Tíminn - 23.05.1981, Side 28

Tíminn - 23.05.1981, Side 28
28 Sunnudagur 24. mai 1981 BYGGUNG REYKJAVÍK Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Esju sunnudaginn 31. maí kl. 13.30. Félagsmenn og byggjendur eru hvattir til að mæta Sænsk hjóI eru annáluð fyrír gæði SKEPPSHULT hjólin frá SAMUELSSON eru sænsk gæðahjól, sköpuð fyrir islenskar aðstæður, þvi þau eru sterk og byggð á áratuga reynslu. Karlmannshjól og kvenmannshjól, tvær stærðir. Hagvís Box 85, Garöabæ kl. 9-12 og 5-7 Sendum i póstkröfu hvert á land sem er Sérstakt timabundió tilboð frá Bókaútgáfunni Ljóðhúsum Endurminningar séra Magnúsar B/. Jónssonar Bernska og námsár i tveimur myndarlegum bindum og þrjár bækur Málfriðar Einarsdóttur: Samastaður i tiiverunni, Úr sáiarkirnunni, Auðnuleysingi og tötrughypja Allar fimm bækurnar á kr. 650 Sent burðargjaldsfritt hvert á land sem er ef greiðsla fylgir pöntun. Bækur Málfríðar Einarsdóttur, sem komið hafa Ut á sið- ustu árum, hafa hlotiö einróma lof. Endurminningar séra Magnúsar Bl. Jónssonar komu út fyrir sfðustu jól og þykja miklum tiðindum sæta: „Þessar minningar standa vissulega framarlega í þeim flokki... Og hér er sannarlega komin persónusaga sem stendur jafnfætis góðum skáldskap. Lesendur verða ekki sviknir i þeim efnum.” Halldór Kristjánsson i Timanum. „Þannig mcnn skrifa um eftirtektarverða hluti af þeirri nákvæmni að alveg er eins og fortíðin risi upp f fang manns. Minningar séra Magnúsar Bl. Jónssonar eru af stórum viðum samhengis og sögu. Indriði G. Þorsteinsson í Vfsi. Bókaútgáfan Ljóðhús Pósthólf 629, Reykjavik. Simar 17095 og 35724 framhaldssagan — Og ég hef saknað ykkar, sagði Andrea við fólkið, sem sat við borðið.—En nú er ég að fara i burtu og verð fjarverandi um nokkurtskeið, svoég býzt við, að þið verðið að komast af án min — en reynið samt að sakna min svolitið. Gerið það fy rir mig. — Ertu aðfara eitthvað, Andy? í ferðalag? Ekki áfellist ég þig fyrir það. Hún var ekki viss um hver þeirra átta, sem sátu við borðiö, hefði sagt þetta, vegna þess aðhún horfði nú á frú Wesley. — Frú Judson er að fara á sjúkrahúsið á þriðjudaginn, og hún hefur beðið mig um að verða einkahjúkrunakonan sin. Ég er mjög glöð yfirþvi að geta gert þetta fyrir hana, sagði hún lágri röddu. — A hvaða sjúkrahús fer hún, Andrea? spurði Marta snöggt. Andrea horfðist i augu við hana um leið og hún svaraði. — Hún fer til McCullers, sagði hún. Marta stóð á öndinni, og hún sá að Brad varö gapandi af undrunog frú Wesley virtist eiga erfitt með aðskilja þetta. — Ætlar þú á sjúkrahúsið til dr. McCullers? Andrea, þú getur það ekki, hann leyfir þér það ekki, hraut út úr Mörtu. — Ég leyfi þér það ekki, sagði Brad. — Þú hlýtur að vera búin að missa vitglóruna.að svo mikiðsem hugsa um þetta. — Frú Judson vill að ég geri þetta, svo ég ætla aðgera það. Ándrea kerrti hnakkann. Hún var föl á vangann en þau vissu on, ao nun haföi tekið ákvörðun, sem ekki yrði breytt. — Hvað segir dr. McCullers um þetta? spurði frú Wesley. — Heilmargt, og allt heflur leiðinlegt, viðurkenndi Andrea heinskilnislega. —En frú Judson vill þetta endilega, svo ég held að hann geti þess vegna ekki mikið gert til þess að breyta þvi. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hún gamall kunningi hans, og hefur þar fyrir utan verið mjög rausnarleg bæði við sjúkra- húsið og sjóði þess. — Þetta verður hreint ekki þægilegt, Andrea, byrjaði frú Wesley. — Þægilegt? Brad var yfir sig reiður. — Þetta verður hreint kvalræði, og það vitum við öll mætavel. Andrea, þú getur ekki gert þetta. Andrea leit i kringum sig og brosti dauflega. — Er einhver hér, sem myndi neita frú Judson um eitthvað það, sem hún bæði um, ef viðkomandi hefði aðstæður til þess að uppfylla óskir hennar? spurði hún. — Nei, auðvitað ekki. Allir svöruðu einum munni. — En dr. McCullers hefur ekki sett okkur á svartan lista. — Að þú skulir setja þig i þessar aðstæður. Þessi gamli leiðindakurfur, byrjaði Marta. — Þú skalt ekki reyna að segja mér, að svona eigi ómenntuð gangastúlka ekki að tala um lækni. Hann er fæddur leiðinlegur og hefur ekki batnað neitt siðan. — Veiztu um einhvern, sem getur unnið fyrir mig, á meöan ég er í burtu? spurði Andrea. Marta skildi nú loks, þótt henni væri á móti skapi að viðurkenna það, að ekki myndi þýða neitt að mót- mæla Andreu lengur. — 0, ég geri nú ráð fyrir þvi, sagði hún með óánægjutón. — Flestar útlærðar hjúkrunarkonur verða að vinna þau reiðinnar ósköp, að það hlýtur að hljóma eins og sumarleyfi að þurfa bara að sitja hér og spyrja spurninga, og annast um smáskeinur. Samt held ég nú, aö réttast væri fyrir þig,aðláta athuga hvort þú sért ekki eitthvað að truflast. — Við ættum að kom okkur niður i móttökuna, áður en fólkið tekur að streyma inn, sagði Andrea brosandi og stóð á fætur. Hún hafði ekki snert við matnum sinum. Marta reis einnig á fætur og fylgdi henni eftir, en siður en svo hress i bragði. Þegar þær voru komnar niður, sneri hún sér skyndilega að Andreu. —Ég geri ráð ráð fyrir, að þú vitir út i hvað þú ert að ana? — Trúðumér, Marta, ég veit það svo annarlega, sagði Andrea. — En vertu ekki að reyna að fá mig ofan af þessu. Hefðir þú heyrt i frú Judson séð framan i hana — Marta, hún var svo hrædd. — Auðvitað er hún það, samþykkti Marta, og það mátti lesa meðaumkun úr auganaráði þessarar bliðu og góðu konu, sem þeim þótti öllum svo vænt um. — En Andy, ég get alls ekki hugsaö mér, að þú skulir þurfa að vera nálægt þessum hræðlega gamla fauski, sem getur hvenær sem er látið höggið riöa. — Éghlakkaheldurekkert mikið til, sagði Andrea, og ýkti ekki tilfinningar sinar með þessum orðum. — En geti þetta orðið til þess að hjálpa frú Judson, eins og hún heldur fram að það muni gera, þá veztu mæta vel, Marta, að þú myndir gera nákvæmlega það sama og ég. — Ég efast stórlega um það, svaraði Marta. — Ég er engin hetja. — Það hefur heldur enginn haldið þvi fram, aö lif hjúkrunar- konunnar sé eintómur dans á rósum, sagði Andrea þreytulega. — Við förum þangað sem við erum sendar, og við reynum að gera okkar bezta, og svo er ekki hægt að búast við meiru af okkur. — Ég geri ráð fyrir, að það sé rétt, svaraði Marta. — Mikið er ég þó ánægð yfir þvi, að ég skyldi hafa látið mér nægja að vera aðstoöarstúlka læknis, en ekki gólfþurrkan hans i fallegum hvit- um búningi. Hún gekk á undan inn i móttökuherbergið, og Andrea reyndi að heröa sigupp vegna þess sem i vændum kunni að vera. — Þegar siðasti sjúklingurinn var farinn gekk Andrea út um hliöardyrnar og Brad stóð upp af bekk, þar sem hann hafði setið og beöið eftir henni. — Ég býst svo sem ekki við, að það sé til nokkurs, sagði hann um leið og hann gekk til hennar, — en ég hef veriö að biöa eftir þér I von um að ég geti talið þig af þessu. — Ó Brad,gerðu það fyrir mig, að láta ekki svona, ég er allt of þreytt til þess að vera að þræta við þig.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.