Tíminn - 20.03.1981, Page 9
13
Föstudagur 20. mars 1981.
Verkalýðsfélag Borgamess 50 ára
Sunnudaginn 22. mars n.k. eru
liðin 50 ár frá þvi, að 39 verka-
menn i Borgarnesi boðuðu til
fundar og stofnuðu Verkalýðsfé-
lag Borgarness. Guðjón Bene-
diktsson úr Reykjavik var feng-
inn til að aðstoða við stofnun fé-
lagsins.
t fyrstu stjóm félagsins áttu
sæti: formaður: Daniel Eyjólfs-
son, ritari, Guömundur Sig-
urðsson, gjakdkeri: Karl L.
Björnsson, fjármálaritari:
Friðrik Þorvaldsson, varafor-
maður: Einar F. Jónsson.
A öðrum fundi félagsins var
samþykktur kauptaxti fyrir það
og undirskrifuðu vinnuveitend-
ur hann þegar i staö að tveimur
undanskildum, en þeir voru sið-
ar knúnir til þess. Félagið hefur
oft náð góðum árangri i kjara-
málum. Verkalýðsfélag Borg-
arness gekk þegar i Alþýðusam-
band Islands.
— minnst meö fagnaöi, sýningu og afmælisriti
A fyrstu árum félagsins voru
atvinnuúrbætur oft á dagskrá og
margar raunhæfar ályktanir i
atvinnumálum samþykktar.
Fram til ársins 1976 náði fé-
lagið aðeins til Borgarness, en
þá var félagssvæðið stækkað og
nær nú yfir Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu (norðan Skarðs-
heiðar). Félagsmenn eru um
500.
Hin siðari ár hefur verið leit-
ast við að gera starfsemina fjöl-
breyttari. Haldin hafa verið 10
fræðslunámskeið i samvinnu við
M.F.A. og hefur fræöslustarfið
eflt félagið mikið.
Siðan 1976 hefur komið út
fréttabréf á vegum félagsins,
sem nefnt er Félagsfréttir.
Vinnan, blað ASl er keypt og
sent á hver heimili félags-
manna.
Arlega eru famar skemmti-
ferðir á vegum félagsins og
njóta mikilla vinsælda.
Félagiö á eitt orlofshús i Olf- ugur sjúkrasjóður sem styrkir
usborgum. Starfræktur er öfl- félagsmenn i veikindum og
Snorrabúð — Félagsheimili verkalýðsfélaganna I Borgarnesi.
gegnir fjölþættara hlutverki.
Félagið á, ásamt 3 öðrum
stéttarfélögum, félagsheimilið
Snorrabúð og þar fara fram
fundir og þar er skrifstofa fé-
lagsins.
Stjórn félagsins árið 1981 er
þannig skipuð: formaður: Jón
Agnar Eggertsson, ritari: Karl
Á. Ólafsson, gjaldkeri: Agnar
Ólafsson, fjármálaritari: Berg-
hildur Reynisdóttir, varafor-
maður: Baldur Jónsson, með-
stjórnendur: Sigrún D. Elias-
dóttir og Ólöf Svava Halldórs-
dóttie.
Afmælisins verður minnst
meö fagnaði á Hótel Borgarnes
laugardaginn 21. mars og hefst
samkoman kl. 19.00. A sunnu-
daginn 22. mars verður opnuð i
Snorrabúð sýning á myndum og
munum sem tengjast verkafólki
i Borgarfirði.
1 undirbúningi er vandað af-
mælisri't f tilefni af 50 ára af-
mælisins.
Lögberg-Heimskringla:
Beint í pósti"
til áskrifenda
KL — „Stjórnarnefnd L.H.
hefur ákveðið að hver og einn á-
skrifandi blaðsins á islandi fái
það framvegis með pósti beint
frá ritstjórnarskrifstofunni í
Winnipeg og án milligöngu í
New York, Keflavik og Reykja-
vík,” segir i forsiöufrétt Lög-
bergs Heimskringlu 16. jan. sl.,
en miklir erfiðleikar hafa verið
á þvf að koma blaðinu til áskrif-
enda á tslandi að undanförnu.
