Tíminn - 16.05.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. maí 1981 5 erlent yfirlit Kohl svarar fyrir Schmidt Óvægin kosningabarátta Begins ■ FÆSTIR munu hafa reiknað með þvl, að það ætti eftir að ger- ast á þinginu I Bonn, að Helmut Kohl, formaður flokks kristilegra demókrata, kveddi sér hljóðs til að verja höfuðandstæðing sinn, Helmut Schmidt kanslara. Þetta geröist þó á Bonnþinginu fyrra fimmtudag (7. mal). Tilefnið var, að Schmidt kansl- ari hafði orðið fyrir hinum óvægnustu árásum af hálfu Beg- ins forsætisráðherra Israels. Begin hafði borið það á Schmidt, að hann hafi þjónað nazistum meðan þeir voru og hétu og tekið fullan þátt I hernaði þeirra. M.a. hefði Schmidt tekið þátt I að loka brottfararleiðum frá ótilgreindri borg meðan nazistar voru að myrða Gyðinga innan borgar- markanna. Jafnframt þessu lét Begin fljóta með óþvegin orð i garð Þjóð- verja yfirleitt fyrir meðferö þeirra á Gyðingum á Hitlerstim- anum. Kohl lét svo ummælt, að um- mæli Begins um Schmidt væru bæði röng og ósæmileg og ættu ekki heima i skiptum þjóða, sem vildu vinsamlega sambúð og út- rýma misskilningi og hatri. Sama gilti um ummæli Begins um Þjóð- verja almennt. Þjóðverjar viðurkenndu, að Gyðingar hefðu sætt hróplegu ranglæti af hálfu nazista og þeir hefðu ekki áhuga á að láta það gleymast. Hins vegar væri með öllu rangt að sakfella alla þýzku þjóðina eöa t.d. þau 60% ibúa Vestur-Þýskalands, sem hefðu ekki verið fæddir, þegar Hitler féll frá. Þjóðverjar æskja góðrar sam- búðar við Israelsmenn, sagði Kohl, og ekki sizt yngri kynslóð- ina. Schmidt sjálfur var fáorður um árásir Begins, en sagði það von sina, að þeim mætti linna og góð sambúð héldist með Vestur- Þjóðverjum og ísraelsmönnum áfram. Sfðan hóf hann að skýra frá för sinni til Saudi-Arabiu og fleiri rikja við Persaflóa, en þessi för hans var til sérstakrar um- ræöu i þinginu. Um fortið Schmidts, sem Begin Begin er að vinna á I kosninga baráttunni. dró inn i árásir áinar, er það að segja, að Schmidt var kvaddur i herinn 1937, þá 18 ára gamall, en áður hafði hann verið skráður I æskulýðssamtök Hitlers eins og allir skólafélagar hans, enda var það skylda á þessum árum. Her- deild hans var send til Rússlands 1941 og barðist hann þar um skeið, vann siöan I höfuðstöðvum hersins, en var sendur til Belgiu 1944, þar sem Bretar tóku hann höndum og héldu honum sem her- fanga i sex mánuði. Hann gekk I flokk sósialdemókrata meðan hann var fangi. Schmidt var orð- inn liðsforingi, þegar hann var tekinn til fanga. ÞAÐ var ferðalag Schmidts til Saudi-Arabiu, sem var tilefni árásar Begins á hann. 1 þessu ferðalagi gaf Schmidt stjórnend- um Saudi-Arabfu þau svör, aö Þjóðverjar myndu ekki selja þeim vopn að sinni, en þeir hafa m.a. farið þess á leit, aö Vestur-- Þjóðverjar seldu þeim 300 skrið- dreka af svonefndri Leopard 2-- gerö. Hver slikur skriðdreki kost- ar 2 milljónir dollara. Þetta hlaut Begin að iika vel að sjálfsögðu, en annaö féll honum miöur. A blaðamannafundi i Saudi-Arabi'u skýrði Schmidt frá fyrirhuguðum fundi utanrikisráð- herra Efnahagsbandalags Evrópu og Arabarikjanna, sem sennilega verður haldinn i Brussel i október. Schmidt sagði, að fulltrúar frá Frelsishreyfingu Palestinuaraba myndu taka þátt i fundinum. Siðar lét hann þau orð falla, m.a. eftir heimkomuna til Bonn, að Palestinumenn ættu rétt til sjálfsákvöröunar um mál sin og þaö bæri aö viðurkenna þann rétt alveg eins og rétt Israelsmanna til sjálfstæðis. Það voru einkum þessi um- mæli, sem Begin notaði sem til- efni árásanna á Helmut Schmidt. MARGIR fréttaskýrendur telja, að Begin hefði sparað sér þessar stóryrtu árásir, ef kosn- ingar stæðu ekki fyrir dyrum i Israel. Það er ekki óvinsælt þar að deila á Þjóöverja og með þvi að deila jafnframt á þýzka sósial- demókrata nær Begin til Verka- mannaflokksins, sem er helzti keppinautur flokks hans i kosningunum. Deilan viö Sýrland ú.t af eld- flaugum i Libanon er talin af svipuðum toga spunnin. Begin álíti hana liklega til vinsælda. Begin hefur hvergi hlift sér I kosningabaráttunni siðustu vik- urnar, enda þótt heilsa hans sé talin hanga á bláþræði, en hann hefur tvivegis orðið fyrir alvar- legum hjartatilfellum. Nú vinnur hann oft 19 klukkustundir á sólar- hring og heldur fjölda funda. Skoðanakannanir benda til, að honum verði vel ágengt. Þegar kosningarnar voru ákveðnar siðastliðinn vetur, bentu skoðanakannanir til, aö Verkamannaflokkurinn ynni stórsigur. Nú virðist það úr sög- unni og úrslitin vera mjög óviss. Það þykir ekki lengur útilokað, að Begin geti haldið stjórnarforust- unni eftir kosningarnar. ■ Frá fundi Helmuts Schmidt kanslara og Khalids konungs i Riyadh — og skriðdrekategundin Leopard 2, sem Schmidt hafnaði að selja stjórn Saudi-Arabiu, en hún vildi fá ekki færri en 300, þótt hver kostaði um 2 millj. dollara. