Tíminn - 10.03.1981, Blaðsíða 16
Slmi: 33700
A NÖTTU OG DEGI ER VAKA Á VEGI
sr » —abriel <3
HÖGGDEYFAR w
QJvarahlutir SSmo4
Nútíma búskapur þarfnast
BAUER
haugsugu
Guðbjörn Guðjónsson
heildverslun, Kornagarði 5
Simi 85677
Þ»ríö|uaagur10.mars 1981
Ólafur Laufdal eigandi Hollywood færir út kvíarnar:
Diskótek í Breiðholti
Kás — A sl. ári var Arna Samú-
elssyni i Keflavik úthlutað lóð i
Mjóddinni i Breiðholti undir
k vikmyndahús. Teikningar
hússins hafa undanfarið verið til
meðferðar i byggingarnefnd, en
samkvæmt þeim er gert ráö
fyrirfjdrum kvikmyndasölum á
jarðhæð þess, en dans- og veit-
ingarekstri í kjallara.
NU hafa Arni Samúelsson og
Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi
skemmtistaðarins Hollywood,
gert með sér samkomulag um.
að Ólafur gangi inn i byggingu
hússins og verði hann eigandi
veitingahússhlutans en Árni
kvikmyndahlutans. Borgarráð
hefur nú samþykkt að Ólafur
Laufdal veröi meðlóðarhafi og
jafnframt veitt honum leyfi til
að reka veitingahús i húsinu.
Það mun þvi sjálfsagt ekki liða
á löngu þar til fyrsti skemmti-
staðurinn opnar i Breiðholti, en
þegar er byrjað að grafa fyrir
grunni hússins.
1 umsögn lóðarnefndar um
þetta erindi segir m.a.: „Að
mati lóðanefndar er of sjaldan
gert ráð fyrir dans- og veitinga-
stöðum við gerð skipulags.
Dæmin sýna að húsum, sem
byggð hafa verið sem iðnaðar-
eða verslunarhús, hefur verið
breytt i dansstaöi með miklum
tilkostnaði. Skipulag Mjóddar
gerir ráð fyrir verslunar- og
þjónustustarfsemi fyrir Breið-
holt. Þetta svæöi mun hafa á sér
miðbæjaryfirbragð. Ef dans- og
skemmtistaður á heima i ein-
hverju hverfi borgarinnar þá er
það i Mjódd. Lóðanefnd leggur
þvi til að úthlutunarskilmálum
verði breytt á þann veg, að
auk kvikmyndareksturs verði
dans- og veitingastarfsemi
heimiluð i húsinu”.
Kosninga-
aldurinn
verður
18 ár
Á ráöstefnu Sambands ungra
Franisóknarmanna um stjórnar-
skrármálið, sem haldinn var að
Brúarlandi um helgina, skýrði
Þórarinn Þórarinsson frá þvi, að
stjórnarskrárnefnd hefði einróma
ákveðið að leggja til, að kosn-
ingaaldurinn yrði lækkaður I 18
ár.
Káöstefnau lýsti eindregnu
fylgi sinu við þá breytingu.
Nánar verður sagt frá ráðstefn-
unni siöar.
ísinn dunar
Hestamannafélagið Gustur i Kópavogi hélt iskappreiöar á svæði sinu aö Kjóavöllum á sunnudaginn
var. Margt var fagurra gæðinga, sem stigu létt fimum fótum á isinn, bæði á skeiði og tölti, en jafn-
framt skeiðkappreiðunum fór fram töltkeppni. Agætis veður var, smá strekkingur af norðri og hæfi-
lega kalt til iskappreiða. Ahorfendur voru fjölmargir og skemmtu sér vel við snjalla spretti og ýmsa
þá tilburði, sem fylgja þvi, aöhvelleggja hross á is. Myndin er frá töitkeppninni. G.T.K.
Tillögur um verulegan
niðurskurð sj ónvarpsefnis
Rætt við Vilhjálm Hjálmarsson, formann útvarpsráðs
AM — Fyrir útvarpsráði liggja
nú tillögur um niðurskurð sjón-
varpsefnis, vegna fjárhagsörð-
ugleika llikisútvarpsins og til-
lögur verða einnig geröar um
niöurskurö hjá hljóðvarpi, fáist
ekki einhver hjálp frá stjórn-
völdum innan tíðar. Við rædd-
um um þennan fyrirhugaöa
niðurskurð við Vilhjálm Hjálm-
arsson, formann útvarpsráðs, i
gær.
