Tíminn - 10.03.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.03.1981, Blaðsíða 6
Erlent yfirlit Þriðjudagur 10. mars 1981 Rannsóknir á háhita- svæðum landsins Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, Guð- mundur G. Þórarinsson, Guðmundur Bjarnason, Páll Pétursson og Þórarinn Sigurjónsson, hafa flutt i Sameinuðu þingi tillögu um rannsóknir á há- hitasvæðum landsins. Efni tillögunnar er, að Alþingi feli rikisstjórn- inni að láta gera heildaráætlun um og framkvæma rannsóknir á háhitasvæðum landsins, þannig að virkjunarsiaðir á tveim háhitasvæðum verði á verkhönnunarstigi að fimm árum liðnum og fimm háhitasvæðum að tiu árum liðnum. Áætlanagerð nái til eftirfarandi atriða: Gerð verði timasett framkvæmdaáætlun um rannsóknir háhitasvæðanna næstu 5-10 árin ásamt kostnaðaráætlun. Rannsóknir beinist fyrst og fremst að þeim há- hitasvæðum, sem liggja bezt að nýtingu, þ.e. svæðinu á Reykjanesi og við Hengil, svæðinu i Þingeyjarsýslum,þ.e. við Námafjall, Kröflu og Þeistareyki, svo og Torfajökulssvæðinu. Áætlunin nái til rannsókna er nægja til vals á álitlegustu virkjunarstöðum og mats á helztu eiginleikum jarðhitakerfisins svo sem yfirborðs- mælinga og rannsóknaborana ásamt tilraunabor- unum til þess að fá fram upplýsingar um gufusam- setningu svæðisins, aflferla, hola, vinnslueigin- leika og vinnslugetu svæðisins. Framkvæmdaáætlun miðist við sem bezta og hagkvæmasta nýtingu bortækja Jarðborana rikis- ins, þ.e. sá timi, sem bortækin eru laus frá vinnslu- borunum, sé sem bezt nýttur til borunar rann- sókna- og tilraunahola. í greinargerð fyrir tillögunni segir, að umrædd áætlunargerð miðist við það megintakmark að ís- lendingar eigi nokkra álitlegustu virkjunarstaðina hannaða, þegar tækifæri bjóðast til hagkvæmrar nýtingar. Rannsóknir á háhitasvæðum eru timafrekar og þvi þarf að hefjast handa um þær með góðum fyrirvara áður en nýting þeirra er hafin. Sérfræðingar telja að rannsóknartiminn frá þvi svæðið er fyrst athugað þar til unnt er að segja til um vinnslueiginleika þess og vinnslugetu sé um 6-8 ár. Rannsóknir á háhitasvæðum landsins eru enn stutt á veg komnar. Lághitasvæðin hafa haft for- gangsrétt. Eigi nýting háhitasvæðanna að verða möguleg á næstu árum, verður þegar að hefjast handa um skipulegar rannsóknir. Sumir telja að virkjun jarðgufu til raforkufram- leiðslu verði ekki samkeppnisfær við vatnsafl hér á landi næstu árin. Þess ber hins vegar að gæta að möguleikar til að nýta háhitasvæðin kunna helzt að liggja i ýmiss konar efnaiðnaði. Þar ættu að geta opnazt fjölmörg atvinnutækifæri auk arðvæn- legrar orkusölu á koijiandi árum. Rannsóknir á háhitasvæðum geta orðið nokkuð kostnaðarsamar. Það skiptir þvi miklu að skipu- lega sé unnið að þeim. Þess vegna leggja flutningsmenn tillögunnar til, að rannsóknirnar beinist i fyrstu aðallega að þremur svæðum, eins og sagt er frá hér á undan. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Hittast Carríngton lávarður og Arafat? Efnahagsbandalagið reynir að miðla málum Carrington lávaröur. AMERISKA vikuritið News- week skýrði frá þvi um næstsiö- ustu helgi, að samkvæmt brezk- um heimildum kynnu þeir að hittast siðar á þessu ári utan- rikisráðherra Bretlands, Carrington lávarður, og leiðtogi Frelsishreyfingar Palestinu- manna, Yasir Arafat. Ef slikur fundur yröi haldinn, yrði það af hálfu vestrænna rikja mesta viðurkenning sem Frelsishreyfingu Palestinu- manna hefði hlotnazt. Þetta myndi nálgast hálfopinbera viðurkenningu á samtökunum. Newsweek telur, að þessi fundur, ef til kemur, verði tæp- lega haldinn fyrr en siðari hluta ársins eða a.m.k. eftir 1. júli, en þá tekur brezki utanrikisráð- herrann við formennsku i ráö- herranefnd Efnahagsbandalags Evrópu, en Efnahagsbandalag- ið hefur þegar haft nokkurt frumkvæði i þessum efnum. Auk þess er nú lögð áherzla á, að riki Efnahagsbandalagsins