Tíminn - 23.05.1981, Page 14
14
Sunnudagur 24. mal 1981
■ „Mér mun ávallt þykja vænt um hann”, segir Adriana um Hemingway. Hér sjást þau saman á einu
myndinni sem til er af þeim saman. Reyndar var Mary kona hans, með þeim á þessari mynd upphaf-
lega, — en hún var klippt frá.
Hemingway og stúlkan hans í Feneyjum:
Þrjátíu ára ástar-
ævintýri rifjað upp
■ ,,Þá gekk hún i salinn, há-
vaxin, frjálsleg og geislandi af
æskufegurð”. Þannig lýsti Ern-
est Hemingway Renötu, sögu-
hetjunni i bókinni Across the
River and into the Trees, en hún
kom út 1950. ,,Húð hennar var
fölleit, næstum olifugul, vanga-
svipurinn gat valdið þér — og
hverjum sem var — hjartasorg,
og dökka hárið þykkt og lifandi
föll á axlir henni”.
I þrjá áratugi hafa „betri
borgarar” i Feneyjum vitað, að
Hemingway hafði raunverulega
konu að fyrirmynd Renötu. Sú
kona var Adriana Ivancich, fög-
ur dóttir aðalsmanns i borginni.
Samband hennar við rithöfund-
inn hófst, þegar hann var 49 ára
og þreyttur af striði og viski-
drykkju, en Adriana var nýorð-
in 19 ára.
Bannaði útkomu bók-
arinnar á ítaliu i 10 ár
Hemingway var umhugað um
að hlifa mannorði Adriönu og
lagði þvi bann við þvi i 10 ár, að
bókin kæmi út á Italiu.
Það ar þó ekki nægur timi til
aö forða Adriönu frá hneyksl-
inu, en hún stóð sig eins og hetja
og tók þessu fjaðrafoki i Feneyj-
um með ró.
Nú, næstum 20 árum eftir
dauöa Hemingways, hefur hún
komið fram með sina hlið á at-
burðunum i minningabók, sem
hún skrifar.
,,Ég vildi biða þess að áhrifin
frá gamla hneykslinu gufuðu
upp og litiö yrði öðru visi á þessi
mál og ég vildi lika biða þar til
synir minir væru orðnir stærri”,
segir hún. ,,En mér finnst það
skylda min gagnvart „Papa”
(Hemingway) að skrifa þessa
bók. Ég er týndi hlekkurinn (the
missing link) i lifi hans”.
Bók Adriönu kom út á þessu
ári og heitir Hviti turninn, Hún
segir þar frá ástarsambandi
þeirra fyrir 30 árum. Bókin hef-
ur runnið út á Italiu.
A bókarkápunni er eina
myndin sem til er af Adriönu og
Hemingway, þar sem hún hall-
ast upp að breiðu brjósti hans,
en hann horfir á hana ástfang-
inn. Reyndar var Mary eigin-
kona hans meö á þessari mynd
upphaflega, en Adriana klippti
hana frá.
„Það sem skeði þegar við
hittumst fyrst var meira en ást-
arævintýri”, segir Adriana,
sem nú er 50 ára. „Samband
okkar varð svo innilegt, þvi ég
braut niður varnarmúrinn, sem
hann hafði byggt um sig. Hann
meira að segja hætti að drekka
þegar ég baö hann um það. Ég
er stolt yfir þvi að rifja það upp,
að ég kom honum af stað með að
skrifa bókina Gamli maðurinn
og hafiö.”.
Um bókina, sem vakti
hneykslið segir hún siðan: „Jú,
ég veit að hann skrifaði bókina
Across the River and into the
Trees fyrir mig og með mig i
huga, —- en mér sjálfri likaöi
ekki sú bók og ég sagði honum
það. Ég gagnrýndi hann hik-
laust, þegar mér fannst eitthvað
ekki nógu gott,-hann reyndi að
taka tillit til þess sem mér
fannst og breyta eftir þvi, og
minar skoðanir breyttust lika til
móts við hans. Ég er ávallt
þakklát Papa fyrir áhrif hans á
mig”.
Þau hittust fyrst i
veiðiferð
Hemingway var i veiðiferð
hjá vinafólki Adriönu þegar þau
hittust fyrst 1948. Það gerði ó-
veður með mikilli rigningu og
hún varð hrakin og blaut. Hann
braut greiðuna sina i tvennt og
gaf henni annan helminginn.
Þegar Adriana greiddi sitt
dökka siða hár varð Heming-
way hugfanginn af henni. Allt
við hana heillaöi hann: fegurð
hennar, gáfur og rómantiskt
uppeldi og umhverfi.
A æskuárunum hafði Adriana
ýmist átt heima i höll fjölskyld-
unnar i Feneyjum eða búið á
sveitasetri frá 16. öld, sem öld-
um saman hafði verið i eigu ætt-
arinnar.
Faðir hennar hafði fallið i
striðinu, og móðir hennar þvi
verið ein um uppeldi Adriönu,
og var hún strangur uppalandi.
Adriana var þvi mjög mót-
tækileg fyrir hrifningu manns,
sem var þetta mikið eldri en
hún, og þegar kynni þeirra urðu
innilegri kallaði hún hann oftast
„Papa”.
Hemingway hvatti Adriönu til
að stunda ljóðagerð, en hún
hafði smávegis fengist við það.
Einnig var hann hrifinn af þvi
hvaðhún var listræn og teiknaði
velog hafði gott auga fyrir ljós-
myndun. Hann gaf henni gömlu
feröaritvélina sina og Rollei-
flexmyndavélina og baö hana að
nota hvort tveggja af kappi.
