Tíminn - 23.05.1981, Qupperneq 8

Tíminn - 23.05.1981, Qupperneq 8
8 Sunnudagur 24. ma! 1981 RfEfllllí utgcfandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason, Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiislustjóri: Sig- uróur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elfas Snæland Jóns- son, Jbn Helgason. Jón Sigurösson. Ritststjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökuls- son. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon. Bjarghildur Stefáns- dóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tfm- inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guð- mundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdbttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristfn Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skri fstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavfk. Simi: 8Ó300. Auglýsingasimi: 16300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00 . Askriftargjaldá mánuði: kr. 70.00—Prentun: Blaðaprent h.f. Sem jafningjar ■ Orkulindir landsins eru sameign allrar þjóð- arinnar. Þegar litið er til framtiðarkjara islensku þjóðarinnar geta menn ekki farið að metast um það hvar fallvötn er að finna i landinu eða hvað hvert hérað i landinu „leggur fram” til þjóðar- búsins i orkuauði. Orkan er þarna án tilverknað- ar manna og hún hefur verið þarna siðan skapar- inn fann henni staði, og hún er ekki okkur mönn- unum að þakka. Jafnframt er ljóst að sameiginlegir sjóðir allra landsmanna standa undir öllum helstu fram- kvæmdum i orkumálum, og að þvi leyti sem rikið sjálft hefur ekki frumkvæði að uppbyggingu orkufreks iðnaðar i landirtu má fyllilega gera ráð fyrir þvi að fjármagns verði aflað um land allt i einu eða öðru formi. Þær skuldbindingar sem við verðum að undirgangast til þess að koma tök- um á orku landsins munu hvila á okkur öllum, og þvi er það og eðlilegt að allir njóti kostanna. Slikt er og markmiðið. Orkumálin eru sjálf- stæðismál islensku þjóðarinnar, ekki siður en landhelgismálið, og i þessum málum er hlutur allra landsmanna jafn. Og á þessum jafna hlut verður samvinna allra að byggjast. Af þessu leiðir það mikilvæga markmið i orku- nýtingarmálum að jafna orkuverð um land allt til neytendanna. Orkan er orðin slikt grundvallar- atriði allrar atvinnustarfsemi og lifskjaranna yf- irleitt að jöfnuður næst aldrei eða félagslegt rétt- læti ef ekki er stefnt ákveðið að þessu marki. Orkunýtingin á ekki að verða til þess að skekkja aðstöðu fólksins eftir þvi hvar menn búa á landinu, heldur til hins að verða lyftistöng hag- þróunar um land allt. Það er ekki aðeins almenn hagþróun eða batnandi almannahagur sem um er að ræða, heldur alveg sérstaklega hagþróun i öll- um landshlutum og aukin hagsæld i heimahögum fólksins sem um er að ræða. Það er jafnháskalegt að gleyma aðstöðu byggðanna i þessu efni, eins og það væri að leggja atvinnustarfsemina á suð- vesturlandi i eitthvert svelti meðan öflug fram- sókn ætti sér stað i öðrum landshlutum. í þessu eiga allir samleið. Hitt er rétt og má ekki gleymast að það er stórmál i orkunýtingar- stefnunni að orkunni verði dreift á sambærilegu verði um land allt. Þetta er ekki auðvelt alls stað- ar og þetta tekur tima. En þessa stefnu verður að