1 ritstjórnargrein blaðsins
segir m.a.:
Lögberg-Heimskringla hefur
boristmeð slæmum skilum tilá-
skrifenda á Islandi eða þá alls
ekki komist til þeirra. Svo að
tekið sé dæmi, þá voru blöð, sem
gefin voru út i september, októ-
ber og növember marga mánuði
á leiðinni til Islands. Hafði þeim
þó verið komið skilvislega i
flugpóst i hverri viku og send
rakleiðis á afgreiðslu Flugleiða
i Chicago eða New York, en þar
hafa logn og hafvillur tekið við.
Hér er naumast við einstakl-
inga að sakast heldur flókið
kerfi þar sem margar útréttar
hendur verða hver fyrir annarri
svo að ekki verður neitt úr
framkvæmdum. Eflaust ber að
viröa góðan vilja þótt aö litlu
haldi komi. Það kann að hafa
borið viö að L.H. hafi stöku
sirmum komist um borö hjá
Flugleiðum, en þá hafa guð og
lukkan ráðið áfangastað. Óstað-
festar fregnir herma að tals-
verður hluti af Islandsupplagi
L.H. hafi borist alla leið til
Hamborgarog farið lokaspölinn
með járnbrautarlest. Slitur af
blaðinu fannst i Vinarborg rétt
fyrir jól, og þau blöö sem ætluð
voru áskrifendum á Akureyri
eru sögð hafa lent í ritskoðun
hjá franska herforingjaráðinu i
París. En svo sleppt sé öllu
gamni, þá eru þessar hafvillur
blaösins annálshæfir hrakn-
ingar og satt best að segja mikil
raunasaga.
Iðnfræðingafélag íslands:
Lögvemdun á starfs-
heiti brýnasta hags-
munamáliö
Þann 7. mars siðastliðinn var
haldinn aðalfundur Iðnfræðinga-
félags islands að Hótel Esju.
Félagið hefur starfað af mikium
krafti síöan 15. mars 1980 og eru
félagar nú tæplega sjötíu talsins.
Menntun félagsmanna er sveins-
próf og tveggja og hálfs árs nám
við Tækniskóla islands i raf-
magni. vélum og byggingum eða
sambærilegum námsbrautum frá
öðrum skóium. Benda má mönn-
um með slika menntun á, að
skrifa til félagsins að Síðumúla 37
hafi þeir áhuga á að gerast félag-
ar.
Markmið félagsins eru meöal
annars að:
Gæta hagsmuna félagsmanna,
lögvernda starfsheiti, vinna að
kjaramálum, kynna iönfræðinga
fyrir atvinnurekendum og al-
menningi, bæta samvinnu tækni-
manna.
Á aðalfundinum voru lagðar
fram skýrslur og greinargerðir
yfir árangur og starfsemi liðins
árs og auk þess lagðir fram
endurskoðaðir reikningar félags-
ins. Lögverndun á starfsheiti
hefur þokast i rétta átt en eftir þvi
er beðið með nokkurri óþreyju
enda er þetta eitt brýnasta hags-
munamál félagsmanna. Akveðið
var að stofna skuli kjaradeild inn-
an félagsins á þessu ári. Einnig
var kosinn nýr formaöur og tveir
aðrir nýir menn i stjórn.
Stjór félagsins er nú þannig
skipuð: Formaður, íigurður örn
Gislason rafmagnsiðnfræðingur:
varaformaöur, Eyjólfur Baldurs-
son vélaiðnfræðingur: ritari,
Benedikt Egilsson byggingaiðn-
fræðingur: gjaldkeri, Eyjólfur
Gislason rafmagnsiðnfræðingur:
meðstjórnandi, Garðar Sigurðs-
son vélaiðnfræðingur.
Gefst
ferðum
KL — 1 maf hefjast vikulegar bif-
reiðaflutningaferðir til megin-
lands Evrópu, sem gefa félags-
mönnum Félags islenskra bif-
reiðaeigenda kost á ódýrum
flutningi á bifreiðum þeirra, en
þeir sjálfir njóta hagstæðra flug-
fargjalda. Samvinna um ferðir
þessar er milli FtB, Ferðaskrif-
stofunnar útsýn og Hafskips hf.
Ferðatilhögun er sú, aö menn
aka bilum sinum um borð i
flutningaskipiö, sem er af svo-
kallaðri ro-ro gerð, i Reykjavik.
