Tíminn - 16.05.1981, Síða 6

Tíminn - 16.05.1981, Síða 6
6 HAIllllAlll BfMimi utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig- uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritststjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnusson. Umsónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökuls- son. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Fríöa Björnsdóttir (Heimilis-Tím- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guö mundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrímsson (borgarmál), Kristín Leifsdóttir, Ragnar órn Pétursson (íþróttir). Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson. Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- Ljarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 4.00 . Áskriftargjaldá mánuöi: kr. 70.00—Prentun: Blaöaprent h.f. Næsti þáttur ■ Nú eru brátt tiu ár liðin siðan „Viðreisnar”-- stjórnin hrökklaðist frá völdum og Framsóknar- menn tóku aftur við forystutaumunum i islenskum stjórnmálum. Á þessum árum hefur Grettistaki verið lyft i atvinnumálum viða um landið, og þrátt fyrir verðbólgu hafa áfangar náðst i félagsmálum og menntamálum. Á sama tima hefur verið framfylgt sjálfstæðri utanrikis- stefnu i samstarfi við nágranna og frændþjóðir. Á þessum tiu árum varð atvinnubylting viðs vegar um landið i kjölfar endurnýjunar fram- leiðslutækja i sjávarútvegi. Árangurinn varð svo mikill að um hrið snerist byggðaþróunin við, og fólk leitaði út á land af höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað viða um landið til þess að bæta aðstöðu og lifskjör. Unnið hefur verið að þvi að koma upp leiguhúsnæði i eigu sveitarfélaga þar sem húsnæðisekla stóð i vegi fyrir mannf jölgun, en það var viðar en menn höfðu i reynd gert sér ljóst. í annan stað hefur aðstaða gerbreytst við þær breytingar sem gerðar hafa verið i skólamálum er framhaldsbrautir voru opnaðar miklu viðar en áður var. Með þessu tvennu eru hér tekin dæmi til að minna á það sem gert hefur verið i framsókn lið- inna ára — og enn er unnið að. Sérstöðu hafa tveir málaflokkar. í fyrsta lagi unnu íslendingar sigur i landhelgismálinu og með þvi var lagður grunnurinn að traustri búsetu og lifskjörum i landinu i framtiðinni. Sigur okkar i landhelgismálinu er að sjálfsögðu sá atburður sem lengst verður i minnum hafður. 1 öðru lagi hefur verið staðið að mjög miklum framkvæmdum á sviði orkumála. 1 þvi efni sjá sumir úrtölumenn fátt annað en erfiðleikana við Kröflu, en án þess að litið verði gert úr þeim fer þvi viðs fjarri að þeir gefi mynd af þeim fram- kvæmdum sem átt hafa sér stað i þessum málum á þessu timabili. Það er ekki sanngjarnt að hugsa aðeins um stórvirkjanir i þessu sambandi, enda þótt þær hafi að sönnu mjög verið á dagskrá öll þessi ár. Auk þeirra hefur viða um landið verið unnið að þvi að nýta jarðvarmann til húsahitunar, og það svo að brotið hefur verið i blað i mörgum lands- hlutum. Hitaveituframkvæmdirnar voru eðlilegt svar við verðsprengingunni sem varð á oliu- vörum á þessu timabili, og með þeim hefur að- staða fólksins stórbatnað. Nú er fram undan að takast af alefli á við stór- framkvæmdir i orkumálum, til þess að treysta grunninn undir blómlegu og dafnandi þjóðlifi á landi hér i framtiðinni. Menn eiga ekki að deila um virkjunarstaði, heldur virkja sem viðast og sem mest. Orkumálin eru næsti þáttur sjálfstæðisbarátt- unnar. JS Laugardagur 16. mai 1981 á vettvangi dagsins fZ_■_ ■ .. JiBSl Landsbyggðin á engan í stjórn Flugleiða eftir Finnboga Hermannsson, Núpi, Dýrafirði ■ Aöalfundur Flugleiöa er yfir- staöinn. Fyrir utan aö gerö var grein fyrir tapi félagsins upp á 7 miljaröa gamalla króna sl. ár fór fram stjórnarkjör svo sem fara gerir. Þaö væri hótfyndni aö taka fram, aö þaö væri athyglisvert, aö dreifbýliö ætti engan fulltrúa I stjórn félagsins. Þaö telst til undantekninga, aö