marka þegar i upp- hafi. Ella verður aðstöðumunur fólksins og at- vinnulifsins stöðugt meiri, skekkjan og ójöfnuð- urinn stöðugt vaxandi. Og enda þótt endanlegu markmiði verði ekki náð i þessu eina vetfangi, fremur en i öðru, verður að hafa mið af þessu i öllum framkvæmdum. Orkuframkvæmdirnar verður að sjá sem eina heild hvar sem þær eru á landinu. Sameiginlegt dreifikerfi verður að treysta um alla landshluta. Við erum að ganga i einn sameiginlegan sjóð sem landið hefur geymt okkur, og við eigum að njóta hans sem jafningjar hvar sem er i landinu. JS i á vettvangi dagsins — 'v^-: -y —J Atvinnuleysið aldrei bandamaður í barátt- unni við verðbólguna — ræða Guðmundar Bjarnasonar, alþingismanns, í útvarpsumræðunum ■ Eitt af grundvallaratriöum i stefnu Framsóknarflokksins er að halda uppi öflugri byggða- stefnu sem hefur að markmiði jöfnuð með landsmönnum, hvar sem þeir búa og að treysta hverja þá byggð sem lifvænleg er. Framsóknarflokkurinn leggur á- herslu á að fólki séu búin skilyrði til þess að lifa og starfa i þvi um- hverfi sem það kýs sér. Árið 1971 uröu mikil þáttaskil i islenskum stjórnmálum. Þáver- andi formaður Framsóknar- flokksins, Ólafur Jóhannesson, myndaði rikisstjórn, sem mótaði nýja stefnu i byggðamálum, grundvallaða á málflutningi og tillögugerö Framsóknarflokks- ins. Siðan hefur flokkurinn haft á- hrif á stefnu stjórnvalda i byggðamálum og má likja breytingunum á þessum áratug við byltingu. Byggðastefna 1 nýútkominni ársskýrslu Framkvæmdastofnunar rikisins kemur fram aö á þessum áratug hefur fólksflóttinn af landsbyggð- inni til höfuöborgarsvæðisins stöðvast og trúin á gildi þess og möguleika að byggja landiö allt, vaxið á ný. Sem gott dæmi um þessa byltingu má nefna tvo staði, sinn i hvorum landshluta, það eru Grindavik með 64% fólks- fjölgun og Hvammstangi með 62.9% fólksfjölgun á tiu árum. 1 byggðastefnu felst m .a. það aö efla og treysta atvinnulif um land allt, að bæta skilyrði til mennt- unar og menningarlifs, auka öryggi fólksins i hinum strjálu byggöum með fullkominni heil- brigðisþjónustu, efla og auka samstarf og samskipti fóks með stórátaki á sviði samgöngumála. A það jafnt við um Vestfirði sem Austfirði, um Langanes sem Reykjanes. Samkvæmt þessari stefnu hefur Framsóknaflokkur- inn unnið i þeirri rikisstjórn sem nú er við völd, sem og á undan- förnum árum. Það sést best á ýmsum aðgerðum og ráöstöfun- um stjórnvalda undanfarnar vik- ur og mánuði svo og af störfum þess þings sem nú er senn að ljúka. Full atvinna og baráttan við verðbólguna En það er oft erfitt aö stilla saman svo vel fari þau tvö mikil- vægu markmiö, byggðastefnu með fullri atvinnu og uppbygg- ingu um land allt annars vegar og hins vegar baráttu við óðaverð- bólgu, en það er eitt af meginvið- fangsefnum rikisstjórnarinnar að ná verðbólgunni á næsta ári niður á svipaö stig og I helstu viðskipta- löndum okkar. Vissulega hefur nokuð dregið úr spennu á vinnu- markaði sem fyrst bitnar á ýms- um þjónustugreinum svo sem byggingariðnaði og þarf þvi að fylgjast mjög vel með þróun at- vinnumála þvi atvinnuleysi er sá vágestur sem Framsóknarflokk- urinn mun aldrei sætta sig við að hafa sem bandamann i barátt- unni við verðbólguna. Þar sem brotalöm hefur oröið I atvinnulifi hefur