Tíminn - 23.05.1981, Side 23

Tíminn - 23.05.1981, Side 23
Lmis.'í 23 Sunnudagur 24. mai 1981 ■ Gilin milli risanna eru þröng og djúp. Þeir gætu allt eins veriö sambyggftir aö sjá. Eins og griöarmikil bygging, reist I mörg þúsund áföngum og sinn stiliinn yfir hverri. ■ Pyisuvagnar, hamborgaravagnar, vagnar meö heitar kringlur. Algeng sjón, en háö öörum formerkjum en Bæjarins bestu. i þaö mínnsta er ilmurinn ekki verulega árenniiegur. ■ Margar verslanir hafa oröiö vopnaöa öryggisveröi. Þessi ber stdranog mikinn byssuhlunk aftan á huppnum. Hann ber jafnframt lögreglumerki, sem á stendur „Keystone Poiice”, eins og heimsku löggurnar í gömlu, þögiu grinmyndunum. Honum er þó fúlasta al- vara þessum, þótt hann væri glaölyndur og hress. \ew York — síðari grein Myndir og texti: Halldór Valdimarsson um lært aö lifa viö og teljum jafn- vel til vina okkar. 1 Bandaríkjunum reyna allir aö spara. A einhvern hátt. Misjafn- lega raunhæfar leiöir eru valdar og fæstar kátlegar, því vandinn er grafalvarlegur. Þó veröur aö viöurkenna, aö undirrituöum þótti broslegt aö sjá stóran limúsin, auöheyrilega bensin- brennandi, renna upp aö gang- stétt, einkennisklæddan einkabif- reiöastjóra stökkva út og opna fyrir loðfeldsklæddri og djásnum prýddri, holdamikilli konu, sem gekk beint af augum inn i „ódýra” kjólabúö, þar sem út- sala stóö yfir. Það er i sjálfu sér ljótt að hiæja aö þeim sem ,eru aö gera sitt” til aö spara og ef til vill hefur konuvesalingurinn verið svo til búin meö vasapeningana sina þann mánuöinn, en engu aö siöur var þetta broslegt. Kannski var hún annars bara aö kaupa kjól handa vinnukonunni. öfgar. Þannig er New York borg öfganna, eins og Bandarikin eru land öfganna. 1 þessari borg, þar sem sumir lifa án þess aö geta veitt sér þann munaö sem raf- ljós er, hvað þá upphitun aö vetri eöa kælingu aö sumri, notar ein bygging, World Trade Centre, jafn mikla orkú og meöal-orku- frekur hundraö þúsund manna bær annars staöár I Bandarikjun- um. Þessi þjóö, sem tignar forystu- menn sina, en hefur þaö jáfnfram að tómstundagamni aö skjóta þá á færi eöa steypa á annan hátt, iifir enda og hrærist I öfgum. Raunar byggir sá hinn frægi „ameriski draumur” á öfgunum. Fyrir nokkru var þvi haldið fram aö hann væri dauður. Þaö voru einar öfgarnar, þvi ekki þarf nema dagstund viö sjónvarp þar vestra, til aö hiö gagnstæöa sann- ist. Hann hefur flutt sig úr dag- lega lifinu I imbakassann, en þar lifir hann og dafnar. Þessi draumur um frægö og frama, um aö skara fram úr, veröa upptgötvaöur og öðlast rikidæmi, á sér þungamiðju i Kaliforniu, þar sem sagt er aö allir skritnir fuglar Bandarikj- anna séu saman komnir. t dag finnur þessi draumur sér raun- veruleik i alls kyns spurninga- þáttum og þrautaþáttum i sjónvarpi, þar sem óþekkt fólk ,úr rööum almúgans” fær að spreyta sig og reyna aö veröa rikt i skyndingu. Oft eru þar miklir fjármunir i boði, ef rétt er svaraö, eöa giskaö á. Sem dæmi má nefna mann nokkurn, sem fyrir skömmu var búinn aö vinna sér inn tæplega áttatlu þúsund dollara og þrjá bila i aukavinn- inga. Hann vissi, meöal annars, hvur kona þaö var sem fyrst flaug yfir Atlantshafiö, austurleiöin. Þessi draumur kann þó aö taka á sig svip martraöar, ef hugsað er til alls fjöldans sem rembist eins og rjúpan viö staur, en kemst ekki aö, höndlar ekki drauminn. Hvaðanæva aö úr Bandarikj- unum flykkist fólk til Kaliforniu. Þaö leggur sparifé sitt i fargjald þangað, dvelur þar jafnvel vikum saman og er reiöubúiö aö greiða háan aögangseyri til þess aö komast i hóp áhorfenda I þætti af þessu tagi. Allt er þaö gert i von um að veröa „tekinn upp”. Þeir sem fá aö troða upp og jafnframt kunna svör viö spurningum stjórnenda, eru ákaÓega smátt hlutfall heildarinnar. Þaö hljóta margar vonir aö bresta fyrir hverja eina sem rætist. Pattaralegir ferðamenn. Margir halda þvi fram aö Bandarikjamenn séu feitir vel og meö hamborgararassa. Ekki er aö sjá aö ibúar New York teljist i þeim hópi, þvi fremur er sjald- gæft að sjá áberandi yfirmagn af holdi á einni og sömu persónunni þar á strætum. Hins vegar gætu feröamenn, sem borgina heim- sækja, orðiö nokkuð pattara- legir, áöur en dvölinni lýkur, þvi þaö viröist landlæg árátta veit- ingahúsa aö bera fyrir