Tíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. febrúar 1981. 11 Mikill fjöidi Indiána iifir á hungurmörkum. örbirgö er sár i fjallahéruðum Indiána, en eymdin átakaniegust i fátækrahverfum borganna. úr skólum eftir stuttan tima, enda algengt, að foreldrarnir geti ekki keypt handa þeim skólabækur. Margt fólk er vannært og van- eldissjúkdómar margir. Barna- dauði er gifurlegur. Einkum hrynja börnin niður um það bil, er þau eru vanin af brjósti. tfiða er ekki völ á hreinu drykkjar- vatni. Útkoman er sú, að um helmingur þarna nær ekki fimm ára aldri. Langmestur er barnadauðinn þó um regntim- ann og tiðustu dánarorsakir eru vannæring, niðurgangur, upp- köst, mislingar og kikhósti. Allra verst er þó heilbrigðis- ástandið i fátækrahverfum borganna, þar sem fólkið býr i kumböldum úr blikki og jafnvel pappa án allra hreinlætistækja. í þessu eymdarlandi auðgast þeir, sem náð hafa undir sig ræktunarlandinu og verkstöðv- unum, meira en annars staðar. Það er ekki að ósekju, að góss- eigendur margir eru uggandi um sinn hag, þvi að þeim fjölg- ar, er finnst það réttlætismál, að stórum ekrum sé skipt. En þar Fjallabændur leita niöur á ströndina um uppskerutímann og vinna á ekrum gósseigenda fyrir fimm er þungt fyrir fæti, þeir,sem krónur á dag — og veikjast margir af malariu i kaupbæti. eiga allt, vilja ekkert láta af hendi. Nú þegar er svo komið, aö skæruliðasveitir hafa myndazt við landamæri Mexikó og marg- sinnis hafa orðið árekstrar milli stjórnarhersveita og Indiána hér og þar um landið. I Guatemala sem viðast ann- ars staðar i Mið- og Suður- Ameriku eru völdin i höndum hægrisinnaðra herforingja og auðmanna, sem margir hneigj- ast meirá eða minna að fasisma. Þessir stjórnendur styðjast við lögreglu og her og eiga sér oftast bakhjarl, þar sem Bandarikjastjórn er. Gegn þessu stjórnarfari berjast svo samtök vinstrisinnaðra manna, venjulega með meiri eða minni stuðningi fátækrar alþýðu, og mynda fyrst alls kon- ar andspyrnuhreyfingar, en sið- an skæruliðasveitir, þegar átök- in harðna. Meðal þeirra, sem myrtir hafa veriö seinni árin i þessum rikjum ýmist á laun eða hálf- opinberlega, eru þó margir stjórnmálamenn, sem annars staðar i veröldinni myndu teljast til miðflokka. I Guatemala virðist rikja sérstök tilhneiging meðal hægrisinna til þess að útrýma slikum mönn- um, svo að segja megi, að baráttan standi einvörðungu á milli kommúnista og þeirra, sem þeim eru andvigir. Um þessar mundir eru miklar ofsóknir hafðar i frammi gegn ýmsum menntamönnum og for- ystumönnum félaga, sem stjórnarvöldum er i nöp við. Þessu fólki er iðulega rænt, og seinna finnast limlest likin af þvi. Þetta hefur leitt til þess að þúsundir manna, sem þykjast geta átt á öllu von, hafa flúið úr landi. Mörgútlend fyrirtæki hafa átt mikil itök i Guatemala, og eitt þeirra, bandariska fyrirtækið United Fruit, hélt þar raunveru- lega uppi styrjöld á sjötta ára - tug aldarfnnar og bældi niður uppreisn. En nú lizt forráða- mönnum margra útlendra fyrirtækja ekki á blikuna. Þess vegna hafa sum þeirra verið lögð niður, en önnur látin tak- marka rekstur sinn. Við þetta hefur atvinnuleysi aukizt. En ekki hefur hitt siður komið þungt niður á fólki, að miklu færri ferðamenn koma orðið til Guatemala vegna ástandsins þar en áður var, og við það hefur dregið stórlega úr minjagripasölu, sem var i sumum borgum drýgsta tekju- lind margra manna. Þannig leiðir eitt af öðru, og allt hnigur að sama ósi. Hjá þvi getur varla frið, að upp úr sjóði i Guatemala eins og i E1 Salva- dor, þegar saman fer harðstjórn og örbirgð. Útskornir trékappar i mörgum viðartegundum í barrock stíl í barrock stíl Úrval ömmu- stanga frá Florense Munið orginal zbrautir frá okkur Þið hringið við mælum og setjum upp • Reynið okkar þjónustu hún er trygg Sími77900 S Gardínubrautirhf SkemmuveRÍ 10 Kópavogi Sími77900 HURDA- HLÍFAR EIR - MESSING - STÁL Hringið og við sendum pöntunarseðil með teikningum fyrir möltöku. BIIKKVER Skeljabrekko 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040. BL1KKVER SELFOSSI Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.