rikissstjórnin brugöið viö og aðstoöað i slikum tilvikum. Má I þvi sambandi nefna staði eins og Þórshöfn sem mikið var til um- ræðu fyrr i vetur, og Djúpavog, en nú er einmitt leitað lausnar á at- vinnuvandamálum þess staöar. Þarna koma einnig til aðstoöar Framkvæmdarstofnun rikisins og Byggöasjóður en það var eitt af verkum rikisstjórnar Ölafs Jó- hannessonar árið 1971, að koma á fót þessum stofnunum, fyrir at- beina Framsóknarflokksins og hafa þær margoft siðan sannað gildi sitt viö framkvæmd byggða- stefnunnar. Varðandi nýja þætti i atvinnu- málum skal þess getið að fyrir Alþingi liggja nú lagafrumvörp um þrjár verksmiðjur, þ.e. sjó- efnavinnslu, stálbræöslu og stein- ullarverksmiðju, sem vonandi eiga allar eftir að styrkja og efla atvinnulif i landinu. Þá eru og ýmsir aðrir atvinnumöguleikar og nýiðnaðartækifæri I athugun hjá rikisstjórninni. Menntunar- og menningarlif Annar þáttur byggðastefn- unnar sem ég nefndi var bætt skilyrði til menntunar og menningarlifs. Af hálfu mennta- málaráðherra er nú unnið að þessum málum á ýmsum sviðum. Frumv. að nýrri löggjöf um framhaldsskóla er nú nánast full- buið og verður lagt fyrir Alþingi næsta haust og vonandi lögfest á þvi þingi. Þá er unnið að undir- búningi löggjafar um fulloröins- fræöslu en með breyttum at- vinnuháttum er mjög knýjandi að skapa skilyrði fyrir fræöslu handa fullorðnum og stuðla að auknum rétti og möguleikum fólks til endurmenntunar. Þá hefur menntamálaráðherra mjög látið til sin taka málefni rikisút- varpsins. Þó stöðugt séu geröar kröfur til hins opinbera um strangasta aöhald i fjármálum er jafnframt hert á kröfunum um aukna þjónustu. A þetta ekki sist við um rikisútvarpið. Ráðherra hefur þó ákveöið lagt til og mark- að stefnu um að áfram skuli hald- iö byggingu útvarpshúss enda stofnuninni mjög þröngt sniðinn stakkur i húsnæðismálum svo ekki sé meira sagt. Þá er og fyrir- hugað átak viö byggingu dreifi- kerfis sjónvarps nú i sumar en það er bæði erfitt og kostnaðar- samt verkefni. Þvi betur munu sjónvarpsútsendingar nú ná til þiorra þjóðarinnar en enn eru þó eftir þeir sem afskekktastir eru og búa við mesta einangrun og þurfa þvi frekast á þessari sjálf- sögöu þjónustu að halda. Málefni fatlaðra og aldraðra Á sviði félagsmála, heilbrigðis- og tryggingamála vinnur ríkis- stjórnin aö mörgum umbóta- og framfaramálum enda er góð heil- brigðisþjónusta ein af meginfor- sendum öflugrar og traustrar byggðastefnu. Af mörgu er að taka en ég mun aðeins nefna tvö frumvörp sem eru til umfjöllunar I þingi þessa dagana. Annað lætur litiö yfir sér en er þó þýðingar- mikið fyrir þá sem I hlut eiga en það fjallar um umbætur I opin- berum byggingum i þágu fatlaðra og hvernig greiða skuli kostnaö við breytingar á byggingum þess- um til að gera þær aðgengilegar fyrir fatlað fólk. Hitt frv. er öllu stærra i sniöum en ekki siður mikilvægt en þaö fjallar um heil- brigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Þrátt fyrir töluverðar úrbætur á undanförnum árum er hér um gifurlegt vandamál að ræöa I ýmsum sveitarfélögum og er ástandið liklega hvaö verst hér á höfuðborgarsvæðinu. Nálgast að tala megi um neyðarástand. A þessu sviði veröa stjórnvöld aö bregða við bæði skjótt og ákveðið en varast þó eins og unnt er að byggja upp kostnaðarsamt bákn stofnana, nefnda og ráða. Nú þegar þarf þó að stofna byggingarsjóð aldraðra og verða íandsmenn allir að taka saman höndum um aö vm þaö verkefni. Samgöngumálin Aö lokum vil ég nefna þann þátt byggöastefnu sem að samgöngu- málum lýtur. 