Tíminn - 23.05.1981, Síða 19
Sunnudagur 24. mal 1981 Sunnudagur 24. maí 1981
DEILURNAR ISKÁKHREYFINGUNNI:
■ Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að
mikil átök standa nú yfir innan skákhreyfingarinnar á
islandi. Forseti Skáksambands Islands verður kjör-
inn 30. maf næstkomandi og er sýnt að þar mun koma
fram gagnframboð móti núverandi forseta# dr.
tngimar Jónssyni. Með því að þessi mál hafa verið
svo áberandi sem raun ber vitni verður hér reynt að
varpa nokkru Ijósi á það sem er að gerast í skákhreyf-
ingunnir þá menn og þau málefni sem deilt er um.
Rætt var við f jölda manna sem tengjast þessum mál-
um, bæði beint og óbeint, og er vonandi að sæmileg
yfirsýn hafi fengist yfir málið. Skal rækilega tekið
fram að þær skoðanir sem fram koma hér að neðan
eru ekki undirritaðs, heldur þeirra sem talað var við.
Sumir þeirra sem ég ræddi
við töldu að deilurnar sem nil
standa ættu sér miklu lengri að-
draganda en ætla mætti i fljótu
bragði. Það er alla vega ljóst að
sjaldan hefur verið friösamlegt
um að litast i Skáksambandi
Islands, réttara væri að segja aö
þar hefði hver höndin verið uppá
móti annarri í fjölda mörg ár. Ar-
ið 1967 hefur veriö nefnt sem upp-
hafsár þeirra deilna sem nU virð-
astvera að riöa skákhreyfingunni
að fullu. Þaö ár náði Hólmsteinn
Steingrfmsson kjöri sem formað-
ur Taflfélags Reykjavikur og
fylgdu honum aörir siðir en tiök-
ast höfðu fram aö þvi. Aður hafði
skákhreyfingin verið nokkurs
konar einkaklUbbur sterkra
skákmanna sem komu saman til
að sinna áhugamáli sinu en hirtu
annars li'tt um hin almennari
stjórnunarstörf. Á þessu varö
breyting með tilkomu Hólm-
steins. Hann var lítill sem eng-
inn skákmaður en hins vegar
hörkuduglegur félagsmála- og
fjármálamaður. Hann og_
félagar hans réðust i aö láta reisa
hið glæsilega félagsheimili Tafl-
félags Reykjavlkur við'Grensás-
veg og var það glfurlegt átak á
sinum tima. Nokkru þurfti
náttUrlega að fórna til. Tilþess að
afla fé til smlðinnar — þvi það var
vond kreppa á tslandi um þetta
leyti— leituðu þeir til rikisins og
komu skákinni inni æskuiyðs-
starfsemi þess. Þar með fékk
skákhreyfingin aðgang að vænum
sjóðum en með auknu unglinga-
starfi fannst hinum sterkari
skákmönnum að þeir yrðu Utund-
an. ,,Það fengust engir peningar
útá okkur,” sagði einn af sterkari
skákmönnum þjóðarinnar við
mig, ,,svo smáttogsmáttvarfarið
að íita á okkur sem afætur á
félaginu. Við fengum ekki aðgang
að hUsi Taflfélagsins nema inn-
anum krakkana semvoru að læra
mannganginn og við urðum þá að
tefla við þá lika.” Taflfélagsmenn
klufu sig UtUr félaginu og stofn-
uðu Skákfélagið Mjölni. Var það
Taflfélaginu mikið áfall á sinum
tima en það rétti fljótlega Ur
kUtnum og hélt stöðu sinni sem
langstærsta og öflugasta
skákfélag landsins. „Hólmsteinn
og þeir sem komu með honum
voru kannski íþróttamenn i
stjórnun,” sagði fyrrnefndur
skákmaður, „en þeir höfðu litinn
skilning á innra eöli skákar-
innar.” Frá og með árinu 1967
hafa menn einsog Hólmsteinn
oftar en ekki valist til forystu i
skákhreyfingunni, viðurkenndir
framkvæmdamenn en litlir skák-
menn. Slikir menn eru til dæmis
þeir Guðfinnur Kjartansson, nU-
verandiformaður TR,og Einar S.
