Tíminn - 20.03.1981, Síða 1
Siöumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Með betri stjórnun við opinberar framkvæmdir:
Másparal5milljarðagkr.áári
— þ.e. 10% af framkvæmdafé ríkissjóðs að áliti Verkfræðingafélagsins
HEI — Nefnd á vegum Verk-
fræðingafélags islands, sem fal-
ið var að gera tillögur um skip-
an opinberra framkvæmda, er
sammála um aðspara megi allt
að 10% af kostnaðivið opinberar
framkvæmdir með bættri
stjórnun. En það þýðir miðað
viðfjárlögyfirstandandiárs um
150 milljónir kr. (um 15 mill-
jarða gkr.)
Þessi nefnd var skipuð vegna
óska Fjármálaráðuneytisins á
árinu 1976, til að gera tillögur og
ábendingar vegna endurskoð-
unar laga frá árinu 1970 um
„skipan opinberra fram-
kvæmda”. Nefndin telur gild-
andi lög vel samin og góð, en
hinsvegar vanti talsvert á að
eftir þeim sé farið. 1 fyrsta lagi
telur nefndin mikiö vanta á að
ákvæðum laganna um útboð sé
framfylgt, svo og að því ákvæði
að framkvæmdir skuli ekki
hafnar fyrr en heimild er fyrir
þeim í fjárlögum.
Nefndin hefur það aö megin-
sjónarmiði, að skilja eigi að
jafnaði sem mest á milli fjög-
urra aðila opinberra fram-
kvæmda, þ.e. milli eiganda,
hönnuðar, eftirlits og verkfram-
kvæmda. Varðandi opinberar
framkvæmdir til þessa, hafi
hinsvegar sami aðilinn oft séð
um alla þessa þætti — þ.e. ein-
hver rikisstofnun — og þar með
veriö undir eigin eftirliti og
dómarar um eigið ágæti.
Nefndin telur þarfaskilgrein-
inguna mikilvægasta. Þ.e. að
skilgreint sé, áður en undirbún-
ingur og framkvæmdir hefjast,
hverjar þarfirnar séu, til þess
sitja ekki að lokum uppi með ó-
þarfar framkvæmdir (Krisu-
vikurskóla t.d.) Hönnunin er
annar mikilvægur þáttur, M.a.
bendir nefndin á mikilvægi
þess, að lokahönnun sé ekki-haf-
in fyrr en f jallað hafi verið um
byrjunarhönnun, svo og að
hönnunarvinnu sé lokið áður en
framkvæmdir hefjast. Þá bend-
ir nefndin á hve illar ákvæöum
gildandi laga um útboð hafi ver-
ið framfylgt og tók sem dæmi,
að aöeins um 14% af heildar ný
byggingum á vegum Vegagerð-
arinnar og Vita- og hafnarmála-
stofnunar hafi verið boðið út,
þrátt fyrir ákvæöi laga þar um.
Hinsvegar bentu nefndarmenn
á Hitaveitu Reykjavikur sem
gott dæmi varöandi það aö nýta
hagkvæmni útboöa. Fjórða
mikilvæga atriðið nefndu nefnd-
armenn skilamat um reynslu af
viðkomandi mannvirki eftir að
það er tekið i notkun. Með skila-
mati safnist upp upplýsingar
sem geti verið leiðbeinandi um
framkvæmdir i framtiðinni.
All-
mikil
nýntynd
un íss
KL — S.l. miövikudags-
morgun tilkynnti sovéskt
rannsóknaskip/ sem statt
var u.þ.b. 75 sjómilur norð-
ur af Kolbeinsey, um
hafís. Var þar um ísrek að
ræða, sem þakti 4 til 6
tiundu hluta hafs. Isinn var
nýmyndaður.
1 frétt frá hafisrannsóknadeild
veðurstofunnar segir að undan-
farnar vikur hafi hafisinn milli
Islands og Grænlands haldist
nálægt meðallagi. Samkvæmt
veðurtunglamyndum og öðrum
gögnum hafi isjaðarinn verið
Islandsmegin við miðlinuna,
nálægt landgrunnsbrúninni út af
Vestfjörðum.
Undanfarna daga hafi hins
vegar verið rikjandi norölæg átt
og mjög kalt norður af landinu.
Þetta hafi i för með sér kólnun
sjávaryfirborðs og allmikla
nýmyndun iss.
Furöulegt mál hjá auglýsingadeild sjónvarpsins:
Má aðeins sýna raf-
knúna gervilimi
Sjónvarpiö bannar auglýsingu á kvikmyndinni
„Punktur, punktur, komma, strik”
AB — All furðulegt mál
er komið upp hjá aug-
'lýsingadeild sjón-
varpsins, en deildin og
yfirmenn stofnunar-
innar hafa hafnað þvi
að birta auglýsingu á
kvikmyndinni „Punkt-
ur, punktur, komma,
strik.”
Samkvæmt heimildum blaðs-
íns þá telja yfirmenn sjónvarps-
ins, og þá helst framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar Pétur
Guðfinnsson, að viss atriði aug-
lýsingarinnar brjóti i bága við
velsæmisreglur sjónvarpsins.
Þar eru þá helst nefnd atriði þar
sem drengurinn kemur upp úr
sundlauginni, og sést af löngu
færi á beran botn drengsins!
Hitt atriðið er særði velsæmis-
kennd sjónvarpsmannanna var
það að ógreinilega sést þar sem
skólastjórinn heldur á gerfilim i
hendinni, og er sá limur óraf-
knúinn.
Það er hér sérstaklega tekið
fram að limurinn umdeildi er ó-
rafknúinn, vegna þeirrar skop-
legu staðreyndar að i leikritinu
„Vandarhögg,”, sem sjónvarp-
ið lét sjálft gera, þar þykir ekk-
ert tiltökumál að sýna rækilega
rafknúinn gerfilim.
Það skal tekið fram að aug-
lýsingunni hafði af framleið-
endumkvikmyndarinnar, þegar
verið umturnað, til þess að hún
fengi samþykki, en það gekk
ekki og tefst það þvi um 10 daga
að hún birtist á skjánum. Þá má
Framhald á bls. 19.
Félagsmálaráö samþykkir tillögu um
stefnumörkun á dagvistarmálum:
Dagvistarþörf bama
á forskólaaldri
fullnægt á 10 árum
Kás — Félagsmálaráð Reykja-
vikur samþykkti á fundi sinum I
gsrmorgun 10 ára áætlun um
uppbyggingu dagvistarheimila i
borginni sem miðar að þvi aö á
timabilinu verður fullnægt dag-
vistarþörf barna á forskólaaldri.
Þetta þýðir aö á næstu 10 árum
verður aö byggja dagheimili fyrir
1165 börn og leikskóla fyrir 186
bö.m, ef miðað er við að dagvist-
arheimiii geti annað 66.6% allra
barna á þessum aldri.
,,Ég fagna þvi að þessi merka
tillaga var nú afgreidd i Félags-
málaráði”, sagði Geröur Stein-
þórsdóttir, formaður Félags-
málaráðs, i samtali viö Timann i
gær. „Meö þessari tillögu má
segja aö markaður sé ákveðinn
rammi. Hún sýnir hvernig hægt
er að ná þessu markmiði á til-
teknu árabUi miðað við ákveönar
forsendur.
Hins vegar eru mörg óviss
atriði sem taka verður tillit til
þegar áætlunin er skoöuð. T.d. er
mjög erfitt að gera sér grein fyrir
þvi hvernig barnafjöldi mun þó-
astá þessum árum. Það hafa ver-
ið gerðar tvær spár um barna-
Framhald á bls. 19.