Tíminn - 20.03.1981, Qupperneq 6

Tíminn - 20.03.1981, Qupperneq 6
6 Föstudagur 20. mars 1981. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguróur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Veröilausa- sölu 4.00. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Hiklaust í næsta áfanga Bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar sem sett voru um sl. áramót miðuðu að þvi að ná mjög marktæk- um árangri i baráttunni við verðbólguna þegar á fyrra hluta þessa árs. Þetta skyldi gert með sér- staklega hertri verðstöðvun, stöðvun gengissigs, tilteknum aðgerðum i fjármálum og peningamál- um, en ekki sist með þvi að launþegar létu eftir hluta af visitöluhækkun kaups i marsbyrjun i trausti þess að eftir gengi á öðrum sviðum. Þvi þýðir ekki að neita lengur, að árangurinn er þegar farinn að koma i ljós. Og það er enn fremur ljóst, að árangurinn kemur ekki sist i ljós vegna þess að allur almenningur féllst á aðgerðir rikis- stjórnarinnar og fagnaði þeim, þrátt fyrir áróður st jórnarandstæðinga. Og þá er eftirleikurinn fram undan. Það er eðli- legt að þegar verði hafist handa um þá áfanga sem við eiga að taka eftir 1. júni næstkomandi. Það hefur verið ljóst öllum aðiljum að meira þurfi til að koma en aðgerðirnar i bráðabirgðalög- unum. Framsóknarmenn óskuðu þess að aðgerð- irnar yrðu róttækari þegar i byrjun og að bráða- birgðalögin yrðu viðtækari en samkomulag náðist um. Það er algerlega augljóst, að ekki nægir að taka fast um taumana i þrjá til fjóra mánuði, en standa siðan frammi fyrir þvi að sömu gömlu vandamálin spretta fram strax og spennitreyjunni er slakað af. Þetta gæti gerst ef ekki er i tæka tið ráðist i ákvörð- un um næstu áfanga, og sést það best á þvi ákvæði bráðabirgðalaganna að kaupgjaldshækkanir skuli miðast við óskerta framfærsluvisitölu það sem eftir er ársins. Hins vegar er það aftur á móti ljóst, að það er ekkert náttúrulögmál að allt verði að fara i bál og brand þegar i stað er herðingarákvæðum bráðabirgðalaganna sleppir, vegna þess einfald- lega að með framkvæmd þeirra hefur vissulega verið slegið á þensluna og nokkurt verðskyn al- mennings vakið. Mergurinn málsins er sá, að einmitt með þessu hefur skapast viðspyrna til að halda áfram. Verði það ekki gert er miklu verr af stað farið en heima setið. Nú liggur fyrir að taka ákvarðanir um grundvöll visitöluútreikninga. Allt það mál og tengslin við launaþróunina verður að gaumgæfa vandlega. Það verður að hafa hagsmuni allra landsmanna, at- vinnuvega og heimilanna i huga en ekki togstreitu- sjónarmið. Það verður að vinna með tilliti til íengri tima en ekki skemmri. — Hverjum dettur það t.d. i hug, að vit sé i að al- mennt kaupgjald hækki i landinu fyrir það eitt að sólarlandaferðir verði dýrari? Vonandi verður árangur bráðabirgðalaganna frá þvi um áramótin §á, að sem allra minnst þurfi að krukka i kaupgjaldsþróunina nú i sumar. Kaup- gjald og verðlag eru samsnúin svo þétt að þar togar hver þáttur i annan, og þvi ætti sú hjöðnun, sem nú þegar hefur verið knúin fram, að valda þvi að stökkin verði i reynd minni. En stjórnvöld mega ekki hika við að taka fast i taumana ef sýnt þykir að verðbólgan stefni upp fyrir það námark sem rikisstjórnin hefur sett henni á þessu ári. Velgengni þjóðarinnar og stuðningur við rikis- stjórnina er undir þessu komin. JS Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Thatcher bjargaði fjármálaráðherranum Fj árlagafrumvarpió olli miklum vonbrigöum Geoffrey Howe fjármálaráöherra og kona hans. Howe heldur á hinni eldgömlu, frægu fjárlagafrumvarpstösku. MARGARET Thatcher hefur á ný sýnt, að hún er strangur húsbóndi og lætur ekki undan, þótt á móti blási. Þetta gerðist i sambandi við fjárlagafrumvarpið fyrir 1981—1982, sem Geoffrey Howe fjármálaráðherra lagði fyrir þingiö i byrjun siðastliðinnar viku. Fjárlagafrumvarpið fékk nær enga umfjölluni' rikisstjórninni, áður en þingið fékk það til með- ferðar. Þetta vakti óánægju margra ráðherra, sem fannst sér misboöiö meö þessu. Efni frumvarpsins olli þó enn meiri óánægju þeirra. 