Einnig taldi Hemingway italska
bókaútgefendur sina á það, að
fá Adriönu „sem væri gáfuð
listakona” til þess að mynd-
skreyta bókakápur á bókum
hans.
Ástarbréf frá Afriku
1 sjö ár skrifuðust þau á, þeg-
ar þau voru ekki samvistum.
Einkum var Hemingway dug-
legur við aö skrifa. Frá Nairobi
i Kenya skrifaði hann henni eld-
heit ástarbréf. Þá hafði Hem-
ingway lent i tveim flugslysum
á tveim dögum, og var skrám-
aður og meiddur innvortis þeg-
ar hann skrifaði: ,, Ég elska þig
meira en mánann og himininn
og svo lengi sem ég lifi. „Dótt-
ir” (gælunafn hans á Adriönu)
en hve lifið er flókið! Bæði
skiptin sem ég dó hugsaði ég að-
eins um eitt: Ég vil ekki deyja
af þvi að ég vil ekki að Adriana
verði hrygg. Ég hef aldrei elsk-
að þig eins innilega og á dauða-
stundinni”.
í bókinni Across the River,
sem talin er nokkuð sönn minn-
ingabók skáldsins, segir frá þvi,
að söguhetjurnar — miðaldra
herforingi og hin unga Renata —
elskasti gondóla. Þessi frásögn,
sem allir töldu sanna, varð til
þess að eyðileggja mannorð
Adriönu og i heimaborg hennar
Feneyjum var hún útilokuð af
sinum fyrri kunningjum og eins
og hún segir nú: var hún eigin-
lega gerð útlæg.
„Hann bað min”, sagði
Adriana. „Vitleysa”
sagði Mary
1 frásögn hennar i bókinni
Hviti turninn segir hún þó, að
þau hafi ekki átt mök saman og
aðeins við sérstök tækifæri
kysstst. — Það varð samkomu-
lag þeirra að ganga ekki lengra
i þá átt. „Aldrei”, segir Adriana
i bókinni „gekk hann lengra en
ég vildi eða var áleitinn við
mig”.
Þessi ummæli hennar hafa
vakið hjá gagnrýnendum bolla-
leggingar um, að ef til viil hafi
gömul striðsmeisli, aldur og
stöðug vindrykkja Hemingways
haft sitt að segja i þessu máli.
Adriana heldur þvi fram að
Hemingway hafi beðið sig að
giftast sér, — þrátt'fyrir það að
á þessum tima átti hann eigin-
konu fyrir, Mary, sem nú er 76
ára.
„Vitleysa!” sagði Mary, þeg-
ar hún var spurð um þetta mál.
„Ernest þótti vænt um hana,
eins og svo margar aðrar ungar
stúlkur.”
Adriana segir sjálf, að hún
hafi aldrei tekið þetta bónorð al-
varlega. „Hann var of gamall.
Hann var kvæntur — þetta var
allt óhugsandi”, útskýrir hún.
Hviti turninn
Ef til vill á Adriana bestu
' minningarnar um Papa frá
Kúbu, en þangað fóru hún og
móðir hennar i heimsókn til
Hemingway-hjónanna Ernest
og Mary sem bjuggu þar.
A daginn sat rithöfundurinn i
svalanum, neðst i gömlum
steintumi, sem var á landareign
hans, en Adriana sat uppi i turn-
inum og hamaðist þar við teikn-
ingar sinar. Hún segist minnast
þess, að einu sinni hafi hann
rispað úinliði þeirra beggja og
dýft pennanum i blóð þeirra og
hafi þar með stofnað leynifélag
þeirra, sem hann kallaði „White
Tower, Inc”. (Hviti turninn hf.)
— Þaðan er komið nafnið á bók
Adriönu.
Adriana hefur nú verið i far-
sælu hjónabandi i 17 ár. Maöur
hennar er þýskur greifi, Rud-
olph von Rex, og eiga þau hjón
tvo sonu, Carlo 14 ára og Nocola
12 ára. Þau búa á búgarði i
Toskana-héraðinu á Italiu. Fjöl-
skylduhöllin i Feneyjum til-
heyrir bróður Adriönu, en hann
hefur leigt hana ferðamanna-
samtökum. „Að ætla sér að við-
haida höll i Feneyjum er óðs
manns æði. Það er harmleikur-
inn i Feneyjum — mengunin —
sem veldur þvi. Þessar gömlu
bygingar liggja allar undir
skemmdum. Það þarf stórfé og
mikla vinnu og vinnukraft til
þess að sporna við eyðilegging-
unni.”
Bók Adriönu — Hviti turninn
— verður gefin út i Bandarikj-
unum, nema Hemingway-út-
gáfufélagið reyni að stoppa það
á þeim forsendum að bréfin frá
Hemingway séu ritsmiðar hans,
og ekki hafi verið gefið leyfi
fyrir útgáfu á þeim. Mary,
ekkja rithöfundarins, segir að
hann hafi gefið fyrirmæli um
það, að bréf hans yrðu eyðilögð,
— og ég vil að fariö verði eftir
óskum hans i þvi efni, sagði hún
nýlega.
1 bók sinni segir Adriana frá
þvi, þegar þau Hemingway hitt-
ust i siðasta sinn árið 1955. Þau
sátu á Gritti-svölunum og
horföu yfir Grand Canal. Það
var sólarlag i einni fegurstu
borg heimsins. Tár runnu niður
vanga hans. „Sjáöu til, dóttir”,
sagði hann, „nú getur þú sagt
öllum að þú hafir séð Ernest
Hemingway gráta”.
(Þýtt-BSt)
■ Adriana rifjar upp minningar á svölunum þar sem þau Hemingway
sátu saman siðast.