Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 30. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Ég tel að árið 2007 hafi verið mjög gott hjá Straumi,“ segir William Fall, forstjóri bankans. Straumur skilaði ríflega fjór- tán milljarða króna hagnaði á árinu, eða sem nemur um 163 milljónum evra. Þetta er umtals- vert minna en árið 2006, þegar hagnaðurinn var vel yfir 500 milljónir evra. Hagnaður á hlut nam 0,017 evrum. William Fall bendir á að fjöl- breytni í tekjum bankans hafi aukist mikið milli ára auk þess sem umsvifin hafi aukist mikið. Þóknunartekjur hækkuðu til dæmis um meira en 50 prósent og vaxtatekjur um 60 prósent, þótt gengishagnaður hafi dreg- ist saman. „Þriðji fjórðungur ársins var erfiður og við höfum orðið fyrir áhrifum af erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hins vegar þá erum við alls ekki í sömu slæmu stöðu og marg- ir aðrir,“ segir Fall. Hann bendir á að Straumur eigi til að mynda enga hagsmuni í undirmálslánum eða skuldabréfavafningum. William Fall segir að árið 2008 geti orðið erfitt „en ég teldi það ógætilegt að ætla að spá fyrir um horfurnar hjá Straumi á árinu. Ég tel að enn eigi eftir að koma vond tíðindi af fjármálamörkuð- um. Einnig er erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif það mun hafa á Íslandi.“ Fram kom í máli Williams Fall við kynningu á uppgjörinu að fjármálaóróleikinn hefði minni áhrif eftir því sem austar dreg- ur í Evrópu. Á árinu yrði horft til Finnlands og Tékklands. En ætlar Straumur lengra austur? „Það stendur ekki til að við förum til Rússlands eða Úkraínu. Það eru næg tækifæri fyrirliggjandi á þeim mörkuðum sem við störfum á nú þegar.“ - ikh „Þetta er mjög ánægjuleg þróun sem sýnir að bankastörfin eru að verða mikil sérfræðistörf, en fólki í beinum afgreiðslu- og þjónustustörfum fækkar hlut- fallslega,“ segir Friðbert Trausta- son, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ríflega helmingur starfs- manna fjármálafyrirtækja er há- skólamenntaður, en fyrir áratug hafði innan við fimmtungur lokið háskólaprófi. Þetta kemur fram í könnun sem Hagfræðisetur Há- skólans í Reykjavík gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Um 5.200 manns í tíu fjármálafyrir- tækjum svöruðu í könnuninni. Friðbert Traustason segir að fjármálastofnanir hafi í auknum mæli tekið að sér ráðgjöf fyrir fólk og fyrirtæki. „Heildarþjón- ustan við fólk og smærri fyrir- tæki er margfalt meiri en hún var. Fólk er til dæmis komið í alls kyns greiðsluþjónustu og hefur því minni áhyggjur af sveiflum milli mánaða.“ Hann nefnir einnig alþjóða- væðinguna, en starfsfólk fjár- málafyrirtækjanna sinni erlendri starfsemi þótt það hafi aðsetur hér á landi. Þá hafi fjölbreytni í menntun líka aukist. „Þetta er eitthvað sem ég held að við eigum bara almennt eftir að sjá aukningu á.“ - ikh H Á S K Ó L A M E N N T U N B A N K A M A N N A Hlutfall starfsmanna fjármálafyrirtækja sem lokið hafa háskólaprófi hefur vaxið jafnt og þétt undan- farin ár, samkvæmt könnunum Samtaka fjármála- fyrirtækja og Samtaka íslenskra bankamanna. 1996 17% 2004 30% 2007 52% G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -8,7% -15,3% Bakkavör -1,8% -13,7% Exista -13,3% -33,5% FL Group 0,6% -23,0% Glitnir 0,7% -7,3% Eimskipafélagið -7,5% -15,0% Icelandair 3,0% -0,4% Kaupþing -1,4% -17,4% Landsbankinn -1,6% -11,4% Marel -2,5% -2,5% SPRON -16,8% -26,6% Straumur 6,2% -6,1% Teymi 1,4% -1,5% Össur -1,4% -5,9% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Helmingur fjármála- fólks með háskólapróf Áhersla á Finnland og Tékkland S T R A U M U R Í T Ö L U M 2007 2006 Hagnaður eftir skatta 162,9* 515,4* Hagnaður á hlut í evrum 0,017 0,051 Gengishagnaður 111,4* 392,3* Rekstrarkostnaður 118,9* 44,1* Heildareignir 7.136,9* 4.357,8* Arðsemi eigin fjár 11,3% 42,0% Fjármögnun utan Íslands 60% 47% Fjöldi starfsfólks 486 109 * milljónir evra Hagnaður hollensku iðnsamstæð- unnar Stork N.V. jókst um fimmt- ung á lokafjórðungi síðasta árs samkvæmt ársuppgjöri félags- ins sem birt var í gær. Árið var viðburðaríkt hjá félaginu, en í lok þess var samið um yfirtöku félagsins af eignarhaldsfélagi í eigu breska fjárfestingarsjóðs- ins Candover og íslensku félög- unum Eyri Invest og Landsbanka Íslands, en þau fara saman með fjórðungshlut. Hagnaður Stork dróst engu að síður mikið saman milli ára, var 67,2 milljónir evra (6,4 milljarðar króna), miðað við 149,7 milljónir evra (14,2 milljarðar króna) 2006. Sjoerd Vollebrecht, forstjóri Stork, segir félagið nú komið