1 frumvarpinu er lagt til aö bæta við nýjum álögum, sem nema um 3600 milljónum sterlingspunda. Skattar þeir, sem fyrir voru, eru nær ekkert lækkaðir, eins og lofað var af Ihaldsflokknum fyrir kosn- ingarnar 1979. Þvert á móti er tekjuskatt- urinn raunverulega hækkaöur um 1900 milljón sterlingspund. Þetta er gert á þann hátt, að skattvisitalan er ákveðin miklu lægri en vera ætti, ef miðað væri við framfærslukostnað. Tekjuskattshækkunin hefur þó ekkimælzt verst fyrir, heldur hitt, að lagt er til að hækka álögur á bensin, oliu, áfengi, tóbak og bila. Hækkunin á bensini er mjög veruleg. En þótt skattarnir séu þannig hækkaðir verulega, eru barna- bætur, atvinnuleysisstyrkir og ellilaun nær ekkert hækkuð þrátt fyriraukna dýrtið. Fram- lög til atvinnuaukningar eru heldur ekki aukin, þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi. Skattahækkunin fer nær öll til að draga úr skuldasöfnun hjá rikinu. Liklegt þykir, að hún verði 13.500 milljónir sterlings- pund á yfirstandandi fjárlaga- ári (1980—1981), en i fjárlaga- frumvarpinu fyrir 1981—1982 er hún áætluð 10.500 milljónir sterlingspunda. FYRSTU viðbrögö flokks- bræðra Thatdiers voru aö beina spjótum sinum gegn fjármála- ráðherranum. Margir kröfðust afsagnar hans. Thatcher mætti þessum kröfum skjótt og sagði frum- varpið samið i samráði við sig og þvi ætti að beina gagnrýninni gegn sér. Hún sagðist jafnframt ekki efast um að stefnan, sem fjár- lagafrumvarpið byggði á, væri rétt. Allt annaö myndi leiða til vaxandi verðbólgu, óhóflegrar seðlaútgáfu og aukinna vand- ræða. Hún skildi vel, að fjárlaga- frumvarpið væri beiskt meðal, en það væri eina lækningalyfiö, sem gæfi von um bata. Þessi einbeitta afstaða Thatchers varð þess valdandi, að óánægðu ráðherrarnir lýstu fylgisinu við frumvarpiðog nær allir þingmenn Ihaldsflokksins sömuleiðis.Við fyrstu umræðu i þinginu var frumvarpið sam- þykkt með 325 atkvæðum gegn 270. Það var aðeins i sambandi við hækkunina á bensinskattinum, sem þessi eining brast. Nokkrir þingmenn Ihaldsflokksins greiddu atkvæði á móti hækk- unum, en aðrir sátu hjá. Hækk- unin var samþykkt með 295 at- kvæðum gegn 281. Einn þingmaöur, Christopher Brocklebank Fowler, gekk hreint til verks og sagði sig úr flokknum. Hann hefur nú sam- einast þeim þingmönnum, sem gengið hafa úr Verkamanna- flokknum, og hyggjast stofna sósialdemókratiskan flokk. ÞÓTT Thatcher hafi meö ein- beitni sinni kveðið niður upp- reisnartilraunir i Ihalds- flokknum aö þessu sinni, þykir margt benda til þess, aö henni takist það miður framvegis. Atkvæðagreiðslan um hækkun bensinskattsins bendir til þess. Margir spá því, að fjárlaga- frumvarpið reynist ekki full- nægjandi og nauðsynlegt kunni þvi að reynast að setja auka- fjárlög á komandi hausti. Fari svo telja fréttaskýr- endur, að Howe fjármálaráð- herra verði valtur i sessi og jafnvel Thatcher sjálf. I byrjun máimánaðar verða liðin tvö ár siðan Thatcher tók við stjórnarforustunni og hóf að framkvæma leiftursóknar- stefnu sina. Flest hefur snúiztá verri veg siðan. Verðbólgan hefur að visu lækkað siðustu mánuði, en er enn 13% eða nokkru hærri en hún var, þegar Thatcher kom til valda. Fyrst eftir valdatöku hennar jókst verðbólgan mikið. Atvinnuleysið hefur stór- aukizt. Um 10% af vinnufæru fólki er atvinnulaust. Þjóðarframleiðslan hefur dregizt saman. Atvinnufyrirtækjum, sem gefast upp og hætta rekstri, fjölgar stöðugt. Fjárfesting i iðnaði hefur dregizt saman. Thatcher trúir þvi, að til þess að ástandið geti batnað þurfi það enn að versna. Andstæð- ingar hennar halda þvi hins vegar fram, að enginn bati geti hlotizt af stefnu hennar, heldur haldi ástandið áfram að versna að óbreyttri stefnu. Lagist ástandið hins vegar ekki, mun þeirri skoöun vaxa fylgi, að Thatcher eigi aö hætta og nýr maður að taka við stjórnarforustunni. Þaö kann að vera merki um, að Thatcher sé eitthvað að snúast hugur, að vextir voru nýlega lækkaðir úr 14% i 12%. Thatcher að verja fjárlagafrumvarpiö.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.