Einarsson. Telja sumir — en vel
að merkja: fjarri þvi allir — að
tilkoma þeirra hafi orsakað
skilningsbrest milli skákmann-
anna, sem allthlytur jU að snUast
um, og svo forystu skákhreyf-
ingarinnar.
li eið nU og beið. Guðmundur
G. Þórarinsson var fyrir nokkr-
umárum kjörinn forseti Skáksam-
bands tslands og haföi hann um-
sjón með hinu mikla verkefni
þegar Robert Fischer og Boris
Spasski'j leiddu saman hesta sina
i Laugardalshöllinni. Þótti hann
standa sig ákaflega vel en var þó
fáum eftirsjá i honum þegar hann
hætti árið 1974. Þá þótti sumum
hann vera farinn að sóla sig of
mikið i' ljóma heimsmeistaraein-
vigisins. Gunnar Gunnarsson tók
þá við og sat i eitt ár. Hann var,
og er, einn af kunnustu skák-
mönnum þjóðarinnar og mun
aldrei hafa hugsað sér að gegna
embættinu nema stuttan tima.
Ekki þurfti langan tima til: eftir
þetta eina ár var jöröin farin að
hitna undir fótum hans svo hann
gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Með honum voru I stjórn Skák-
sambands Islands Einar S.
Einarsson, gjaldkeri, og Ingimar
Jónsson, varastjórnarmaður. Tók
Einar S. Einarsson við forseta-
embættinu og naut þar ekki sist
stuðnings Taflfélags Reykjavik-
ur, þeirra Hólmsteins Stein-
grimssonar og Guðfinns Kjart-
anssonar. Gegndi Einar embætt-
inu allt til þess að hann var felld-
ur með eftirminnilegum hætti á
siðastliðnu ári.
••
Ollum þeim sem ég ræddi
við um þetta mál bar saman um
einn hlut og gilti þá einu hvort um
var að ræða einlæga stuðnings-
mennEinars eða hatramma and-
stæðinga: sem sé að Einar S.
Einarsson hefði unniö skákhreyf-
ingunni, og þá náttúrlega Skák-
sambandi Islands sérstaklega,
mikið gagn. Hann starfaði af
miklum dugnaði og ósérhlifni,
um það eru allir sammála, og
kom ótrúlega miklu i verk á
skömmum tima. Meðan hann var
gjaldkeri i stjórn Gunnars
Gunnarssonar hafði hann umsjón
með einu miklu happdrætti sem
Skáksambandið efndi til en þá
var fjárhagur þess mjög slæmur.
Ofluðust með þvi miklir peningar
sem dugðu til að koma samband-
inu aftur á réttan kjöl. Eftir a6
Einar tók við embætti forseta
hófst hann handa um að Utvega
Skáksambandinu hUsnæði sem
það hafði sárlega vantað og tókst
það framar vonum: sambandið
hefur nU til umráða eina fallega
hæð I nyju hUsi við Laugaveg. 1
stjórnartið Einarsvoru haldin hér
þrjd af hinum árlegu Reykja-
vikurskákmótum (og eitt þeirra,
mótið 1978, hið sterkasta sem lik-
legt er að haldið veröi hér I náinni
framtíð), hér fór fram einvígi
Spasskijs og Vlastimil Horts, og
innanlands var sömuleiðis mikiö
starf unnið. Það er þvi fullljóst að
það voru ekki störf Einars að
skákmálum I landinu sem urðu til
þess að efnt var til samblásturs
gegn honum sem lyktaði með þvi
að dr. Ingimar Jónsson — sem af
hörðustu andstæðingum sinum er
kallaður einungis „doktorinn” —
fór i' framboð i fyrra og felldi
Einar með eins atkvæðis mun. Að
sjálfsögðu fer tvennum sögum af
ástæðunum...
