætti fallið út úr Ætt-
bók, ég hefði haldið að slikir
hlutir ættu ekki að geta gerst.
Perla reyndist mjög gott reið-
hross og gaf mörg góð afkvæmi.
Hún stóðst með ágætum dóm
þann er G.B. gaf henni ungri á
umgetinni hrossasýningu.
Hetja frá Kjörseyri nr. 3168.
Eigandi Georg Jón Jónsson er i
bókinni sögð dóttir Skugga frá
Bjarnarnesi nr. 201. Þetta er
ekki rétt. Hins vegar var Skuggi
Gunnar Bjarnason og hestar.
langafi hennar i föðurætt. Faðir
Hetju var Hlýrnir Kjörseyri nr.
547. F.f. Brúnn frá Fossártúni er
var Skuggasonur. Litar Hetju er
ekki getið og svo er um fleiri
hryssur i þessari bók, og er það
enn einn vottur um óvönduð
vinnubrögð. Ekki trúi ég þvi að
Þorkell Bjarnason hrossa-
ræktarráðunautur hafi skráð
gæðinginn Hetju, er hann dæmi
á Ferjukotsbökkum á sinum
tima á þann hátt sem fram
kemur i Ættbókinni.
1 fyrsta hluta bókarinnar er
fjallar um frammámenn i
hrossarækt, hestaættir, lands-
mót o.m.fl. er margt vel sagt.
G.B.ergóður pennioghonum er
lagiö að glæða frásögn sina lifi
með skemmtilegum innskotum,
en of mikið blandar G.B. sjálf-
um sér i þennan hluta bókar-
innar svo úr verður hálfgerð
starfsaga G.B. Ég tel það orka
mjög tvimælis að hræra þessu
svo saman eins og gert er i þess-
um hluta bókarinnar.
V. kafli bókarinnar er þáttur
um Jóhannes Kjarval listmál-
ara. Vandséð er hvaða erindi
ritsmið þessi á i téða bók. Mér
vitanlega hefur sá ágæti lista-
maður aldrei komið nærri mál-
efnum hestamanna. Hann kann
að hafa málað einhverjar hesta-
myndir, þó er þess ekki getið i
frásögn G.B. Eftir að hafa lesið
þennan kafla getur verið von á
hverju sem er frá höfundi. Það
lætur heldur ekki á sér standa.
Vll. kafli bókarinnar hefur
yfirskriftina „Erjur”, þar
kennir margra grasa. i fyrsta
hluta þessa þáttar er tekur yfir
12 bls. er megin uppistaðan frá-
sögn um lausagöngu stóðhesta,
deilurer upphafa risið útaf slik-
um málum, kærur og dómar og
eru þeir raktir allt til Hæsta-
réttar, með allskonar ivafi og
útúrdúrum frá hendi höfundar.
Frásögn þessi er öll óviðkom-
andi Ættbókinni og á þar ekki
heima.
Þá kemur 15 blaðsiðna langur
þáttur er fjallar um viðskipti
þeirra Sigurðar frá Brún og höf-
undar. Mér kom fyrst i hug eftir
lestur þessa kafla að G.B. hafi
fundist hann fara halloka i
þeirra viðskiptum og notað
þetta tækifæri til þess að ná sér
niðriá Sigurði látnum. í þessari
löngu frásögn er margt nötur-
lega sagt i garð Sigurðar og
vægast sagt er litilmannlegt að
skrifa svo um látinn mann, sem
ekki getur svarað fyrir sig. Ég
er enginn aðdáandi Sigurðar frá
Brún, en ég kynntist honum
töluvert. Við vorum oft ósam-
mála, einkum i sambandi við
hross. Viö versluðum töluvert
saman með hross á timabili.
Mér reyndist hann framúrskar-
anditraustar i allri viðkynningu
og viðskiptum. Hitt er rétt sem
fram kemur hjá G.B. að Sig-
urður var á ýmsan hátt sér-
kennileguren.hann var greindur
og oft gaman að tala við hann.
Engan mann hef ég þekkt sem
var eins fróður um hestaættir.
Hrossarækt stundaði hann um
árabil, en að minum dómi með
vafasömu ivafi. Um langa hrið
stundaði Sigurður hestaverslun
vitt um landið ég held að hann
hefði ekki náð svo langt sem
raun ber vitni, ef viðskipti við
hann hefðu kostað deilur og
eftirmál.
Þá er komið að þeim þætti er
G.B. nefnir „Merarerjur i
Austur-Húnavatnss”. Þessi
kafli þekur 26 bls. i bókinni svo
ekki er hægt að segja annað en
G.B. geri merarmálum
Austur-Húnvetninga góð skil.
Aðallega er þetta frásögn af
svokölluðu „Skjónumáli” er
fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat
úr á sinum tima. i eðli sinu er
málið nauða ómerkilegt. Upp-
haf þess byggist á þvi að mis-
dráttur hefur kannski orðið á
illa mörkuðu mertrippi, sem
ekki kemst upp fyrr en hryssan
er orðin gömul. Þá gera hlutað-
eigendur sig seka um þá frá-
munalegu þrjósku og heimsku
að stofna til umfangsmikilla
málaferla er ekki lauk fyrr en
með Hæstaréttardómi.