reyni að hafa sem mesta sam- stöðu á sviði utanrikismála. Þá mun það vart þykja heppi- legt aö efna til sliks fundar fyrir þingkosningarnar i tsrael, en þær eiga að fara fram 30. jUni. Carrington lávaröur var i fylgd með Margaret Thatcher forsætisráðherra, þegar hUn heimsótti Reagan forseta ný- lega. Vist þykir, að þar hafi verið rætt um deilu tsraels og Arabarikjannna. Sennilegt þyk- ir, að Carrington lávarður hafi þar tdlkað þaö viðhorf rikja Efnahagsbandalagsins, að þessi deila verði ekki leyst, nema Frelsishreyfing Palestinu- manna fái aöild að viöræðum um hana. ÞAÐ styður þennan orðróm, aö nýlega náöu fjölmiðlar með einhverjum hætti i skýrslu, sem talið er, að hafi verið til umfjöll- unar i innsta hring Efnahags- bandalagsins og raunar er litið meira á sem uppkast en endan- lega tillögu. Þessi skýrsla fjallar um hugmyndir til lausn- ar á deilu Israelsmanna og Araba. Skýrsla þessi eöa uppkast skiptist í fjóra aðalkafla. Fyrsti kaflinn fjallar um brottflutning alls herliðs Isra- elsmanna af landsvæðum, sem þeir hernámu 1967. Brott- flutningunum skal lokiö á tveimur árum. Jafnframt skulu tsraelsmenn yfirgefa svo- kallaðar landnámsbyggöir sinar á hernumdu svæðunum. Yasir Arafat. Annar kaflinn fjallar um sjálfsákvörðunarrétt Palestinu- araba eða þeirra, sem búsettir eru á hernumdu svæðunum. Fara skal fram allsherjarat- kvæðagreiðsla, þar sem valiö verður milli þriggja aöalkosta: Sjálfstæös rikis, sambandsrikis itengslum við Jórdaniu og rikis, sem er bæði i tengslum við Jór- daniu og tsrael. Þriðji kaflinn fjallar um al- þjóðlega friðargæzlu til að tryggja öryggi rikja á þessu svæði. Myndað verði hlutlaust belti meðfram landamærum tsraels og annist hermenn frá Sameinuðu þjóðunum gæzlu þess. Fjórði kaflinn fjallar um Jerúsalem. Málum þar skal komið i svipað horf og þau voru 1947, en siðan skal samið um framtiðarskipun á málum borgarinnar. Þar getur komið til greina alþjóðleg stjórn eða skipting borgarinnar milli tsra- els og hins nýja ríkis Palestinu- araba. Gæzla helgistaða i borg- inni skal falin viðkomandi trú- flokkum. t skrifum fiölmiðla er yfirleitt tekið fram, aö hér sé ekki um lokatillögur aö ræða, en þetta gefi þó allglöggt til kynna um hvað sé verið að ræða. ÝMSIR fréttaskýrendur halda þvi fram, að tillögur þessar beri þess merki, eins og reyndar áð- ur hefur komið fram, að nokkur ágreiningur sé milli Bandarikj- anna og Efnahagsbandalags- rikjanna varðandi afstöðu til deilumála tsraels og Arabarikj- anna. Efnahagsbandalagið láti afstöðusina mótast meira en af- staða Bandarikjanna af þvi, að þau vilji eiga vingott viö Araba- rikin. Vel má þó vera, að þessi á- greiningur sé minni en ætla mætti. Bandarikjastjórn er meira háð Gyðingum pólitiskt en Vestur-Evrópurikin, einkum þó heima fyrir. Það getur þvi komið henni vel að láta Efna- hagsbandalagið hafa frum- kvæði, sem gæti verið henni pólitiskt erfitt. Þaö sýnir, að Bandarikin verða að taka tillit til Araba- rikjanna i auknum mæli, að hin nýja stjórn þeirra hefur sam- þykkt að selja Saudi-Arabiu herflugvélar, en bæði Israels- menn og Gyðingar i Bandarikj- unum eru þvi mjög mótfallnir. St jórn Saudi-Arabiu mun hafa látið á sér skilja, að hún úti- lokaði ekki aö fá svipaðar vélar frá Rússum, ef Bandaríkja- menn neituðu þeim um þær. Það kann þvi að vera, aö Bandarikjastjórn sé ekkert mótfallin þvi, að Carrington lá- varður ræði við Arafat, þótt hún geti ekki sagt það opinberlega. En trú á Carrington lávarð er veruleg, þvi að honum er mest þökkuð lausn Ródesiumálsins. mmm. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Óiafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða- rnenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (HeimiliSTTím- inn), Heiður Ilelgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Verð i lausa- sölu 4.00. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.