Aður en vikið verður að slagn-
um sem varð i fyrra er rétt að
rekja ögn ymislega atburði sem
urðu meðan Einar S. Einarsson
var forseti. Högni Torfason var
varaforseti hans fyrstu árin og
unnu þeir mikið saman, félagarn-
ir. A aðalfundi árið 1979 var
Bragi Halldórsson i framboði
gegn Einari til forsetaembættis-
ins en var felldur með töluverðum
atkvæðamun og verður vikið
ofurlitið aö þvi framboði siöar i
þessari grein. A þeim hinum
sama aöalfundi féll Högni Torfa-
son niður i sæti varamanns i
stjórn Skáksambandsins. í hans
stað var dr. Ingimar Jónsson val-
inn varaforseti en hann hafði þá
um skeið ekki átt aðild að stjórn
sambandsins. Það er dálitið kald-
hæðnislegt að það var enginn
annar en Einar S. Einarsson sem
fékk dr. Ingimar til aö taka að sér
embætti varaforseta: „hann
ætlaði Ingimar ekkert illt,” sagði
einn stuöningsmanna Einars sem
ég ræddi við. Sfðan gerist það,
einsog áður hefur komið fram, að
á aðalfundinum 1980 býður Ingi-
mar sig fram gegn Einari og sigr-
aði hann. A sama fundi var ekki
stungið uppá helsta stuönings-
manni Einars innan stjórnar-
innar, Högna Torfasyni, til á-
framhaldandi stjórnarsetu.
„Doktorinn” hafði tekið völdin.
En vikjum nU að þeim á-
viröingum sem andstæðingar
Einars fundu gegn honum.
„Einar er ágætur maður,” sagði
maður nokkur sem telja verður
hlutlausan i málinu. „Hann hefur
hins vegar einstakt lag á að koma
mönnum uppá móti sér.” Þarna
er kjarni málsins I hnotskurn — ef
svo má segja! Andstaðan við
Einar virðist sem sé bundin við
persónu hans. „Það vill oft verða
svo með duglega menn að þeir
sjást ekki fyrir, gera ýmislegt i
blóra við samstarfsmenn sina,”
sagöi sami maður og áður var
vitnað i. „Einar er maður sem
þorir að taka ákvarðanir og
stundum verður að gera það hik-
laustogán samráðs við aðra. Það
fór aftur á móti i taugarnar á
mörgum þegar hann gerði það æ
ofani æ. Slikir menn verða óhjá-
kvæmilega gagnrýndir.” Aðrir
taka dýpra i árinni og segja að
Einar hafi hagað sér einsog ein-
ræðisherra, hann hafi vaðið á-
fram án þess að taka tillit til ann-
arra en nánustu félaga sinna i
skákhreyfingunni og oft og tiðum
hafi hann hagað sér einsog aðrir
en þeir væru krakkar sem hann
gæti skipað fyrir að vild. „Það
eru margir skapstórir menn i
skákhreyfingunni sem sættu sig
ekki við þetta,” sagði einn við-
mælenda mina. Það var af þess-
um ástæðum, segja andstæðingar
Einars, sem Bragi Halldórsson,
skákmeistari, var fenginn i fram-
boö gegn honum árið 1979: Það
framboð, segja sömu aðilar, var
hins vegar illa skipulagt og kom
fram á siðustu stundu svo ekki
tökst að fella Einar. Þá segja
stuðningsmenn dr. Ingimars að
Einar hafi fljótlega eftir að Ingi-
mar var kjörinn varaforseti fariö
að sniðganga hann og hafi svo
virst sem hann liti á Högna Torfa-
son, sem þá vari varastjórn, sem
varaforseta áfram. Þetta hafi
Ingimar fallið afskaplega illa —
„hann er metnaöargjarn maö-
ur,” segir einn heimildarmaður
— sem og fleiri mönnum i stjórn
Skáksambandsins með Einari.
Fullyrða þeir að Einar hafi á end-
anum aðeins ráðið yfir einu
atkvæðii'stjórninni, aðrir hafiþá
verið orðnir honum andsnUnir —
af fyrrgreindum ástæðum.
Að sjálfsögðu lita Einarsmenn
öðruvisi á þessi mál. Þeir segja
að vissulega hafi Einar verið
starfsamur forseti en hann hafi
þó jafnan haft samráö við aðra
stjórnarmenn. Eftir aö dr. Ingi-
mar varð varaforseti hafi hann
hins vegar snUist af alefli gegn
Einari, i' þeim tiigangi einum að
koma sjálfum sér að. Samkomu-
lag innan stjórnarinnar fór mjög
versnandi eftir þvi sem á leið
siðasta stjórnarár Einars S.