G.B. telur að þótt talsverður
hluti af málskostnaðinum hafi
veriðgreiddur úrrikissjóði (eða
almannafé) hafi málsaðilar
samt þurft að leggja út um 4
reiðhestaverð hvor i máls-
kostnað. Telja má það maklegt
samkvæmt eðli málsins. Það
gefur auga leið að þessir tveir
siðastnefndu þættir eru alveg út
i hött sem efniviður i Ættbók.
Samkvæmt framan sögðu tel
ég mig hafa leitt rök að þvi að
langur kafli i bókinni á þar ekki
heima. Einnig hefði mátt
þjappa efni hennar verulega
saman, án þess að nokkuð
tapaðist sem máli skiptir. Þar
af leiðir að ég er ekki sammála
þvi sem G.B. segir i formála að
óhjákvæmilegt hafi verið að
hafa annan hluta ritverksins i
tveimur bindum. Þetta er dýr
bókog þaðer kannskieðlilegt að
hún sé það, en ekki auðveldar
það áhugamönnum að eignast
hana né greiðir fyrir sölu að hún
sé gerð óþarflega dýr. Ef Ætt-
bókin hefði verið byggð upp á
annan hátt en gert er og öllu
málæði sleppt, held ég að nauð-
synlegt efni til þess að gera
hana vel úr garði hefði rúmast i
einni bók.
Nú að lestri loknum verður
niðurstaða min sú að Ættbók og
Saga,2 bindi sé að hluta til gefin
út á fölskum forsendum.
Jón Kristjánsson
frá Kjörseyri.
Ungur maður kemur frá
Sfðastliöinn laugardag opnaði
Helgi Þorgils Friðjónsson
myndlistarsýningu i Norræna
hiisinu við Hringbraut, þvi gat-
an undirskeifu Háskólans, milli
Sturlugötu og llringbrautar
heitir ekki neitt ennþá, þótt ör-
nefnastofnun sé skammt ofan
viö veginn.
Listnám i Hollandi
Helgi Þorgils Friðjónsson er,
aö þvi er stendur i sýningarskrá
fæddur i Reykjavik 1953. Út-
skrifaðist frá Myndlista- og
handiðaskóla Islands 1976.
Einnig framhaldsnám i Hol-
landi: De Vrije Academie Psy-
chopolis i' Haag og Jan Van
Eyck academie i Maastricht.
Þetta er sjöunda einkasýning
H.Þ.F. Þær fyrri Galleri OUT-
PUT, Rvik 1975, Galerie LÓA,
Haarlem i Hollandi, Galleri
SOM, Rvik 1978, Galerie Ar-
lecchino, Luzern i Sviss 1979,
Galleri Suöurgötu 7, Rvik 1980,
Galerie Neude Utrecht i Hol-
landi 1980. Að auki þátttaka i
fjölda samsýninga, á íslandi og
viða erlendis.
Hollandi
Þetta er ekki ónýtur náms-
ferill i sjálfu sér, og þvi rétt að
skoða myndir hans i öðru ljósien
þeirra er minna ráðrúm hafa
haft til myndsköpunar.
Jónas Guðmundsson
MYNDLIST
Á að skilja alla mynd-
list eins?
Það ber ósjaldan viö, er al-
menningur kemur með miða inn
i hús þar sem list er höfð i
frammi, til dæmis söngur,
hljóðfærasláttur, ellegar leik-
list,— og reyndar myndlist lika,
— að hin venjulegu viðbrögð
eiga einhvern veginn ekki viö,
þvi eitthvað er fyrir innan sem
kemur þér og honum Carúsó á
óvart.
Við erum undir vissu fargi
hugmynda, undir fargi hins
hefðbundna. Við viljum láta
mála eitthvað fallegt, viljum
láta spila eitthvað sem rennur
iskalt niöur miðtaugakerfiö, og
við viljum heyra orð vega orð i
leikhúsinu, gleöjast, eða tárast,
eftir atvikum. — og þvi koma
menn með allt önnur sjónarmiö
okkur i opna skjöldu.
Og viðbrögð okkar eru oft nei-
kvæö, þótt i orði kveðnu séum
við siður en svo á móti nýlistum,
eða frammúrstefnum, a.m.k.
svo lengi sem viö þurfum ekki
að verja ákveðin verk eða uppá-
komur sérstaklega.
Einn svona viöburður er
myndlistarsýning sú er Helgi
Þorgils Friðjónsson heldur i
Reykjavík núna, en Holland
hefur um skeið veriö griðland
nýlistar af ýmsu tagi.
Það er ekki auðvelt að skil-
greina vinnu þessa unga lista-
manns, að ööru leyti en þvi, að
hver mynd er ekki aðeins mynd,
heldur (oftast) einhvers konar
saga, eða uppákoma lika.
Ef til vill væri betra aö yrkja
kvæði um sumt, hentugra og
fljótlegra, enda beitir lista-
Ekki er heldur auðskilið hvers
vegna valin er þessi barnalega
teikning og útfærsla, eða naiv-
ismi, þvi ekki verður betur séð
en að flest af þessu megi segja
jafnvel, — eða jafnvel betur
með vönduðum myndum, likt og
frá svipuðum hlutum, en i
feikna-vönduðum myndum.
Við hljótum þvi að lita á
myndlistina sem Helgi Þorgils
sýnir núna sem tilraunastarf,
fremur en fullbúið og endanlegt
tjáningarform.
Jónas Guðmundsson