Tíminn - 07.02.1981, Side 15

Tíminn - 07.02.1981, Side 15
IÞROTTIR IÞROTflR Laugardagur 7. febrúar 1981 15 Fellur Fram Haukar eða KR? t dag kl. 14.00 leika i iþróttahúsinu i Hafnarfirði Haukar og Fram í 1. deild ts- iandsmótsins i handknattleik karla. Leikur þessi sker úr um það hvort liðið fellur i 2. deild. Þrjú lið berjast nú um það aö haida sæti sinu i 1. deild en það eru Fram, Haukar og KR. öll þessi félög hafa jafn- mörg stig fyrir leikina um helgina eða 9 en Haukar hafa 11 stig. Það er þvi ljóst að Framarar verða að sigra i Firðinum f dag ætli þeir sér að leika i 1. deild næsta vet- ur. Þá leika á sunnudaginn i LaugardaishöII, Kr og Fylkir en Árbæjarliðið er þegar dottið niður. Það skýrist þvi ekki endanlega fyrr en á sunnudagskvöld hvaða iið fylgir i 2. deild. — SK Verður Þróttur meistari? Þróttur leikur gegn ÍS í blakinu á morgun Það ætti væntanlega aö skýrast á sunnudaginn hvort Þróttur nær að endurheimta islandsmeistaratitilinn af UiVIFL i blakinu. Þróttur á að leika gegn hættulegasta andstæðinginum þ.e. ÍS á morgun iHagaskóla kl.15.00. Að leiknum loknum á morg- un eiga þessi félög eftir að leika einu sinni enn, en sigri Þróttur má segja að þeir séu orönir islandsmeistarar. — SK Þorsteinn Bjarnason landsliösmaður í knattspyrnu er vel liðtækur i körfuknattleiknum og hér er hann á fullri ferð i leik með Njarðvíkingum og skorar örugglega. Hann skoraði tvö stig gegn IR i gærkvöldi og átti góðan leik. Tímamynd Róbert. Loks kom að ósigri — Njarðvikingar áttu ekki i erfiðleikum með ÍR-liðið unga Enn þokast Njarðvíking- ar nær íslandsmeistara- titlinum í körfuknattleik. i gærkvöldi fengu þeir ÍR- inga í heimsókn og var fyrirfram búist við nokkuð jöfnum leik sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að iR-ingar höfðu sigrað í fjórum síðustu leikjum sínum og komið verulega á óvart. En þeir náðu ekki að sýna góðan leik i Ljóna- gryfjunni i gærkvöldi og UMFN sigraði stórt 91:63 eftir að hafa haft yfir í leikhléi 51:22. Það var strax ljóst á upphafs- minútum leiksins hvert stefndi þar eð forysta Njarðvikinga varð strax i feitara lagi. Eftir að 10 minútur höfðu verið leiknar af fyrri hálfleik var staðan oröin 29:14 og i leikhléi 51:22 eins og áð- ur sagði. 1 siðari hálfleik hélt sama sag- an áfram og öruggur sigur Njarð- vikinga gerði það að verkum að þeir eru nú 99,9% öruggir með titilinn. Aðeins fræðilegur mögu- leiki er á að svo fari ekki. Myndu þá Suðurnesin eflaust leggjast i eyöi eöa þvi sem næst. Danny Shouse var að venju bestur hjá UMFN, skoraði 34 stig en einnig var Gunnar Þorvarðar- son mjög góður og skoraði 20 stig. Hjá IR var það hinn ungi og efnilegi Benedikt Ingþórsson sem kom mest á óvart og skoraði 8 stig en hann er nýliði hjá ÍR og er griðarlega efnilegur. Andy Flem- ing var hins vegar stigahæstur, skoraði 22 stig. Það setti mjög mark sitt á leik IR að Kristinn Jörundsson gat ekki leikið með og hafði það mikið að segja fyrir bæði liðin. —V.TH./SK. STAÐAN Staðan i úrvalsdeiidinni i körfu- knattleik er nú þessi: Njarðvik — ÍR 91:63 Njarðvík .. . 