Einarssonar og vilja Einarsmenn
kenna það undirróðri og ódrengi-
legum vinnubrögðum Ingimars-
manna sem hafi nánast sagt sig
Ur lögum við aðra stjórnarmenn.
Einn Einarsmanna sagöi mér og
að það væri rangt að Einar hafi
aðeins átt eitt atkvæði i stjórninni
undir lokin: þar hafi aðeins
munað einu atkvæði.
N ema hvað: það er alla vega
ljóst að fyrir aðalfund árið 1980
höfðu andstæðingar Einars á-
kveðið — af hvaða orsökum sem
það var nU — að freista þess að
fella hann i forsetakjöri. Hófust
nU miklir flokkadrættir. Sumir
andstæðingar Einars sökuðu
hann um hin verstuafglöp i starfi
og á fulltrUafundi Taflfélags
Reykjavikur i fyrra sauð uppUr.
Þar kom berlega i ljós að það
voru félagar Einars i stjórn Skák-
sambands íslands sem voru harð-
astiri andstöðunni gegn honum.
Á þessum fundi hafði Helgi nokk-
ur SamUelsson sig mikið i frammi
en hann er einn helsti stuðnings-
maður dr. Ingimars og mjög um-
deildur maður — svo ekki sé
sterkaraðorðikveðið. Ýmsirþeir
sem annars hafa ekkert á móti
Ingimar Jónssyni eru þeirrar
skoðunar að á þessum fundi hafi
menn hans gengið of langt.
Einarsmenn tala um sifelldar
dylgjur sem aldrei hafi verið rök-
studdar. Allt um það var ljóst að
tilmikilla tiðinda myndi draga á
aðalfundinum. Einn þeirra sem
ég ræddi við sagði að Einar hafi
varla verið i neinni hættu fyrir
forsetakjiriö en þá féll sprengja.
Dagblaðið birti stóra frétt á bak-
siðu undir fyrirsögninni:
„Kommabylting í Skáksamband-
inu”! Nafngreindi Einar S.
Einarsson þar ýmsa menn sem
hann taldi aöila að samsæri
Alþýöubandalagsmanna og/eða
kommUnista gegn sér. Pólitfkin
var komin i spilið.
^^að var augljóst af samtölum
við bæði skákmenn og forystu-
menn skákhreyfingarinnar að
þessi frétt i Dagblaðinu var
mönnum mjög ofarlega i huga
enda þótt ár sé liðið frá birtingu
hennar. Þótti vafalitið mörgum
sem Einar skyti þarna hressilega
yfir markið þó svo að vitaö væri
að ýmsir helstu stuðningsmenn
Ingimars væru Alþýðubandalags-
menn: Helgi SamUelsson, Guð-
bjartur Guðmundsson, Ólafur H.
Ólafsson. Gekk einn viðmælenda
minna svo langt að halda þvi
beinlinis fram að með birtingu
þessarar fréttar hafi úrslitin i for-
setakjörin verið ráðin, Einari i ó-
hag. Svo fór sem fór og munaði
einu atkvæöi sem áður var frá
greint. Timabært er nú að segja
ofurlitið frá reglum Skáksam-
bands íslands varöandi forseta-
og stjórnarkjör. Taflfélögin útum
landið eru aðilar að sambandinu
og fá þau fulltrUa á aðalfund þess
samkvæmt félagatölu. Taflfélag
Reykjavikur er náttúrlega lang-
stærsta félagiö og þaö getur ráðiö
býsna miklu um framvindu mála
i krafti fjölda fulltrúa sinna. I
fyrra haföi Ingimar Jónsson náð
undir sig meirihluta fulltrúa Tafl-
félagsins en þá var Stefán Björns-
son formaður þess. NU — ári siðar
— hefur Einar S. Einarsson birt i
blöðum ásakanir þess efnis að
varaformaöur TR, Ólafur H. Ól-
afsson, hafi fyrir fulltrUakosning-
arnar i fyrra stundað skipulegar
Utstrikanir úr félagalistum og
hafi hann þannig strikað Ut alla
þá sem honum voru ekki þóknan-
legir pólitiskt. Ólafur H. Ólafsson
hefur svarað þessum ásökunum
og harðneitað þeim en Einar hef-
ur ekki dregið þær til baka. Af
samtölum minum við ýmsa aðila
þessa máls kom fram að flestir,
ef ekki allir, sem hnútum eru
■ Dr. Ingimar Jónsson.
