Tíminn - 23.05.1981, Síða 12
Sunnudagur 24. mai 1981
■ tslendingar stæra sig stundum
af þvi aö vera mesta skákþjóö
Noröurlanda og leita náttúrlega
viöar. Þaö má til sanns vegar
færa: viö eigum tvo stórmeistara
en hinar þjóöirnar einn eöa eng-
an, viö eigum sömuleiöis nokkra
efnilega unga meistara sem eru
til alls visir á næstunni. Oft náum
viö prýöilegum árangri á erlend-
um vettvangi og ekki er vafi á þvi
aö ungliöastarf er nú blómlegra
hérlendis en áöur hefur þekkst
svo i sjálfu sér er ekki ástæöa til
annars en aö ætla aö ungu menn-
irnir muni ná langt. En mikiö vill
meira. Viö megum ekki gleyma
aö i öörum löndum er lika unniö
mjög vaxandi starf aö skák-
málum og þaö eru blikur á lofti
sem benda til þess aö ef viö gæt-
um okkar ekki lendum viö þrátt
fyrir allt aftarlega á merinni. I
nafni höföatölunnar og þjóöremb-
unnar: þaö má ekki gerast!
Ofurlitil upprifjun sakar ekki: á
fyrri hluta aldarinnar áttum viö
marga góöa skákmenn sem heföu
án efa getaö náö langt, ef þeir
heföu haft meiri og betri tækifæri
til aö stunda list sina. Svo skaut
Friörik Ólafsson upp kollinum og
komst i fremstu röö skákmanna
heims, i kjölfar hans komu Ingi
R. Jóhannsson og Guömundur
Sigurjónsson og náöu báöir langt
á sinn hátt. Guömundur varö
annar stórmeistari okkar áriö
1974. Nú — siöustu fjögur fimm
ár — hafa svo birst á sjónar-
sviöinu fjölmargir ungir strákar
sem flestir fengu bakteriuna
þegar Fischer og Spasski böröust
I Laugardalshöll. baö leiöir
reyndar hugann aö þvi aö viö ætt-
um aö gera enn meira en hingaö
til af aö laöa til landsins stórviö-
buröi skáklifs veraldar. Býsna
mikiö hefur aö visu veriö gert af
sliku — auk Fischer — Spasski
má nefna svæöamótiö 75 og ein-
vigi Spasskis og Horts - en
alltaf má gera meira.
En semsagt: þrir þessara
stráka, Helgi Ólafsson, Margeir
Pétursson og Jón L. Arnason,
hafa þegar tryggt sér alþjóölega
meistaratitla og Haukur Angan-
týsson myndi vafalitiö gera hiö
sama ef hann tefldi meira. Aörir
eru á þröskuldinum: Jóhann
Hjartarson, Elvar Guömundsson,
Karl Þorsteins, Jóhannes Gisli
Jónsson etc etc. Og nú er komiö
aö aöalefni þessa pistils: semsé
hvernig má búa þessum strákum
skilyröi til aö þroska hæfileika
sina. Þaö er ekkert einkamál
þeirra.
Maöur er nefndur Murray
Chandler. Hann er nýsjálenskur
alþjóöameistari, ekki nema rétt
tvitugur aö aldri en hefur þegar
afrekaö áö vinna sér inn fyrsta
áfanga áö stórmeistaratitli.
Siöari áfangarnir koma vafalaust
fljótlega. Astæöan er ekki endi-
lega snilld Murray Chandlers,
hann er aö vlsu góöur en ekki
framúrskarandi ennþá.
Astæöan er miklu fremur sú að
hann býr viö frábær skilyröi til aö
helga sig skáklistinni og getur
einbeitt sér aö þvi af öllum kröft-
um. Hann er nefnilega vel og
rækilega styrktur af stórbanka á
Nýja-Sjálandi, mun fá öll sin
feröalög um heiminn fri og getur
þvi teflt mikið allt áriö um kring.
Lykillinn aö góöum árangri er
ekki sist aö fá nægileg tækifæri til
aö reyna sig gegn eldri og færari
mönnum. Það er vitaö mál aö
unglingar i Austur-Evrópu njóta
viötæks og I rauninni algers
stuðnings skákyfirvalda heima-
landa sinna en þetta fyrirkomu-
lag Nýja-Sjálandsbanka er ó-
venjulegt á Vesturlöndum og til
mikillar fyirirmyndar. Það er
ekkert vafamál að þrenningin
Helgi-Margeir —JónL hefur
jafnmikla hæfileika og til aö
mynda Murray Chandler og þvi
hlýtur þaö aö vera sjálfsögö
skylda Islendinga að hlúa að þeim
hæfileikum. Þjóöremban og
höföataian...
