Tíminn - 24.03.1981, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. mars 1981
7
„Frelsi til lyga”
„Einn af forystumönnum
flokksins sagöi..........”,
„Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum...„Altalað er
nú...”, o.s.frv., o.s.frv. Hver
hefur ekki lesið eða heyrt fréttir
fjölmiðla sem hefjast þannig?
Fréttir af hveriu sem er, allt
frá rófnauppskeru til
morðmála. Þó held ég aö þessi
byrjun sé oftast notuð þegar
rætt er um stjórnmál og frétta-
maðurinn þykist vera ópólitisk-
ur, „frjáls og óháður,” eða þá
með gráðu i rannsóknarblaða-
mennsku.
Þannig byrjanir frétta gefa
blaða- og fréttamönnum (hér
eftir kallaðir blaðamenn)
óskorað valdtil að fullyrða hvað
sem er, um hvaða mál sem er og
ekki er hægt að biðja um
heimild fyrir viðkomandi frétt,
þvi þá heitir það að ritfrelsið sé
skert.
Er ekki rétt fyrir okkur að
dusta rykið af 72. grein
stjórnarskrárinnar og sjá hvað
þar stendur? „,Hver maður á
rétt á að láta i ljós hugsanir
sinar á prenti, þó verður hann
að ábvrgjast þær fyrir dómi.
Ritskoðun og aðrar tálmanir
fyrir prentfrelsi má aldrei i lög
leiða.” (Undirstr. höfundar).
Það var lóðið, viðkomandi
verður að ábyrgjast það sem
hann skrifar. Samt sem áður
geta óvandaðir blaðmenn full-
yrt hvað sem er, ef þeir hefja
frétt á áðurnefndum orðum.
Jafnvel logið visvitandi, eins og
virðist vera i Dagblaösheim-
ildamanna-málinu á dögunum.
Þar virðist málinu lokið i bili.,
en eftir sitja saklausir aðilar
undir þeim grun að hafa rofið
þagnareið. Virtist blaðamönn-
um sviða það að Hæstiréttur
skyldi ekki fjalla um málið og
gefa þeim fullt frelsi til áfram-
haldandi lyga.
Nú má enginn taka þessi orð
min þannig að allir blaðamenn
séu undir sömu sökina seldir.
Flestir eru þeir vandaöir i
f-éttaflutningi slpum. Samt
virðist bera mest á hinum
óvönduðu og fólk virðist taka
fréttir þeirra sem heilagan
sannleik. A hinum Norðurlönd-
unum eru þannig blaðamenn
yfirleitt i þjónustu sorprita og
speki þeirra tekið með
viðeigandi hætti. Þeim virðist
nokkuð sama um aö frægð
þeirra sé að endemum.
Ég vona sannarlega að
blaðamenn kunni að fara eftir
stjórnarskránni i ritum sinum
og að slefberarnir fái að njóta
sin þar sem þeim ber eða m.ö.o.
þar sem enginn tekur mark á
þeim.
Halldór Halldórsson
Halldór
Halldórsson
Magnús Guðmundsson, Patreksfirði:
Á leið á miðin, 14. mars 1981
30 sjómílur NV. frá Blakksnesi
- ss***.^
1 febrúar varð hörmulegt sjó-
slys þegar Heimaey rak á land i
ofsaveðri og tveir ungir sjó-
menn fórust.
Islendingar hafa orðið að þola
margar fórnir við að sækja gull i
greipar Ægis, og gera ennþá.
Þetta sjóslys gefur þó sér-
staklega sjómönnum, eiginkon-
um, mæðrum og ættingjum
þeirra og raunar allri þjóðinni,
tilefni til umhugsunar, enda
slegiðmargan óhug. Aðafþakka
aðstoð til handa mönnum sem
eru i lifsháska getur enginn
leyft sér að gera, eins og i þessu
tífifelli átti sér stað gagnvart
varöskipi, sem var i Vest-
mannaeyjum.