Vilhjálmur sagði að þar sem
endar hafa ekki náð saman i
fjármálum RUV sl. tvö ár,
heföu menn séð aö svo mætti
ekki lengur til ganga og væri
raunar fariðof seint af stað með
þessar aðgerðir. Niöurstaöa
fjármálastjórnar stofnunarinn-
ar er enda sú að draga þurfi
sjónvarpsdagskrá saman um
9% og hljóðvarpsdagskrá um
14%. Enn eru þó aöeins fyrir
hendi tillögur um hvernig haga
skuli niðurskurði i sjónvarpi.
Að sögn Vilhjálms felast til-
lögurnar i þvi að lengja lokun-
artima sjónvarpsins á sumrum
um viku og binda siðdegissjón-
varp á sunnudögum við þrjá
mestu skammdegismánuðina.
Þá felst i tillögunum að stytta
daglegan útsendingartima um
30 minútur fjóra daga vikunnar,
en þó ekki um helgar. Loks er
rætt um að stytta timabil
vetrardagskrár, þar sem hún er
viðameiri en sumardagskráin.
Auk þessa hefur komið fram
uppástunga um að fækka út-
sendingadögum sjónvarps úr
sex i fimm, en formleg tillaga
hefur ekki enn verið gerð þar að
lútandi. Kvaðst Vilhjálmur álita
að það muni þó reynast óhag-
kvæmt daglegum rekstri sjón-
varpsins og verða tilfinnanlegra
fyrir sjónvarpsáhorfendur.
Þann 28. febrúar sl. gengu
fulltrúar útvarpsráðs á fund
forsætisráöherra i þvi skyni að
óska eftir meira fé til RUV, svo
hægtyrði að komast hjá þessum
samdráttaraðgerðum, en svör
frá rikisstjórninni hafa enn ekki
fengist. Afnotagjald sjónvarps
og útvarps nemur nú aðeins
áskriftarverði dagblaðs og árið
1979 var stofnunin svipt tolltekj-
um af sjónvarpstækjum, sem
námu rúmum milljarði. Benti
Vilhjálmur á að sú ráðstöfun
hefði ráðið úrslitum fyrir af-
komu RUV.
Nú hafa verið gerð drög að
dagskrá fyrir sjónvarp i april-
mánuði og er samdráttarins
þegar farið að gæta þar, þvi
kvikmynd siðdegis á sunnudög-
um er þar felld niður og útsend-
ingartimi að öðru leyti litils-
háttar styttur.
Von er á skýrslugerð um
hljóðvarp á næsta fundi út-
varpsráðs, sem samdráttarað-
gerðir um hljóðvarpsefni verða
byggðar á ef ekki rætist skjótt
úr fjárhagsvandanum.
Hefst skæruhernaður á hafsbotni?
AM — í tilefni af þeim fréttum, aö
Bandarikjastjórn hafi óskað eftir
frestun á störfum hafréttarráö-
stefnunnar, hefur blaðið snúið sér
tii Þórarins Þórarinssonar, sem
verið hefur fulitrúi Framsóknar-
flokksins á hafréttarráðstefn-
unni, og innt hann eftir hvaða af-
leiöingar það kunni að hafa.
— Ég hef enn ekki haft fréttir
af þvi, sagði Þórarinn, — hvernig
Bandarikjastjórn rökstyður
þessa frestunarbeiðni, þvi að hún
getur vart byggzt á þvi, að sér-
fræöingar hennar hafi ekki haft
nægan tíma til að kynna sér upp-
kastið að hafréttarsáttmálanum,
sem reiknað var meö að yrði
endanlega samþykkt á fundinum,
sem er að hefjast i New York.
Ef Bandarikjastjórn biður að-
eins um stuttan frest, ætti að vera
hægt að ná þvi marki, að hafrétt-
arsáttmálinn verði undirritaður i
Caracas fyrir lok þessa árs, en
sennilega þyrfti að halda nýjan
fund áður. Biðji Bandarikjastjórn
um lengri frest, gæti það vel leitt
til þess að ráðstefnan færi alveg
út um þúfur.
Að öllum likindum yrði það þó
samþykkt áður á fundinum nú,
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða, að öll vinnsla á hafsbotni
alþjóðlega svæðisins yrði bönnuð,
unz náðst hefði alþjóðlegt sam-
komulag um tilhögun vinnslunn-
ar.
Ef einhverjir auðhringar
reyndu að.hafa þessa samþykkt
að engu, mætti búast við þvi, að
samtök yrðu mynduð um að
hindra vinnslu þeirra, og beitt öll-
um tiltækum ráðum i þvi skyni,
likt og hópur hvalverndarmanna
hefur gert i sambandi við hval-
veiðar.
Það er alls ekki fjarstæð til-
gáta, að harðskeyttur skæruhern-
aður gæti þá hafizt á hafsbotni.
Vonandi kemur ekki til þess, að
Bandarikin beiti bolabrögðum,
sem gætu haft slikar afleiðingar i
för með sér. „ , , ,
Framhald á bls. 19