Tíminn - 16.05.1981, Side 3
Laugardagur 16. mai 1981
stuttar fréttir
■ Frá Borgarnesi.
Dvalarheimil-
BORGARNES: Framkvæmd-
ir eru nii að hef jast við bygg-
ingu nýrrar hæðar á norður-
álmu Dvalarheimilis aldraðra
i Borgarnesi. A þeirri hæð,
semverður um fimm hundruð
fermetrar að gólfleti, verður
staðsett ýmislegt sem bætt
getur aðstöðu vistmanna og
starfsfólks heimilisins, svo
sem samkomusalur.
Aætlað er að bygging og
frágangur þessarar hæðar
kostium tvær milljónir króna,
og vonast er til að fram-
kvæmdum ljúki á næsta ári.
Dvalarheimili aldraðra i
Borgarnesi er sjálfseignar-
stofnun sveitarfélaga og
sýslufélaga, auk kvenfélaga-
sambands svæðisins. Eignar-
aðilar eru sveitarfélög i
Mikið á línu
en Iftið í net
ISAFJöRÐUR: Tiðarfar var
hagstætt til sjósóknar i april á
Vestfjöröum og stöðugar gæft-
ir, samkvæmt skrifstofu
Fiskifélagsins á tsafirði.
Afli linubáta var góður og
betri en um árabil, en netaafl-
inn var tregur lengst af. Is var
yfir fiskislóð togara hluta
mánaðarins og afli þeirra þvi
misjafn. Voru þeir þvi flestir
að veiðum fyrir austan land
siðari hluta april, en þeir sem
heimamið sóttu voru á karfa
og grálúðuveiðum.
Heildaraflinn i mánuöinum
var 12.297 lestir og er heildar-
afli frá áramótum þá oröinn
35.059 lestir. AM
Nýtt skip á
Breiðdalsvik
BREIÐDALSVtK: ,,Nú er á
döfinni að við fáum smiðað 250
tonna skip á Akranesi”, sagði
Guðmundur Arason, hjá
Kaupfélagi Stöðfirðinga á
Breiðdalsvik i viðtali við Tim-
ann.
„Bátarnir sem fyrir eru
Andey og Hafnarey eru aðeins
100 og 120 lestir og þvi of smáir
fyrir það tiðarfar sem var
framan af ári, en það var ekki
fyrr en komið var fram á neta-
vertið sem þeir fóru að fiska
eitthvað”.
Guðmundur sagði að mjög
brýnt væri að Hraöfrystihús
Breiðdælinga fái betri skipa-
kost en á staðnum er nú gott
og nýuppbyggt frystihús. AM
Unnið við haf-
ísveginn
RAUFARHÖFN — Þótt hafis-
vegurinn hafi valdið straum-
hvörfum i vegamálum á Norð-
austurlandi, fer þvi þó fjarri
að honum sé fulllokið enn, þvi
einir 9-10 km. eru eftir á
leiðinni frá Haröbak til
Raufarhafnar, og er það hinn
versti óvegur.
Björn Hólmsteinsson, odd-
viti á Raufarhöfn, sagði i
viðtali við okkur i gær, að
einnig væru margir „flösku-
hálsar” á veginum austan við,
Mýrasýslu, sveitarfélög i
Borgarfjarðarsýslu norðan
Skarðsheiðar, Kolbeinsstaða-
hreppur og Eyjahreppur i
Snæfells- og Hnappadalssýslu,
auk sýslufélaga Borgarfjarð-
arsýslu og Mýrarsýslu og
kvenfélagasambandið.
Vistmenn á heimilinu eru nú
fimmtíu og átta. Ekki er ætl-
unin að fjölga þeim verulega
með tilkomu þessarar nýju
hæðar, heldur fyrst og fremst
bæta aðstöðu þá sem fyrir er.
Bygging dvalarheimilisins
hófst árið 1968, en þá var
byggður miðjukjarni. Siðar
var norðurálman byggð, það
er neðri hæð hennar og kjall-
ari, en nú kemur efri hæð álm-
unnar i gagnið.