17 15 2 1669:1338 30 Valur . 16 11 5 1386:1293 22 KR . 16 8 8 1346:1296 16 ÍR . 17 8 9 1374:1414 16 is . 16 6 10 1295:1362 12 Ármann... . 16 1 15 1157:1524 2 Næstu leikir: Armann — KR i dag kl. 14.00 i Hagaskóla. Valur — ÍS i Hagaskóla kl. 20.00 á sunnudagskvöldiö. //Það sem leyfir manni að vera eilítið bjartsýnni en venjulega er að undirbúningurinn fyrir þessa keppni hefur aldrei veriö betri," sagði Einar Bollason lands- liðsþjáIfari i körf uknattleik er við slógum á þráðinn til hans í gærkvöldi og inntum hann frétta af landsliðinu í körf u en sem kunnugt er tekur iiðíð þátt í C-keppninni sem fram fer í Sviss og hefst hún 13. mars. Hins vegar höfum viö, ég og leikmennirnir, verið að horfa á myndsegulband af leikjunum við Frakka og þá aöeins nokkrir i einu. Ég er með sérstakan mann i þvi að taka leikina i úr- valsdeildinni upp á band og til dæmis i siöasta leiknum hjá 1R gaf ég honum fyrirmæli um að taka aðeins mynd af þeim bræðrum Jóni og Kristni Jör- undssonum. Eftirá höfum við siðan „stúderaö” þessar mynd- irog þaörikir mikil ánægja meö þetta fyrirkomulag meðal strá- kanna.” Hvernig verður undir- búningnum annars hátt- að? „Strax og úrvalsdeildinni lýk- ur hefjast æfingar af krafti og ég er mjög ánægður meö þann tima sem ég fæ með liðið. Viö getum æft saman i 6 vikur fyrir^ keppnina en það höfum viö aldrei getað áður. Þar af mun- um við dveijast i æfingabúðum i Belgiu tvær siðustu vikurnar fyrir keppnina,” sagði Einar. — segir Einar Bollason landsliðsþjálfari i körfuknattleik en islenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir C-keppnina sem fram fer i Sviss i april „Það sem við erum aö gera i | dag er aiveg nýtt af nálinni,” _ sagði Einar Bollason. „Lands- ■ iiðpnefndin lofaði félögunum þvi I fyrir nokkru að láta leikmenn — þeirra I friði þar til að úrvals- m deildinni lyki. Við það höfum við I staöið. Kristinn Jörundsson einn reyndasti leikmaður Islenska ■ landsliðsins. það ekki. Ég geri mér hins veg- ar grein fyrir þvi aö i dag eru margir ungir og efnilegir körfu- knattleiksmenn að koma fram i dagsljósið en ég tek liðsheildina framyfir það að fara að bæta inn i leikmönnum sem ekki hafa veriö þar áöur. Þeir sem eru i hópnum núna þekkjast mjög vel og eru farnir að leika sem fé- lagslið.” Hverjir eru möguleikar okkar? „Það er mjög varasamt að vera of bjartsýnn. En ef ég á að vera alveg raunsær, þá geri ég mér vonir um aö við náum að standa okkur vel og jafnvel aö komast i B-riðilinn. En viö ramman er reip að draga og með okkur i riöli eru margar mjög góðar þjóðir og nægir i þvi sambandi að nefna Svisslend- inga. Það verður erfitt að sigra þá. Ég yrði nokkuð ánægður með aö ná öðru sætinu en ef við kæmumstáfram yrði þalð án efa mesti ~sigur sem islenskur körfuknattleikur hefur unnið,” sagði Einar Bollason aö lokum. — SK Munt þú gera breytingar- á landsliðshópnum fyrir keppnina? „Nei, ég er ákveðinn i að gera Einar Rollason landsliösþjálfari i körfuknattleik. - vVM. uuiuuiiusauii uœsu it’lK' maður liösins 2,18 m á hæö.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.