Tíminn - 25.03.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.03.1981, Blaðsíða 11
MiOvikudagur 25. mars 1981 15 IÞROTTIR Það vantar ekki að tilburðir Jóhannesar Stefánssonar séu glæsilegir er hann svifur inn f teiginn hjá Frömurum i jafnteflisleiknum I gærkvöldi. Tfmamynd Hóbert Kvennalandslíðið utan Leikur við Noreg í undankeppni HM og vináttuleik við Dani íslenska kvennalandsliðið hélt i gær áleiðis til Noregs með við- komu i Danmörku. 1 kvöld mun kvennalandsliðið leika vináttuleik við Dani og halda siðan til Noregs þar sem al- varan tekur við. Leikirnir við Noreg eru i for- keppni HM og takist stúlkunum aðsigra komast þær i aðalkeppn- ina sem haldin verður i sumar. Landsliðshópurinn var fyrir stuttu valinn og skipa hann eftir- taldar stúlkur: Gyða úlfarsdóttir FH Katrin Danivalsdóttir FH Kristjana Aradóttir FH Margrét Theodórsdóttir FH Kolbrún Jóhannsdóttir Fram Guðriður Guðjónsdóttir Fram Oddný Sigsteinsdóttir Fram Jóhanna Halldórsdóttir Fram Sigrún Blomsterberg Fram Jóhanna Pálsdóttir Val Erna Lúðviksdóttir Val Sigrún Bergmundsdóttir Val Eiríka Asgrimsdóttir Vikingi Ingunn Bernodusdóttir Vikingi Olga Garðarsdóttir KR Erla Rafnsdóttir 1R Landsliðsstúlkurnar hafa að mestu þurft að afla fjár til ferðar- innar sjalfar með ýmsum hætti t.d. happdrætti. tslenska kvennalandsliðið hef- ur ekki leikiðlandsleikisiðan 1977 ef undan eru skildir landsleikir við Færeyinga. Leikir islenska liðsins við Nor- egverðaá föstudaginn og laugar- daginn. Þjálfari islenska liðsins er Sig- urbergur Sigsteinsson og farar- stjóri er Þórður „kaupmaður” Sigurðsson. röp—. ÍÞROTTIR Atli lór of seint í gang og KR-ingar náðu jafntefli 19:19 á móti Fram Gárungarnir eru nú farnir að kalla KR jafnteflisliðið, og er það ekkert út i bláinn þvi að i gær- kvöldi tókst þeim að ná jöfnu gegn Fram 19:19 i fallkeppninni, staðan i hálfleik var 8:7 fyrir KR. KR-ingar hafa leikið þrjá leiki i keppninni og gert jafntefli i þeim öllum, tvisvar gegn Fram og sið- an gegn Haukum. Og fari svo að leikur KR og Hauka sem verður á föstudaginn endi einnig með jafntefli þá standa öll félögin með jafnmörg stig. Fram hefur nú lokiö sinum leikjum og eru þeir með fjögur stig en KR og Haukar hafa þrjú stig hvort félag og er innbyrðis leikur þeirra siðasti leikurinn i hinni annars bráðskemmtilegu fallkeppni. Ef við snúum okkur að leiknum sem i raun var ekki ýkja mikið fyrir augað þ.e.a.s. ef spennan er undanskilin þá skoruðu Framar- ar fyrsta markið, en KR-ingum tókst fljótt að jafna. Þeir tóku siðan forystuna, jafn- ræði fyrri hlutann en um miðjan hálfleikinn komust þeir þremur mörkum yfir, en Framarar gáf- ust aldrei upp og minnkuðu mun- inn i eitt mark fyrir hálfleik. Það var siðan fljótlega i upp- hafi siðari hálfleiks sem Framar- ar komust þremur mörkum yfir aðallega fyrir einstaklingsfram- tak Atla Hilmarssonar. En Atli skoraði þá hvert markið á fætur öðru þrátt fyrir að vera i strangri gæslu. Nú KR-ingar voru eins og Framarar i fyrri hálfleik — gáf- ust ekki upp og þeim tókst að jafna en aldrei komust þeir yfir, eitt til tvö mörk skildu félögin að mestan hluta siðari hálfleiks. Er um 3 min voru til leiksloka var staðan 19:17 fyrir Fram. Haukur Geirmundsson komst inn úr horninu og minnkaði muninn i eittmark 19:18 og gamla kempan Haukur Ottesen braust i gegn um vörn Fram er min. var eftir og skoraði. Fram tókst ekki að skora á lokasekúndunum, enda reyndu þeir frekar að halda boltanum og voru lika einum færri, Hannes Leifsson rekinn út af i tvær min rétt áður. Flest mörk Fram gerði Atli Hilmarsson 6 öll i seinni hálfleik, en Alfreð Gislason gerði 6 mörk fyrir KR 3 úr vitum. röp-. Dregiö í bikarnum 1 gær var dregið um það hvaða félög eigi að leika saman i 8-liða úrslitum Bikarkeppni HSl. Aðeins tveir af fjórum leikjum átta liða úrslitanna liggja fyrir á hreinu.enþaðer viðureign Fylkis og Vikings og Aftureldingar og Þróttar. Hinir tveir leikirnir eru KR/- Stjarnan — Haukar/HK og Fram/UBK — Valur. Þá var einnig dregið i 8-liða úrslit i Mfl. kvenna og leika þar saman: FH/ — IBV/Þróttur. Haukar — Vikingur. 