Varðskip getur heldur ekki tek
iðvið AFNEITUN UM AÐSTOÐ
TIL GREINA, þar sem það
varðarvið landslög og er refsi-
vert athæfi að fara ekki á vett-
vang, þótt neitað sé um aðstoð
þegar menn eru i lifsháska.
Færi ég hér rök að þvi. 1 lög-
um frá 4. ágúst 1819 stendur:
Bæði eftir hlutarins eðli og
grundvallarreglum laga Vorra
verður að álita það almenna
borgaraskyldu hvers þess, er
býðst færi á að bjarga manni,
sem er i lifsháska að beita til
þeim ráðum er hann fær til náð,
og sérstaklega skal það þvi vera
skyldahvers þess sem sér mann
vera i llfsháska, að gera tafar-
laust sjálfur eða með tilstyrk
annarra, sem hann kallar til
hjálpar, allt það, er UNNT er
eftir atvikum til þess að bjarga
manninum.
Ennfremur segir i landslög-
um, kaflanum REFSILÖG, lög
nr. 19. 1940 12. febr. 221 gr., ótvi-
rætt, að sá eða þeir eru sekir
sem láta fyrirberast að fara til
hjálpar mönnum, sem eru i lifs-
háska, EN ÞAR SEGIR: Láti
maður farast fyrir aö koma
manni tii hjáipar, sem staddur
er i Iffsháska, þótt hann gæti
gert það án þess að stofna lífi
eða heilbrigöi sjáifs sin eða ann-
arra i háska, þá varðar það
varðhaldi eða fangelsi allt að 2
árum.
Það vita allir að löggjafinn
flaggar i' heila stöng og hvetur
landsmenn til þess að halda
landslög, ekki sist þegar hann
setur bráöabirgðalög til styrkt-
ar ráðþrota stjórnvöldum. En
mér sýnist að löggjafinn f laggi I
HALFA STÖNG EF SJÓMENN
ERU STADDIR í LIFS-
HASKA.
Það er aumt til þess að vita,
að varðskipin okkar séu þræl-
bundin við bryggju verstu og
hættulegustu vetrarmánuðina 1
stað þess að fylgjast meö fiski-
skipum landsmanna. Þaö er
heldur mikill baggi á lands-
mönnum, ef þessi blessuð varð-
skip eiga eingöngu að vera til
þess að liggja inni i vogum og
vikum á sumrin öllum til
skammar og þrælbundin við
bryggju á vetrum.
Ég vil minna á, að Bretar
sýna sínum sjómönnum mikla
umhyggju og höfðu hér tvö skip
til aðstoöar sjómönnum sinum
m.s. Ossino og m.s. Miröndu,
sem Islendingar nutu góðs af.
þá. Eða hvar er „The Missions
toSeamen” á Islandi? eins og er
alls staðar erlendis.
Það á ekkert skip að þurfa að
biðja varðskip um aðstoð. Ef
það veit um skip i háska á það
þegar I stað AÐ FARA A
VETTVANG.
Þaðer hneykslf að rikið skuli
heimta greiðslu fyrir veitta að-
stoð, sem varðskip veitir sjó-
mönnum. Ég myndi skammast
min fyrir að vera á föstum laun-
um hjá þér sem lest þetta, og
heimta svo greiðslu af þér fyrir
að veita þér aðstoð I vandræðum
þinum.
Eru Islenskir sjómenn á sama
báti og portúgalskir sjómenn
voru fyrir allnokkru??? Portú-
galar gerðu Ut fiskiskip til veiöa
við Grænland sem islenskir sjó-
menn muna. Þeir sendu einn
mann til veiða frá móðurskipi á
svokölluðum „dorium” og þaö
kom fyrir að islensk fiskiskip á
þessum slóðum fundu mann-
lausa ,,doriu”á reki og skiluöu
henni til Portúgalanna, sem
urðu mjög ánægðir á fá „dori-
una” en þeir spurðu ekki eftir
manninum, sem var i henni.