á leiðinni um Þórshöfn til
Vopnafjarðar. Samt er sifellt
verið aö vinna á öllu þessu
svæði og ætti vegurinn að
verða orðinn góður eftir tvö
eða þrjú ár.
Björn lauk lofsorði á fram-
kvæmdasemi og dugnað
þeirra sem að vegagerðinni
hafa staðið, en Raufarhafnar-
búum sem öðrum á svæðinu
bregður mikið viö umskiptin,
þvi lengi mátti heita að ekkert
værigert i vegamálum þeirra.
—AM
Borað eftir
heitu vatni
GRUNDARFJÖRÐUR:
„Jarðborinn Glaumur er hér
hjá okkur við tilraunaboranir
eftir heitu vatni og er hann
kominn niður á átta hundruð
og þrjátiu metra dýpi núna.
Alls á hann að fara niður á
þúsund metra og siðan verður
það látið ráðast af niður-
stöðum þeirrar borunar hvert
framhaldið verður”, sagði
Guðmundur Ósvaldsson
sveitarstjóri á Grundarfirði, i
viðtali við Timann.
„Það var mældur hitinn á
sjö hundruð og þrjátiu metr-
um”, sagði Guðmundur enn-
fremur. „Þar var berghitinn
78gráður, sem lofar góðu, þótt
ekki hafi verið um vatn að
ræða. Við vitum þá að það er
ekki kalt undir okkur.
Þetta er fyrst og fremst til-
raunahola. 1 lánsfjáráætlun er
gert ráð fyrir að boraðar verði
þrjár slikar á Snæfellsnesi, hin
fyrsta hér I Grundarfirði og
siðan, ef sú hola reynist já-
kvæð, verði borað i Stykkis-
hólmi og á ólafsvik þar á eftir.
Til þessa verks voru veittar
þrjár milljónir króna á láns-
fjáráætlun.
Þetta er búið að vera áhuga-
mál okkar hér I mörg ár, að fá
rannsóknir á þvi hvort hér
finnst heitt vatn, sem nýtan-
legt væri. Það liggja ekki
niðurstöður fyrir, fyrr en eftir
að komið er niður á þúsund
metra, hvert framhaldið
verður. Hins vegar vonumst
við til þess að þarna fyrirfinn-
ist nýtanlegt heitt vatn, svo
við getum farið i hitaveitu-
framkvæmdir”. —HV
Víðtæk rannsókn á því hvort lagt sé óhóflega á
vörur í skjóli myntbreytingarinnar:
„GRUNSEMDIRNAR
ASTÆÐULAUSAR”
segir Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun
■ „Það hefur borið á því að fólk
hefur kvartað töluvert um að lagt
sé óhæfilega á hlutina i skjóli
myntbreytingarinnar, og þá sér-
staklega hefur verið kvartað um
að verslanir rúnni aurana af, sér i
hag. Hins vegar hefur rannsókn á
þessum tilvikum ekkileitt i ljós of
mikla álagningu, og niðurstaða
víðtækrar rannsóknar á auramái-
inu hjá okkur hefur ieitt til þeirr-
ar niðurstöðu að mikill meirihluti
verslana fari samviskusamlega
eftir þeim reglum um afrúnningu
aura I verði, sem i gildi eru”.
Þetta sagði Jóhannes Gunnars-
son, hjá Verðlagsstofnun I viðtali
við Timann i gær.
„Ég get ekki gert mér grein
fyrir þvi af hverju fólk hefur á til-
finningunni að verið sé aö leggja
óhæfilega á”, sagöi Jóhannes
ennfremur, „að öðru leyti en þvi,
að auðvitað eru margir óöruggir
með nýju myntina og hugsanlega
hefur fólk gert sér betur grein
fyrir verði hlutanna, þegar þess-
ar verðmiklu krónur eru annars
vegar.