1R — Fram. KR — UBK/Valur i 2. flokki karla 8-liða úrslitum leika KR - Valur. Vikingur/Þróttur — Grótta/- Haukar. Stjarnan — Ármann/FH Fram — HK. —röp. i Finnar í heimsókn og leika | þrjá landsieiki i körfu I Liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópukeppnina í Sviss ■ í næsta mánuði - Fyrsti leikurinn við Finna í Höllinni annað kvöld Iíslenska körfuknatt- ieiksiandsiiðið undir- býr sig nú af kappi fyrir C-keppnina sem ^ haldin verður i Sviss Ium miðjan næsta mánuð. Einn liðurinn i undir- búningnum er koma finnska landsliðsins ^ hingað til lands nú i Ivikunni. Finnska landsliðið mun ieika hér þrjá landsleiki, fyrsti ieikurinn verður i ? Laugardalshöll á morgun og hefst hann I kl. 20. Á föstudaginn verður leikið i | Keflavfk og á laugardaginn £ verður leikið i Borgarnesi. Eins og fram hefur komið i Timanum hefur islenska liðið verið valið en það skipa eftir- taldir leikmenn: Jón Sigurðsson KR Ágúst Lindal KR Gisli Gi'slason 1S Gunnar Þorvarðarson Njarðvik Jónas Jóhannesson Njarðvik Valur Ingimundarson Njarðvi'k Kristinn Jörundsson 1R Simon Ölafsson Fram Kristján Agústsson Val Pétur Guðmundsson Val Rikharður Hrafnkelsson Val Torfi Magnússon Val Jón Sigurðsson KR er fyrirliði landsliðsins og hann hefur einnig flesta landsleikina að baki, hefur leikið 82 landsleiki i körfuknattleik. Enginn efi er á þvi að finnska landsliðið er gifurlega sterkt. Finnar hafa leikið 26 landsleiki á siðasta ári og það sem af er þessu ári. Þeir hafa sigrað i 17 leikjum og tapað 9. Einn af sigurleikjum Finna er einmitt gegn islenska landslið- inu en sá leikur var i Osló i april i fyrra og sigruðu Finnar 77-63. I finnska liðinu eru nokkrir yfirburðarmenn, Erkki Saarsto er með 117 landsleiki að baki og hann varð stigahæsti leik- maðurinn i finnsku deildinni i ár, skoraði26,5stig að meðaltali i leik. Þá er kappi Zitting að nafni, sem leikið hefur 80 landsleiki fyrirFinna, en sá kappi tók flest fráköstin i finnsku deildinni i ár með 17 fráköst að meðaltali i leik. Kappinn sá er einnig stærsti leikmaðurinn i finnska landsliðinu 2,05 m. Lignell er enn ein stórstjarna Finna sem þeir tefla fram hér á landi i vikunni, en hann hefur verið stigahæsti leikmaður finnska landsliðsins undanfarin 3 ár með 24 stig að meðaltali i leik. Kappinn sá er ekkert óvanur að leika landsleiki i körfuknatt- leikhefur ein 140 stk. að baki og er landsleikja flestur af finnsku landsliðsmönnunum. En þrátt fyrir alla þessa upp- talningu á góðverkum Finna á körfuboltasviðinu þá þurfa is- lensku landsliðspiltarnir engu að kviða. öruggt má telja að islenska landsliðið hefur aldrei áður verið eins sterkt og nú er, og þá hefur landsliðið æft gifurlega vel fyrir Evrópukeppnina i Sviss. Okkar leikmenn eru lika hittnir eins og Finnarnir og þeir geta einnig hirt „slatta’’ af frá- köstum og þá fyrirfinnast einnig i islenska liðinu hærri leikmenn en i þvi' finnska. En þó ber að hafa það i huga að þessir leikir gegn Finnum eru undirbúningur fyrir Evrópukeppnina og i Sviss er ætlast til þess að dæmið gangi upp og islenska liðinu takist að vinna sér sæti i B-keppninni. Rósin á að springa út i Sviss og að þvi er stefnt að svo verði, þannig að alveg eins má búast við þvi að islenska liðið tapi öll- um leikjunum fyrir Finnum, enn eitt er þó víst að strákarnir gera sitt besta. röp—.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.