Tíminn - 16.05.1981, Page 9
Laugardagur 16. maí 1981
Laugardagur 16. maí 1981
9
fréttafrásögn
ÞU VERÐ R AÐ SLA HRATT
■ „Við skulum láta boðin ganga
hratt fyrr sig þvi það eru yfir 300
númer sem bjóða á upp i dag”,
sagði Jónas Gústavsson annar
uppboðshaldaranna I Tolistöðv-
arhúsinu um helgina.
„Þá verður þú að slá hratt”,
hrópaði einhver að Jónasi úr
mannfjöldanum sem saman var
kominn á uppboðinu. Hann hafði
þó ástæðu til að sjá eftir þessu
katli þvi hann varð seinn fyrir
með eitt boðið og... „Þvi miður þú
varst búinn að segja mér að slá
hratt”, sagði Jónas.
Troðið var út að dyrum i Toll-
stöðvarhúsinu er uppboðið hófst
og þar að auki stóð f jöldi manna á
hafnarbakkanum fyrir utan stöð-
ina. Rólegt var i upphafi en er leið
á æstust menn upp og gættu ekki
alltaf að halda boðunum innan
skynsamlegra marka.
Fyrstu númerin sem boðin voru
upp voru búðarborö úr viði og ein-
hver stálheppinn náungi hreppti
eitt þeirra á aðeins 5 kr. Siðan
færðist f jör í leikinn auk þess sem
gamanmál fuku á milli uppboðs-
gesta og uppboðshaldaranna
tveggja þeirra Jónasar og Ingólfs
Sigurz.
Bestu kaupin?
Er uppboðið var um það bil
hálfnað slöngruðu þrir prúöbúnir
náungar inn i salinn, vel viö skál
og -.skemmtu sér greinilega mjög
vel við að bjóða i ýmsa hluti.
Einn þeirra bauð af miklum
krafti i 25 Matchbox bila og
hreppti þá á endanum á verði sem
var nokkuð langt yfir.búðarveröi.
Hann og félagar hans voru þó hin-
ir ánægðustu meö fenginn og er
þeir héldu á brott aftur, eftir
hafnarbakkanum, heyrðist hinn
nýi „blleigandi” segja nokkuð
stoltur á svip:
,,Ég þef oft gert góð kaup um
ævina en þetta hljóta að vera þau
bestu”.
Einvígi
Er stór og mikil hillusamstæða
var boðin upp voru greinilega
tveir menn i salnum sem ætluðu
sér að eignast hana. Eftir að boð-
in náðu 2000 kr. hættu aðrir en
þeir tveir að bjóða i og fólkið
fylgdist grannt með einvigi þeirra
tveggja.
Er boðin náðu 5000 kr. markinu
byrjaði að draga úr þeim báðum
og lengri timi leið á milli boða en
hvorugur vildi þó gefa sig. 5100...
200.. . 300.. fyrst, annað og ... 400 ...
500.. fyrsta annað og ... fyrsta
annað og ... 600 ... 700... 800...
900.. . fyrsta annað og ... fyrsta
annað og ... og nú hófst hamarinn
á loft .... 6000 ... „Við höfum. 6000
býður nokkur betur”. Enginn
bauð betur en sá er lét i minni
pokann horfði löngunaraugum á
eftir samstæðunni er hún var bor-
in út úr húsinu.
Langtimafjárfesting
Dýrasta númerið sem boðið var
upp voru rúmlega 300 stykki af
snjóþotum sem boðnar voru upp i
einum pakka. Boðin byrjuðu i ró-
legum 200 kalli en enduðu eftir
mikla baráttu er Ingvar Krist-
jánsson hreppti þoturnar á 6100
kr. auk söluskatts en verðmæti
þeirra var talið rúmlega 20 þús-
und kr.
Ingvar sagði i samtali við Tim-
ann að hann liti á þessi kaup sem
langtimafjárfestingu. Hann sagð-
istekki fara oft á svona uppboð en
oft mætti gera góð kaup á þeim.
1 samtali okkar kom fram að
mikið væri um að heildsalar
kæmu á þessi uppboð og hrepptu
þá oft fyrir litinn pening vörur
sem upphaflega væru frá þeim
sjálfum komnar. En einnig væri
til í dæminu að menn byðu mikið i
hita leiksins og gerðu þá stundum
slæm kaup.