Friörik Ólafsson og Guö-
mundur Sigurjónsson eru á
menntaskólakennaralaunum hjá
rikinu. Þaö er ágætt. En þaö þarf
lika aö styrkja ungu mennina,
annars vofir sú hætta yfir aö þeir
gefist upp á stefna aö hæstu
hæöum og veröi fristundagutl-
arar i staöinn. Þaö er reyndar
ekki vist aö æskilegt sé aö styrkja
þá meö launum úr rikissjóöi,
miklu vænlegri viröist sú stefna
sem Nýsjálendingar hafa fariö,
aö greiöa feröalög og uppihald er
þeir fara út fyrir landsteinana aö
keppa. I fyrra var Helga Ólafs-
syni boðið á mjög sterkt skákmót
I Tblisi I Sovétrikjunum en hann
gat ekki fariö. Hann átti ekki fyrir
fargjaldinu og missti þar meö af
frábæru tækifæri til að keppa viö
mjög sterka skákmenn og læra af
þeim. Þessi sami Helgi hefur sýnt
aö þegar honum tekst upp getur
hann unniö næstum hvern sem er.
Sömu sögu er aö segja af Mar-
geiri Péturssyni og Jóni L. Árna-
syni. Báöir hafa keppt töluvert i
útlöndum en ættu aö gera — eöa
allavega geta gert meira af þvi.
Fyrirtæki eins og Flugleiöir: eru
þau ekki frábærlega i stakk búin
til að hjálpa þessum efnilegu
skákmeisturum? Eöa þá bank-
arnir eöa einhver önnur stórfyrir-
tæki. Þau fengju aö visu ekkert i
staöinn, ekki I beinhöröum pen-
ingum þaö er aö segja, en væri
ekki viröing og oröstir Islendinga
nokkurs viröi? Ha?
Svo er annaö. Ég viöurkenni aö
ég hef afskaplega litla hugmynd
um hvernig skákmönnum er
boöiö á skákmót, hvort þaö gerist
I gegnum skáksambönd viðkom-
andi landa eöa hvort boðin fara
beint til einstaklinga. Sjáifsagt er
þaö sitt á hvaö. En ég get ekki
Imyndaö mér annaö en aö meira
mætti gera af þvi aö kynna Is-
lenska skákmenn i útlöndum,
kannske senda upplýsingar um
þá til skáksambanda og/eöa
mótshaldara vitt og breitt um
heiminn. Ungu mennirnir ættu til
dæmis ekki minna erindi I lægri
flokka frægra móta einsog Has-
tings, Wijk aan Zee og IBM en
hvaöa meöaljón sem er I öörum
löndum. Viö veröum aö athuga að
lsland er ósköp litiö, þaö er ekki
vist aö mótshöldurum detti sjálf-
krafa I hug aö bjóöa til sln is-
lenskum skákmeisturunum þó
þeir tækju þvi vafalaust vel ef
þeim væri bent á aö hér sé aö
finna nokkra efnilegastráka.
Ennþá eitt atriöi i sambandi viö
þetta allt saman snertir alþjóöleg
skákmót sem haldin eru hér á
landi. Undanfarin ár hefur veriö
tekin sú stefna aö hafa Reykja-
vikurskákmótiö sem haldin eru á
tveggja ára fresti sem kunnugt
er, I allra sterkasta lagi. Hingaö
er boöiö valinkunnum stórmeist-
urum annarra þjóöa og hámarkiö
var 1978 þegar hér kepptu Larsen,
Pólúgaévski, Hort, Miles,
Kúsjmin, Smejkal, Browne og
Lombardy viö islenska skák-
menn. Þetta er mjög ágæt stefna i
sjálfu sér og hefur vafalitiö skilaö
árangri eins og áöur var vikiö að
er þaö ungum og upprennandi
skákmönnum ætiö og óhjákvæmi-
lega mjög mikils viröi aö fá aö
etja kappi viö hina sterkustu af
kollegum sinum. En hitt er svo
lika umhugsunarvert hvort ekki
sé ástæöa til aö koma hér á fót
öörum og veikari skákmótum þar
sem ungu mennirnir okkar gætu
notiö sin betur en I félagsskap
hinna eldri og reyndari og jafn-
framt keppt aö þvi aö ná áföngum
aö alþjóölegum titlum. Þessar
hugmyndir hafa auðvitaö veriö
viöraöar áöurr sérstaklega eftir
aö þaö kom I ljós hversu vel hin
svokölluöu opnu „peningamót”
gefast vestur I Ameríku. A þeim
teflir jafnan mikill fjöldi skák-
manna,jafnt hinir sterkustu sem
hinir veikustu, og árangurinn
hefur ekki látiö á sér standa:
fleiri titlar — sem eru náttúrlega
litils viröi i sjálfu sér en ekki
veröur fariö úti þaö i bili. Svona
mót mætti vel halda hér á landi,
með nógu háum verölaunum má
lokka hingaö nokkra mjög sterka
stórmeistara og ungu mennirnir
fá margumtalaö tækifæri til aö
mæta þeim og jafnframt aö safna
vinningum I sarpinn meö þvi aö
vinna minni spámenn. Helgar-
skákmótin svoköiluöu eru angi af
þessari hugmynd en þau eru
náttúrlega einskis viröi á alþjóö-
legum grundvelli þó þau þjóni til-
gangi sinum mjög vel hér innan-
lands. Þá má benda á aö þau eru
ekki gjaldgeng til titlatogs þvi
sem kunnugt er eru tefldar tvær
umferöir á dag, sem FIDE tekur
ekki gilt, og auk þess eru umferö-
irnar I heild aðeins sex en þyrftu
aö vera aö minnsta kosti niu.