■ Einar S. Einarsson.
■ Guöfinnur Kjartansson.
■ Hólmsteinn Steingrimsson.
■ Hgöni Torfason.
Helgi SamUelsson.
kunnugir telja það fjarri öllum
sanni að Ólafur hafi gert sig sek-
an um þetta athæfi. „Ólafur er
einlægur skákáhugamaður”,
sagði einn, „og þó við séum á önd-
verðum meiöi i pólitik, þá get ég
fullyrt að hann myndi aldrei gera
svona hlut”. Hitt viröist auðsætt
að fyrir aðalfund var nokkuð um
smalanir á báða bóga og til dæm-
is hafa Einarsmenn haldið þvi
fram að heilu skólabekkirnir sem
töku þátt I skólaskák-prógrammi
Scáksambandsins á Suðurlandi
hafi veriö skrifaðir inni taflfélög-
in. Um smalamennsku verður
meira sagt hér á eftir.
En sem sagt, Einar S. Einars-
son var felldur úr embætti forseta
Skáksambands tslans og dr. Ingi-
mar Jónsson tók við. 1 viðtali sem
Helgarblað Visis átti við Ingimar
fyrir ári siðan sagðist hann vera
kosinn til að koma á sáttum innan
skákhreyfingarinnar. Það fór á
annan veg. Þótt friðvænlegt hafi
veriðá ytra borði hafa undir niðri
verið allskonar ýfingar manna á
milli og að minnsta kosti einu
sinni sauð rækilega uppúr. Þaö
var útaf Skáksambandi Norður-
landa.
Þannig er mál með vexti, að á
tveggja ára fresti er haldinn aðal-
fundur þessa sambands sem
skáksamböndin á Norðurlöndum
eiga aðild að. Skiptast löndin á
um að eiga forseta Sambandsins.
Arið 1979 var fundur haldinn i
Noregi og var þar Einar S. Ein-
arsson — sem þá var auövitað
forseti Sí — kjörinn forseti þess til
næstu tveggja ára, eða þartil
fundur yrði haldinn hér á tslandi
árið 1981 eða nú i sumar. Siðan
gerist það að þegar eitt ár er liðið
frá kjöri Einars fellur hann i
kosningu um forseta Skáksam-
bands tslands. Þá kom upp sú
spurning hvort Einar væri forseti
Skáksambands Norðurlanda sem
einstaklingur eða sem fulltrUi
Skáksambands tslands. Einar leit
svo á að þetta kjör væri bundið
sér sem einstaklingi og þvi væri
ekkert sem kæmi i veg fyrir að
hann gegndi þessu embætti á-
fram. A fyrsta fundi hinnar nýju
stjórnar Skáksambands tslands
var rætt um þetta mál og komust
menn að þeirri niðurstööu að eöli-
legast væri að Einar léti af þessu
embætti þar sem hann væri ekki
lengur fulltrUi St en ekkert Var þó
gert I málinu lengi vel. Segir dr.
Ingimar Jónsson aö hann og Þor-
steinn Þorsteinsson varaforseti,
hafi tekið að sér aö ræðaþettamál
við Einar en þeir siðanguggnað á
þvi og talið þaö þýðingarlaust þar
■ Pétur Eirfksson.
sem Einar myndi aldrei fallast á
að segja embættinu lausu. Næst
gerist það að hér á tslandi er sið-
astliðið sumar haldið skákmót
nórrænna grunnskólanema.