Skipiðsiglir siöan til Antwerpen i
Belgiu. Viku siðar sest eigandinn
og hans fólk i makindum i flugvél
Flugleiða og flýgur hvort heldur
hentar honum betur, til Luxem-
borgar eða Amsterdam, en þaöan
er farið með járnbrautarlest til
Féldgum í FIB
kostur á ódýrum
tíl meginiandsins
Antwerpen og tekur sú fefð um 3
klst.
Ferðaskrifstofan Útsýn sér um
alla þjónustu varðandi flutning-
ana og einu plöggin, sem far-
þegar verða sjálfir að sjá um að
hafa handbær, eru alþjóðlegt öku-
ski'rteini og svokallað ,,Green
Card”, tryggingavottorð um að
bifreiðin sé rétt tryggð til sliks
ferðalags.
A skrifstofuFlB geta félagsmenn
fengið skuldaviðurkenningar,
„Letter of Credit”, sem þeir geta
notað erlendis til greiðslu á við-
gerðum, auk slysa- og lögfræðiað-
stoðar, sem þörf kann að vera á
vegna tjóna. Reikningamir eru
siðan innheimtir hér heima.
Einnig geta félagsmenn fengiö
tjaldbúðavegabréf, en þau veita
oft afslátt á tjaldstæðum og eru
jafnframt trygging gagnvart
þriðja aðila ef skemmdir verða. 1
sumum tilfellum fá aðeins þeir,
er framvisa tjaldbúðavegabréfi
aðgang að tjaldstæöum. Þá hefur
FIB á boðstðlum mikið úrval af
vegakortum og ýmsum handbók-
um um tjaldstæöi, ódýr gisti-
heimili o.fl., sem nauösynlegt er
að hafa á ferðalögum erlendis.
1 fyrra hófu þessir sömu aðilar
samvinnu um bifreiðaflutninga til
meginlandsins. Þá notfærðu 400
farþegar á 96 bifreiðum sér þessa
þjónustu. Ro-ro skipin eru sérlega
hentug til þessara flutninga. I
fyrra uröu aðeins skemmdir á 1-2
bílum I flutningunum og voru þær
litilvægar, enda fást mun ódýrari
tryggingar á flutningum á bif-
reiöum með ro-ro skipum en
venjulegum fraktskipum.
Nýja myntin sérslegin
Byrjað að selja sérunnin sýnishorn af nýju myntinni i dag
i dag hefst sala á sérunnum
sýnishornum af hinni nýju mynt,
sem kom i umferð við gjald-
miðilsbreytinguna nú um ára-
mótin. Má segja, að nýju mynt-
inni sé þannig fagnað á svipaðan
hátt og sú gamia var kvödd á síð-
asta ári, en þá voru gefin út 15.000
sérslegin sett af þeirri mynt, sem
látin hafði verið i umferð á árun-
um 1946-1980, og seldust þau upp
á skömmum tfma.
1 tilefni af þessum timamótum
islenskrar myntútgáfu er fólki nú
einnig gefinn kostur á að eignast
nýju myntina sérslegna i smekk-
legum gjafaumbúðum. Er myntin
sérstaklega unnin, þannig að
sléttir fletir hennar eru gljáfægð-
ir, en mött áferð er á myndum og
letri. Myntin ber ártalið 1981 —
fyrsta útgáfuár hennar — og skal
sérstök athygli vakin á þvi að hún
verður ekki gefin aftur út sérsleg-
in, nema breyting verði gerð á
sjálfri myntútgáfunni.
Upplag nýju myntarinnar er
eins og i fyrra takmarkað við
15.000 sett, en þau eru framleidd
hjá Royal Mint, London, þar sem
islenska myntin hefur verið sleg-
insiðustu fjóra áratugi. Söluverö
hefur verið ákveðiö fyrst um sinn
kr. 215.00 á sett, og veröur salan
takmörkuð við fimm sett til hvers
kaupanda fyrstu tvær vikurnar.
— Myntin, sem seld verður bæði á
innlendum og erlendum maikaöi,
verður fáanleg hér á landi i af-
greiðslu Seölabankans, Hafnar-
sfræti 10, hjá bönkum og spari-
sjóðum, svo og hjá helstu mynt-
sölum I Reykjavik.