1 dag var rædd hér á Alþingi vegaáætlun til næstu fjögurra ára. Er með henni gert ráö fyrir verulegu átaki i vega- gerð á áætlunartimabilinu. Sér- stök áherzla er lögð á lagningu bundins slitlags sem sparar mikið fjármagn i viðhaldi, bæði á vega- kerfinu svo og hjá þeim bifreiða- eigendum sem aka eftir vegum meö bundnu slitlagi. Þá fylgir á- ætluninni einnig fyrirheit sam- gönguráðherra um sérstaka fjár- mögnun til að vinna að úrbótum á þeim köflum vegakerfisins þar sem vegfarendur eru tiðum i lifs- hættu vegna snjóflóða, skriðu- falla og grjóthruns, en það er i Óshlið, Ólafsvikurenni og- ólafs- fjarðarmúla. A fjárlögum þessa árs er veru- leg hækkun á f járveitingu til flug- mála og er með þvi lögð aukin á- hersla á þann þátt samgangna. Með bættum flugsamgöngum hefur tekist aö koma ýmsum áöur afskekktum byggðarlögum i nær daglegt samband við aðra lands- hluta. Simamál hafa mikið veriö til umræðu i vetur. Siminn er mikiö öryggistæki og fyrir löngu orðinn ómissandi þáttur I dagiegu lifi fólks. Það er þvi nánast óvið- unandi að enn skuli 3.200 sveita- býli, og oftast þau sem lengst liggja frá þéttbýliskjörnum, búa við handvirkt samband um innansveitarlinur (og ná ekki simasambandi út úr viðkomandi sveit nema um landsimastöö sem i sumum tilfellum er aöeins opin 4-6 tima á sólarhring.) Það var þvi mikiö ánægjuefni er Alþingi samþykkti i gær, sem lög, frum- varp samgönguráðherra um lagningu sjálfvirks sima, en lög þessi gera ráö fyrir 5 ára áætlun til að leggja sjálfvirkan sima á þau 3.200 sveitabýli sem enn búa viö handvirkt simasamband og það öryggisleysi sem þvi fylgir. Aðeins traustabrestir Ég hefi nú variö tima minum til að gera nokkra grein fyrir þeim málum sem Framsóknarflokkur- inn hefur beitt sér fyrir og stutt að á sviði byggðastefnu, bæði I nú- verandi stjórnarsamstarfi svo og á undanförnum árum en timans vegna aðeins stiklað á stóru og margt er enn ógert i þeim efnum sem heyra byggðastefnu til og flokkurinn mun áfram berjast fyrir. Nefni ég þar t.d. jöfnun á raforkuverði. Ég geri mér vonir um og hefi ekki ástæöu til að ætla annaö en þetta stjórnarsamstarf muni á- fram ganga eins vel og þaö hefur hingaö til gert og heyrist i þvi brestir, þá séu það aðeins traustabrestir. Stjórnarandstaðan hamast og hamast, heimtar aðgerðir en leggst siðan gegn öllum skynsam- legum og óhjákvæmilegum ráð- stöfunum stjórnarinnar. Svona vinnubrögð fá ekki hljómgrunn hjá þjóðinni. — Það sýna best skoðanakannanir þó að sjálfsögðu sé rétt aö taka þær með vissum fyrirvara. Stjórnarliðiö mun áfram vinna að þeim markmiðum sem stjórnarsáttmálinn greinir frá og jafnhliða glimunni við veröbólgu- drauginn halda áfram þeirri byggöa- og uppbyggingarstefnu sem framsóknarmenn hafa lagt áherslu á. Framfarir landsins alls, framfarir þjóöarinnar allrar. Á þann hátt telur Fram- sóknarflokkurinn aö best verði borgið sjálfstæði og öryggi fólks- ins sem i landinu býr, I nútið og framtið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.