Skáksamband tslands sá um
framkvæmd þess móts að mestu
leyti og meðal annars var gefiö Ut
dálitið mótsblað. Einar S. Einars-
son fór fram á þaö að fá að birta
ávarp i þvi mótsblaði — sem for-
seti Skáksambands Norðurlanda
— en þá var þvi hafnað. Einar dó
að visu ekki ráðalaus: hann fór til
prentarans sem prentaði móts-
blaðiö og fékk hann til að prenta
ávarp sitt i dálitlum blöðungi á
undan mótsblaðinu. Þvi dreifði
hann siðan meðal keppenda á
Norðurlandamótinu. Siðan komst
málið i blöðin og gagnrýndu Ein-
ar og stuðningsmenn hans stjórn
Skáksambandsins harðlega fyrir
gerræði. Stjórnin svaraði með þvi
að fara fram á að Einar léti af
embætti forseta Skáksambands
Norðurlanda og var hafiö mikið
strið. Einar leitaöi til skáksam-
banda hinna Norðurlandanna og
fékk þar fullan stuðning fyir mál-
stað sinum, að hann væri i fullum
rétti forseti Sambandsins og þvi
yrði ekki breytt. UppUr þessum
deilum sagði Þráinn Guðmunds-
son, sem lengi hafði starfað i
stjórn Sl, af sér.
T vær hliðar eru á þessu máli
einsog öðrum. Margir þeirra sem
ég talaði við sögöu að þeim hefði
fundist eðlilegt að Einar segði af
sér embætti forseta Skáksam-
bands Norðurlanda þó lögin séu
harla óljós og segi varla af eða á
um hvort maður sem ekki er for-
seti einhvers norræna skáksam-
bandsins geti gegnt embættinu.
Einn sagði: „Það er að visu teó-
retiskt mögulegt að sitthvor mað-
urinn sé forseti SI og hins vegar
Skáksambands Norðurlanda, en
það getur verið óþægilegt, sér-
staklega i tilfdli einsog þessu
þegar menn — sem þurfa óhjá-
kvæmilega að hafa mikil sam-
skipti sin á milli — eru andstæð-
ingar og talast i rauninni ekki við.
Þvi er skiljanlegt að þeir i stjórn-
inni skyldu vilja fá þetta em-
bætti”. Þegar þetta mál kom
fyrst upp mun dr. Ingimar hafa
verið erlendis en aðaldeilurnar
staðiö milli Einars og Þorsteins
Þorsteinssonar, varaforseta Sí.
Báðir standa þeir fast á sinu og á-
tökin mögnuöust stig af stigi.
Þegar Ingimar kom heim var á-
kveðiö að reyna að koma Einari
úr embætti en ekki var eining um
þaö i stjórninni. Nokkrir munu
hafa setið hjá en ekkert er mér
■ Halldór Blöndal.
kunnugt um það hvort einhverjir
greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Altént var „þetta rekiö ofani þá
aftur” einsog fyrrgreindur heim-
ildarmaður sagði og var þetta
tekið til marks um hefndarhug
Ingimarsmanna gegn Einari.
Meðal annars sagöi Guðfinnur
Kjartansson — sem þá haföi veriö
kjörinn formaður Taflfélags
Reykjavikur á nýjan leik — i
grein sem hann skrifaöi i Morg-
unblaðið að meö þessu væri stjórn
Skáksambands Islands aö reka
rýtinginn i bak Einars S. Einars-
sonar.
Eftir að þetta mál var Ur sög-
unni var hljóttum Skáksamband-
ið, Einar S. og Ingimar um skeiö.
Eftir að aðalfundurinn fór • að
nálgast hefur hins vegar orðiö
vart sivaxandi hræringa og þaö er
ljóst að nú er safnað liði gegn
Ingimar Jónssyni. Er þetta allt-
saman orðið heldur flókiö mál en
verður nú reynt að gefa nokkra
hugmyynd af þvi sem gengur á.
1 fyrsta lagi: hvers vegna er nú
sótt gegn dr. Ingimar Jónssyni og
stjórn hans? Fullyrða má aö það
er ekki gert af málefnaiegum á-
stæðum. Það er flestra álit að
Ingimar hafi staöið sig ágætlega
við stjórn Skáksambandsins,
hann hafi haldið áfram með þau
mál sem fyrrverandi stjórn hafði
hafið og auk þess bryddað á ýms-
um nýjungum. Sér i lagi mun nú-
verandi stjórn hafa gert sér far
um að efla skákstarfúti á landi og
hafa nokkur ný skákfélög litið þar.
dagsins ljós uppá siðkastið.
„Þetta er alltsaman svo ómál-
efnalegt”, sagði þekktur skák-
maður i samtali við mig nýlega.
