Tíminn - 23.05.1981, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. mai 1981
11
Spa Timans iiiRirim iihirsi 1 [Ðj/
í l.deildinni í vAl /Wr\
íknattspyrnu:
1. Breiðablik
2. Fram
3. Valur
4. Víkingur
5. Akranes
6-7. ÍBV
6-7. KR
8. KA
9. FH
10. Þór
reyndar varð raunin i leiknum við
Val á dögunum. Hvað gera
KR-ingar þá?
Slik knattspyrna á auðvitað
miklu betur við á grasvöllum en á
Melavellinum ævaforna. Þar
gengur dæmið hreinlega ekki
upp.
KR-ingar verða að læra af
reynslunni. Ef þeir gera breyt-
ingu á leikmáta sinum ættu þeir
að sleppa við fallslaginn, annars
ekki. Þó er ekki þar með sagt að
háloftaknattspyrna eins og þeir
sýndu i fyrra gefi betri raun. Við
spáum þeim 6-7 sætinu i deildinni.
FH
FH hefur einnig orðið að þola
sinar mannabreytingar. Þar ber
hæst að Ingi Björn Albertsson
mun þjálfa liðið og ætlar einnig að
leika með þvi. Ólafur Danivals-
son er kominn aftur frá Val, svo
og Samúel Grytvik sem áður lék
með IBV, en gerði einnig stuttan
stans hjá Val. Þá hafa þeir einnig
fengið til liðs við sig Andrés
Kristjánsson sem áður lék með
ísfirðingum auk þeirra Hreggviðs
markvarðar og Tómasar Páls-
sonar sem áður eru upp taldir.
Allar likur eru á að FH verði i
fallbaráttunni ásamt nýliðunum
frá Akureyri. Þeir hafa leikið tvo
leiki, tapað gegn KR og Viking.
Leikur þeirra hefur verið fráleitt
sannfærandi.
Við spáum þeim 9. sætinu og þvi
miður falli i aðra deild i haust.
KA
KA lék fyrsta leik sinn i deild-
inni á dögunum gegn ÍA. Þeir
máttu teljast óheppnir að tapa
leiknum, enda var liðið ekki full-
skipað.
Litlar breytingar hafa orðið á
KAliðinu. Þeir hafa misst
markakónginn óskar Ingi-
mundarson til KR, en þar i mót
hafa þeir fengið Hinrik Þórhalls-
son til liðs við sig frá Viking og
Guðjón Guðmundsson úr Kefla-
vik.
Við spáum þvi að KA berjist á
botninum i sumar. Þeir ættu þó að
spjara sig undir lok mótsins, gætu
náð 8. sætinu og áframhaldandi
veru i fyrstu deild.
Þór
Þór hefur aðeins einu sinni
leikið áður i fyrstu deild og féll þá
rakleitt niður aftur. Þeir hafa
styrkt lið sitt með nýjum leik-
mönnum. Þeir eru þó tæpast nógu
sterkir til að geta breytt liðinu að
ráði.
örn Guðmundsson fengu þeir
frá KR, Guðjón Guðmundsson frá
FH. En það er skarð fyrir skildi
að baráttujaxlinn gamli Gunnar
Austfjörð skuli ekki mæta til
leiks.
Þór hefur leikið einn leik þegar
þetta er ritað, á móti IBV. Þar
máttu þeir þola stórt tap. Við
spáum þvi að Þórsliðið verði svo
gott sem fallið um mitt mót. Ætli
þeir reki ekki lestina i 10. og sið-
asta sæti.
PÓST- OG SÍMA-
MÁLASTOFNUNIN
Staða AÐALBÓKARA PÓSTGÍRÓSTOF-
UNNAR er laus til umsóknar.
Verzlunarskólamenntun eða staðgóð bók-
haldsþekking nauðsynleg.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá for-
stöðumanni póstgiróstofunnar og hjá
starfsmannadeild.
Útboð
Gluggar - innréttingar
Byggung Reykjavik óskar eftir tilboðum i
smiðar á:
L Gluggar og útihurðir
2. Eldhúsinnréttingar
3. Fataskápar
4. Innihurðir
Um er að ræða smiðar i 120 ibúðir að
Keilu- og Rekagranda. Gögn verða afhent
á skrifstofu félagsins við Eiðsgranda frá
kl. 14.00til 17.00 dagana 26/5 og27/5.
Sveit Mig vantar 15 ára strák, vanan vélum. Upplýsingar á Krossi, simi um Borgarnes. Best að ná i hádeginu. Erindi um ibúðabyggingar og skipulag i- búðarhverfa i V.-Þýskalandi Mánudaginn 25. mai kl. 20.30 flytur Hermann Boockhoff, arkitekt,' Hannover erindi i Lögbergi H.í. stofu 101. Að- gangur er öllum heimill. Þýzka bókasafnið Arkitektafélag Islands.
EruðþiÓ
tílbúin
í garðvinnuna?
Helmingur ánægjunnar
við útistörfin felst í góðum
garóáhöldum,
— vönduðum verkfærum
frá Lysbro! umb0(5smenn:
áhöld til útivinnu!
K.Þorsteinsson &Co.,Sundaborg