Mikiö hefur veriö rætt um þann
möguleika aö halda hér opiö al-
þjóölegt mót og er vart hægt aö
vona annað en aö af þeim veröi.
önnur hugmynd sem mér
þykir — svona I fljótu
bragöi — enn llklegri til árangurs
en opnu mótin,er aö halda reglu-
leg mót I meöalstyrkleikaflokki
sem væru mönnuö sérstaklega
meö þaö fyrir augum aö íslensku
þátttakendurnir gætu náö sem
bestum árangri. Hér væri um aö
ræöa svona 14 manna mót og þess
þyrfti aö gæta aö nægilega
margir stórmeistarar tækju þátt
til aö þaö væri tekiö gilt i áöur-
nefndu titlatogi. Þaö er aö segja
þrlr. Heppilegast væri liklega að
reyna aö fá mjög sterka stór-
meistara aö Elo-stigum til aö
hækka meöalstigatölu mótsins
upp einsog kostur væri, jafnvel
mætti borga þeim sérstaklega
fyrir að koma og keppa, þaö er
ekkert rangt eöa ómóralskt viö
þaö. Aö ööru leyti þyrftu verölaun
ekki aö vera sérlega há svo kostn-
aöur viö svona mót væri varla
mjög mikill. Auk islensku kepp-
endanna — kannski þrlr sem
stefndu að stórmeistaraáfanga
og þrir fjórir sem stefndu aö al-
þjóöameistaraáfanga, og áöur-
nefndra stórmeistara, væri mótiö
siöan aö mestu skipað alþjóö-
legum meisturum annarra landa
og væri þaö skilyröi aö þeir heföu
háa Elo-stigatölu, 2450 til 2500.
Mætti nefna til sögunnar Murray
Chandler! Þessir strákar eru allir
aö keppa aö stórmeistaratitli og
þvi myndu þeir ekki kippa sér upp
viö lág verölaun: fyrirkomulag
mótsins myndi tryggja
þeim — llkt og íslending-
um — frábæra möguleika á að ná
takmarki slnu.
Einsog áöur sagöi þyrftu svona
mót alls ekki aö vera dýr fyrir
mótshaldara og ekki er við öðru
að búast en að áhorfendurlétu sjá
sig: það er jafnspennandi aö
fylgjast meö ungu mönnunum á
framabraut og svo ofurmenn-
unum á Reykjavikurskákmót-
unum. Gæti hér komiö enn til
kasta stórfyrirtækja (eöa jafnvel
fjársterkra einstaklinga!) aö
halda svona mót en sem kunnugt
er standa stórfyrirtæki aö mörg-
um frægustu skákmótum heims
og fá frægö og viöurkenningu
fyrir. Er hægast aö nefna IBM-
mótiö I Hollandi og annaö hol-
lenskt mót, sjálft Interpolis. Enn
má nefna Flugleiðir til sögunnar,
hefur það fyrirtæki ekki gott af
auglýsingu? Svona mót gætu
oröiö fræg fyrir stórmeistara-
framleiöslu ef rétt er á málum
haldiö — boöiö nokkrum sterkum
alþjóöameisturum sem eiga aö-
eins eftir aö ná einum áfanga i
titil. Einsog nefnt var er titill ekki
allt, en hann er heldur ekki verri
og gefur ýmsa möguleika.
Þessum hugmyndum hefur
veriö varpaö fram fyrst og fremst
af því þaö væri reglulega sorglegt
ef ungu mennirnir okkar sem
leggja stund á skák næöu ekki
þeim þroska sem efni standa til.
Viö skulum muna eftir þvi að á
Noröurlöndum — sem viö berum
okkur sýnkt og heilagt saman við
hvort sem mönnum þykir það
ljúft eöa leitt — aö á þessum
Noröurlöndum eru aö koma fram
skákmenn sem gætu ógnaö fyrst-
nefndri forystu okkar. Sviar eru
til dæmis um þaö bil aö eignast
stórmeistara númer tvö: Lars
Karlsson, þeir eiga Evrópu-
meistara unglinga: Ralf Akesson,
og fjölda upprennandi meistara.
Viö megum ekki heltast úr lest-
inni. Erum við kannski ekki
bestir, merkilegastir, og gáfaö-
astir?
Illugi Jökulsson,
blaðamaður, skrifar
Á B C 5"'...............E.... F G H