Ég vil taka það fram, að eftir
myntbreytinguna hefur fólk verið
mun gjarnara til aö hafa sam-
band viö okkur hjá Verðlags-
stofnun og það er að minu mati
ákaflega jákvætt. Ég vona að svo
veröi áfram.
Ég vil svo aöeins endurtaka
það, að þessar grunsemdir um
óhæfileg'a álagningu I skjóli
myntbreytingarinnar, hafa ekki
rtynst eiga sér stoð i þeim tilvik-
um sem við höfum rannsakaö. Ég
hef heldur ekki trú á að slikt
myndi fara fram hjá okkur, þvi
við höfum aðgang að öllum
pappirum i þessum verslunum”,
sagði Jóhannes.
HV
■ Voriöer komið og þar með áhugi á alls konar útiveru. Börn hafa siðustu dagana verið aö læra hesta-
mennsku hjá Fák IReykjavik, og var myndin tekin þar Igær. Tímamynd: Ella.
„Vil ekki slíta vin-
samleg samskipti”
segir Sverrir Hermannsson um Moskvuförina
■ „Við erum að endurgjaida
kurteisisheimsókn þjóðþings
Sovétrikjanna til okkar, og ekki
vil ég verða til þess að vinsamleg-
um samskipta þjóðþinga i milli
verði slitið,” sagði Sverrir Her-
mannsson er Timinn spurði hann
i gær um viðbrögð hans við gagn-
rýni sem fram hefur komið á
þátttöku þeirra Þorvaldar
Garðars Kristjánssonar i heim-
sókn nokkurra þingmanna til
Sovétrikjanna I lok þessa mánað-
ar.
Sverrir kvað það almennt sina
skoðun að þótt ágreiningur væri
með mönnum þá væri mikilvægt
að þeir ræddu saman um þau.
Hvað varðaði sérstaklega mál-
efni skákmannsins Korchnois, og
fjölskyldu hans, kvaðst Sverrir
vitaskuld hafa áhuga á að ræða
þau i ferðinni. Hann vissi hins
vegar ekki hvaða menn hann
myndi hitta að máli, og þvi gæti
hann engu spáð um hvort hann
fengi þessum áhuga sinum komið
i framkvæmd.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
kvaðst ekki vilja tjá sig um málið
að svo stöddu.
—JSG.
Treglega gengur að selja gönguseiði til Noregs:
Er umtal um Laxa-
lónsmálið orsökin?
■ „Sjálfsagt hafa þau skrif sem
oröiö hafa um Laxalónsmálið og
það hve óskynsamlega hátt var
haft um þau mál, vakiö athygli
erlendis,” sagði Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri, þegar viö spurð-
um hann álits á þeim tiðindum að
Norðmenn hyggðust kippa að sér
hendi, hvað varöar kaup á
islenskum laxaseiðum I súmar.
Þór kvaðst eigi að siður telja að
hér væri að mestu um fyrirslátt
að ræða hjá einhverjum aðilum i
Noregi, þar sem i Noregi eru
sömu sjúkdómar þegar fyrir
hendi og örlað hefur á hérlendis.
Sagði hann að ýmsir norskir aðil-
ar væru á móti þvi að undanþágur
væru veittar frá gildandi reglum
i Noregi sem banna innflutning á
gönguseiðum og væru viðskipta-
hagsmunir norskra stöðva að
baki þvi, en verð sem norskar
stöðvar hafa stundum fengið fyrir
seiði sin er mjög hátt, allt að 20
kr. norskar hvert seiði.
Þór sagði að samt mætti ekki
byggja of mikið á þessum sögum
og taldi hann að þrátt fyrir allt
væru nýir möguleikar að opnast á
sölu gönguseiða til Noregs.
Höybye Christiansen, stöðvar-
stjóri hjá Pólarlax, sem hefur
auglýst seiði I Noregi að undan-
förnu, taldi eins og Þór Guðjóns-
son að undirrót þessara sagna frá
Noregi kæmu af viðskiptahags-
munum norskra stöðva og mikilli
umf jöllun um Laxalónsmálið hér-
lendis.
AM