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlent yfirlit Caspar Weinberger Viss um viðbrögð NATO-ríkjanna — ef til átaka um Mið-Austurlönd kemur BCaspar Weinberger, varnarmálaráðherra Banda- rikjanna, sagöi á blaöa- mannafundi, eftir fund varnarmálaráðherra rikja At- lantshafsbandalagsins nú i vikunni, að hann væri nú full- viss um að ef til þess kæmi að oliuhagsmunum vesturvelda i Mið-Austurlöndum yrði ógnað, myndu NATO-þjóðir bregðast viö á þann hátt að hagsmunirnir yröu verndaðir. „Það er almennt viður- kennt, að það gæti þurft að beita hervaldi utan Evrópu, til þess að vernda mikilvæga hagsmuni bandalagsþjóða”, sagði Weinberger viö blaða-' menn um borð I flugvél sinni, eftir að fundi varnarmála- ráöherranna lauk á miöviku- dag. Weinberger benti á að hags- munir margra annarra þjóða færu saman viö hagsmuni Bandarikjanna ef til ein- hverra aögerða kæmi, sem hefðu áhrif á oliusvæðin 1 Mið-Austurlöndum. Joseph Luns haföi áður sagt fréttamönnum, á fundi i aðal- stöðvum NATO, aö á fundi varnarmálaráðherranna hefði rikt sá skilningur, að ef til átaka um Persaflóa kæmi, myndu einstök riki Atlants- hafsbandalagsins veita Bandarikjunum heimild til liðsflutninga yfir og um lönd sin, til átakasvæðisins. Luns benti á að nú þegar nytu Bandarikjamenn aö- stoöar Breta og Frakka viö Persaflóa. Háttsettur banda- riskur embættismaður skýrði einnig frá þvi aö Weinberger myndi eiga viðræður við portúgalska embættismenn um endurbætur á stöðvum fyrir flugher á Asoreyjum. Fréttaskýrendur hafa bent á, að beiting vikingasveita þeirra, sem Bandarikjamenn vilja koma upp til að senda i skyndi til Mið-Austurlanda, telji þeir þess þörf, sé möguleg viö aðstæður, sem ekki geta talist neyðarástand. Slikar að- stæöur gætu til dæmis skapast ef áhrif sovétmanna I tran yrðu slik, aö óttast væri að þeir gætu náð valdi á oliu- svæðum. Páfa heils- ast betur ■ Heilsa Jóhannesar Páis II páfa virtist fara batnandi i gær og eru honum nú gefnar góðar vonir um að ná fullum bata eftir banatilræöið sem honum var sýnt I vikunni. Tilræðismaðurinn, hægri- sinnaður, tyrkneskur öfga- maður, sem strauk úr fangelsi i Tyrklandi 1979, aö þvi er virðist gagngert til þess aö myrða páfa, hefur enn ekki gefið neitt upp um tilgang sinn með ódæðinu. Hann neitar al- gerlega að hafa haft aðra i vit- orði með sér og kveðst ekki muna hvar hann fékk skamm- byssuna sem hann notaði viö tilræðið. blóöugra átaka hér og þar, sem kostað hafa nokkur mannslif. IRA-menn I fangelsum á N-Irlandi halda áfram hungurverkföllum sinum. Tveir þeirra hafa nú svelt sig i nær tvo mánuöi, en tveir aðrir um skamman tima, það eru þeir sem tekið hafa viö af Sands og Hughes. Myrtu hermann á N-írlandi ■ Breskur hermaður féll og nokkrir aðrir særðust, þegar skæruliðar úr irska lýöveldis- hernum gerðu eldflaugaárás á hóp þeirra á N-Irlandi i gær. Þykir mikil mildi, að ekki skýldu fleiri hljóta bana af. Þótt ástandið á N-Irlandi hafi verið friðvænlegra siöustu viku, en talið var að yrði eftir aö IRA-mennirnir Bobby Sands og Hughes létust i fangelsi þar, hefur komið til Bíða þess að styrjöld hefjist ■ Eftir þróun þá sem orðiö hefur I deilum Sýrlendinga og Israela vegna loftvarnareld- flauga Sýrlendinga I Libanon, telja flestir nú nær vonlaust að friösamleg lausn finnist á málinu og er nú litiö svo á aö þess eins sé beðiö að styrjöld milli rikjanna tveggja hefjist. Philip Habib, sérlegur sendimaður Bandarikjafor- seta i Mið-Austurlöndum, reynir að visu enn aö finna einhverja samningamögu- leika, en talið er að starf hans sé vonlaust og I gær lýsti Haig, utanrikiíráöi'erra Bandarikj- anna, þ /. yíir að iimi sá sem fyrir hendi var til friöarum- leitana, væri aö renna út. Sagði Haig að það hefði allt- af verið vafasamt að umleit- anir Habibs bæru árangur, en nú mætti segja að vonin um það væri oröin litil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.