Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 Ú T T E K T vel veitt fasteignalán án viðunandi veða og trygginga. Aðspurður um framhaldið og hvaða lausnir stjórnvöld hefðu í handraðanum sagði Paulson: „Ég tel að það sé ekki hlutverk yfir- valda og eftirlitsaðila að verja [banka og fjár- málafyrirtæki] gegn tapi,“ sagði hann í sam- tali við fréttastofu Associated Press. Það er hins vegar fjarri að bandaríski seðla- bankinn hafi látið hjá líða að koma til hjálp- ar. Hann brást við strax snemma í ágúst með ýmsum hætti, svo sem með því að dæla fjár- magni inn í efnahagslífið og lækka daglána- vexti í því augnamiði að auka fjárflæði á markaðnum. Seðlabankar víða um heim gripu til sömu – og oft á tíðum samhentu – ráða. Þegar haustaði var ljóst hvert stefndi enda neyddust nokkrir af stærstu bönkum og fjár- málafyrirtækjum í heimi, sem höfðu fjár- fest í þeim skuldabréfavafningum er tengd- ust bandarískum undirmálslánum, að afskrifa hátt í 100 milljarða dala úr bókum sínum. Og er þá aðeins átt við bandarísk fyrirtæki á þriðja ársfjórðungi enda ekki fulljóst hversu mikið hverfur úr bókunum á þeim fjórða. Ofan á undirmálslánakrísuna hafa aðstæður á einstaklingsmarkaði í Bandaríkjunum, sem skýrast af háu stýrivaxtastigi, valdið því að dregið hefur úr einkaneyslu. Slíkur samdráttur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, ekki síst fyrir hagkerfi á borð við Bandaríkin sem keyrt er á vexti í einkaneyslu en neyslan skipar tvo þriðju hluta af hagvaxtartölum. Að sama skapi þýðir minni einkaneysla að dregið geti úr innflutningi. Það getur svo smitað út frá sér til helstu viðskiptalanda Bandaríkj- anna. Fjármálasérfræðingar segja ýmis lönd í Asíu, sérstaklega Japan og Kína, geta orðið fyrir skakkaföllum af þessum sökum. Svipað- ar svartsýnisspár eru sömuleiðis uppi um við- skiptin á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Fjölmiðlar hafa eftir ýmsum fjármálaskýr- endum að einurð Bernankes að horfa fremur til verðbólguvæntinga en hags fjárfesta hafi velgt mörgum undir uggum og sé stóll hans orðinn heitur. Svo eldheitur, líkt og fram kom á bandarísku CNBC-sjónvarpsstöðinni í kjölfar bráðalækkunarinnar í síðustu viku, að ráðning hans verði jafnvel ekki endurnýjuð þegar hún rennur út síðar á þessu ári. ERFIÐUR DANS Á LÍNUNNI Breytingar á stýrivöxtum – hvort sem um hækkun eða lækkun er að ræða – eru langt í frá aufúsumál enda getur slíkt haft mikil áhrif á fjármálageirann og efnahagslífið í heild sinni. Snörp hækkun getur haft neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðla og útflutning. Ekki síst hér á landi, líkt og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á í grein sinni í Fréttablaðinu á sunnudag. Bandaríski seðlabankinn stendur einmitt frammi fyrir þessum vanda nú um stundir. Á sama tíma hefur gengi Bandaríkjadals lækkað ört gagnvart helstu helstu myntum, til dæmis nokkrum sinnum náð sögulegu lágmarki gagn- vart evru og sterlingspundi. Við væntingar um frekari stýrivaxtalækkun hefur gefið í lækk- unarferlið og hefur verið haft á orði að dalur- inn sé í frjálsu falli. Samtímis því er verðbólguþrýstingur í hag- kerfinu vestur frá líkt og hér á landi. Verðlag, ekki síst á innfluttri vöru, hefur hækkað, hrá- vöruverð orðið dýrara, þar af olía og gull náð methæðum – en fasteigna- verð lækkað. Á sama tíma hefur bandaríski seðlabankinn með Ben Bernanke við stýrið lækkað stýri- vexti. Þetta býður hættunni heim, líkt og kanadíska dagblaðið The Globe and Mail benti á í kjölfar bráða- lækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þótt stýrivaxtalækkun- inni sé fagnað þar er tekið fram að hún komi seint. Betri hefði verið að lækka stýrivexti fyrr enda taki allt upp undir hálft ár fyrir áhrifin að koma fram. Vissulega liggur ekki fyrir hversu oft og mikið bandaríski seðlabankinn mun lækka stýrivexti til að sveigja hjá efnahagslægð líkt og þeirri sem Japanar lentu í árið 1997. Fræði- lega er hægt að lækka vextina niður í núll, líkt og gert var í Japan, en það þykir ólíklegt. Mun líklegra sé, líkt og Bloomberg hafði eftir mark- aðsaðilum í gær, að Bernanke grípi til svipaðra ráða og forveri hans Greenspan í kjölfar netbólunnar og hryðjuverkjaárásanna á Bandarík- in, og lækki stýrivexti hratt á næstu mánuðum, jafnvel allt niður í 2,25 prósent í fyrstu lotu. Þeir geti þó farið niður í allt að eitt prósent ef þurfa þyki. Það, líkt og The Globe and Mail bendir á, getur svo boðið hættunni heim á að bóla myndist á hlutabréfamörkuðum