Magnús Guömundsson, Pat-
reksfirði (rétt mun vera Pat-
reksfirði, ekki Bakkaf.)
Tímamót í íslenskri björgunarsögu
1 dag 24. mars eru liðin fimmtiu
ár frá þvi að fluglinutæki voru
fyrst notuð við björgun skipbrots-
manna úr sjávarháska við Island.
Siðan þá hafa fluglinutæki komið
við sögu flestra strandbjargana
hérlendis.
Það var nýstofnuð deild innan
Slysavarnafélags Islands, Þor-
björn i Grindavik, sem fyrst
notaði fluglinutæki við björgun.
Deildin var stofnuð 2. nóvember
árið 1930, en þá nokkru áður hafði
Slysavarnafélagið keypt fluglinu-
tæki og komið þeim fyrir i
geymslu hjá Einari Einarssyni i
Krosshúsum i Grindavik, en hann
var einn af frumkvöðlum slysa-
vamastarfsins þar og fyrsti for-
maöur deildarinnar. Hafl)i Jón E.
Bergsveinsson fyrsti erindreki
Slysavarnafélags íslands komið
til Grindavíkur og kennt heima-
mönnum að fara með tæki þess,
en þau voru þá tiltölulega ný af
nálinni, og notkun þeirra við
bjarganir ekki orðin almenn.
Aðfaranótt 24. mars 1931, rösk-
um fimm mánuðum eftir að
Slysavarnadeildin Þorbjörn var
stofnuð, varð þess vart aö togari#
var strandaður undan bænum
Hrauniaustan við Grindavik. Tók
skipið sem var Cap Fagnet frá
Fécamp i Frakklandi niðri all-
langt frá landi, en barst siöan yfir
skerjagarð og festist skammt frá
ströndinni. Þeyttu skipverjar
eimpipur skipsins og gáfu þannig
til kynna að þeir væru i nauðum
staddir.
Frá Hrauni var maður strax
sendur til Grindavikur og björg-
unarsveitin kölluð Ut. Voru björg-
unartækin sett á bifreið og haldiö
áleiðis aö Hrauni, en ekki var bil-
fært alla leiðina á strandstaö og
varð þvi að bera tækin siðasta
spölinn. A meöan beðið var björg-
unar freistuðu skipverjar á Cap
Fagnet þess að láta linu reka i
land, en þær tilraunir mistókust
og þóttiskipverjum þvi tvisynt að
takastmættiað koma á sambandi
milli skips og lands.
Um hið fyrsta fluglinuskot til
björgunar úr strönduðu skip, seg-
ir svo I 1. bindi bókaflokksins
„Þrautgóöir á raunastund”,
björgunar- og sjóslysasögu
Islands.
„Einar og Guðmundur verða
sammála um miðunina. Allt er
tilbUið fyrir skotiö. Guömundur
Erlendsson tekur i gikkinn.
Hamarinn smellur fram og
sprengir púöurskotið I byssunni.
A sama andartaki kveikir það i
eldflauginni og hUn þýtur af stað
með háværu hvisshljóði. 1 fyrsta
skipti hefur verið skotið Ur li'nu-
byssu til björgunar á Islandi.
Mennirnir fylgjast spenntir
með eldflauginni, þar sem hUn
klýfur loftið. Skotiö heppnast
prýðilega. Linan kemur yfir skip-
ið, rétt fyrir framan stjómpall-
inn. Það er auðvelt fyrir skips-
menn að ná tilhennar. Þeirverða
reyndar að sæta lagi að ná henni,
en skjótt er hUn i þeirra höndum.
Samband er fengið viö land.”
Björgun skipbrotsmannanna
38 af Cap Fagnet gekk að óskum,
en þó mátti ekki tæpara standa,
þar sem aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir björgunina hafði
skipið brotnað I spón á strand-
staðnum.
Þessi björgun færði mönnum
heim sannindi þess hve mikilvæg-
ur björgunarbUnaður fluglinu-
tækin voru og flýtti fyrir Ut-
breiðsluþeirra. Leið ekki á löngu
uns sliktæki voru komin til allra
deilda Slysavarnafélags íslands
umhverfis landiö.