á lygnari sjó eftir mikil átök síð- ustu ára. Hann segir síðasta ár hafa verið erfitt fyrir flugiðn- aðarhluta Stork og ákveðin svið matvælavinnsluvélahlutans, sem nú hefur verið seldur Marel Food Systems. „Flugiðnaðurinn og tækniþjónustan mynda nú heild með veltu upp á einn og hálfan milljarð evra og næstum 13.000 starfsmenn. Núna erum við aftur í stöðu til að leggja áherslu á eflingu og vöxt starfseminnar,“ sagði hann. - óká Hagnaður Stork jókst um fimmtung í lok árs Ávöxtun sl. 1 ár m.v. 31.12.07 – ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 9 – peningamarkaðsbréf er fjárfestingasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir Sjóðir er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is. Athygli er vakin á að fjárfestingarsjóðir eru áhættumeiri fjárfestingarkostur en verðbréfasjóðir skv. lögum. * KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900 FRÁBÆR SKAMMTÍMAÁVÖXTUN Sjóður 9 – peningamarkaðsbréf hentar þeim sem leita að jafnri og stöðugri hækkun eigna. Sjóðurinn fjárfestir í víxlum, innlánum eða öðrum skammtímaverðbréfum. Hann hentar sérlega vel sem skammtímaávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu. Inneign í sjóðnum er alltaf laus til útborgunar samdægurs og enginn munur er á kaup- og sölugengi í sjóðnum. 15.3% ávöxtun* SJÓÐUR 9 ÞINN ÁVINNINGUR Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Stór hluti efnahagsreikningsins er í Noregi og meirihluti tekna okkar er á svæðum sem eru ein- angruð frá þeim öflum sem hafa hrjáð markaði upp á síðkastið. En efnahagsreikningurinn mun ekki vaxa mikið á næstu tveimur fjórðungum,“ sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis, er hann kynnti fyrsta ársuppgjör sitt í gær ásamt Alexander K. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Hagnaður bankans nam 27,7 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 38,2 milljarða krónur í hittifyrra. Þar var hagnaðurinn á fjórða ársfjórð- ungi 2,5 milljarðar króna samanborið við 9,3 millj- arða ári fyrr. Það jafngildir 73 prósenta samdrætti á milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af kjarna- starfsemi bankans um 20,6 prósent og hafa þær aldrei verið meiri. Nokkrir þættir skýra samdráttinn öðru fremur. Í fyrsta lagi hafi starfsmönnum bankans fjölgað mjög á síðasta ári sem hafi keyrt upp launakostnað en hann nam 27,9 milljörðum króna í fyrra og jókst um 77 prósent á milli ára. Þeir Lárus og Alexand- er sögðu aukninguna hins vegar mun minni sé litið til einskiptikostnaðar vegna fjölgunar starfsfólks. Um þessar mundir standi yfir skipulagsbreyting- ar sem stuðla eigi að hagkvæmni og kostnaðarað- haldi. Lárus vildi þó ekki tjá sig um hvort til standi að fækka starfsfólki. Í öðru lagi spili aðstæður á fjármálamörkuð- um inn í. Umhverfið hafi verið erfitt, þar af hafi skuldatryggingaálag verið nálægt hæstu hæðum. Fram kemur í uppgjöri bankans að hann sé vel varinn gegn skakkaföllum. Lausafé hans nemi sex milljörðum evra, jafnvirði rúmra 576 milljarða íslenskra króna, auk þess sem hann hafi tekið sjö- tíu milljarða gjaldeyrisstöðu til að verja sig gegn lækkun á gengi krónunnar. Þetta er í samræmi við spá greiningardeildar Glitnis sem horfir til á bilinu fimm til tíu prósenta lækkunar krónu á árinu. Lárus segir að sú spá hafi þegar ræst þótt hún hafi geng- ið til baka að nokkru leyti. Hins vegar séu tekju- póstar bankans dreifðir og skapi það Glitni ákveðið öryggi. Fram kemur í uppgjörinu að staða bankans sé sterk enda hafi hann ekki fjárfesti í skuldabréfa- vöndlum og undirmálslánum á borð við þá sem hafi sett skarð í afkomu nokkurra af stærstu bönkum heims. Lárus sér lítinn vöxt á næstu tveimur ársfjórð- ungum en að betur gefi í sjóinn á seinni hluta árs. Mikilvægt sé í aðstæðum á borð við þær sem nú gangi yfir alþjóðalega fjármálamarkaði að missa ekki sjónar á boltanum. Glitnir hefur fjárfest í verkefnum á borð við sjávarútveg á Norðurlöndun- um og í Kína og jarðvarmaverkefnum. „Verkefnin til næstu fimm ára eru að halda áfram með það sem við höfum lagt upp með,“ segir Lárus. FORSTJÓRINN KYNNIR FYRSTA ÁRSUPPGJÖRIÐ Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir mikilvægt að missa ekki sjónar á boltanum í erfiðu árferði. MARKAÐURINN/VILHELM Hagnaður Glitnis dróst saman í fyrra Forstjórinn sér fram á betri tíð seinni hluta ársins. H A G N A Ð U R Á H L U T Í G L I T N I * Tímabil Upphæð Jan.-des. 2007 1,85 krónur Jan.-des. 2006 2,68 krónur *þynntur hagnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.