í ein- hverju formi á nýjan leik. SEÐLABANKASTJÓRINN Svo virðist sem fjárfestar í Bandaríkjunum kunni fátt að meta í fari Bens Bernanke, seðlabankastjóra lands- ins, þegar kemur að vaxtaákvörðunum hans. Bankinn lækkaði stýrivexti seint og um síðir þrátt fyrir hávær harmakvein úr röðum fjár- festa sem vildu sjá slíkar aðgerðir mun fyrr. MARKAÐURINN/AP Jean-Claude Trichet, bankastjóri evr- ópska seðlabankans, þvertók fyrir það frammi fyrir efna-hags- og fjár- laganefnd Evrópusambandsins, í kjöl- far stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans fyrir viku, að bankinn myndi feta í sömu fótspor og koma til móts við versnandi efnahagshorfur með lækkun stýrivaxta. Ummæli seðlabankastjórans ollu titringi á evrópskum hlutabréfamörk- uðum sem féllu hratt á miðvikudag. Þetta er í samræmi við fyrri stefnu bankans sem horfir stíft til að halda verðbólgu í námunda við markmið bankans. Verðbólga mældist 3,1 pró- sent á evrusvæðinu í fyrra. Hún hefur ekki verið meiri í rúm sex ár og er talsvert yfir tveggja prósentu- stiga verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Stýrivextir hafa á móti staðið í fjórum prósentum frá því í júní í fyrra en þá voru þeir hækkaðir um 25 punkta. Á sama tíma stendur gengi evru í hæstu hæðum gagnvart helstu mynt- um, ekki síst Bandaríkjadal, auk þess sem ein evra snerti 97 íslenskar krón- ur á fimmtudag fyrir viku. Slíkt hefur valdið talsverðum ójöfnuði í inn- og útflutningi frá evrusvæðinu vestur um haf og hefur Trichet verið gagnrýndur harðlega fyrir að beita sér ekki fyrir því að minnka gengis- muninn. Trichet hjó svo í sama knérunn á hinni árlegu heimsviðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinn- ar, World Economic Forum (WEF), í Davos í Sviss í enda síðustu viku en þar sagði hann mikilvægt að missa ekki sjónar á verðbólgumarkmiðum og að nauðsynlegt væri að tryggja verðstöðugleika til að koma í veg fyrir frekari óróa. Trichet sagði fjármálamarkaði víða um heim ganga í gegnum harkalega leiðréttingu og lagði áherslu á að slík- ar hræringar gætu minnt fólk óþægi- lega á að efnahagsástand í einu landi gæti haft áhrif í öðru. Hann ítrekaði sömuleiðis skoðun sína að það væri hlutverk seðlabanka heimsins að halda fast í verðbólgu- markmið sín og koma í veg fyrir að verðbólga færi úr böndunum. Ekki mætti missa sjónar á því: „Seðla- bankar eiga ætíð, ekki síst á erfiðum tímum, að vera kjölfestan og koma í veg fyrir að óróleikinn verði meiri en hann raunverulega er,“ sagði hann. Evrópski seðlabankinn stendur fast á sínu SEÐLABANKASTJÓRINN Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, lagði á það ríka áherslu í síðustu viku að stýrivextir á evru- svæðinu yrðu ekki lækkaðir til að halda verð- bólgudraugnum í skefjum. MARKAÐURINN/AFP Nærmynd af Ben Bernanke Ben Bernanke, sem skírður var Shalom að miðnafni samkvæmt gyðinglegri hefð, er fæddur 13. desember árið 1953 í Georgíu- ríki í Bandaríkjunum og fagn- aði því 54 ára afmæli sínu þegar fjármálakrísan stóð sem hæst undir lok síðasta árs. Að loknu hefðbundnu grunn- og framhaldsskólanámi hóf Bernanke nám í hagfræði við Hardvard-háskóla en endaði á því að flagga doktorsgráðu í fræðunum frá MIT-háskólan- um árið 1979. Að námi loknu kenndi Bern- anke nokkuð óslitið við við- skipta- og hagfræðideildir nokkurra af þekktustu og virt- ustu háskólum Bandaríkjanna allt fram til ársins 2005 en þá sagði hann starfi sínu lausu. Hann var skipaður seðlabanka- stjóri í október sama ár en tók formlega við stólnum af Alan Greenspan í byrjun febrúar næsta ár, eða fyrir rétt tæpum tveimur árum. Ósagt skal látið hvort Bern- anke hafi greint aðdraganda fjármálakreppunnar sem riðið hefur húsum frá því snemma á síðasta ári, ekki síst vestan- hafs. Hann ætti í það minnst að þekkja einkennin en seðla- bankastjórinn hefur skrif- að fjölda greina um efnahags- mál, ekki síst um sérsvið sitt sem er aðdragandi kreppunnar miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Helstu gagnrýnendum Bern- ankes þykir nú sem honum hafi ekki tekist að stýra skút- unni með jafn farsælum hætti og forveri hans. Sé því farið að hitna svo undir honum að svo geti farið að ráðning hans í stóli seðlabankastjóra verði ekki endurnýjuð á árinu. ÖRLAGAVALDAR HLUTABRÉF- ANNA Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hér í forgrunni ásamt forvera sínum Alan Greenspan, um það leyti sem skipt var um seðlabankastjóra í febrúarmánuði 2006.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.