HUn er ekki löng sjávargatan
frá Reykjanestá austur á Hrauns-
fjörur, en þar hafa mörg skipin
strandað og oftast i stormi og for-
áttu brimi. Það hefur þvi reynt á
dugnað, karlmennsku og þor fél-
aganna Ur „Þorbirni” og engin
ein björgunarsveit Slysavama--
félags tslands hefur bjargað jafn
mörgum mönnum Ur helgreipum
Ægis af strönduðum skipum með
fluglinutækjum, eins og eftirfar-
andi skrá sýnir:
24. mars 1931 Cap Fagnet,
franskur togari 38 mönnum
bjargað. 9. april 1933 SkUli fógeti,
isl. togari 24 mönnum bjargað. 6.
sept. 1936Trocadero, enskurlinu-
veiðari 14 mönnum bjargað. 6.
jan. 1947 Louis, enskur togari 15
mönnum bjargað. 27. febr. 1950
Clam, enskt oliuskip 23 mönnum
bjargaö. 14. april 1950 Preston
North End, enskur togari 6 mönn-
um bjargað. 31. mars 1955 Jón
Baldvinsson, isl. togari 42 mönn-
um bjargað. 7. febr. 1962 Auð-
björg, isl. fiskiskip. 6 mönnum
bjargað. 20. des. 1971 Arnfirö-
ingur II, ísl. fiskiskip 11 mönnum
bjargaö. 22. febr. 1973 Gjafar, isl.
fiskiskip 12 mönnum bjargað. 4.
ág. 1974 Hópsnes, isl. fiskiskip 2
mönnum bjargað. 15. sept. 1977
Pétursey, isl. fiskiskip 1 manni
bjargaö.
Samtals eru þetta 194 islenskir
og erlendir sjómenn sem björg-
unarsveitinni Þorbirni hefur
auðnastað bjarga á giftudrjúgum
starfsferli.
Ekki er það ætlunin að tiunda
og greina frá hverjum einstökum
atburði, sem hver á sina sérstæðu
sögu. Þó er skylt að geta hinnar
stórfenglegu björgunar áhafnar
togarans Skúla fógeta. Aöstæður
á strandstaðnum undan Staðar-
hverfi voru hinar erfiðustu, for-
áttu brim og sat togarinn fastur á
skeri langt frá landi. Gekk það
kraftaverki næst að skyttan
skyldi hæfa skipið af svo löngu
færi og að takast skyldi að ná
þeim mönnum, sem enn voru lif-
andi um borð i land.
Viö björgun mannanna 6, sem
enn voru á flaki breska togarans
Preston North End, sem
strandaði á Geirfuglaskeri, lögðu
björgunarsveitarmennsig i mikla
lifshættu, en þeir höfðu farið út
aðtogaranum á vélbátnum Fróða
og björguðu þeim um borð i' hann.
Þegar togarinn Jón Baldvinsson
strandaöi viö Reykjanes var á-
höfn hans allri, 42 mönnum,
bjargað og hefur aldrei jafn
mörgum mönnum verið bjargaö
af strönduðu islensku skipi.
Ötaldir eru þeir Islenskir og
erlendir sjómenn, sem eiga þess-
um björgunarbUnaöi, fluglinu-
tækjunum, lif sitt aö launa. NU
siðustu vikur og mánuði hafa
þessi björgunartæki komið að
giftudrjúgum notum viö björgun
skipbrotsmanna er vélskipin
Katrin, Heimaey, og Sigurbára
fra Vestmannaeyjum, strönduöu.
Ahafnir þessara skipa töldu 28
menn og var 21 þeirra bjargaö
með fluglinutækjum SVFÍ.
Við stofnun Slysavarnafélags
Islands og útvegun þessara
björgunartækja uröu timamót i
islenskri björgunarsögu, en eins
Framhald á bls. 19.