Tíminn - 25.03.1981, Side 6
6
Miðvikudagur 25. mars 1981
Kjartan Jónasson:
Erlent yfirlit
Stríðsundirbún-
ingurinn eykst
Meðan umræður voru sem mestar um málaferli
rannsóknalögreglunnar og Dagblaðsins fyrir
skemmstu vegna heimildamanna blaðsins ritaði
Sigurður Sigurðarson útgefandi athyglisverða
gein i Dagblaðið. Ýmislegt i greininni er þess eðlis
að rétt er að minna á það sérstaklega.
Sigurður segir i grein sinni:
,,í þessu máli liggur beinast við að fara fram á
það við blaðamennina að þeir upplýsi um
heimildarmenn sina. Þeir neita, og er þá auðvitað
leitað til dómstólanna til þess að fá úrskurð um
málið, knýja blaðamennina til þess að vitna.
Þetta er eðlileg leið. Hún er ekki aðför að frjálsri
blaðamennsku né heldur er þætti fjölmiðla i
tryggingu lýðræðisins raskað.
Þó svo að blaðamenn haldi þvi fram að það séu
„augljósir hagsmunir almennings að hafa til sin
upplýsingastreymi”, þá eru það einnig hagsmunir
almennings að lögreglan i landinu geti unnið ó-
truflað að rannsókn sakamála og ekkert leki út um
rannsóknina, hvorki til blaða né annarra sem gætu
haft af þvi gagn vegna tengsla við þau mál sem
verið er að rannsaka.”
Undir þessi orð Sigurðar Sigurðarsonar ber að
taka. Blaðamenn verða að axla ábyrgð sina eins
og aðrir þegnar, og þeir geta ekki starfað án þess
að taka tillit til þeirra skyldna og þeirrar ábyrgðar
sem aðrir hafa tekið á sig.
Greinarhöfundur álitur að rök beggja aðila
þessa máls séu jafngild, en hann bætir þvi við ,,að
þjóðinni er nauðsyn á hvoru tveggja, góðri blaða-
mennsku og góðri löggæslu. Þess vegna er hér ekki
um tvo ósættanlega aðila að ræða, heldur tvo aðila
sem almannahagsmunir krefjast að vinni sam-
an”.
Um samvinnu þessara aðila er þvi við orð
greinarhöfundar að bæta að hún verður að vera
báðum aðiljum frjáls og án þvingunar. En þeim
mun meira þegnskapar krefst hún. Þeim mun
meiri er t.d. að sinu leyti almenn ábyrgð blaða-
manna i störfum.
Sigurður Sigurðarson fer nokkrum orðum um
starfsemi Dagblaðsins i þessu sambandi og segir
m.a.:
,,Til dæmis hefur mér mislikað meðferð blaðsins
á ýmsum sakamálum.Menn eru ekki sekir fyrr en
sök þeirra er sönnuð. Þangað til er sökin meint,
þ.e. þeir eru sakaðir um eitthvað sem ætlunin er að
sanna eða afsanna.”
Og þarna hæfir greinarhöfundur markið. Það er
viða um lönd, ekki siður en hérlendis, orðin hrein-
asta plága hvernig óvandaðir menn hegða opinber-
um málflutningi eða fréttamennsku varðandi
sakamál og sakborninga. Vitanlega verður vönd-
uðum og ábyrgum fjölmiðlum og blaðamönnum
einnig á að misstiga sig i þessu efni, en aðrir bein-
linis velta sér upp úr þvi og öðrum harmleikjum
sem verða i þjóðfélaginu, svo sem slysum eða
vegna einkamála.
Um Dagblaðið segir greinarhöfundur i þessu
sambandi:
„Mér hefur þannig oft virst Dagblaðið gera sér
mat úr óförúm annarra, bæði með fréttum og
myndbirtingum. ”
Slikt athæfi er i flestum löndum álitið meginein-
kenni sorpblaða. tc
lumræðum um nýju flugstöð-
ina á Keflavikurflugvelli, sem
fram fór i undirfjárveitinga-
nefnd bandariska þingsins og
birtar voru i íslenskri þýðingu
hér í Erlendu yfirliti i gær, voru
kannski sjálfar orðræðurnar
athyglisverðastar fyrir islenska
lesendur. Það vekur óhjá-
kvæmilega athygli okkar
hversu þessi málflutningur er ó-
likur þeim sem við eigum að
venjast. Hvern er verið að
blekkja? — Islensku þjóðina? —
Bandariska skattborgara? —
Eða hefur sannleikurinn aðeins
svona mörg andlit? — Er flug-
stöðin kannski dæmi um
Aronsku i framkvæmd eða er-
um við að leggja fé i hernaðar-
lega nauðsynlega framkvæmd:
Svari hver fyrir sig.
Þessi radarskermur er i Awacsvél bandariskri
geysifullkomnum radarbúnaði, geta
botn, verið i beinu sambandi við
Það sem sjálfsagt vekur
mesta forvitni okkar i þessum
umræðum, eru allar eyðurnar. —
Hvað er verið að fela fyrir okk-
ur? Þegar málið er athugað
kemur i ljós að þau ummæli er
lúta að snöggum blettum i sam-
skiptum íslendinga og banda-
riska hersins, fela i sér mat á
islenskum innanrikismálum,
eða i eru fólgnar upplýsingar
um raunverulegt gildi og eðli
herstöðvarinar á Keflavikur-
flugvelli eru felld niður. Hið
siðastnefnda skýrir hvers vegna
ekkert samhengi er i umræðun-
um um radarstarfsemi hersins
á Islandi sakir úrfellinga.