hvern ein- stakan gest matarskammt, sem hér heima þætti hæfilegt vikufóö- ur i visitölufjölskylduna. Sá sem ekki hefur til aö bera viljastyrk yfir meðallagi, gæti staöiö frammi fyrir nauösyn þess aö visitera fataverslanir þær sem fyrr var á minnst, áöur en dvöl lýkur. Raunar má dveljast vikum saman i New York án þess aö risa frá matarborði, svo heitiö geti. Byrja má daginn meö léttum morgunveröi á ódýrum staö, flytja sig þaöan undir hádegið og finna stað sem er dægilegur til hádegisveröarneyslu. Er þá afar vinsælt aö panta sér svo sem tutt- ugu litra skái af salati. Meö sæmilegum frystihúsaafköstum má ljúka þeirri máltlð mátulega snemma til aö geta hallaö sér I klukkutima, fyrir átök kvöldsins (eöa til að horfa á einn spurninga- þátt ísjónvarpi). Um fimm leytiö má svo hefja fánann að nýju, finna sér þægilegan bar og hressa lystina meö einum eöa tveim. Svo má til dæmis velja sér steikhús, þar sem smásteikur eru mátuleg- ar fyrir tvo, stórsteikur háift naut, auk alls sem fyigir. Þá er látið ógetiö alls þess er etiö er milli mála, hvort sem þaö er Snacks, Chrunch, Cookies eöa eitthvaö annaö. Um veitingastaöi i borginni gildir hiö sama og um svo margt annaö. Þeir eru óteljandi og næst- um óhugnarlega margvislegir. Dýrir og góðir, dýrir og slæmir, ódýrir og slæmir, ódýrir og góöir...fer þar best á þvi aö prófa og leita. 1 þaö minnsta ætlar undirritaöur ekki sjálfum sér neitt ráöleggingar- eöa dómara- hlutverk I þeim efnum. Aðeins eitt þó . Viöa eru þarna söluvagnar, með pylsur, hamborgara, kringlur, eða eitt- hvaö annaö heitt. Sá er þetta skrifar aö játa að hafa látið sér nægja ilminn af þeim réttum. Svo sterklega minnti hann á ofkæsta skötu, aö væri komið nógu nálægt til aö biöja um eina meðöllu.var matarlystin oröin harla fáfengi- leg. En nóg um þaö. Varúð — meiri varúð. Nú fer aö liöa aö lokum þessa sundurlausa spjalls um Nýju Jór- vik. Ekki má þó yfirgefa efniö án þess aö minnast á öryggi, hættur, afbrot og svo framvegis, þaö er þaö sem hefur einkennt New York svo mjög I hugarheimi Islend- inga. Þaö kann aö viröast öfugmæli, aö segja New York öruggustu borg heims. Vist er þaö lika i hróplegri mótsögn viö þær tölulegu staðreyndir um glæpi, borgarinnar, sem aö jafnaö er haldiö aö fólki i heimspressunni. Væri tiöni moröa hér á íslandi hin sama og i New York, heföu veriö framin hér um sextiu morö á siö- asta ári, og eftir sama útreikningi myndu þrjú þúsund manns eöa liölega þaö, veröa rændir árlega. Hins vegar verður að gæta þess, aö beinn samanburöur þarna á milii, er fáránlegri en allt sem fáranlegt er. Feröamaöurinn veröur aö vera þess minnugur, aö afbrot eru ákaflega bundin ákveönum hverfum og ákveönum timum sólarhringsins i New York. Gæti feröalangurinn ákveöinn- ar varúöar. Gæti hann þess aö flagga ekki fjármunum sinum, láta ekki frá sér veski eöa annan farangur á kæruleysislegan máta, er ákaflega óliklegt að hann verði rændur. Gæti hann þess aö vera ekki einn á ferli aö kvöldi eöa nóttu, einkum þess aö vera ekki á feröinni I erfiöum hverfum, sem kölluö eru, aö ekki sé talaö um ganga neöanjaröar- brautarstööva, er óliklegt aö á hann veröi ráöist. Sá sem sýnir ákveöna lágmarks skynsemi og varúö, og sá sem er öruggur i fasi, getur gengiö um Manhattan og flest önnur hverfi New York óttalaus. Hinn gæti allt eins gengið yfir umferöargötu á rauöu ljósi. Þaö er engin ástæöa til aö gera litiö úr þeirri ógn sem ofbeldis- glæpir eru orðnir I New York og annars staöar I Bandarikjunum. Hana má hins vegar foröast meö litilli fyrirhöfn. Heillandi — hrifandi. Látum svo lokiö aö sinní. Þaö mætti halda endalaust áfram að skrifa um þessa borg, sem er svo heillandi, hrifandi. hún getur staöiö undir hvaöa jákvæöa lýs- ingaroröi sem til er á islenskri tungu. Einnig mörgum hinum neikvæðari nema hvaö orö eins og leiöinleg, áhrifalaus, einhæf, litlaus og svo framvegis, falla niður dauö gagnvart raunveru- leik hennar. Undirrítaöur játar aö hafa oröið ástfanginn viö fyrsta tillit. Skrifin híjóta aö markast eitthvaö af þvl, en þaö er eina meö New York og Botniu hans ómars. Hún er meö gul augu, og alla þá iesti og galla sem tjáir að nefna, — en ég elska hana samt. _-*y <

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.