„Erlngimar hafði verið kosinn i
fyrra var það hans fyrsta verk að
stiga I pontu og þakka fyrrver-
andi stjórn störfsin. Siðan sagðist
hann mundu halda áfram á sömu
braut! Og nú fæ ég ekki séð að
málefni ráöi ferðinni þegar reynt
er aö fella hann sjálfan”. And-
stæðingar Ingimars hafa að visu
nefnt að ekki hafi enn verið stofn-
að erindrekastarf innan skák-
hreyfingarinnar, svo sem lofaö
hafði verið, en Ingimar segir að
það mál sé nú á döfinni og einn af
bestu skákmönnum þjóðarinnar
sagöi mér reyndar að hann væri
mjög feginn þvi að þetta starf
hefði enn ekki verið upp tekið, það
myndi gleypa obbann af þvi fé
sem Skáksambandið hefur til um-
ráða en óvist hvort raunverulegt
gagn væri af þ»vi. Onnur málefna-
leg gagnrýni iiefur ekki veriö sett
fram sem beinist að Ingimar sér-
staklega, ekki fremur en þegar
atlaga var gerð að Einari S.
■ Victor Korchnoi.
•'? ?
19
Hvað er þá á seyöi? Frá sjónar-
hóli stuðningsmanna Ingimars er
um ósköp einfaldan hlut að ræða:
Einar S. Einarsson og menn hans
eru aö freista þess að hefna ófar-
anna frá þvi i fyrra með þvi að
efna til samblásturs gegn dr.
Ingimar. „Það verður ekki friður
i skákhreyfingunni meöan Einar
S. Einarsson gengur laus,” sagði
einn maður sem annars viður-
kennir kosti og galla þeirra
oeggja, Ingimars og Einars. Vist
er að Einari og hans mönnum —
en til þeirra má telja Högna
Torfason og ef til vill þá Guðfinn
Kjartansson og Hólmstein Stein-
grimsson sem gegnir ekki lengur
toppstööu i skákhreyfingunni en
öllum ber saman um að hafi mikil
áhrif bakvið tjöldin — að þeim
liggur þungt hugur til dr. Ingi-
mars og hafa raunar alls ekki
neitaö þvi að þeir séu á fullri ferð
til aö reyna að fella hann. Af
þætti Guðfinns segir nánar siöar
en það er gaman að þvi að næst-
um allir sem ég ræddi við um
þetta mál sáu ástæðu til þess að
geta þess að bæði Einar S. Ein-
arsson og Guöfinnur Kjartansson
væru frá tsafirði — „metnaðar-
gjarnir, kappsfullir og stundum
dálitið öfgakenndir,” sagði einn
viðmælandi. Nóg um það i bili.
Inni þá baráttu sem nú er háð
gegn dr. Ingimar hefur pólitlk
blandast i sivaxandi mæli og má
kannski segja að stjórnmálaskoð-
anir dr. Ingimars, og félaga hans
i stjórn Skáksambands Islands,
séu aðalmálið i þeim slag lag sem
i hönd fer. Ingimar Jónsson er
vinstri-sinnaöur maður, mjög
vinstri-sinnaöur, og formaöur Al-
þýðubandalagsfélagsins i Kópa-
vogi sem mun vera stærsta Al-
þýðubandalagsfélagið á landinu.
Þaö þykir mörgum slæmt i sjálfu
sér. „Þaö hlýtur að teljast óæski-
legt fyrir skákhreyfinguna ef i
fyrirsvari fyrir henni er maöur
sem er svo greinilega merktur
pólitiskt,” sagði einn viðmælenda
minna og annar bætti við: „Ingi-
mar er óneitanlega pólitisk fi-
gúra. Það hefur ef til vill áhrif á
imynd skákhreyfingarinnar útá
viö þó ég geti ekki séö að þaö ætti
aö skipta máli.” Það sem verra
er fyrir Ingimar: miklar sögur
eru i gangi um tengsl hans við
Sovétrikin, hann hefur verið kall-
aður launaður Utsendari sovésku
leyniþjónustunnar KGB og annað
i þeim dúr. Þá var Ingimar um
skeið formaöur Islensku friðar-
nefndarinnar en sem kunnugt er
eru þeir margir sem lita á þau
samtök sem klúbb sérstakra Sov-
étvina á tslandi. Meðan Ingimar
■ Friðrik ólafsson.