I fréttatilkynningu frá utan-
rikisráðuneytinu sem fylgdi út-
skrift af umræðunum til
islensku dagblaðanna segir
meðal annars um aukna radar-
aðstöðu hérlendis: „Það skal
sérstaklega tekið fram, að eng-
ar endanlegar óskir liggja fyrir
um þetta og hefur málið alls
ekki komið til kasta islenskra
stjórnvalda.
Hvað yfirlýsingu eins em-
bættismannsins varðar (siðar á
sömu blaðsíðu), þar sem hann
fullyrðir að Islendingar muni
gefa land undir radarstöðvar,
leggur ráðuneytið áherslu á, að
hér er aðeins um að ræða per-
sónulega skoðun eins embættis-
manns og hafa bandarisk
stjórnvöld ekki sett fram neina
ósk um þaö efni.”
Ekki er ástæða til að rengja
þessar upplýsingar ráðuneytis-
ins en eigi að siður er full ástæða
fyrir Islendinga að velta fyrir
sér framkvæmdagleðinni á
Keflavikurflugvelli og einkum
og sér i lagi umræðunni um
aukna radaraðstöðu hér á landi
sem formaður fjárveitingar-
nefndarinnar, sem hér um ræð-
ir, nefndi beinlinis „feimnis-
mál”.
I gær bárust þær fréttir að
radarupplýsingar langar leiðir.
Sovétmönnum hefði i fyrsta
skipti tekist að láta gervihnött
eyðileggja annan gervihnött úti
i geimnum. Þó þetta hljómi
nokkuð svo science-fiction-legt
er ekki að vita nema þetta geim-
ævintýri eigi eitthvað skylt við
radarstöðvaumræðu hér á
landi. Eða hver skyldi vera á-
stæðan fyrir þvi að Sovétmenn
leggja þetta kapp á að að vera
þess umkomnir að granda
gervihnöttum. Astæðan er ofur-
einföld: mikill meirihluti allra
gervihnatta sem risaveldin
senda á loft hafa hernaðarlegt
gildi. Og það sem mestu máli
skiptir er að Bandarikjamenn
eru þegar komnir talsvert áleið-
is- við hönnun fjarstýrikerfis
fyrir eldflaugar með radar- eða
lasergeislum frá gervihnöttum
en þær eru búnar
beinlinis „séð”niöur á hafs-
gervihnetti og sent myndir og
utan úr geímnum. Markmið
þeirra er að geta notað fyllstu
og nákvæmustu tækni til að
styra kjarnorkueldflaugum sin-
um, sem skotið er upp frá jörð-
inni, frá gervihnöttum úti i
geimnum beint i mark. Það er
ekki nema ár siðan skotmörkin
voru stærstu borgir Sovétrikj-
anna en á siðasta ári tóku
Bandarikjamenn þá geysimikil
vægu og ógnvænlegu ákvörðun
að miða fremur á skotstöðvar
langdrægra kjarnorkueldflauga
Sovétmanna. Að þessum
sovésku skotstöðvum á landi
slepptum hafa Sovétmenn að-
eins kafbáta sina búna nægilega
langdrægum kjarnorkueld-
flaugum til að gera Bandarikja-
mönnum nokkurn óskunda —
raunar nægilegan óskunda.
Þessir kafbátar eru flestir stað-
settir i Norður-Atlantshafi og
Ishafinu og það er einmitt hér
sem Keflavikurflugvöllur kem-
ur inn i myndina. Eins og undir-
ritaður hefur áður fjallað um
hér i Erlendu yfirliti er tsland
orðið miðstöð neðansjávar-
radarkerfis i höfunum i kring,er
allt miðar að þvi að finna og
staðsetja sovéska kafbáta sem
siðan má gera að auðveldum
skotmörkum með aðstoð
Awacsradarflugvéla og gervi-
hnatta. Ekkert skal hér um það
fullyrt hversu stóran þátt
stjórnstöðvar þessa „varnar-
kerfis” Bandarikjamenn hafa
treyst sér til að setja hér niður
en hitt er fullvist að þeim
þætti mikils um vert að mega
gera Island að lykilstöð þessa
himingeims- og neðansjávar-
hernaðar. Þá fer ekki á milli
mála að yfirburðir Bandarikj-
anna i þessum tæknihernaði eru
talsverðir og mikil „árásar-
lykt” komin af varnarviðbúnaði
þeirra.
Awacs-radarflugvél tekur eldsneyti á flugi. Þetta eru einhver dýr-
ustu tæki lofthérnaðarsögunnar og hafa aðstöðu hér.
(Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
SteingrimurGfsiason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kjártan Jónasson. Blaða-
menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns-
dóttir, Friðrik Indriðason, Fríða Björnsdóttir (Heimilis-Tim-
inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir),
Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál),
Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd-
ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þor-
bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif-
stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300.
Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsímar: 86387,86392. — Verðílausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun:
Blaðaprent hf.
Enn um blaöamennsku