dreif- býlingur sé skipaöur i þær opin- berar nefndir sem taldar eru skipta einhverju verulegu máli. Þaö er helst, aö þeim sé dembt i skitverkanefndir eins og úthlut- unarnefnd listamannalauna og þvi um likt, en ekki þarf aö kosta undir þá margar feröir, eöa uppi- hald. En fyrir þvi kveö ég udd úr meö þessa Flugleiöastjórn, aö þaö skiptir svo til alla máli sem I dreifbýli búa, aö vakaö sé yfir hlut þeirra i flugsamgöngum þjóöarinnar innan lands. Ævin- týramennska og mér er nær aö segja óskhyggja á Atlantshafs- Vangefnir hljóti kennslu við sitt hæf i eftir hóp kennara við þjálfunarskólann að Sólborg ■ Fvrir nokkrum áratugum var kennsla vangefinna alls ekki talin með þegar rættvar um skólamál eða skólaskyldu. Þeir erfiðleikar sem fylgdu þvi aö eignast van- gefið barn voru nánast einkamál foreldranna og samfélagið taldi sigekki þurfa að veita neina hjálp til þess að barnið hlyti kennslu eða aöra umönnun svo að þaö gæti þroskast eðlilega miðaö við hæfileika þess og þarfir. Þaö fór nánast eftir þroska og næmi for- eldranna og annarra aðstandenda hvernig til tókst. Vangefið fólk var oftast nær einangrað heima hjá sér svo mikið sem kostur var. Foreldrarnir höfðu minnimáttar- kennd af þvi að þeir höfðu eignast svona barn, og aðrir litu þá oft meðaum kunaraugum ef þeir sáust með vangefna barnið sitt, eða reyndu aö horfa fram hjá barninu eins og það væri ekki til. Vangefni var mikiö feimnismál sem erfitt hefur reynst aö viöur- kenna, jafnvel enn i dag. Með tilkomu sérkennslulag- anna frá árinu 1977 hafa fræðslu- mál vangefinna tekið miklum breytingum til hins betra. Margt nýtt hefur komið fram i þessum efnum og er nú viðurkennd nauösyn þess aö vangefnir hljóti kennslu við sitt hæfi. Kennslufyrirkomulag Núna eru þjálfunarskólar rikis- ins 5 talsins og eru starfshættir þeirra ekki samræmdir að neinu marki. Þekking og reynsla kennar;anna við skólana ákvaröar hvernig kennslan fer fram. Tima- fjöldi á nemanda er þó lögbund- inn. a. vangefinn einstaklingur á rétt á 5 vikustundum (vikustund er miðuð við einstaklingskennslu, en kennslustundir á viku verða fleiri ef um hóp er að ræða.) b. fjölfatlaður einstaklingur á rétt á 10 vikustundum. c. einstaklingur með geðræn vandkvæði á rétt á 15 viku- stundum. Við þjálfunarskóla eru nem- endur með greindarvisitölu 0-50, en sumir þeirra eru auk þess likamlega fatlaðir eða með geð- ræn vandkvæði. Þjálfunarskóla- nemendureru þvi mjög ólikir ein- staklingar og varla hægt að tala um þá sem eina heild. Hluti nemendanna er gæddur þeim félagslega þroska, einbeit- ingarhæfileika og úthaldi, sem þarf til að geta nýtt sér hóp- kennslu, en þá er yfirleitt miðað Af hálfu opin- berra starfsmanna eftir Halldór Kristjánsson ■Viö hátiöahöldin 1. mai var út- varpað ræðu Elsu Eyjólfsdóttur skólaritara. Hún var ræöumaður af hálfu opinberra starfsmanna. Að sjálfsögðu hefur hún þó talað á eigin ábyrgð og frá eigin brjósti. í máli hennar voru vafasamar fullyrðingar, vægilega talað. Hún sagði aö opinberir starfsmenn heföu misst eða gefið eftir 20-30% af launum sinum á siöustu tveim- ur árum. Fróölegt væri að fá að heyra hvernig það er reiknað. Skýring Elsu á verðbólgunni var sú aö hún stafaöi frá „fjár- festingarbraski”. Vist hef ég heyrt að fjárfesting gæti átt þátt i verðbólgu með þvi móti að valda þenslu vegna peninga sem hún kæmi I umferð. Þá er talað um of mikla atvinnu, of mikla kaupgetu almennings. Einhvern veginn fannst mér þó að það væri ekki þetta sem Elsa átti við og þvi þætti mér fengur að vita hvers- konar fjárfestingu hún átti við og hverskonar áhrif þaðan. Hitt fór ekki milli mála aö Elsa taldi það fjarstæöu að kauphækk- anir vegna véröbóta hefðu áhrif á verðbólgu. Hver maður. hlyti að sjá aö verölagsbætur væru afleið- ing þess sem orðiö væri og færi á undan. Vonandi sjáum við það öll, en

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.