Oft mikið fjör
„Það er oft mikið fjör á þessum
uppboðum og mikið er um að fólk
komi hingað til þess að skemmta
sérj'sagði Ingólfur Sigurz annar
uppboðshaldaranna i samtali við
Timann og ekki spillir það fyrir
ánægjunni sá möguleiki að eign-
ast góða hluti á lágu verði.
„Það er mikið til sama fólkið
sem sækir þessi uppboð aftur og
aftur en nú var einnig nokkuð af
fólki utan af landi enda var verið
að selja þannig vörur, reiðtygi og
fleira.
Þetta sem við seldum nú var
gamall vörulager sem litil hreyf-
ing hafði verið i lengi en heildar-
verðmætið sem fékkst fyrir hann
á uppboðinu voru rúmar 116 þús-
und kr.” sagði Ingólfur.
Myndir Róbert Ágústsson
Texti Fribrik Indriðason
Tímamenn lita inn á uppbod í Tollstöðvarhúsinu?
þar sem gamlar vörur voru seldar fyrir á annað
hundrað þúsund
Eins og sjá má var Tollstöðvarhúsið troðfulit af fólki.
■ Jónas Gústavsson athugar vörulistann, en á honum voru rúrnlega
300 númer sem gáfu eftir daginn um 116 þús. kr.
.
Hvað hefðum við gert án bílsins í landi sem okkar?
Við íslendingar erum sennilega sú þjóð í
Evrópu sem mest er háð bifreiðum til fólks- og
vöruflutninga vegna þess hvað landið okkarer
stórt og strjálbýlt. Hver og einn getur séð fyrir
sér það ástand sem skapaðist ef bílsins nyti
ekki við. Þetta mikilvæga samgöngutæki hefur
aukið frelsi og gjörbreytt skilyrðum til búsetu
og vinnu í nútíma þjóðfélagi.
Tíundi hver starfandi fslendingur, eða u.þ.b.
10 þúsund manns hafa atvinnu sem beint eða
óbeint tengist bifreiðinni.
Beinar tekjur ríkisins af bifreiðum og akstri
landsmanna í formi skatta og tolla hafa verið
um 1/5 af heildartekjum þess á undanförnum
árum.
Hlutur bensínbifreiða í heildarnotkun oliuvara
á íslandi er óverulegur eða u.þ.b. 16%
af eldsneytisnotkun landsmanna.
Bílar og varahlutir hátollaðir
Oft lítur svo út sem meðferð hins opinbera á
málefnum bifreiðaeigenda sé bæði gerræðis-
leg og handahófskennd og að enginn opinber
aðili hafi fulla yfirsýn yfirafleiðingaraf ýmsum
aðgerðum, álögum og kvöðum sem bifreiða-
eigendur verða að þola.
Á íslandi eru há opinber gjöld og álögur á
bifreiðum sem fara beint i ríkiskassann. Bil-
greinasambandið telur það vera í hrópandi
ósamræmi við það mikilvæga hlutverk sem
bifreiðin gegnir við að halda landinu í byggð.
Þess vegna er kominn tími til að meta fram-
tíðarhorfur bílsins og spyrja:
HVAÐ GERUM VIÐ ÁN BÍLSINS í LANDI SEM
OKKAR?
BILGREINASAMBANDIÐ
Uppboösgestum sýnd varan.
.. dráttarvélina, jeppann, vinnuvélar og önnur
tæki. öll nota þau einu og sömu fjölþykktar-
olíuna á ajja smurstaði, ajjt árið um kring,
nefnilega UNIFARM.
UNIFARM er því endanleg lausn á margflóknum
smurningsmálum bænda. Einföld og örugg.
Einföld vegna þess að hún ein leysir af
hólmi nær allar gömlu tegundirnar sem bændur
hafa hingað til notað á vélar sínar.
Flókinn og dýr lager er úr sögunni og engin
hætta er á tjóni vegna ruglings á tegundum.
Ingvar Kristjánsson meö feng sinn, rúmlega 300 snjóþotur.
tsso
Öruqq vegna þess að UNIFARM fjölþykktar-
olían státar af hæstu gæðaflokkun sem
nokkur vélarolía getur fengið og stenst
því fullkomlega þær kröfur sem gera verður
tll olíu sem notuð er jöfnum höndum á
vélina, gírkassann, vökvakerfið, drifið og
hemla í olíubaði.
Spyrjið um reynslu þeirra sem skipt hafa yfir
UNIFARM nú þegar.
UNIFARM-
Einfyrirallarhinar.
Olíufélagið hf